Morgunblaðið - 02.10.1973, Side 7

Morgunblaðið - 02.10.1973, Side 7
Hér á eftir fer spil frá leiknum milli Frakklands og Ungverja- lands í Evrópumótinu, sem nýlega fór fram í Ostende í Belgíu. Norður SK-D-10 H D-10 T 5 L K-9-8-6-4-3-2 Vestur SG-3 H Á-G-9-7-6-4-3 T 10-3-2 L A Austur S 8-4-2 H K-8-5 T G-9-4 L D-G-7-5 Suður S Á-9-7-6-5 H 2 T A K-D-8-7-6 L 10 Við annað borðið sátu frönsku spilararnir N—S og þar varð loka- sögnin 4 lauf, sem voru dobluð. Sagnhafi var heppinn og varð að- eins einn niður, en rétt er að geta þess, að N—S vinna alltaf 4 spaða. Við hitt borðið sátu ungversku spilararnir N—S og þar opnaði vestur á 3 hjörtum. Lokasögnin varð 5 tíglar hjá N—S, en hér fann franski spilarinn Jais, sem sat í vestur beztu vörnina. Hann lét i byrjun út lauf ás og síðan hjarta 3 (!!) Austur drap með kóngi, og lét út lauf. Vestur trompaði og þar með tapaðist spilið. Kvenfélagið Seltjörn. Konur, athugið breytta fundar- daga. Næsti fundur félagsins verður miðvikudaginn 10. októ- ber kl. 20.30. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólanum mið- vikudaginn 3. október kl. 20.30. Skemmtiatriði: Upplestur og myndasýning. \ Kvenfélag Óháða safnaðarins. Föndurvinna miðvikudag 3. október kl. 20.30 í Kirkjubæ. MORGUNBLADSHUSINU MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÖBER 1973. 7 DAGBÓK BARMMA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame I. kafli — Arhakkinn Moldvarpan hafði unnið baki brotnu allan morgun- inn við vorhreingerningu í húsi sínu. Fyrst hafði hún sópað og sfðan hafði hún þurrkað af ryk. Og loks hafði hún klifrað upp á tröppur og stóla með sóp og sápuvatn í fötu og hamazt við að hreinsa hvern krók og kima, þangað til ryk var komið bæði í hálsinn á henni og augun og sápuskvetturnar voru yfir allan svarta feldinn hennar. Þreytt var hún í handleggjun- um og hana sárverkjaði í bakið. Vorið var komið i loftið uppi yfir henni og í moldina undir fótum hennar og allt í kring um hana hátt og lágt. Vorgust- urinn náði meira að segja inn f dimma og lágreista húsið hennar og bar þangað ókyrrð og unaðslegar þrár. Það var því engin furða þótt hún fleygði skyndilega frá sér burstanum á gólfið og segði : ,,Ég kæri mig kollótta," og „fari það norður og niður,“ og líka „ég held mér sé sama um allan vorþvott," og svo þaut hún út án þess að gefa sér tíma til að fara í kápu. Það var eitthvað heillandi uppi yfir, sem kallaði á hana í sífellu og hún hélt strax upp bröttu göngin, sem fyrir henni voru eins og malarborinn akvegur heim að húsum þeirra dýra, sem eiga bú sitt nær sólinni og loftinu. Svo hún reif og krafsaði og klóraði og klóraði og krafsaði og reif. Hún hamaðist með litlu FRflMMflLÐSSflGflN framfótunum og tautaði fyrir munni sér: „Áfrarn upp, áfram upp,“ þangað til hún rak loks trýnið upp í sólskinið, og hún vissi ekki fyrr til en hún var farin að velta sér í mjúku, hlýju grasi á stóru engi. „Þetta er ágætt,“ sagði hún við sjálfa sig. „Þetta er miklu betra en standa í vorverkum.“ Sólin sendi hlýja geisla á feldinn hennar, blíður blær stráuk um heitt enni hennar og eftir innilokunina f kjallarahol- unni fannst henni glaðvær söngur fuglanna hljóma eins og hávær kliður í eyrum sínum. Hún stökk f loft upp af einskærri kátínu og gleði yfir því að vera laus við vorhreingerninguna. Svo hélt hún leiðar sinnar yfir engið, þangað til hún kom að limgerðinu, sem afmarkaði engið öðrum megin. „Bíddu við,“ sagði gömul kanína, sem stóð við hliðið. „Það kostar sex pence að fara um einka- veginn.“ En moldvarpan, sem var óþolinmóð, virti hana ekki viðtals, ruddist fram hjá henni og ögraði um leið hinum kanínunum sem gægðust útúr holum sínum til að athuga, hvað væri eiginlega á seyði. „Lauksósa, lauksósa," sagði hún striðnislega og var horfin, áður en þær gátu fundið nokkurt viðeigandi svar. Þá fóru þær að nöldra hver við aðra. „Mikið geturðu verið heimsk. Hvers vegna sagðir þú ekki . . .“ „Nú, hvers vegnasagðirþú þá ekki . ..“ „Þú hefðir getað bent henni á það, að . . .“, o. s. frv. eins og gengur. En auðvitað var það þá orðið um seinan, eins og alltaf er. Hver á hvaða hatt? Hér eru fjórar persónur, sem hafa komizt í þann vanda, að hatt- ar þeirra hafa ruglast. Getur þú fundið út, hvaða hatt hver skal bera? SMÁFÓLK FERDINAND Lausn: A—2, B—4, C—1, D—3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.