Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. SAI B Al N 1 Ed McBain: 1 n heljofþröm Þetta var ofur venjulegt hvers- dagssíðdegi I byrjun október. Fyrir utan rimlaglugga skrif- stofusalar 87undu lögregludeild- ar logaði Grovergarður í lita- skrúð. Indíánskt sumar breiddi úr litum sínum og skartaði skær- rauðu og gulu I mildu októberloft- inu. Sólin glampaði á heiðbláum himni, geislar hennar þrýstu sér upp að rimluðum gluggunum svo úr urðu gullnir ljósstafir, þar sem litlar rykagnir tifuðu óþreytandi upp í mót. Skarkali strætisins úti fyrir seitlaði yfir gluggakistuna og gegnum opna gluggana, rann saman við ys og þys skrifstof- unnar og úr varð hljómkviða — í senn einstök og ánægjuleg á ein- hvern hátt. Líkt og í velæfðri sinfóníu óm- aði kunnuglegt stef hljóða innan salarins. Þetta stef byggðist á þremur samhljómum símhring- inga, ritvélaslætti og blótsyrðum. I gegnum þetta stef var sinfóniunni beint inn á brautir ótal tilbrigða. Tilbrigðin spönn- uðu vítt svið; allt frá skvaphlóði því er heyrist þegar hnefi bolans er keyrður í kvið þjófsins, til öskurs bolans sem vill vita hvað í helvítinu hafi orðið af kúlupenn- anum sínum, til tefsins orðastríðs yfirheyrzlunnar, til hálfkæfðs ást- arhjals símtals við stúlku útí bæ, til blísturs sendilsins með skila- boðin frá aðalstöðvunum, til rómantfsks væls konu að kvarta yfir eiginmanni sínum vegna bar- smíða, til niðsins í vatnskælinum, rostahláturs í kjölfar vafasams brandara. Slfkur hlátur ásamt strætis- skarkalanum utandyra fagnaði brandara Meyer Meyer þetta föstudagssíðdegi. „Hann kann að segja þá“, sagði Bert Kling. „Það er sko eitt sem ég get ekki. Að segja svona sög- ur.“ „Það er nú ýmislegt sem þú ekki getur," svaraði Meyer Meyer með glampa f bláum augunum, „en við fyrirgefum ofurlitla óná- kvæmni. Fr.' sagnalist, Bert, er nokkuð sem maður tileinkar sér með aldrinum. Stráklingur á borð við þig þarf ekki að láta sig dreyma um að geta sagt góða sögu. Það kostar margra ára reynslu." „Farðu til fjandans, gamli skröggur," sagði Kling. „Strax kominn í árásarstöðu, tókstu eftir því, Cotton. Aldurinn er honum eitthvað viðkvæmt." Cotton Hawes dreypti á kaffinu og brosti. Hann var hávaxinn maður, einn og nfutíu á hæð og vó nærri hundrað kíló. Hár hans var skærrautt og nú glampaði á það i októbersólskininu, sem gerði sér þó einkar dátt við gráa rönd í hársverðinum út af vinstra gagn- auga. Röndin sú gráa var forvitni- leg, þar sem hún var tilorðin fyrir hnffsstungu, er Hawes hlaut endur fyrir löngu. Raka hafði orðið hárið þarna til að komast að sárinu, en þegar aftur óx var hárið grátt. „A þvf sést hvað ég varð djöfull hræddur", var Hawes vanur að segja. Núna glotti hann til Meyer og sagði: „Krakkar eru alltaf fjand- samlegir. Vissirðu það ekki?“ „Ætlar þú líka að snúast gegn mér?“ sagði Kling. „Þetta er sam- særi.“ „Ekki samsæri," leiðrétti Mey- er hann, „heldur sjálfráða við- brögð hinna hötuðu. Það er nú meinið við hana veröld. AUtof mikið hatur. Vel á minnst, veit annar hvor ykkar hvert er kjörorð Hatursandstæðinga?“ „Nei“, svaraði Hawes með upp- gerðar alvöru. „Hvert er kjörorð Hatursandstæðinga? “ „í rass og rófu með alla hatara," svaraði Meyer ákafur og í þvf hringdi síminn. Hawes og Kling horfðu undrandi á hann andar- tak, en skelltu svo hávært upp úr. Meyer sussaði á þá með blakandi hendi. „Áttugasta-og-sjöunda deild, Meyer rannsóknarlögreglumaður sem talar,“ sagði hann. „Hvað segið þér, frú. Jú, ég er rannsóknarlögreglumaður. Hvað? Nei, eiginlega er ég nú ekki yfir- maður hér.“ Hann hrissti höfuðið og hleypti brúnum i átt til Klings. „Því miður, frú, yfirvarðstjórinn er önnum kafinn. Gæti ég kannski orðið yður að liði, frú. Já, frú, hvað var það. Tfk, segið þér. Já, frú. Ég skil. En frú, við eigim nú ekki gott með að halda honum heima. Það er varla í verkahring lögreglunnar. Ég skil. Tfkin .... já, frú. Því miður höfum við engan mann handa yður í bili. Við erum dálftið mannfáir þessa stundina .... Hvað?........Mér þykir leitt að þér skulið taka þessu svona. En þér sjáið..“ Hann þagði og horfði í tólið. „Hún skellti á,“ sagði hann og lagði tólið á. „Hvað var þetta?" spurði Kling. „Hún átti þennan hund, Stóra- Dana, sem getur ekki séð ein- hverja bastarðstík f friði. Hún vill að við gerum annað hvort — höld- um hundinum heima eða sjáum einhvern veginn um tíkina." Aft- ur hrissti Meyer höfuðið. „L’amor. l’amor. Ávallt einhver vandræði vegna I’amor. „Hann þ'agnaði. „Vitið þið hvað ást er?“ „Nei, hvað er ást?“ spurði Hawes með sömu alvöru og fyrr. „Ég er ekki að gera að gamni mínu núna“, sagði Meyer. „Ég er að fflósófera: Ast er ekkert annað en hatur í lægsta veldi.“ , jesús minn, hvilík kald- hæðni,“ sagði Hawes. „Ég er ekki kaldhæðinn. Ég er að fílosófera. Þú átt aldrei að taka slfkan mann alvarlega þótt hann hugsi upphátt, því hvernig getur hann gert tilraunir með sfnar makalausu speki nema hann mæli þær af munni frarn." Hawes sneri sér skyndilega við. Kona hafði staðið rétt fyrir utan vindudyrnar, er skildi að skrifstofusalinn og ganginn, kom inn svo hljóðlega að enginn þeirra veitti því eftirtekt að hún nálgaðist. Hún ræskti sig — svo óvænt að hljóðið glumdi í salnum, og Meyer og Kling sneru sér í stólunum svo til f sama mund og Hawes. Við fyrstu augsýn var hún sem Dauðinn holdi klæddur. Hún hafði mikið svart hár sem bundið var f hnút aftur á hnakka. Augun voru brún, enginn farði var f andlitinu, enginn varalitur, andlitið svo náfölt að helzt leit út fyrir að hún væri nýstaðin upp úr veikindum. Hún klæddist svartri kápu og var í svörtum skóm en sokkalaus. Berir fótleggir hennar voru hvítir sem andlitið, grannir leggir, sem virtist um megn að bera hana uppi. Hún hélt á stórri svartri handtözku og hún rfghélt f svörtu Ieðurhöldin með grönnum beinaberum fingrum. ,,Já?“, sagði Hawes. „Carella rannsóknarlögreglu- maður, er hann við?“ spurði hún. Rödd hennar var hljómlaus. „Nei,“ svaraði Hawes. „Hawes I þýóingu Björns Vignis. rannsóknarlögreglumaður heiti ég, gæti ég ef til vill aðstoðað — “ „Hvenær er hann væntan- legur?" greip hún fram í. „Það er erfitt að svara til um það. Hann ætlaði fyrst að útrétta eitthvað fyrir sjálfan sig, en átti sfðan að fara beint í mál hér utan- húss. Kannskieinhverokkar—“ „Ég ætla að bíða,“ sagði konan. „Þetta getur orðið langur tími.“ „Ég hef nægan-nægan tíma,“ svaraði hún. Hawes yppti öxlum. „Nú, allt i lagi. Það er bekkur hér fyrir utan. Ef þér vilduð gjöra —“ „Ég ætla að bíða hér,“ svaraði hún og áður en Hawes fengi stöðvað hana, hafði hún ýtt upp hliðinu á þjónustuborðinu og tekið stefnu á eitt auðu borðanna fyrir miðjum salnum. Hawes fylgdi henni þegar f stað. „Ungfrú, mér þykir það leitt," sagði hann, „en gestkomendum er ekki leyft —“ „Frú,“ leiðrétti hún hann. „Frú Frank Dodge." Hún settist. Svörtu töskunni kom hún fyrir í kjöltu sér og báðar hendur henn- ar hvíldu á opinu. ,Jæja, frú Dodge þá, við leyfum ekki óviðkomandi aðgang hér nema þeir eigi brýnt erindi." „Ég á brýnt erindi hér,“ sagði hún og kreisti saman varirnar. „Nú, jæja, vilduð þér þá ekki segja mér —“. velvakandi • Hugsjónin, köllunin og sannleikurinn „Skeggi,, og „Einar Smákarl,, skrifa. Annar okkar skrif aðí yður fyrir nokkru um árás Ragnars Arnalds, svokallaðs „formanns" Alþýðu- bandalagsins, í kommúnistamál- gagninu, Þjóðviljanum, á þrjá nafngreinda fréttamenn Ríkisút- varpsins á Islandi fyrir að hafa leyft sér að skýra frá atburðum í Chile á annan hátt en gert var í ríkisútvarpinu í Moskvu og ríkis- útvarpinu í Austur-Berlín. I bréfi „Skeggja” var m.a. fjallað um það, hve Ragnar Arnalds og Þjóð- viljinn eiga erfitt með að halda sér á braut sannleikans, þegar Chile og sósíalisminn eru annars vegar, og dæmi sýnt um það. Nú hefur frétzt, að þessi árás „formannsins” átti eftir að hafa hinar háðulegustu afleiðingar fyrir núverandi útvarpsráð. Sama dag og umrædd árásargrein birt- ist í Þjóðviljanum var haldinn fundur í útvarpsráði. Þar var full- trúi kommúnista með Þjóðviljann sinn í höndunum og flutti nú árás- ina á fréttamennina þrjá neðan af Þjóðviljaplaninu og upp á sitt eig- ið plan og útvarpsráðs. Þótt hann viðurkenndi að haf a hvorki séð né heyrt neinn af hinum umdeildu Chile-þáttum, lagði hann samt fram harðorða tillögu um vítur á viðkomandi fréttamenn á grund- velli árásargreinarinnar eftir Ragnar í Þjóðviljanum. Hann hafði ekkert annað f höndunum, en hér varð hann að framfylgja flokkslegri skipun. Þessum hund- trygga kommissar kommúnista- flokksins vildi það til happs, að fulltrúum Sjálfstæðismanna tókst að fá málinu frestað til næsta fundar, þangað til áreiðanlegri heimildir en Þjóðviljinn lægju fyrir. Það kom lfka í Ijós, að vitan- lega höfðu „formaðurinn” og Þjóðviljinn ekki staðizt freisting- una um að falsa textann, eins og fyrri daginn, þegar Chile er ann- ars vegar. Starfsmenn útvarpsins hafa það fyrir satt, að í tilvitnun- um í Þjóðviljanum hafi bæði ver- ið fellt niður (án nokkurra merkja um það) og bætt inn í orðum, sem hvergi fundust í upp- haflega textanum. Það var líka svo, að þegar út- varpsráð kom næst saman til fundar, hafði fulltrúi kommúnista uppgötvað, að Þjóð- viljinn hafði flutt rangan texta, og því dró hann aðeins úr upp- runalegri hörku í tillögu sinni, sem mönnum þykir samt nógu svívirðileg og meirihluti útvarps- ráðs lét sig hafa að samþykkjasér til ævarandi skammar. Því að hvað er þetta annað en tilraun til ritskoðunar og skoðanakúgunar? Fullyrt er, að svipaðar tilraunir til skoðanakúgunar hafi áður komið fram í útvarpsráði, og væri fróðlegt að frétta af því nú, þegar útvarpsráð virðist að verða óstarfshæft vegna ofsa og yfir- gangs í forystu þess. „Skeggi og Einar Smákarl,,. Sé eitthvað missagt í bréfi þessu, sem Velvakandi hefur reyndar enga ástæðu til þess að ætla, er formanni útvarpsráðs vel- komið að fá hér birta stuttorða athugasemd. # „Skötuhjúin“ „Ferðamaður" skrifar: Kæri Velvakandi! Það er einkennilegt, hve blaðamenn hafa stundum gaman af því að nota niðurlægjandi og lítillækkandi orð í texta sínum, oft um blásaklaust fólk. Blaða- mennirnir virðast stundum halda, að þetta setji gamansaman blæ á stíl þeirra, en vita ekki, að orðin, sem þeir nota, eru gróflega móðg- andi. Ég tek hér aðeins eitt dæmi, nýlegt dæmi, sem mér blöskraði, einmitt af því, að bæði hefur ver- ið minnzt á misnotkun þessa orðs I blöðum og útvarpi, án þess að blaðamenn hafi orðið varir við það. Sagt var frá þýzkum hjónum, sem lentu í hálfgerðum hrakning- um uppi á öræfum vegna ókunnugleika á fslenzkum að- stæðum. I fréttinni var fyrst taíað um þau sem hjón (sem þau lfka eru), en siðan varýmist talað um þau sem „skötuhjúin" eða „hjúin". Hvað á svona lagað nú að þýða? Þetta er alls ekkert fyndið, — heldur bara dónalegt. VIÐURKENNDAR ELDTRAUSTAR — fyrir kyndiklefa hvar sem eldvörn þarf — Standard stærðir — Sérstærðir SÆNSK GÆÐAVARA VIDURklNNING ■tUNAMALASTOFNUNAI IIKISINS E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 HAFNARFIRÐI — SlMI 50152 Ferðamaður“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.