Morgunblaðið - 21.10.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973
3
Hjúkrunarkonur á Norðurlöndum:
Við þurfum að ræða
meira við sjúklingana
Samvinna hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum hélt árlegan full-
trúarfund sinn í Skövde f Svfþjöð
dagana 18.-21» september s.l. f
samtökunum eru 130 þúsund
félagar, og að þessu sinni var
höfuðviðfangsefni fundarins
,rstaða og verksvið hjúkrunar-
konunnar f þjóðfélagi framtfðar-
innar“.
Af Islands hálfu sátu fundinn 9
fulltrúar, en alls voru þátttakend-
ur 75 frá öllum aðildarfélögum,
auk þess eins fulltrúa frá Norður-
landaráði.
Fundurinn lagði ríka áherzlu á
nauðsyn þess, að hjúkrunar-
konunni gæfist meiri tími til sam-
ræðna við sjúklinginn, þar sem
samtal við hinn sjúka væri ótrú-
lega stór þáttur f afturbata hans,
hver svo sem hinn upprunalegi
sjúkdómur væri.
Þegar rætt var um framhalds-
menntun og æðri menntun,
mótuðust umræður af þvi, að
Norðurlöndin, að Islandi undan-
skildu eiga framhaldsskóla í
hjúkrunarfræðum. Rætt var um,
að í þeim skólum þyrfti að kenna
meira í þjóðfélagsfræði og
stjórnunarfræði og leggja meiri
áherzlu á rannsóknir innan
hjúkrunar. Var fundurinn
sammála um, að hjúkrunarkonur,
sem ynnu að rannsóknum, ættu
Júlíus T. Júlín-
usson látinn
JULIUS T. Júníusson, fyrrv.
skipstjóri. er látinn, tæplega 96
ára að sldri.
Júlfus Iauk skipstjórnamámi í
Danmörku 1902 og var síðan á
dönskum skipum til 1910 og á
skipum Thorefélasins til 1915,
að hann tók við Goðafossi nýjum
1915. Var hann sfðan með Selfoss
ogLagarfoss og loks Brúarfoss frá
1925 til 1940. Fór hann þá I land
og vann síðan hjá Sjóvátrygg-
ingarfélaginu í 20 ár. Með fyrri
konu sinni, Dagmar Ibsen, átti
hann tvö börn, sem búa í
Danmörku. Siðari kona hans,
Katrín Söebeck, er látin fyrir
nokkrum árum.
að hafa háskólamenntun sem og
aðrir sem að rannsóknum
störfuðu. Lögð var áherzla á, að
hjúkrunarkonur kynntu sér
þessar rannsóknir og hagnýttu
sér þær I starfi í sjúkra- og heilsu-
gæzlustofnunum.
I einni af samþykktum
fundarins segir m.a.: Hin öra
þróun innan heilbrigðisþjón-
ustunnar krefst sífellt fjölþættari
og sérhæfðari hjúkrunar, án þess
að hjúkrunarkonum fjölgi veru-
lega í starfi. Þetta veldur óeðli-
lega miklu vinnuálagi, sem svo
fælir frá störfum. Þennan víta-
hring verður að rjúfa með veru-
legum umbótum bæði I launa-
málum og allri aðstöðu. Verður
þetta væntanlega viðfangsefni
fulltrúafundarins, er verður
haldinn f Danmörku að ári liðnu.
Formaður samtakanna var
kosin Gerd Zetterstöm Lagerwall
frá Svfþjóð.
TWIN OTTER
TIL MÝVATNS
Sunnudaginn 30. sept. s.l. lenti
19 sæta flugvél frá flugfélaginu
Vængjum á flugvellinum hjá
Reykjahlíð, eftir liðlega klst. fTug
frá Reykjavík. Þar sem eitthvað
var búið að spyrjast um væntan-
lega komu vélarinnar, var tölu-
verður hópur fólks staddur á flug-
vellinum.
Eftir skamma dvöl var öllum
viðstöddum boðið I sérstakt
skoðunarflug yfir Mývatnssveit,
Alls voru farnar þrjár slíkar ferð-
ir. Flogið varsunnan Kálfaströnd,
sfðan norður yfir Dimmuborgir,
Hverfjall og Kísilíðju.
Fæstir höfðu áður séð Mývatns-
sveit úr lofti, og þótti fróðlegt að
horfa yfir vatnið, eyjar og hólma,
víkur, voga og nes, úfið hraunið
með mörgum gróðurblettum á vfð
og dreif, og hinum fjölbreytilegu
litum haustsins. Þarna fóru líka
sumir sína fyrstu flugferð. Að
lokum þessum skemmtilegu
skoðanarferðum, bauð Arnþór
Björnsson hótelstjóri f Reynihlíð,
áhöfn vélarinnar, farþegum, sem
komu frá Reykjavfk, svo og
nokkrum öðrum til kaffidrykkju.
A meðan þáðar voru rausnar-
legar veitingar í hótelinu, kom
m.a. i ljós, f viðræðum við flug-
mennina og fleiri, að flugvél þessi
er af gerðinni TWIN OTTER.
Hún þarf ekki nema 250 til 300
metra langa flugbraut fulllestuð,
og getur jafnvel lent á miklu
styttri braut. Þá reynist ekki
heldur þörf á að bera sand á flug-
brautir fyrir hana þótt hálka sé.
Með komu þessarar flugvélar
hingað, og af margskonar
upplýsingum um hagkvæmni
hennar, vaknar sú spurning,
hvers vegna ekki hafi á undan-
förnum árum verið hafnar neinar
ferðir hingað frá Reykjavík, á
mesta ferðamanna tfmanum, t.d.
yfir sumarmánuðina? Farþegar,
sem koma flugleiðis frá Reykja-
vík og ætla að Mývatni, verða að
lenda á Akureyri og aka þaðan á
1 bifreiðum. Sú ferð getur oft tekið
5 til 6 klst. fram og aftur.
Sýnist nú ekki full ástæða til að
fara að breyta þvf ferðakerfi, sem
gilt hefur í þessum efnum um
marga ára skeið, og taka upp hag-
kvæmari og jafnframt miklu fljót-
legri ferðir milli þessara enda-
staða, þ.e. Reykjavíkur — Mý-
vatns, sem sé fullnýta flug-
tæknina?
Vonandi kemst sú endurskipan
fljótlegaí framkvæmd.
Að lokum, þakkir til forráða-
manna flugfélagsins Vængja fyrir
komuna hingað og ánægjulega
flugferðyfir Mývatnssveit.
Fréttaritari.
Dilkakjöt í neytendaum-
búðum til Bandaríkjanna
Samband fslenzkra samvinnu-
félag hóf útflutning á dilkakjöti
f neytendaumbúðum til Banda-
rfkjanna f fyrra. Þá voru fluttar
út 20 lestir til reynslu, og
Ifkaði dável. Nú eru horfur
á að 100 lestir af dilka-
kjöti í neytendaumbúðum
verði fluttar á Bandarfkjamarkað
f haust, og eru forráðamenn
búvörudeildar S.l.S. bjartsýnir á
þennan útflutning. Þá er gert ráð
fyrir, að um 3000 festir af difka-
kjöti verði seldar til Norðurland-
anna og er búist við verðhækkun-
um á þeim mörkuðum.
Skúli Ólafsson hjá búvörudeild
S.I.S. sagði í viðtali við Morgun-
blaðið í gær, að Sambandið hefði
hafið útflutning á svonefndu
stykkjakjöti f neytendaumbúðum
í fyrra. Alls voru þá fluttar út 20
lestir í loftþéttum umbúðum og
fór allt magnið á Bandankja-
markað. Með því að sneiða kjötið
niður f neytendaumbúðir hér
heima fæst betra verð fyrir það
erlendis en ella, og er vonast til að
þetta eigi eftir að gefa góða raun.
Nú vonast Sambandið til að hægt
verði að flytja um 100 lestir af
þessu kjöti til Bandaríkjanna f
haust.
Sagði Skúli, að reiknað væri
með, að um 3000 lestir af dilka-
kjöti yrðu seldar á Norðurlanda-
markað. Varla fer það kjöt út fyrr
en um áramót, því þá taka gildi
sérstakar tollaívilnanir á íslensku
lambakjöti. Að þessu sinni er gert
ráð fyrir, að um 1500 lestir fari til
Noregs, 500—600 lestir til Sví-
þjóðar, 300—400 lestir til Dan-
merkur og 500—600 lestir til Fær-
eyja. Ekki er enn vitað með vissu
hve miklar verðhækkanir verða á
kjötinu á Norðurlöndunum, en
vonast er til, að þær verð nokkrar.
Fyrir nokkrum árum gerði
Sambandið tilraunir með útflutn-
ing á nýju lambakjöti. Var kjötið
þá flutt út með flugvélum og í
sérstökum kæliklefum með skip-
um. Fyrst í stað beindist þessi
tilraun að Bandarikjunum, en þar
Vegna fréttar í Morgunblaðinu
í gær um ferðakostnað tveggja
alþingismanna hafði Jónas Áma-
son, alþm. samband við blaðið og
óskaði að koma á framfæri nokkr-
um athugasemdum. I frétt Mbl. er
það haft eftir Jóni Arnalds, ráðu-
neytisstjóra, að kostnaður við
f erðir Jónasar Árnasonar til Bret-
lands hafi verið greiddur af
sjávarútvegsráðuneytinu. Al-
þingismaðurinn kvaðst vilja
benda á, að ekki væri þetta ein-
hlítt.
I janúarmánuði sl. fór Jónas
Amason til Bretlands til þess að
taka þátt í sjónvarpsþætti hjá
sem hún gafst ekki vel þar, sneru
menn sér að Evrópu. Ekki gafst
þessi tilraun heldur vel þar, og
ástæðurnar fyrir því eru margar.
Kjötið var yfirleitt selt til Ham-
borgar og Berlínar. Þegar þangað
kom, þurfti það að fara í gegnum
tolleftirlitið. Tók það oft langan
tíma, þannig að gæði kjötsins
voru oft orðin lítil þegar það kom
i verzlanir. ET kjötið átti að halda
sinum gæðum, varð að selja það
innan tveggja sólarhringa eftir að
það fór frá Islandi, en það var
yfirleitt eins sólarhrings gamalt
er það fór héðan.
London Weekend Television.
Sjónvarpsstöðin greiddi allan
kostnað við þá ferð þingmanns-
ins. I vor kvaðst hann hafa farið í
viku fundaferðalag um háskóla I
Bretlandi ásamt „vinum Islands",
sem eru samtök stuðningsmanna
Islendinga þar I landi og var farið
á þeirra bílum og þar með á
þeirra kostnað. Fyrir
nokkru voru þeir Bene-
dikt Gröndal og Jónas
Amáson á ferð í Grimsby, þar
sem þeir mættu á fundi. Samhliða
tók Jónas Amason þátt í sjón-
varpsþætti hjá Yorkshire Tele-
visrnn. Framhald á bls. 2 3
Ferðakostnaður Jónasar
LlTIL SAGA,
UM LlTINN MANN
SEM VILDI FA IS.