Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 251. tbl. 60. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kol sem orku- gjafiístað olíu Arabanna New York, 6. nóvember, AP. BANDARlKIN geta á þrem árum aukið kolaframleiðslu sfna það mikið, að þau geti algerlega komið f stað olíunnar, sem keypt er frá Arabaríkjunum sem orku- gjafi. Dagblaðið „The New York Journal of Commerce“ hefur eft- ir sérfræðingum f orkumálum, að þótt þetta hefði f för með sér ýmsar óhagstæðar hliðarverkanir væri það ekkert vandamál frá tæknilegu eða efnahagslegu sjónarmiði. Um helmingur af óunnum kola- birgðum heimsins er í Banda- ríkjunum, og er það nægur forði fyrir næstu 500 árin. Aðalókost- urinn við aukna notkun kola sem orkugjafa er mengun, en það var einmitt mengunarlöggjöf, sem gerði að verkum, að olía var notuð fremur en kol. Bandarikin fá um 5—6 prósent af sinni olíu frá Ar- abaríkjunum, hitt framleiða þau sjálf. Þá eru einnig stór olíuauðug svæði ónýtt ennþá. Frumvarp, sem gerir ráð fyrir, að allar orkufrekustu verksmiðj- ur og iðnaðarmiðstöðvar í Banda- ríkjunum færi að nota kol sem orkugjafa í staðinn fyrir olíu, hefur þegar verið lagt fram, en að líkindum verður beðið með af- greiðslu þess þar til sést, hve langt Arabarikin ætla að ganga í beitingu olíunnar sem pólitisks vopns. Kol sjá nú fyrir um 18 prósentum af orkuþörf Banda- ríkjanna, en olía fyrir 75 prósent- um. Olfumálaráðherrar Kuwait, Saudi Arabfu, Irak, Abu Dhabi og Quatar á fundi í Kuwait. Peir ræða olíuverð og refsiaðgerðir. EBE styður Araba London, 6. nóvember, AP. HARÐORÐAR umræður fóru fram f brezka þinginu f dag eftir að Bretland og Frakkland höfðu fengið félaga sfna f hinu nfu þjóða Efnahagsbandalagi Evrópu til að samþykkja sérstaka yfir- lýsingu, þar sem var tekin bein afstaða með Arabarfkjunum f átökum þeirra við Israei. Að sögn brezkra og annarra evrópskra stjórnmálamanna var til- Frakkar eru gegn fundum um samdráttherja Róm, 6. nóv. AP. MARC DE JOYBERT aðmíráll, forseti herráðs franska sjóhers- ins, segir f viðtali við ftalskt viku rit í dag, að viðræður austurs og vesturs um takmörkun vfgbúnað- ar séu „skrfpaleikur“. Hann skor aði á rfki Vestur-Evrópu að sam- ræma hernaðarviðbúnað sinn. Franski aðmírállinn sagði, að Frakkar væru að smíða eld- flaugar, sem gætu borið einnar megalestar kjamaodd og dregið Bent Larsen Larsen sigraði á Filippseyjum Manila, 6. nóvember, AP. DANSKI stórmeistarinn Bent Larsen bauð Ljubomir Lju- bojvevac frá Júgaslóvakfu jafn tefli f 18. leik f dag og tryggði sér það með sigurinn á fyrsta alþjóðaskákmótinu á Filipps- eyjum. Larsen og Ljubojevic hefðu orðið efstir og jafnir ef Larsen hefði tapað. Larsen hlaut alls 12 V4 vinning, en Ljubojevic 11'A. Verðlaunin, sem Larsen fær eru 4.000 dollarar, en Lju- bojevic fær 2.000 dollara verð- laun. Lubomir Kavalek gerði jafn- tefli eftir 20 leiki við landa sinn séra William Lombardy og varð í þriðja sæti með 11 vinninga. Lombardy fékk 9 vinninga. Þegar Ljubojevic samþykkti boð Larsens um jafntefli var hann kominn i tfmaþröng. Hann þurfti að leika 22 leiki á 15 mínútum. Mótinu lýkur á morgun með hátíðarhöldum í forseta- höllinni. 4.000 kílómetra. Hann sagði, að hleðslurnar hefðu verið reyndar á Mururoaeyju á Kyrrahafi. Aðspurður, hvort „Force de Frappe“, kjarnorkuherafli Frakka, gæti einhvern tíma orðið kjarni Vestur-Evrópuhers, sagði aðmírállinn: „Það er allt undir Evrópumönnum komið, það fer eftir því, hvað þeir vilja og hvernig þeir vilja lifa af. Ef þeir ætla að afvopnast og afvopna Evrópu, erum við á móti því. Ef þeir ætla að lifa af sem leppar, erum við á móti því.“ „Við vitum, að einir fáum við afar litlu áorkað," bætti aðmíráll- inn við. „Er þetta spurning um stolt eða virðingu? Eða kannski minning frá fortíð, sem er ekki afskapiega fjarlæg og gleymist ekki? En þannig er það, hvernig sem á þvi stendur.“ Hann varði framlög Frakka til hermála og kvað þau hlutfallslega minni en Breta, sem ættu kjarn- orkusprengju, og Svisslendinga og Svía, sem ættu ekki kjarnorku- sprengju. Hann sagði, að viðræðurnar í Vín miðuðu að því að afvopna Evrópu, en Evrópa hefði þegar verið afvopnuð. Stórveldin héldu áfram að vígbúast þrátt fyrir alla samninga um takmarkanir. Hann benti á stærð sovézka hersins og sagði: „Þeir segja, að Frakkar séu dvergar miðað við þennan risa. Já, en þeir eru kjarn- orkudvergar, sem geta hrætt Gol- íat frá því að láta hendur skipta." gangurinn með yfirlýsingunni sá að reyna að tryggja, að ekki yrðu meiri takmarkanir á olíusölu Arabaríkjanna. Harold Wilson, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, sakaði brezku stjórnina um að hafa ekki tekið þátt í tilraunum til að koma á vopnahléi í upphafi stríðsins vegna þess aðhún hefði haldið, að Arabar væru að vinna. Ennfrem- ur sakaði hann stjórnina um að hafa „svikizt frá“ sex ára gamalli samþykkt Sameinuðu þjóðanna, þar sem leyfðar eru hugsanlegar breytingar á landamærum, Israel í hag, sem liður I friðarsáttmála. Edward Heath forsætisráð- herra brást reiður við þessum ásökunum og fullyrti, að Bretar hefðu gert sitt til að reyna að koma á vopnahléi. Hann upplýsti, að hann hefði verið í „leynilegu sambandi" við Nixon forseta meðan hættan var sem mest og viðurkenndi nú í fyrsta skipti, að honum hefði verið tilkynnt fyrir- fram um þá ákvörðun forsetans að skipa bandarískum hersveitum að veraviðöllu búnar. Framhald á bls. 18 3600 féllu og særðust í Israelsher Tel Aviv, 6. nóvember, AP. ISRAELSKA herstjórnin til- kynnti í dag, að 1854 hermenn hefðu fallið i Yom Kippur stríð- inu. Um 1800 í viðbót særðust. Þetta er mikið áfall fyrir mannfáa þjóð og mesta mannfall sem Israel hefur orðið að þola síðan í stríðinu 1948, þegar Arabarikin réðust inn i landið, daginn sem stofnun þess var lýst yfir. Þetta mannfall samsvarar því, t.d., að Bandaríkin misstu um 200 þús- und hermenn í átökum. Ekki hef- ur verið opinberlega tilkynnt um mannfall í herjum Arabaríkj- anna. Miðausturlönd: Loftbrýrnar að leggjast niður Washington, 6. nóvember, AP. BANDARlSKA herstjórnin til- kynnti í dag, að fyrstu tvo daga þessarar viku hefðu engar rússn- eskar flugvélar flutt hergögn til Arabarfkjanna, og er það f fyrsta skipti síðan strfðið braust út 6. október sfðastliðinn. Meðan strfð- ið stóð sem hæst fóru stórar sovéskar herflutningavélar allt að 20 ferðir á dag með hergögn. Bandaríska herstjórnin telur, að fluttar hafi verið 15.300 lestir í 946 flugferðum til Arabaríkj- anna. Ekki er vitað nteð vissu, hvort hergagnaflutningum í lofti hefur verið endanlega hætt, en útlit er fyrir að með tilkomu vopnahlésins telji Sovétríkin neyðarflutninga í lofti ekki leng- ur nauðsynlega. Hins vegar má telja víst, að hergagnaflutningum verði haldið áfram meðskipum. Risastórar bandarískar herflug- vélar fóru einnig um 20 ferðir á dag með hergögn til ísraels, með- an átökin stóðu sem hæst, en þeim hefur nú fækkað mjög og eru ekki farnar nema 5 — 6 ferðir á dag. Hins vegar eru bandarísk skip nú i fyrsta skipti byrjuð að flytja hergögn til ísraels, ásamt ísraelskum skipum. James Schlesinger vamarmálaráðherra sagði, að eftir því sem flutningar á sjó ykjust, myndi flugferðum fækka. Ekki hefur verið tilkynnt opinberlega, hve mikið magn af hergögnum var flutt til Israels vegna strfðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.