Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER 1973 19 Hallgrlmur P. Guomundsson er fyrsti skósmiðurinn, sem útskrifast eftir hinni nýj. skósmiða. Hér er hann til hægri á myndinni ásamt meistara sfnum, Gunnsteini Lárussyni. Skósmiðir útskrifast eftir nýrri námsáætlun U lldlindct'llUII LANDSS AMBAND skósmióa hefur gefið út námsáætlun fyr- ir skósmfðanema. Þessi náms- áætlun er sett til þess að sam- ræma nám í iðninni við kröfur atvinnuvegarins um kunnáttu skósmfðasveina. Einnig til þess að nemar og meistarar geti átt- að sig á þvf, hvað skuli kennt eða numið á hverjum tíma. Lft- ið hefur verið um það, að menn hafi lagt stund á skósmfðanám sfðustu árin, og er nú svo kom- ið, að heilu landsfjórðungamir eru skósmiðalausir. A föstudaginn í síðustu viku útskrifaðist fyrsti skósmíða- sveinninn eftir þessari nýju námsskrá. Hann heitir Hall- grfmur P. Guðmundsson, og lærði hjá Gunnsteini Lárussyni skósmið að Tómasarhaga 46. Sigurbjörn Þorgeirsson skó- smfðameistari, íjm er formað- ur dómnefndar Landssam- bands skósmiða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skósmíða- nemar væru nú sex talsins og væru þeir allir við nám á Reykjavikursvæðinu. Þörf væri á að fjölga skósmiðum, því margir þeir, sem eru starfandi við skósmfði, væru orðnir gaml- ir menn. Hann sagði, að þessi nýja námsskrá markaði tímamót, hvað sveinsstykkið varðaði. Nú væri sveinsstykkið fölgið i al- mennum skóviðgerðum eins og að sóla skó, festa hæla á þá og gera annað, sem kæmi starfinu við. Áður hefðu menn þurft að smíða skó, þegar þeir voru að ljúka námi. Það hefði bæði ver- ið tímafrekt, og svo hefði það ekki komið starfinu beint við. Hefði það leitt til þess, að sumir skósmiðir hefðu verið feimnir við að taka nema, þar sem menn kunnu ekki almennilega að smíða skó, nema því aðeins að leggja mikinn tíma í að rifja það upp, enda væri það svo, að aðalstaf skósmiðs væri að gera við, en ekki smíða. r Aðalfundur Afeng’isvarna- nefnda á Snæfellsnesi Stykkishólmur,29. október. AÐALFUNDUR félags áfengis- varnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var haldinn f Grundarfirði í safnaðarheimilinu, sunnudaginn 20. okt. að aflokinni fjölmennri fjölskylduguðs- þjónustu, sem séra Magnús Guð- mundsson hafði. A fundinum mættu fulltrúar úr hreppum sýslunnar svo og Ólafur Ólafsson lögregluþjónn sem starf- ar hér í sýslunni. Voru á fundi þessum rædd vandamál byggðar og lands, sem af áfengi og öðrum eiturefnum stafa og það í vaxandi mæli. Var það álit fundarins að nú þyrfti nauðsynlega að virkja öll góð öfl til baráttu fyrir bindindissamara lifi og kristilegri lífsviðhorfum. Vmsar tillögur voru samþykktar og þar á meðal áskorun til Alþingis um að sam- þykkja tillögu Vilhjálms Hjálmarssonar og fjögurra annarra alþingismanna um afnám vinveitinga á vegum hins opin- bera. Telur fundurinn að með samþykkt slíkrar tillögu sé stigið stórt skref til fordæmis í þjóð- lffinu. Þá taldi fundurinn brýna nauðsyn á að veita Afengisvamar- ráði ríflegra fé til starfsemi sinn- ar og þá sérstaklega í þvf augna- miði að ná meiri árangri með Myndamark- aðurinn — verzlun og verkstæði MYNDAMARKAÐURINN sf. hóf starfsemi sína fyrir nokkru í gamalli, en nýinnréttaðri vöruskemmu við Fischerssund, en skemman var eitt sinn í eigu Duus-verzlunar. Þarna er rekin tvíþætt starfsemi, annars vegar sýningarsaliir, hins vegar inn- ri'mmunarverkstæði. Fyrsta sölusýning stendur nú yfir, sýning á eftirprentunum frægra nútímamálara og einnig nokkrum verkum eldri meistara. Hún verður opin dag- lega kl. 9-12 og 14-22 til 6. nóv. Eigendur fyrirtækisins eru tveir ungir menn, Agúst Þor- geirsson og Pétur Sturluson. — Myndin er úr sýningarsaln- um (Ljósm. Mbl. ól.K.Mag). Sýning Gayets framlengd LISTASAFN ASl heldur um þessar mundir sýningu á verkum eftir franskan listamann, Vincent Gayet. 17 verk eru á sýningunni og eru þau af myndgerð, sem flokkast undir grafíklist. Þessar myndir eru unnar með öðrum hætti en sú grafík, sem algengust er, og verður aðeins til eitt eintak af hverri mynd. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð, og hefur nú verið ákveðið, að hún verði opin til n.k. sunnudagskvölds. Athugasemd BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi athugasemd frá Hlyni Sig- tryggssyni, veðurstofustjóra: Vegna ummæla i Morgunblað- inu þann 4. þ.m. í grein undir fyrirsögninni „Úrkoma í Reykja- vik um 800 mm — í Bláfjöllum 3000 mm“ óska ég að eftirfarandi atriði komi fram: Veðurstofan hóf ýmsar mæling- ar að Sóllandi í Fossvogi haustið 1966 og voru jarðvegsrakamæl- ingar einn þáttur þeirra. Gert var ráð fyrir, að mælingarnar gætu ekki orðið þarna til langframa, vegna væntanlegra bygginga- framkvæmdaí grenndinni. Þegar flytja þurfti mælingarn- ar vegna framkvæmda við Heyrn- leysingjaskólann vorið 1972 var Veðurstofan látin vita um það með nægum fyrirvara. Mælingum var þá hætt í bili, en flestar þeirra teknar upp aftur á löð Veðurstof- unnar við Bústaðaveg. Engin tæki skemmdust vegna byggingar- vinnu. Jarðvegsrakamælingar hafa ekki hafist að nýju vegna vötnunar á hentugu landi þeirra. erindrekstri út um byggðir lands- ins. í innanhéraðsmálum voru gerð- ar samþykktir varðandi skemmtanahald o.fl. I stjórn voru kjörnir: Formaður séra Magnús Guðmundsson Grundarfirði, gjaldkeri Haraldur Jónsson hreppstjóri, Gröf og ritari Ámi Helgason, umdæmisstjóri Stykkishólmi. Samþykkt var að halda næsta aðalfund i Ólafsvík. — Fréttaritari. Selt fyrir 37 millj. í vikunni Fritz Warncke setti nýlega norskt met í 200 metra fjór- sundi, er hann synti á 2:17,1 mín. á sundmóti sem fram fór i Bergen. Gamla metið átti Gunnar Gundersen og var það 2:17,2 mín. Gunder- sen varð annar í sundinu i Bergen á2:21,0 mín. ISLENZKU sfldveiðiskipin f Norðursjó seldu alls 22 sinnum í Danmörku f sfðustu viku fyrir alls 37.8 millj. kr. Skipin seldu 1.170 lestir af sfld og meðalverðið f vikunni var kr. 34.15. Hæsta meðalverðið fékk Magnús NK, kr. 37.48. Loftur Baldvinsson EA var sem oftar með hæstu heildar- söluna, en Loftur seldi 2. nóvem- ber fyrir 3.1 millj. kr. A laugardaginn voru íslenzku skipin búin að selja 41.407 lestir af síld fyrir 1.038.683.00 millj. kr. og meðalverðið, sem fengizt hefur fram til þessa, er kr. 25.08. Á sama tima í fyrra voru skipin búin að selja 32.677 lestir af síld fyrir 469.037.428 millj. kr. sem er meira en helmingi minna en nú. Þá var meðalverðið kr. 14.35. Loftur Baldvinsson EA er enn sem fyrr langaflahæsta síldveiði- skipið, hefur nú selt 2.362 lestir fyrir 63.2 millj. kr. Næst afla- hæsta skipið er Guðmundur RE, sem búinn er að selja 1.885 lestir fyrir47.9 milljónir kr. Þriðja afla- hæsta skipið er svo Súlan, sem búin er að selja 1.811 lestir fyrir 45.3 millj. kr. Fyrirlestur um menningar- málastefnu N.K. fimmtudag flytur Hugo Jensen, fulltrúi í danska mennta- málaráðuneytinu, fyrirlestur, sem hann nefnir „Kulturpolitik — teori eller praksis", og fjallar hann um hið almenna inntak orðsins menningarmálastefna og það, hvernig þessu hugtaki hefur verið beitt í framkvæmd. Hugo Jensen er fulltrúi ráðu- neytis síns í nefnd, sem hefur undirbúning norrænnar menningarmiðstöðvar i Færeyj- um með höndum, og er hann hingað kominn til þess m.a. að kynna sér starfsemi Norræna hússins. Fyrirlesturinn verður i Norræna húsinu, og hefst hann kl. 20.30, en að honum loknum verða almennar umræður um efnið. Norskt sundmet Fundað um sund- laug við Mývatn Björk, Mývatnssveit, 2. nóv. MIKIÐ hefur verið rætt á undan- förnum árum um sundlaugarmál hér f Mývatnssveit. Margar sam- þykktir hafa verið gerðar um það efni innan félagasamtaka í sveit- inni, ennfremur f sveitarstjórn, svo og meðal fbúa hreppsins, bæði með undirskriftum og á al- mennum sveitarfundum. Þrátt fyrir allar slíkar samþykktir hafa enn engar framkvæmdir verið hafnar við sameiginlega sund- laugarbyggingu í sveitinni. I lok ágústmánaðar sl. var sveitarstjórn sent skjal, undir- ritað af 132 skattgreiðendum í hreppnum, þar sem þess er krafizt, að hafizt verði handa um byggingu sundlaugar í Reykja- hlíð. Eftir að hitaveita er komin hér, er þar um að ræða mjög góða aðstöðu og nægilegt heitt vatn til slíkra hluta. Minnihluti sveitar- stjórnar óskaði þess, að fundur sá, þar sem hreppsnefnd tæki mál þetta tii umræðu, yrði jafnframt opinn íbúum sveitarinnar. í gær- kvöldi var svo þessi fundur loks haldinn í Skjólbrekku. Hófst hann kl. 21:30 og stóð fram á nótt. Segja má, aðfundurinn hafi verið merkilegur að því leyti, að aldrei fyrr hafa verið haldnir hér opnir sveitarstjórnarfundir. Allmargt fólk mætti á fundinum, enda láta ýmsir sig þetta miklu varða. Umræður urðu langar um sund- laugarmál hér í sveitinni og var saga þess rakin allítarlega frá upphafi. í lok fundarins bar odd- viti fram tillögu þess efnis, að sveitarstjórnin tæki ekki afstöðu til málsins á þessum fundi, heldur vfsaði því til almenns sveitar- fundar, sem boðað yrði til mjög fljótlega. Tillaga þessi var sam- þykkt með atkvæðum meirihluta sveitarstjórnar. Þess má að lokum geta, að ungmennafélagið ■ Mývetningur hóf á sl. sumri byggingu sund- laugar á svokallaðri Álftabáru, skammt frá barnaskólanum á Skútustöðum. Hyggst félagið hita vatn það, sem nota á í laugina, með rafmagni. Nú er talinn fyrirsjáanlegur rafmagnsskortur hér á orkuveitusvæðinu. Því spyrja margir: Er nokkurt vit í, þegar þannig stendur á, að fara að hita vatn með rafmagni i sund- laug, þegar nægilegt jarðvarma- vatn er til staðar í hreppnum og mjög hagkvæmt til slíkra nota? Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.