Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1973
SAI G Al N 1 Ed McBain: 1 ó hcljcirþföm
31
Hawes þótti það undrum sæta
hversu auðveldlega þetta hafði
gengið fram til þessa. Ef líf
manns væri svona einfalt, þá væri
margt öðru vísi í heiminumídag,
hugsaði hann með sjálfum sér.
Virginia Dodge hafði vippað sér
úr kápunni og sagt skilið við byss-
una í vasa hennar, eins og ekkert
væri sjálfsagðara, og það var ein-
mitt þetta öryggi í fasi hennar er
varð Hawes umhugsunarefni.
Efasemdir sóttu að honum. Hann
var ekki hjátrúarfullur maður,
en á einhvem hátt þótti honum
það ekki góðs viti hversu auðveld-
ur leikurinn hafði orðið í þessum
fyrsta áfanga. Boðaði þetta ógæfu
á lokaspretti fyrirætlunar hans?
Agyggjufullur fór hann yfir
fyrirætlun sína í huganum.
Byssan var nú komin þangað
sem hann vildi hafa hana, í vasa
kápunnar, sem nú hékk í fata-
henginu — innan seilingar frá
orðsendingatöflunni og maður
þurfti ekki annað en smeygja
hendinni inn fyrir hengið til að
ná til rofans, er veitti straumi á
loftljósin. Hawes hafði lagt þann-
ig á ráðin, að hann gengi yfir að
orðsendingatöflunni, létist vera
að hripa niður atriði af listanum
yfir eftirlýsta sakamenn og síðan
— þegar tækifærið gæfist —
slökkti ljósin og teygði sig í
vasann eftir byssunni. Hann hafði
ekki í hyggju að grípa til byssun-
ar þegar í stað, þar sem honum
þótti ótryggt að stofna til skotein-
vígis úr svo mikilli fjarlægð,
alltjént ekki meðan nítrónflaskan
trónaði þarna á borðinu fyrir
framan Virginu Dodge. Honum
þótti viturlegra að bíða átekta,
þar til óhætt væri að hleypa af
byssunni án þess sprengja allt í
loft upp.
Hann fékk ekki annað séð en
fyrirætlun hans væri í alla staði
pottþétt. öll ljós í salnum áttu
birtu sína undir þessum eina rofa,
eitt handtak og Ijósin slokknuðu.
Það mundi ekki taka hann meira
en þrjár sekúndur að fiska byss-
una upp úr vasanum, fela hana og
kveikja Ijósin að nýju.
Ætli Virginia Dodge mundi
freta á nítróið á þessum þremur
sekúndum?
Honum fannst það ósennilegt.
Ef hún skyti, þá var þess fyrst
að gæta, að salurinn var almyrkv-
aður og hún myndi tæplega hitta
flöskuna.
Jæja, en þetta var déskoti mikil
áhætta, sem hann tók þama, hann
viðurkenndi það fyrir sjálfum
sér. Hún þyrfti alls ekki að skjóta.
Hún þurfti ekki annað en sópa
flöskunni niður á gólf og þar með
færu viðstaddir allir sem einn á
fund feðranna.
En hann þóttist hafa annað
tromp á hendi. Hann taldi sig geta
Velvakandi svarar í slma 10-
100 kl. 10.30—11.30, fri
mánudegi tif föstudags.
# Iþróttir í sjónvarpi
„Áhorfandi" skrifar:
„Mig langar til að biðja
Morgunblaðið um að koma þeirri
ósk opinberlega á framfæri við
sjónvarpið, að leitazt verði við að
láta kvikmynda landsleiki íslands
í handknattleik við önnur lönd, til
sýninga í sjónvarpinu. A ég þar
sérstaklega við Ieiki, sem eru lið-
ur í heimsmeistarakeppninni, t.d.
leikinn við Ítalíu, en jafnframt
aðra leiki. Þá væri einnig gaman
að fá að sjá landsleiki þeirra
þjóða, sem fremst eru taldar
standa í handknattleik.
Ástæðurnar fyrir þessari ósk
eru þær, að handknattleikur er
treyst á eðlileg viðbrögð mann-
skepnunnar, sem myrkur skellur
á fyrirvaralaust. Ætli Virgnia
Dodge myndi ekki i fátinu fyrst f
stað álíta, að það hefði orðið raf-
magnsbilun eða eitthvað þess
háttar? Ætli hún héldi ekki að sér
höndum, meðan hún væri að átta
sig á því, hvað um væri að vera?
Og áður en hún gæti tekið nokkra
ákvörðun, yrðu ljósin komin á að
nýju og Hawes myndi hafa á reið-
um höndum afsökun um að hafa
slökkt ljósin fyrir klaufaskap.
Þetta verður að vera ansi góð
afsökun hjá mér, hugsaði hann
með sér.
Eða var það svo nauðsynlegt?
Ætli Virginia myndi ekki taka
hvaða afsökun sem væri góða og
gilda, ef hún sæi, að allt væri með
felldu, eftir að ljósin kviknuðu
aftur? Eða kynni hún að muna
eftir byssunni í kápuvasanum?
Nú, þá væri framhaldið undir
nítróinu komið. Að minnsta kosti
stæðu þau jafnt að vfgi, hvað byss-
urnar snerti.
Enn einu sinni rif jaði hann upp
fyrirætlun sína í huganum. Hann
færi að orðsendingatöflunni,
þættist niðursokkinn í vinnu sina,
slökkti á ljósunum, gripi byss-
una....
Hægan nú.
Hann mundi skyndilega eftir
því, að það v; einn allsherjarrofi
fyrir alla h;e a frammi á gang-
inum, þar s< ■ aður kæmi upp
járnstigann þess að maður
þyrfti ekki að la sig áfram alla
leið inn í s, t í myrkrinu.
Hawes hugleii , hvort hann
ætti að gera eitthvað út af þessum
allsherjarrofa, til að tryggja sér
myrkur í salnum. Hann taldi það
þýðingarlaust. Hann varð aðeins
að vona, að ekkert færi úrskeiðis.
Virginia Dodge hafði þegar einu
sinni gripið til byssunar og virtist
albúin að endurtaka það, ef þörf
krefði.
Jæja, það var bezt að koma sér
að þessu.
Hann gekk áleiðisyfir salinn.
„’Eyrðu."
Hann nam staðar. Angeliea
Comez lagði lófann á handlegg
hans.
„Attu cigarillo?" spurði hún.
„Sjálfsagt,“ svaraði Hawes.
Hann dró upp pakkann og hristi
eina sígarettuna fram úr honum.
Angelica þáði hana, setti á varir
sér og beið meðan Hawes náði í
eldstokkinn og kveikti í heinni.
„Muchas gracias," sagði hún
svo. „Þú kannt mannasiði. Það
vera mikilvægt.”
„Já,“ samþykkti Hawes og gerði
sig líklegan að halda ferð sinni
áfram yfir salinn, en hún greip
aftur í ermi hans.
„Veiztu ’vað?“
„Ég ’ata borgina. Veiztu af
’verju?”
„Nei. Af hverju hatarðu hana?“
„Engir mannasiðir. Ég segi þér
það satt.“
„Já, hér er allt heldur öfugsnú-
skemmtilegt og afar vinsælt sjón-
varpsefni hér, — oft ekki síður en
knattspyrna. Islenzku sjónvarpi
ber fremur að sýna íþróttavið-
burði, sem Islendingar eiga hlut
að en aðra, sérstaklega í þeirri
grein, sem þeir hafa náð lengst í.
Vitneskja um, að leikir séu kvik-
myndaðir getur valdið þvf, að
þeir, sem hlut eiga að leikjunum,
leikmenn og dómarar, leggi sig
meira fram en ella. Einnig gæti
kvikmyndunin átt sinn þátt í því
að bæta iþróttina á ýmsan hátt
síðar meir.
Með virðingu og þakklæti.
„Áhorfandi".
# Davíð og Golíat
Heita má, að síminn hafi ekki
ið,“ svaraði Hawes óþolinmóður.
Aftur hugðist hann halda af
stað, en Angelica spurði:
„’Vað liggur á?“ og Virginia
Dodge leit upp frá borðinu og
horfði rannsakandi á Hawes.
„Mér liggur ekkert á,“ svaraði
hann og hann fann hvernig augu
Virginiu hvfldu á sér.
„Sestu niður," sagði Angelica.
„Tala við mig. Enginn í þessari
borg hefur tfma til að tala. Allt
öðru vísi en á eyjunni. Á eyjunni
hafa allir alltaf nógan tíma.“
Hawes hikaði. Virginia Dodge
hafði enn auga meðhonum. Hann
lét eins og sér lægi ekkert á, dró
til sfn stól og settist niður. Sak-
leysislega, kannski einum of sak-
leysislega, sótti hann aðra
sígarettu í pakkann og kveikti í
heinni. Hann veitti þvf eftirtekt,
að hendur hans skulfu. Hann
þóttist ekki vita af Virginiu
Dodge, lézt vera upptekinn af
samræðunum við Angelicu
Gomez. En um leið og hann and-
aði frá sér sígarettureyknum, var
hann að brjóta heilann um,
hversu langt yrði, þangað til að
það rynni upp fyrii Virginiu, að
hún hefði gleymt byssunni í kápu-
vasanum.
„’Vernig fékkst þetta ’víta í
’árið,” spurði Angelica og H-ið
heyrðist ekki hjá henni fremur
en endranær.
Hann strauk ósjálfrátt hend-
inni eftir hvítu hárrákinni út af
vinstra gagnauga. „Eg varð fyrir
hnífstungu," svaraði hann. „Og
svona óx þetta eftir að sárið
greri.”
„’Vernig varstu stunginn?”
„Það er löng saga.“
„Ég ’ef nógan tíma.“
En ekki ég, hugsaði hann
örvæntingarfullur. En þá varð
hann þess var, að augu Virginiu
Dodge hvíldu enn á honum, og
það læddist að honum ótti um, að
hún grunaði hann um græsku.
Við þá tilhugsun fann hann
taugafiðring í maganum. Hann
fann allt í einu hjá sér ólýsanlega
löngun til að herða andardrátt-
inn, hann langaði til að öskra,
hann langaði til að berja hnefan-
um í vegginn. I þess stað neyddi
hann sjálfan sig til að halda upp
venjulegum samræðutóni, en all-
an tfmann dvaldi hugur hans hjá
skammbyssunni f kápuvasanum,
hann hugsaði svo ákaft um hana,
að honum fannst hann næstum
geta fundið fjrir skeftinu í lófan-
um.
„Eg var að rannsaka innbrot,”
sagði hann. „Konan sleppti sér
alveg, og þegar ég var að fara úr
íbúð hennar, fékk hún algjört
móðursýkiskast. Þar sem ég gekk
niður stigann, heyrði ég að hún
byrjaði að æpa þessum háu æðis-
legu ópum, sem einkennir móður-
sýki. Ég ætlaði að senda lögreglu-
mann til hennar, strax og ég væri
kominn út á götuna, en ég komst
aldrei svo langt. Allt í einu —
áður en ég vissi, hvaðan á mig
þagnað hjá Velvakanda á mánu-
dagsmorgun, en erindi viðmæl-
enda hans var það að lýsa megnri
óánægju sinni með sjónvarpsþátt,
sem var á dagskrá á sunnudags-
kvöld. Þáttur þessi nefndist
„Davíð og Golíat”, en í dagskrár-
kynningu segir, að þarna sé um að
ræða heimildarkvikmynd.
Velvakandi þekkirþennan þátt
þvf miður ekki nema af afspurn
en i ummælum viðmælenda hans
kom m.a. fram, að sízt af öllu
hefði hér verið um að ræða heim-
ildarkvikmynd. Miklu fremur
hefði þetta verið áróðursmynd af
lélegustu gerð þar sem ekki hefði
einu sinni veriðgerð tilraun tal að
dulbúa áróðurinn.
Maður einn sagði, að þegar
undurblíð þulurödd hefði sagt:
„Lifi alþjóðahyggjan”, þá hefði
flögrað að sér sem snöggvast,
stóð veðrið, réðst maður á mig
með hníf í hendinni."
„Innbrotsþjófurinn ?“
„Nei, það var nú þaðskringilega
í þessu öllu. Þetta var húsvörður-
inn. Hann heyrði ópin f konunni
og kom æðandi upp stigann, af
því að hann hélt, að þjófurinn
væri þar aftur á ferð. Það var hálf
dimmti í stiganum, og þegar
hann sá mig, stökk hann á mig. Og
stakk mig. Ég hafði heldur ekki
hugmynd um, að þetta væri hús-
vörðurinn. Ég trylltist, lamdi
manninnn eins og harðfisk. Hon-
um hafði þá áður tekizt að koma
þessu lagi á mig.“
„’Vaðsvo?”
„Þeir rökuðu af mér hárið
þarna kringum sárið. Og þegar
það spratt aftur, var það hvítt.
Þannig endaði þetta.”
„Var ’úsvörðurinn settur í
fangelsi?"
„Nei, hann hélt í hreinskilni, að
égværi þjófurinn.”
Það varð þögn.
„Fer ég í fangelsi?” spurði
Angelica svo.
„Já. Líklega.”
Aftur varð þögn. Hann velti því
fyrir sér, hvort honum væri nú
óhætt að yfirgefa stúlkuna, en
Virginia Dodge gaf honum ennþá
gætur. Angelica Gomez sat með
spenntar greipar i skauti sér.
Augu hennarvoru döpur.
Til að halda spjalli þeirra gang-
andi spurði Hawes: „Hvers vegna
komstu hingað?”
„Ég kom af því að ég var
svöng," svaraði hún. „Svo mikil
fátækt á Puerto Ríco.“ Nafn
bernskustöðvanna hljómaði fag-
urlega af vörum hennar, hún bar
það fram á annan hátt en íbúarnir
upp á meginlandinu, sem sögðu
einfaldlega Porto.
Angelica yppti öxlum. „Ég fá
bréf frá frænku minni. Komdu til
borgarinnar. Komdu til borgar-
innar. Svo að ég kom. Mjög auð-
velt. Maður fær lánað flugfarið,
hvort þar hefði ekki verið um
mismæli að ræða, þar sem fremur
hefði verið í samræmi við sam-
hengið að segja: „Lifi alheims-
kommúnisminn".
Einhverjum lék forvitni á að
vita, hvort íslenzkir aðilar hefðu
tekið þátt í kostnaði við gerð
myndarinnar, og hverjir þeir
væru þá.
Einn sagðist vera undrandi á
því, að SlNE hefði verið sýnt það
traust að sjá um þýðingu textans
með myndinni, en framkoma
þessara samtaka hefði aldrei ver-
ið með þeim hætti, að neinum
gæti þótt slíkt ráðlegt, sízt þegar
um væri að ræða svo viðkvæmt
mál sem landhelgismálið. Þegar
þjóðhagur væri í veði væri vfta-
vert að stuðla að þvf, að samtök
eins og SlNE ættu þar nokkurn
þátt að. Sá hinn sami vildiskjóta
I þýóingu
Björns Vignis.
hjá fólki sem lánar dinero. Maður
borgar seinna til baka. Með vöxt-
um. Ég kom. I janúar. Agalega
kalt hérna. Ég vissi ekki, að það
væri svona kalt. Ég vissi, að það
var vetur ’erna, en ekki að það
væri svona kalt.“
„Hvar bjóstu, Angelica?"
„Eg fór fyrst í ’eitu rúmin, eins
og þeir kalla svoleiðis staði. Þú
veizt, hvað það er?“
„Nei. Hvað eru „heitu
rúmin“?“
„Það virkar kannski ógeðslega
en er það ekki. ’Eitu rúmin er
staður, sem fólk skiptist á að sofa
í, comprende? Það er eins og
’erbergin séu leigð þremur fólki,
eh? Þú veizt — ég kem og sef, fer
síðan. Næsti kemur og sefur, fer
síðan,. Næsti kemur og sefur, fer
sfðan. Eitt herbergi, þrfr leigjend-
ur. Ofsa sniðugt, miklir dinero í
þessu. Fyrir eigandann. Ekki
leigjendurna, nei. Hún brosti og
Hawes brosti með henni.
„Síðan,” sagði Angelica, „er ég
þar, þangað til allir peningarnir
mfnir eru búnir, og þá fer ég og er
með frænku minni svolítinn tíma.
Og þá finnst mér ég vera orðin
óþæg....Öþæg. ‘Vernig segir mað-
ur, ef maður finnur fyrir litlum
sársauka?“
„Öþægindi."
„Sí. Til óþæginda. Svo ég finn
mann til að búa með.“
„Hvern?“
„0, bara mann. Nokkuð góðan
mann, engin lögguvandræði. En
ég bý ekki með ’onum lengur, því
að ’ann barði mig einu sinni, og
það þoli ég ekki. Þess vegna fer
ég frá ’onum. Og núna sef ég
stundum ’já öðrum mönnum, en
bara þegar éger alveg blönk. Hún
þagnaði um stund. „Á ég að segja
þér svolítið?"
því að í leiðinni að hann væri
hissa á þeim mönnum, sem
hygðust nú taka mál SlNE upp á
sína arma, og ætluðu að bjóða sig
fram á móti núverandi forystuliði
samtakanna. Þessi samtök hefðu
getið sér slíkan orðstír, að hann
yrði seint af þeim skafinn.og þess
vegna hefði verið nær að stofna
ný hagsmunasamtök námsmanna
erlendis, í stað þess að ætla, „að
fara að dubba veslinginn upp f
silkiföt“, eins og hann orðaði það.
En hvað um það, það verður
fróðlegt að fá að heyra meira um
þessa hneykslunarhellu. Enn-
fremur væri gott að fá að vita,
hversu víða um Iönd þessi
heimildar- og landkynningar-
mynd hefur verið eða mun verða
sýnd, og hver sér um dreifingu á
henni.
BARNASKÚBdÐIN LAUGAVEGI 27
NVKOMIÐ
JOLflSKOSEHDING
TELPNASKÓR — Glæsilegt úrval í mörgum
litum.
TÖFLUR —- Litríkar og vandaðar.
BARNASKÓR — Úr rúskinni og leðri
m/ innleggi.
UNGBARNA----Linir, bláir/hvítir/bleikir
SKÓR
FORELDRAR
Verzlið meðan úrvalið er mest.
Póstsendum
BARNASKÓBÚÐIN LAUGAVEGI 27.
velvakandi