Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973 21 Sl. fimmtudag voru afhent f Mosfellssveit 33 fbúðarhús, sem reist eru á vegum Viðlagasjóðs. Er hér um að ræða raðhús, og eru 3 og 4 fbúðir f hverju þeirra. Þessi viðlagasjóðshús eru finnsk að gerð og þykja mjög vönduð. Ljósm. Mbl. : Ól. K. Magn. 2!li)t0imXiTní>ií» óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar i síma 1 6801. ÚTHVERFI Nökkvavogur •— Hluta af Blesugrót VESTURBÆR Hjarðarhagi AUSTURBÆR Sjafnargata — Ingólfsstræti Hraunteigur — Hverfisgata 63 — 125 Freyjugata 28 — 49 Þingholtsstræti Bergstaðastræti Laugavegur frá 101 — 171 — Heimslistinn Framhald af bls. 13. listaverka, sem eru sameign borg- arbúa allra.: 1. Miðstöð málverka- safns borgarinnar verði á Kjar- valsstöðum. Þar verði til sýnis myndir borgarinnar og verðiskipt um þær reglulega. 2. Einstakar borgarstofnanir fái heimild til þess að hafa í húsakynnum sínum, semalmenningur á aðgang að, listaverk. 3. Nýtt verði til fulls heimild til listskreytinga í skól- um. 4. Borgarráð kanni, hvort hentugt sé, að komið verði upp safni eftirmynda og grafikmynda til að skreyta með sjúkrastofur og skólastofur. Jafnframt verði kannað, hvort ástæða sé til, að borgin komi upp sérstöku eftirmyndasafni frægra myndverka til notkunar í stofnun- um borgarinnar. Þessi síðasti liður þarfnast e.t.v. skýringar. Eins og alkunna er eiga tslendinar varla nokkurt verk heimslistarinnar, og er þess varla að vænta að úr rætist. Ef við eigum að geta kynnst slíkum verkum hér heima, verður það ekki gert nema með safni eftirmynda. Á erlendum söfnum Ekið á kyrr- stæða bifreið FIMMTUDAGINN 1. nóv. sl., kl. 11 — 18:30, var ekið á gráa Saab- bifreið, Y-895, á bílastæði Land- spítalans, Barónsstigsmegin, og hægra afturbrettið dældað. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýs- ingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lögregluna vita. eru oft til sölu slíkar eftirmyndir, og til eru fyrirtæki, sem sérhæfa sig í gerð slíkra eftirmynda. Slíkt safn mundi fyrst og fremst þjóna skólum þvf ekki er síður mikilvægt, að nemendur kynnist heimslistinni en islenskri list. Að sjálfsögðu væri ekkert þvf til fyrirstöðu, að slikt safn væri einnig til afnota fyrir sjúkrahús og aðrar stofnanir. Og áskilja mætti safninu leigu fyrir verk, sem það lánaði, þannig að það stæði sjálft undir rekstri sínum. Albert Guðmundsson <S): 1 til- efni af þvf, sem Sigurjón Péturs- son sagði, að hann hefði ekki fengið að vita um fjölda lista- verka í eigu borgarinnar, legg ég til eftirfarandi: Borgarstjórn samþykkir að fela forstöðumanni Kjarvalsstaða að láta gera skrá yfir listaverk í eigu borgarinnar og númera þau. Skrá þessi skal gefa upplýsingar um listaverkið, höfund þess, og hvar það er geymt hverju sinni. Þá skal og greina frá því, hvernig og hvenær borgin eignaðist hvert listaverk. Tvö skip seldu í Þýzkalandi TVÖ íslenzk skip seldu ísfisk i Þýzkalandi f gærmorgun og fengu ágætt verð fyrir. Búrfell ÁR seldi 38.2 lestir í Cuxhaven fyrir 47.740 mörk, eða 1.6 millj. kr. Meðalverðið er kr. 42.58. Afli Búrfells var að mestu leyti ufsi, en báturinn hefur stundað netaveiðar. Skuttogarinn Hvalbakur seldi 110.8 lestir í Bremerhaven fyrir 142 þús. mörk, eða 4.8 milljónir kr. Meðalverðið er kr. 43.72. Félagsmenn — Félagssamtök Til sölu 200 fm. glæsilegt hús á einni hæS með húsmunum, ásamt 7000 fm. ræktuðu landi (mikill trjágróður) á mörkum Rvíkurborgar. Tilvalið fyrir félags- samtök. Einnig mjög gott sem íbúðarhúsnæði. Uppl. I síma 2561 6 frá kl. 10—1 og eftir 5. íbúff ðskast til kaups Vil kaupa 2ja til 3ja herb. íbúð í góðu ástandi. Verður að 'vera í steinhúsi. Mikil útborgun. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1 5 þm. merkt: íbúð 5211. Sigurjón Pétursson (K): Ég get ekki litið á tillögu Ölafs B. Thors sem breytingartillögu við mfna tillögu og mun því halda fast við hana. Og varðandi upplýsingar um f jölda málverka i eigu borgar- innar þá er mér tjáð, að unnið sé að slíkri skrá. Birgir lsleifur Gunnarsson borgarstjóri: Þar sem nú er unnið að gerð skrár yfir listaverk borgarinnar á svipaöan natt og Albert Guðmundsson leggur til að gert verði, sting ég upp á, að tillögu hans verði visað til borgar- ráðs. Að loknum umræðum þessum var tillaga Ólafs B. Thors sam- þykkt með 8 atkvæðum gegn 5 en tillögu Alberts vísað til borgar- ráðs. Landsþing Landssambands Sjálfstædiskvenna verður haldið í TjarnarbúS í Reykjavík, sunnud. 18. nóv. n.k. og hefst kl. 9.00 árdegis. Aðalmál þingsins verður: Verkefnaskipting rlkis- og sveitarfélaga Dagskrá: kl. 9.00 Þingsetning. Ragnheiður GuSmundsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Skýrsla formanns, reikningar. Skýrslur einstakra félaga. Umræður. kl. 1 2.00 — 1 3.45 Hádegisverður I boði miðstjórnar. Geir Hallgrímsson, formaðir Sjálfstæðisflokksins flytur ávarp. kl. 14.00 Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga. Framsögumenn: Dr. Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna Frú Salome Þorkelsdóttir, hreppsnefndarfulltrui. Páll Líndal, formaður Sambands sveitarfélaga. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri. Umræður og fyrirspurnir. kl. 17 15 Kosningar. Athygli skal vakin á því, að allar Sjálfstæðiskonur eru velkomnar á fundinn kl. 1 4.oo til 1 7.00, þegar rædd verður verkefnaskipting ríkis- og sveitarfélaga. Stjórnin. GARÐAHREPPUR Börn vantartil að bera út Morgunblaðið á Flatirnar Uppl. hjá umboðsmanni í síma 52252. GARÐUR Umboðsmaður óskast í Garði. — Uppl. hjá umboðsmanni, sími 71 64, og í síma 10100. KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast í Bræðratungu. Upplýsingar hjá umboðsmanni i síma 40748.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.