Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1973 3 Halastjarna að koma Næst jörðu 15. janúar FUNDIN er halastjarna, sem er á leiðinni f námunda við jörðu, ætti að byrja að sjást með berum augum þaðan í byrjun desember. Þegar hún verður næst jörðu, 15. janúar, er reiknað með að hún verði í 120 milljón km fjarlægð, sem er um 80% af vegalengdinni til sólar. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hefur reiknað út stöðu hennar og braut og birtir útreikninga I Almanaki Þjóðvinafélagsins. Hann segir að reikna megi með, að hala- stjarnan verði mjög björt. Þó sé það ekki vfst. Ætfð sé erfitt að spá um halastjörnur, þær séu duttlungafullar og komið hafi fyrir, að þær hafi ekki sést, þó búið væri að spá því. Sfðast kom halastjarnan Bennet 1970 og sást þá mjög vel. Önnur kom 1958. Þorsteinn segir, að menn séu nokkuð misbjartsýnir á, hve björt stjarnan verði. Hugsan- legt sé, að halinn verði langur. Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum að hans mati, kvaðst hann telja líklegast, að hún yrði álíka björt og Venus, þegar hún er björtust, og ætti þá að vera áberandi á himni. En hala- stjarna þessi er lágt á lofti, þar til hún fer bak við sólu í desem- bermánuði. Þá fer hún á kvöld- himininn og verður hærra á lofti. Svo það er ekki fyrr en um miðjan janúar, að gott verð- ur að sjá hana. Um gufur þær, sem eru í halanum, sagði Þorsteinn, að þær væru ekki hættulegar. I þeim væri þunnt efni, og ekki hættulegt, jafnvel þótt jörðin færi í gegnum halann. I nýkomnu hefti af Time er fróðleg grein með korti af komu halastjörnunnar, sem nefnist Kohoutek, í nánd við jörðu. Þar segir, að hún hafi á undanförnum mánuðum verið falin í bjarma sólar, en nú hafi hún aftur náðst í stjörnukíkj- um. Stjarnfræðingar eru ákaf- lega ánægðir með það, sem þeir sjá. Kohoutek er þegar farin að fá glóandi hala. En' stjaman verður sýnileg með berum aug- um á jörðinni snemma f desem- ber, þegar hún kemur í ljós á morgunhimninum. Snemma í janúar getur halinn, — sem er gerður úr sjóðandi gufum frá halastjörnunni og hrakinn frá sólu af hlöðnum sólögnum — náð yfir sjötta hluta kvöld- himinsins segir Time. Geti Kohoutek halastjarnan því ef til vill orðið enn skærari á himninum en Halley hala- stjarnan 1910. Ennfremur segir f Time: Kohoutek á líklega uppruna sinn Iangt handan yztu reiki- stjörnunnar, þar sem milljarð- ar af halastjörnum eru taldar ganga kringum sólu. Þær hafa sýnilega orðið til úr sama skýi af ryki og gasi, sem myndaði sólu og reikistjörnur fyrir 4,6 milljörðum ára og hafa verið nærri óbreyttar síðan. Stöku sinnum dregur aðdráttarafl nálægrar stjörnu halastjörnu inn á aflangari braut, þannig að hún fer nær sólu og sést frá jörðinni. Þannig munu stjarn- fræðingar nú fá fágætt tæki- færi, þegar Kohoutek nálgast, til að læra meira um hið upp- runalega efni, sem sólkerfið var i fyrstu myndað úr Sterkustu stjörnusjónaukar, allt frá risaspeglunum i stjörnustöðinni á Mount Palo- mars og niður úr, munu fylgja Kohoutek á leið hans um himin- hvolfið. Þá mun geimferða- stofnun Bandarikjanna, NASA, leggja sig fram og setja upp Kohoutek áætlun með hundr- uðum vísindamanna og nýjustu geimtækni og kosta til mörgum milljónum dollara. Geimferðastofnunin mun senda upp flugvélar, búnar in- frarauðum sjónaukum, bæði áð- ur og eftir að hala'stjarnan fer á bak við sólu. Verið er að byggja sérstaka halastjörnuathugunar- stöð í Saouth Baldy Mountain, i Norður-Mexico. Þá mun NASA senda nokkrar eldflaugar upp með tæki til að skoða hala- stjörnuna frá sjónarhorni, sem jörðin nær ekki til. Mariner 10, sem er ómannað geimfar, er fara á upp 3. nóvember á braut framhjá Venus og Mercuri, mun senda sjónvarpsmyndir af halastjörnunni. Snemma í janú- ar ætti annar gervihnöttur, Pioneer 8, að vera i þeirri stöðu á leið sinni kring um sólu, að hann geti sent radiomerki gegnum halann á halastjörn- unni, og gefa þannig til kynna, úr hvaða efni hann er. En merkilegasta athugunarstöðin gæti þó orðið Skylab 3, sem á skjóta upp 10. nóvember, þrátt fyrir tafir af bilun í siðustu viku. Dvöl þess úti í geimnum verður ef til vill lengd úr 56 dögum í 85 daga. Þá gætu geim- fararnir séð halastjörnuna, þeg- ar hún er nálægust og mest fyrir áhrifum af geislun sólar, þ.e. frá 28. desember, þegar Kohoutek kemur fram fyrir sólu, þar til um miðjan janúar, þegar hún fer í aðeins 120 millj- ón kilómetra fjarlægð frá jörðu. En næst sólu er hala- stjarnan í 20.8 millj. fjarlægð 28. desember. Halastjarnan Kohoutek og braut hennar. Hún sker braut jarðar tvisvar sinnum og er næst jörðu 15. jan. 1974 í 120 millj. km fjarlægð. Pílurnar sýna, hvar jörðin og halastjarnan eru staddar á ýmsum tímum. 15 fm veggmynd eftir Gísla í JL-húsinu Dr. Pðll Isólfsson. Sjö sönglög SJÖ sönglög með píanóund- irleik eftir dr. Pál ísólfsson komu út á áttatfu ára afmæli Páls nokkrum dögum. 1 heftinu eru þessi lög: Fjallið Einbúi, Kossavfsur, Þið sjáist aldrei framar, Að baki blárra heiða, Dagurinn kemur, Heimþrá og Ur útsæ I rfsa Islandsfjöll. Nýr skuttogari til Akraness A NÆSTU dögum er væntanlegur til Akraness nýr skuttogari, Krossavík AK-300. Togarinn er tveggja ára gamail og er hann keypt- ur frá Noregi. Stærð hans er um 400 lestir. EINS og kunnugt er hefur stór- hýsi fyrirtækisins Jón Loftsson h.f. verið breytt f húsgagna- verzlun á mörgum hæðum og nefnist nú JL húsið. A annarri hæð hússins hefur nú verið sett upp 15 fermetra veggmynd og hefur Gfsli Sigurðsson málað hana. Myndin er unnin á stórar plötur með aðferð, sem „en- caustica" nefnist og plöturnar síðan festar á vegginn. Gfsli Sigurðsson byrjaði á þessari mynd skömmu eftir að sýningu hans lauk í Norræna húsinu í marz sl., og hefur hann nú lokið við hana. Hér er þjóð- legur arfur tekinn til meðferð- ar, efnið er lýsingar úr handrit- um og sýna myndirnar fólk að skemmtan og störfum: Menn við hvalskurð, prúðbúnar kon- ur, menn við drykkju. Tvö atriðin eru tengd samgöngum: Skip á sjó og maður á reið. Og auk þess má sjá þarna bút úr handriti, sem Gísli notar f hluta myndarinnar. Lýsingar í handritum eru ein- att daufar í litum sem vonlegt er þar sem hinir drátthögu skrifarar teiknuðu á skinn. Á veggmyndinni er útlfnum lýs- inganna haldið, en frjálslega farið með litina. Þeim er bæði vikið til og hafðir nokkuð sterk- ari en sjá má í handritunum. Að því leyti er hér um sjálf- stætt verk að ræða en ekki beina eftirmynd af lýsingun- um. Þetta er fyrsta veggmyndin, sem Gísli gerir, en tilefnið af hálfu eigenda hússins er, að þeir vildu hvort tveggja í senn skreyta húsið og minnast þjóð- hátíðarinnar að ári. Myndin: Gísli Sigurðsson við veggmynd sina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.