Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 16
16 MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973 Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 1 0 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands I lausasölu 22,00 kr eintakið. Tími er til kominn, að linni þeim skrípaleik, sem farið hefur fram inn an ríkisstjórnarinnar, eftir að Ólafur Jóhannesson for sætisráðherra kom heim frá London með samkomu- lagsgrundvöll í landhelgis- deilunni við Breta. Daginn eftir að forsætisráðherra skýrði ríkisstjórninni frá niðurstöðum þessara við- ræðna, hafnaði Alþýðu- bandalagið samkomulags- grundvellinum semúrslita- kostum og „brezkum tillög- um“. Forsætisráðherra lýsti hins vegar fylgi við samkomulagsgrundvöllinn og kvaðst mundu láta af embætti, yrði hann ekki samþykktur. Síðan hefur margt gerzt. Alþýðubandalagið byrjaði með því að draga í land, eftir að hin harða afstaða forsætisráðherra var orðin ljós. Tilkynnt var, að það hefði verið á misskilningi byggt, að um úrslitakosti hefði verið að ræða. Ráð- herrar Alþýðubandalags- ins samþykktu á ríkis- stjórnarfundi, að utan- ríkisráðherra yrði falið að ganga frá samningsupp- kasti ásamt brezka sendi- herranum í Reykjavík, á grundvelli skýrslu for- sætisráðherra. Uppkastið að milliríkjasamningi til lausnar deilunni hefur leg- ið fyrir ríkisstjórninni í rúma viku. Um helgina brá svo við, að Þjóðviljinn full- vrti á ný að um úrslitakosti hefði verið að ræða og í stjórnmálayfirlýsingu flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins segir, að það telji „ástæðulaust að hvika frá þessari stefnu og veita tilslakanir á borð við þær, sem ráð er fyrir gert í fyrirliggjandi drögum að samkomulagi við Breta“. Með þessari yfirlýsingu hefur verið ítrekuð upp- hafleg afstaða Alþýðu- bandalagsins til samnings- uppkastsins, og jafnframt hefur Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra orðið að þola síendurteknar pers- ónulegar árásir í forystu- greinum annars helzta mál- gagns ríkisstjórnarinnar. Þessi skrípaleikur gengur ekki lengur. Það verður að taka afstöðu til þess nú þegar innan ríkisstjórnar- innar, hvort stjórnar- flokkarnir geta komið sér saman um lausn land- helgisdeilunnar. Ríkis- stjórnin í heild og þeir flokkar, sem að henni standa geta með engu móti skorazt undan þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir í þessum efn- um. Geti stjórnarflokkarn- ir ekki komið sér saman um lausn landhelgisdeil- unnar við Breta á grund- velli samningsuppkastsins, hljóta þeir að taka afleið- ingum þess. En áfram haldandi skrípaleikur af því tagi, sem þjóðin hefur Einar Agústsson, utan- ríkisráðherra, hefur alger- lega hafnað mjög ákveð- inni kröfu frá Magnúsi Kjartanssyni um, að hann verði aðili að samningavið- ræðunum við Bandaríkja- menn, sem hefjast í næstu viku. Þessi ákveðna afstaða utanríkisráðherra, vekur vonir um, að hann muni taka á varnarmálunum á manndómslegri hátt en hann hefur gert að undan- förnu. Neitun utanríkis- ráðherra hefur vakið mikla reiði meðal kommúnista og Magnús Kjartansson hefur haft við orð að segja af sér ráðherraembætti af þess- um sökum. Á flokksráðs- fundi Alþýðubandalagsins um helgina var haft í hótunum um slit stjórnar- samstarfs, ef ekki yrði orðið við þeirri kröfu kommúnista, að varnar- liðið hyrfi af landi brott. Athyglisvert er, að komm- fylgzt með undanfarnar vikur, gengur ekki lengur. Og endurteknir frestir til handa Alþýðu- bandalaginu hafa tæpast nokkra þýðingu, úr því sem komið er. Málið er komið á það stig, að nú verður að taka hreinskiptna og heið- arlega afstöðu, hver eftir sinni sannfæringu. únistar beita nú hótunum dag eftir dag gagnvart samstarfsflokkum sínum og hafa hafið persónulega ófrægingarherferð gegn forsætisráðherra. Vafa- laust verður utanríkisráð- herra næstur á blaði vegna afstöðu hans til kröfu Magnúsar Kjartanssonar. Með sama hætti og Morg- unblaðið hefur stutt Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra í viðleitni hans til að ná sanngjörnum samningum við Breta í landhelgisdeilunni, mun Morgunblaðið styðja Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra í varnarmál- unum, ef utanríkisráð- herra sýnir með verkum sinum, að hann er slíks stuðnings verður. Einörð afstaða hans nú gagnvart kröfum kommumsta gefur vissulega tilefni til meiri bjartsýni en áður. SKRÍPALEIKUR EINAR SEGIR NEI Ellert B. Schram, alþm: Grunnskólafrumvarp á villigötum ENN á ný er grunnskólafrum- varpið á dagskrá. 1 þriðja skiptið á fjórum árum er því fylgt úr hlaði meðyfirlýsingum um, að það muni marka tíma- mót í fræðslumálum lands- manna. Aftur megum við búast við orðræðum um kosti þess og galla. FYumvarpið hefur verið vel kynnt meðai skólamanna og þeirra aðila, sem málið heyrir undir. Almenningur hefur og haft tækifæri til að afla sér upplýsinga um frumvarpið. Samt er það svo, að flestum er óljós megintilgangur þessa grunnskólafrumvarps. Umræður hafa um of kafnað í deilum um eitt atriði þess, lengingu skólaskyldunnar. Lenging skólaskyldunnar er þó engan veginn kjami þessa máls. Fræðslulöggjöfin hefur það að markmiði að tryggja öllum börnum og unglingum jafna möguleika til náms og mennta. Hún kveður á um yfir- stjórn fræðslumála, felur í sér reglur um stjórn skóla, réttindi og skyldur kennara og nem- enda, starfstíma, aðbúnað o.s.frv. I stuttu máli sagt: leggur þá skyldu á herðar sam- félagsins, að sjá um að fræðsla sé aðgengileg og árangursrík. Lengd skólaskyldunnar er að- eins ein leið löggjafans að þessu marki, og það, hvort hún er einu árinu lengur eða skemur, ræður ekki úrslitum í fræðslumálum, þegar á heild- ina er litið. Aður en menn gera það upp við sig, hversu skóla- skyldan skuli vera löng, verður fyrst að skapa aðstöðuna til þess að veita fræðsluna. Það dugar skammt að skylda nemendur til skólagöngu, ef enginn er skólinn. Grunnskólafrumvarpið er af- sprengi þeirrar dapurlegu þróunar, sem átt hefur sér stað á öllum stigum fræðslukerfis- ins. Yfirstjórnin hefur verið með eindæmum stirð, kennslu- hættir hafa verið í of föstum skorðum, skólahúsnæðið hefur ekki tekið við fjölgun nemenda og þjóðfélagið í heild hefur ekki mætt kröfum tímans um aukið en um leið sveigjanlegra nám. Þetta er ekki að kenna fræðslulöggjöfinni frá 1946. Hún hefur aldrei komist til fullra framkvæmda. Hér er heldur ekki við kennara eða skólamenn að sakast. Einhverjir vilja skella skuld- inni á fjárveitingarvaldið, alþingi, sem á móti ber fram þá afsökun, að það hafi í of mörg horn að líta; að þjóðfélagið sjálft hafi reynzt vanmegnugt að fylgjast með þróuninni. I þeirri sjálfsblekkingu stjórnvalda að horfast ekki í augu við hinn raunverulega vanda, er nú gripið til þess ráðs, að semja nýja fræðslulög- gjöf, grunnskólafrumvarp. í því frumvarpi eru fjölmörg nýmæli, sem til bóta horfa, enda hefur enginn orðið til þess að hafna frumvarpinu. En menn spyrja: hver verður fram- kvæmdin, hvaðalíkur eru á því, að þessari löggjöf verði að fullu fylgt, frekar en þeirri, sem nú er í gildi? Jafnvel í frumvarp- inu sjálfu er ekki gert ráð fyrir skjótum viðbrögðum, því lögin „skulu koma til framkvæmda svo fljótt sem aðstæður leyfa, en þó eigi síðar en innan tíu ára frá gildistöku“! Með allri virðingu fyrir góð- um málstað og einlægum ásetn ingi þeirra, sem bera frum- varpið helzt fyrir brjósti, þá teldist það til afreka, ef þessi hógværa timaáætlun stæðist. Þessi svartsýni er ekki sprottin af slæmum hvötum, heldur af þeirri ástæðu, að frumvarpið gerir áfram ráð fyrir þeirri fráleitu verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga, sem felur í sér meinsemdina sjálfa. Fjárveitingarvaldið á áfram að vera í höndum Alþingis, fram- kvæmdin i höndum ráðuneytis- ins en frumkvæðið hvergi. Það er hafið yfir allan vafa að aðalorsökin fyrir því neyðar- ástandi, sem nú ríkir í fræðslu- málunum, er hin dauða hönd ráðuneytisins og það á að vera sjálfsögð forsenda allra breytinga á fræðslukerfinu að færa ábyrgð og ákvarðanir heim í hérað — að fjármál og framkvæmd komist á eina hendi heimamanna sjálfra. Grunnskólafrumvarpið bæt- ir ekki hér úr. Einu tilburð- irnir í þessa átt, er skipan fræðsluráða, sem kjörin skulu af viðkomandi landshlutasam- tökum. En þegar grannt er skoðað, kemur í ljós, að völd þessara fræðsluráða eru mjög óveruleg, og allir þræðir liggja upp i ráðuneytið, þegar til kast- anna kemur. Ríkisstjórnin hefur lofað að auka sjálfsforræði sveitar- félaga og forsætisráðherra boðaði frumvarp um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga á þessu þingi. Engu að siður er borið fram af þessari sömu nkisstjórn og á þessu sama þingi, frumvarp, sem kveður á um skipan fræðslu- mála, þann málaflokk, sem veigamestur er í samskiptum ríkis og sveitarféiaga. í þvi frumvarpi eru áfram famar troðnar slóðir þess ráðuneytis- valds, sem stendur sveitar- félögunum — og fræðslumálun- um — mest fyrir þrifum. Þetta eru óvönduð vinnu- brögð ríkisstjórnar, sem hirðir ekki lengur um mannorð sitt. Sjálfstæðismenn hafa ekki á móti grunnskólafrumvarpi. En þeir eru eindregið þeirrar skoð- unar, að í því frumvarpi eigi að draga skýrar línur í samskipt- um ríkis og sveitarfélaga. Nám- skráin, námsmatið og kennslan sjálf, á að sjálfsögðu áfram að vera undir heildarstjórn, en bygging og rekstur skólanna; framkvæmd fræðsluskyld- unnar skal vera á ábyrgð lands- hlutasamtaka og fræðsluráða. Til þess þarf að útvega þeim tekjustofna; til þess þarf að gjörbreyta verka- og tekjuskipt- ingu milli rikis og sveitar- félaga. Með þeim hætti yrði fræðslu- skyldan að veruleika og trygging fengin fyrir þvi, að nýmæli og umbætur yrðu meir en lagabókstafurinn einn. Að fræðsluskyldunni fullnægðri þyrfti ekki að karpa um það, hvort skólaskyldan skuli vera átta eða níu ár. Frjáls skóla- sókn leysti það vandamál af sjálfu sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.