Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1973 | iÞBBTIAFRíniR MORCUMBLAÐSIiyS r Islandsmótið í handknattleik hefst í kvöld Enn fiölgar þátttakendum ISLANDSMÚTIÐ í handknattleik hefst f Laugardalshöllinni í kvöld með leik Vals og Vfkings og að honum loknum leika Fram og Haukar. Sfðan rekur hver leikurinn annan allt fram til 24. marz en þá er áætlað að mótinu Ijúki. fslandsmót það, sem nú er að hefjast, er hið umfangsmesta f sögu handknattleiksfþróttarinnar og aldrei hafafleiri flokkar tekið þátt f mótinu en nú. Vfkingar „tollera" félaga sinn Einar Magnússon, er hann hafði skorað 100 mörk f Islandsmótinu f fyrra. Aukningin. Alls senda 30 félög 153 flokka til þátttöku í þessu móti og leika flokkarnir alls um 550 leiki. Láta mun nærri að um tvö þúsund manns taki þátt í islandsmótinu í hinum ýmsu flokkum. Mikil aukning hefur verið í Islands- mdtinu síðastliðin ár, t.d. voru leiknir 260 leikir í mótinu 1968—69, en nú eru þeir helmingi fleiri. Ný íþróttahús. Það gefur auga leið að undir hina fjölmörgu leiki þarf mikið húsrúm og nú sem áður stóð Móta- nefnd HSÍ frammi fyrir miklum vanda er raða skyldi leikjum niður. Betur tókst þó til en á horfðist og eru nú nýtt 10 íþrótta- hús undír leiki mótsins, því miður eru þó fæst þessara húsa lögleg fyrir þá leiki sem þar eiga að fara fram. Nú er í fyrsta skipti leikið í Islandsmóti í þremur þessara húsa, þ.e. í Njarðvfk, Eskifirði og Norðfirði. Atta lið í þriðju deild Til keppninnar í meistaraflokki kvenna senda 15 félög lið til keppni. Leika þessi lið í tveimur deildum, sjö lið í 1. deild og átta í annarri. 1 karlaflokki er leikið í þremur deildum og eru átta lið í hverri deild. 1 þriðju deild hefur orðið veruleg aukning frá því í fyrra, þá voru fimm þátttökulið, nú eru þau átta. Tvö liðanna, sem þátt tóku í fyrra eru með aftur nú, en auk þess senda IA, Víðir, Austri, Þróttur, Leiknir og Huginn nú annaðhvort í fyrsta skipti eða eftir nokkurt hlé lið til þátttöku í Islandsmóti í elzta aldursflokki karla. Keppnistímabilin ná næstum saman. Þegar hefur verið getið um hina fjölmörgu leiki, sem lands- liðið þarf að glíma við í vetur og ef að líkum lætur mun karla- landslíðið leika á milli 25 og 30 landsleiki á þessum vetri. Auk þess munu svo bæði kvennalands- liðið og unglingalandsliðin verða á faraldsfæti. Um mitt næsta sumar munu Reykvíkingar leika við Oslóarbúa hér á landi í tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar og má því segja, að keppnistímabilin nái næstum saman. Leikskrá. Þegar er komin út hjá HSI leik- skrá og þótt hún sé óvenju snemmborin virðist hún vandaðri en oftast áður. I skránni er að finna leikdaga í öllum deildum og flokkum, stjórnir og nefndir innan HSÍ, forsvarsmenn hand- knattleiksdeilda og fleíra. Skrá þessi er til sölu i íþróttahöllinni í Laugardal, íþróttahúsinu í Hafnarfirði og í Sportvöruverzlun Ingólfs Öskarssonar. 1 sambandi við niðurröðun leikja í 1. deild karla er rétt að geta þess, að aðeins hefur verið raðað niður fyrri hluta mótsins. Er það gert til að reyna að halda spennunni í íslandsmótinu allt frá upphafi til enda. Sömuleiðis hefur ekki verið ákveðið hvaða lið leika á hvaða leikdegi í 1. deild kvenna á Akureyri. Loka- staðan VALSMENN urðu Islandsmeist- arar í meistarafl. karla f fyrra en lokastaðan f 1. deild varð annars þessi: Valur 14 12 o 2 282:198 24 Fram 14 10 1 3 277:249 21 FH 14 10 1 3 286:258 21 Vfkingur 14 6 2 6 299:297 14 IR 14 6 1 7 264:255 13 Ilaukar 14 4 2 8 235:257 10 Ármann 14 3 2 8 232:274 8 KR 14 0 1 13 226:313 1 Einar Magnússon náði þeim frábæra árangri í markaskorun síðastliðinn vetur að skora 100 mörk í leikjum Islandsmótsins, en annars lftur listinn yfir mark- hæstu leikmenn 1. deildar sfðast- liðið keppnistímabil svona út: Einar Magnússon, Vfkingi 100 Geir Hallsteinsson, FH 89 Brynjólfur Markússon, IR 75 Ingólfur Óskarsson, Fram 75 Bergur Guðnason, Val 73 Haukur Ottesen, KR 67 Ólafur Ólafsson, Haukum 62 Viðar Sfmonarson, FH 59 I einkunnnagjöf blaðamanna Morgunblaðsins bar Ólafur H. Jónsson sigur úr býtum og þvf titilinn „Leikmaður tslands- mótsins 1973“. Eftirtaldir leik- menn urðu efstir á biaði í ein- kunnagjöfinni: Ólafur H. Jónsson, Val 3.31 Ólafur Benediktsson, Val 3.00 Björgvin Björgvinsson, Fram 2.92 Einar Magnússon, Vfkingi 2.86 Geir Hallsteinsson, FH 2.86 Hver vinnur hvern ? Rabb um möguleika liða og líklegustu sigurvegara 1 UPPHAFI Islandsmótsins er ekki úr vegi að setjast niður og athuga möguleika hvers liðs fyrir sig. Skoða hvaða lið séu Ifklegust til að bera sigur úr býtum í hinni hörðu keppni. Ekki aðeins að raða félögunum á ákveðna bása, heldur einnig að sjá hvað breytzt hefur síðan S fyrra. Fyrst skuium við lfta á liðin í 1. deild karla, en í þá átt beinist áhugi flestra hand- knattleiksáhugamanna. Valur. Valsmenn hafa æft vel frá því á miðju sumri meðþátttöku í Evrópukeppninni í huga. Ein- hverra hluta vegna virðast Is- landsmeistararnir þó hafa misst talsvert af áhuganum og liðið er ekki eins sannfærandi nú og á sama tíma í fyrra. Vals- menn verða þó örugglega með í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn að þessu sinni, en róður- inn verður liðinu ekki auð- veldur. Með Valsliðinu leika nokkrir af okkar albeztu leik- mönnum og vera kann að notk- un landsliðsins á mörgum Vals- mönnum bitni á Val, en verk- efni landsliðsins hafa aldrei verið eins erfið og á komandi vetri. Fram. Öhætt er að spá því, að Fram- arar verði í allra fremstu röð í 1. deildinni, getu sína sýndu þeir í Reykjavíkurmótinu. Með liðinu leika efnilegir leikmenn, sem eflast með hverri raun, en kjölfesta liðsins er fólgin 'í landsliðsmönnunum Axel Axelssyni og Björgvin Björg- vinssyni, tveimur af hetjunum frá landsleiknum við Frakka. Þá má heldur ekki gleyma leik- mönnum eins og Pálma Pálma- syni og Arnari Guðlaugssyni, en hvorugur þeirra lék með lið- inu í fyrra. I markinu hafa Framarar tvo góða leikmenn Jón Sigurðsson og Guðjón Er- lendsson. FH. FH-liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku frá því í fyrra, snillingurinn Geir Hallsteins- son leikur ekki lengur með lið- inu. Að FH-ingum takist að fylla skarð hans er ólíklegt og tæpast verður Hafnarfjarðar- liðið ofar en um miðja deild — en liðið fer heldur aldrei neðar á stigatöflunni. Máttarstólpar FH-liðsins verða í vetur að lík- indum Viðar Símonarson, Auð- unn Öskarsson, Gunnar Einars- son, Hjalti Einarsson og Birgir Finnbogason. Þá eiga FH-ingar eínnig í sínum röðum efnilega leikmenn eins og Sæmund Stef- ánsson og Guðmund Stefáns- son. Víkingur. Ekkert lið hefur úr eins miklu úrvali af leikmönnum að velja og Víkingar, skyttur; Einar Magnússon, Jón Hjalta- lín, Magnús Sigurðsson, Guðjón Magnússon, gegnumbrots- menn; Stefán Halldórsson, Viggó Sigurðsson, línumenn; Sigfús Guðmundsson, Jón Sig- urðsson. Þessir einstaklingar ættu að geta myndað gott lið og það gera þeir í sókninni, þar stóð ekkert lið Víkingum á sporði í fyrravetur. Stóra spurningin er hins vegar vam- arleikurinn, sem verið hefur höfuðverkur Víkinga. Takist þeim að bæta þá hlið mála verður Víkingsliðið næstum óvinnandi vígi. I markið hafa Víkingar nú fengið mjög góðan markvörð, Sigurgeir Sigurðs- son, ef til vill tekst honum ásamt Rósmundi Jónssyni að Ioka fyrir lekann. IR. ÍR-ingar hafa löngum þótt efnilegir, þeir eru það tæpast lengur. Spurningin er hins vegar hvort þeir séu orðnir góðir. I Reykjavíkurmótinu áttu ÍR-ingar mjög misjafna leíki og það er einmitt það sem hrjáir ÍR-liðið, alla festu vantar í leik liðsins. Brynjólfur Mark- ússon leikur ekki lengur með ÍR-liðinu en í hans stað eru komnir ungir leikmenn, sem lofa góðu. Haukar. Ekki kæmi á óvart þótt Hauk- arnir myndu blanda sér alvar- lega í toppbaráttuna í 1. deild- inni í vetur. Leikmenn liðsins eru flestir jafnir að getu og komast langt á baráttugleðinni. Burðarásarnir eru Stefán Jóns- son, Ólafur Ólafsson, Sturla Haraldsson, og Sigurður Jóa- kimsson, allt leikmenn með mikla reynslu. Gunnar Einars- son ver Haukamarkið og hann hefur sýnt það i landsleikjum sínum að hann er erfiður and- stæðingur. Þá hefur Haukum bætzt góður liðsauki þar sem er landsliðsmaðurinn Hörður Sigmarsson, ungur leikmaður sem öðlast hefur sjálfstraust eftir góða frammistöðu i lands- leikjum sínum. Haukarnir verða meðal efstu liðanna í vetur, ef byrjunin hjá þeim verður betri en undanfarin ár. Arrnann. Armannsliðið er ekki líklegt til stórafreka í vetur og svo virðist sem ýmsir af beztu mönnum liðsins undanfarin ár séu ekki komnir í mikla æfingu nú. Líklegast verða Armenn- ingarnir í baráttu á botninum, en að þeir sleppi þó með skrekkinn. Þór. Þór frá Akureyri leikur nú í fyrsta skipti í 1. deild og verður róðurinn án efa mjög erfiður fyrir Þórsara. Liðið hefur jöfn- um einstaklingum á að skipa, en þó með frábæran markvörð, Tryggva Gunnarsson. Helzta von Þórs um stig er í leikjunum á Akureyri og stig úr heima- leikjunum geta ef tíl vill bjarg- að þeim frá falli niður í aðra deild. 2. deild karla. Eins og í 1. deild karla er útlit fyrir mjög opið mót í 2. deild- inni. Þróttur, Grótta og KR koma örugglega til með að berj- ast hatrammri baráttu um sæti í 1. deildinni og gjörsamlega er útilokað að spá um hvaða lið hefur meistaraheppnina með sér. Ekki má heldur gleyma KA á Akureyri, sem reynist að lík- indum hverju liði erfitt og þá einkum á Akureyri. 3. deild karla. Stjarnan úr Garðahreppi er sigurstranglegast í þriðju deild- inni, en fær þó án efa keppni frá liðum eins og IA og Austra, en siðarnefnda liðið ætti eftir öllum sólarmerkjum að dæma að sigra I Austfjarðariðli deildarinnar. 1. deild kvenna. Valkyrjurnar úr Val hafa verið óstöðvandi síðastliðin ár, en nú eru t.d. Fram og KR að ná upp mjög sterkum liðum, sem vissulega geta meira en að ógna veldi Valsstúlknanna. Ár- mannsliðið getur meira en liðið sýndi i fyrravetur og ætti að verða meðal efstu liða deildar- innar. Keppnin um fallið kemur hins vegar til með að standa á milli Víkings, FH og Þórs frá Akureyri. 2. deild kvenna. Þar liggur einna ljósast fyrir hvaða lið muni sigra, Breiða- blik hefur alltof góðu liði á að skipa til að sitja lengi í 2. deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.