Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER 1973 17 Þuríður J. Kristjánsdóttir, prófessor: Bókarkynning Sfmon Jóh. Ágústsson: Börn og bækur. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, Reykjavík, 1972. Seint á liðnu ári kom út hjá Menningarsjóði bókin Börn og bækur eftir próf. Símon Jóh. Ágústsson. Þetta er allmikið rit að fyrirferð, 419 blaðsíður í meðal- stóru broti. Bók, sem flytur niður- stöður fræðilegrar rannsóknar, þótt forvitnilegar séu, verður trú- lega. seint metsölubók, og er ekki ósennilegt, að það hafi haft sin áhrif, þegar frágangur bókarinn- ar var ákveðinn. Hún er heldur óaðgengileg frá hendi útgefanda, hefur verið offsetprentuð eftir vélriti. Til eru ritvélar með mun betra letri til slíks en sú, sem hér hefur verið notuð. Þótt vélritunin hafi verið vel af hendi leyst í alla staði, er bókin mun óþægilegri aflestrar en væri hún með venju- legu prentletri, letrið er bæði daufara og gisnara en prentletur. Prófessor Simon hefur allt síð- an árið 1965 unnið að könnun á lestrarefni og lestrarvenjum barna og unglinga, og birtir hann hér niðurstöður fyrri hluta þeirr- ar rannsóknar. Fjallarþessi hluti um lesefni lestrarbóka og skóla- ljóða 10—14 ára barna og ung- linga og mat þeirra á því. Sfðan gagnasöfnun fór fram eru nú lið- in átta ár. A þessum átta árum hefur ýmislegt breytzt, m.a. hefur komið íslenzkt sjónvarp. Því er hugsanlegt, að niðurstöður yrðu ekki að öllu leyti þær sömu væri könnunin gerð nú. Dráttur á út- gáfu er þó afar eðlilegur. Verkið er mjög mikið og seinlegt og unn- ið af einum manni ásamt með öðrum störfum. Bókinni er skipt í 11 kafla. í fyrsta kafla er lýsing á undirbún- ingi og framkvæmd rannsóknar- innar. I öðrum kafla er efni lestrarbókanna og skólaljóðanna kynnt og flokkað, og í þriðja kaf la er sagt frá notkun þeirra í skólun- um. Fjórði kafli er stutt en þarf- leg ábending um afstæði gildis- mats á lestrarefni og fimmti kafli gefur örstutt yfirlit um tiðni nefninga hjá drengjum og stúik- um, þ.e. hvort öllu var svarað, sem um var spurt. Kaflar 6 og 7 taka yfir megin- hluta bókarinnar. Fjallar sjötti kafli um afstöðu og mat nemenda á óbundnu efni lestrarbók- anna, en sjöundi kafli á bundnu efni þeirra og á efni skólaljóð- anna. Þá eru niðurstöður dregnar saman og ræddar í þremur næstu köflum, og bókinni lýkur með hugleiðingu um hlutverk lestrar- bóka, sögu þeirra hér á landi og samanburði við önnur lönd. Þar er og að finna hagnýtar ábending- ar til þeirra, sem í þann vanda verða settir að velja efni í lestrar- bækur skyldunámsskóla. Það var með talsverðri forvitni að ég settist við lestur bókar próf. Simonar. Bæði er, að mér er efnið hugstætt, og svo hitt, að um það fjallar vandvirkur og nákvæmur vísindamaður, liklegur til að skila góðu verki. Ekki er bókin sérlega auðveldur lestur, enda tala töflur allmikið rúm, en niðurstöður komast skýrt og ljóst til skila. Hefur höfundur sýnt i öðrum rit- um sínum, að hann er maður orð- hagur og smekkvis á islenzkt mál, og bregzt það ekki hér. Að mestu hefur verið fylgt hefð við niðurröðun efnis bókarinnar, en þó finnst mér, að sumt hefði mátt setja framar en gert er. Til dæmis er oft búið að kveða upp þann dóm, að munur, sem fram kemur t.d. á smekk drengja og stúlkna, sé marktækur, áður en frá þvi er skýrt, við hvaða mark- tæknimörk er miðað, en það kem- ur fyrst í X. kafla, bls. 368. Hvergi er skýrt frá, hvaða tölfræðilegum prófum var beitt við marktækni- reikningana. Það hefði farið vel á að gefa upplýsingar um hvort tveggja áður en niðurstöður voru birtar. Verður nú sagt nokkru nánar frá efni bókarinnar og helztu nið- urstöðum. Framkvæmd könnunarinnar fór f stórum dráttum þannig fram, að spurningaskrá var lögð fyrir óvalið úrtak allra deilda í 4., 5. og 6. bekkjum barnaskóla og 1., 2. og 3. bekkjum gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Við úrvinnslu kom í ljós, að lesefni 3. bekkjar gagn- fræðaskólanna var svo ósamstætt, að þeim bekk var sleppt í úr- vinnslu. Hann mun hins vegar verða tekinn með, þegar niður- stöður síðari hluta könnunarinn- ar, um tómstundalestur o.fi., verða birtar. Stærð úrtaksins var um og yfir 20% af viðkomandi árgöngum og er fullnægjandi. Spurningaskrárnar voru lagðar fyrir í öllum úrtaksdeildum og fulls samræmis gætt við það verk, enda er það nauðsyn. Virðist í alla staði hafa verið vel vandað til undirbúnings og framkvæmdar rannsóknarinnar. Spurninga- skrárnar voru lagðar fyrir siðari hluta vetrar árið 1965. Sá árstími var valinn vegna þess, að þá er langt komið að fara yfir lesefni ársins í skólunum, en próf þó ekki farin að hafa veruleg áhrif á skólastarfið. Fyrirleggjendur voru tveir, og tók fyrirlagningin sjö vikur. Spurt var um þá þrjá kafla lestrarbókanna, sem nemendum þóttu beztir og þá þrjá, sem þeim þóttu leiðinlegastir. Sami háttur var á hafður, þegar spurt var um ljóðin. Eins og bent er á í bókinni er hér um afstætt mat á lesefninu að ræða,— en þannig er raunar um ákaflega margt mat. Efni er þarna aðeins gott eða leiðinlegt í samanburði við annað efni lestrarbókanna eða skólaljóð- anna. Þá getur einum þótt allt efnið skemmtilegt, en verður að merkja kafla eða kvæði leiðinleg. Annar á ekki í neinum vandræð- um með þá spurningu, að hans dómi eru sumir kaflarnir hund- leiðinlegir. Dómurinn „leíðinleg- ur“ þýðir ekki það sama f þessum tilfellum. Þó fæst með þessu ábending um, hvað fellur börnum og unglingum i geð og hvað ekki. Lestrarefnið er flokkað í efnis- flokka til að auðvelda heildarsýn. Bent er á, að oft orkar tvímælis, hvar kafla eða kvæði skuli skipað í flokk. Þá er og efni innan hvers flokks mjög svo ólikt. Að þessu athuguðu virðist meira vera að marka mat á hverju einstöku kvæði eða kafla en á efnisflokk- um, þótt slíkar heildarniðurstöð- ur gefi vísbendingu. Þessir voru flokkar óbundins máls: 1. Þjóðsögur og ævintýri, 2. Sögur úr lífi bama og unglinga, 3. Leikrit, 4. Dýrasögur, 5. Veiðisög- ur, 6. Mannraunir og afrek, 7. Dæmisögur og siðalærdómur, 8. Gamansögur, 9. Smásögur og sögukaflar, 10. Fræðandi frásög- ur, 11. Ritgerðir og huganir, 12. Fornsögur. Kvæði voru flokkuð þannig: 1. Barnaljóð, og vögguvísur, 2. Dýra- ljóð, samband manna og dýra, 3. Ljóð um heimilið, foreldra, syst- kini, bernskuminningar, 4. Heil- ræði,. lífsspeki, hvatningarljóð, 5. Náttúruljóð, 6. Ættjarðarljóð, 7. Ádeilur og háðkvæði, 8. Söguljóð, frásagnarljóð, minningarkvæði, 9. Ljóðræn kvæði, 10. Trúarljóð, sálmar, 11. Gamankyæði, 12. Lausavísur og stök erindi um ýmis efni. Mestur hluti bókarinnar fer f að rekja niðurstöðurí einstökum atr- iðum. Er þess enginn kostur að gera hér nákvæma grein fyrir þeim, heldur verður gripið niður áfáeinum stöðum. Þegar litið er á fjölda nefninga (jákvæðra + neikvæðra) á barna- og unglingastigi vekur athygli, hve sjaldan eru nefndir kaflar úr fornsögum. Eru þeir þó allmargir í lestrarbókunum. Ræðir höfund- ur þetta og bendir á, að óheppi- legt muni vera núverandi fyrir- komulag þar sem þetta efni er greint frá öðru efni lestrarbók- anna, auk þess sem það er stund- um með fornri stafsetningu. Segir höfundur svo: „Sérskipan forn- sögulegs efnis gerir kennurum erfiðara um að láta börn á ýmsum aldri lesa það. Hún gæti og stuðl- að að myndun þess hugsunarhátt- ar, bæði með kennurum og nem- endum, að það ætti ekki samstöðu með öðru efni lestrarbókanna." Fæð nefninga getur bent til þess, að kennarar hliðri sér hjá þessum köflum. Forvitnilegt er að sjá vinsældir einstakra kafla og flokka bók- anna. Allir kennarar vita, að það er ekki efni kaflans eða kvæðisins eitt, sem vinsældum veldur. Hér gildir svo sem víða annars staðar, að veldur hver á heldur. Það sem er leiðinlegt í höndum eins kenn- ara getur annar glætt slíku lífi, að vinsælt vérður. í þessari rann- sókn er þó um svo marga kennara að ræða, að þessi áhrif jafnast trúlega. Þjóðsögur og barnaævintýri er langfyrirferðarmesti flokkurinn i lestrarbókum barnaskólanna. Úr honum njóta vinsælda jafnt hjá drengjum og stúlkum nokkur ævintýri, ýkju- og skopsögur og fáeinar þjóðsögur. Dæmi: Litla stúlkan með eldspýturnar (10 ára), Munchhausensögur, Nagla- súpan (10 og 11 ára), Tungustapi (12 ára). Greinilegur munur kem- ur þó einnig fram á smekk drengja og stúlkna. Tfu ára drengir skipa t.d. þjóðsögunum Púkinn og fjósamaðurinn og Vígð Drangey í 1,—3. vinsælaröð, en í sömu frásögum skipa 10 ára stúlkur i 1.—3. óvinsældaröð. Sama er að segja um smásöguna Hestastuldurinn og Hellismanna- sögu (sögu um útilegumenn í Surtshelli), þær eru hátt skrifað- ar hjá 11 ára drengjum en óvin- sælar að sama skapi hjá 11 ára stúlkum og Hellismannasaga hlýt ur sömu dóma hjá 12 ára börnun- um. Á hinn bóginn skipta t.d. 10 og 11 ára stúlkur Jólasögu, sögunni Jólin i fjósinu og Sigríði Eyjaf jarðarsól í 1. —3. vinsældaröð, en tveimur hinum siðarnefndu skipa 11 ára drengiri 1. — 3. óvinsældaröð. Bæði kyn skipa í 1. — 3. óvinsældaröð sög- unum Leggur og skel og Að klæða fjallið. Þjóðsagan Tungustapi hlýtur þau undarlegu örlög að vera í fremstu röð bæði á vin- sælda og óvinsældalista 12 ára barna. Glöggt kemur fram þama og víðar, að smekkur drengja og stúlkna reynist ólíkur. Speglast þarna trúlega okkar menningar- umhverfi. Drengir vilja frásagnir, bar sem drengir eða karlmenn eru söguhetjur og fjallað er um mannraunir, ferðalög, afrek og bardaga o.þ.h. Hugrekki og kjark- ur er í hávegum haft svo og heiðarleiki. Stúlkur kjósa frásög- ur með mildari blæ, dýrasögur, ævintýri, sögur „um samskipti beggja kynja, par sem ást er gef in í skyn“, sögur úr lífi barna og unglinga, frásagnir um heimilis- líf. Sögur og frásagnir, þar sem slegið er á strengi meðaumkunar og samúðar fá hljómgrunn hjá stúlkum. Höfundur segir: „Yfir sumum þessum sögum er dýpri og harmsögulegri blær en köflum þeim, sem njóta mun meiri vin- sælda drengja. ‘ Leikrit reyndust vinsæl, eink- um með stúlkum. Svo sem höf- undur bókarinnar bendir á, eru leikrit tilbreytin:, í lestrartímun- um, sett er i hlutverkin og samles- ið, og getur það aukið vinsældir þeirra. Eftirtaldir efnisflokkar reyndust óvinsælastir á barna- skólastigi: Fræðandi frásögur, Dæmisögur og siðalærdómur, Rit- gerðir og hugarnir og Dýrasögur. Telur höfundur óvinsældir þessar stafa af tvennu: „Börn virðast til- tölulega litinn áhuga hafa á sum- um þessum flokkum a.m.k., og í öðru lagi eru kaflarnir ekki ritað- ir á þann veg, að þeir veki áhuga barna. Sennilegt er að siðara atr- iðið sé þyngra á metunum." Sér- staka eftirtekt vekur, að dýrasög- ur lestrarbókanna skuli vera svo óvinsælar sem raun ber vitni í 10 — 12 ára deildum. Ætti þó að vera tiltölulega auðvelt að finna efni við hæfi úr þeim flokki. Ftæðandi frásagnir bókanna eru sumar úreltar orðnar, enda eru bækurnar gamlar. Þar að auki fá þær þann dóm að vera „dauflega ritaðar“. Færri efnisflokkar eru í bókum unglingastigsins, og einnig eru þar mjög fári kaflar í hverjum svo einungis er unnt að dæma vinsældir kaflanna sjálfra, ekki efnisflokka. Sem dæmi má nefna, að kaflinn Hjáseta og réttir úr Pilti og stúlku eftir Jón Thorodd- sen er fremstur í flokki á vin- sældalista í 1. bekk unglingaskóla hjá báðum kynjum. Þessi aldar gamla frásögn afsannar það, sem stundum heyrist, að ekki þýði að bjóða ungum lesendum efni, sem ekki er úr þeirra samtíð. Næst á vinsældarlistanum er hjá báðum kynjum kafli úr leikritinu Gullna hliðið eftir Davið Stefánsson. Ver hefur til tekizt með frásögnina um hestinn Krapa úr Paradísar- heimt eftir Halldór Laxness, hún nær ekki til þessa lesendahóps. 1 þvi sambandi hugleiðir próf. Sim- on svo: „Ef sýnishorn úr ritum mikilla skálda eru þannig valin i lestrarbækur, að þau eru hinum ungu lesendum ofviða, geta myndazt með þeim neikvæð við- horf við þessum skáldum í stað þess, að sýnishornið átti að vekja löngun þeirra til að lesa meira eftir þau. Slíkt val getur verið hinn mesti bjarnargreiði bæði við skáldin og nemendurna." Kvæðum skólaljdða og lestrar- bóka eru gerð sömu skil og hinu óbundna efni. Verður það ekki rakið hér. Þó kemur sumt á óvart. T.d. skipa bæði drengir og stúlkur í 10 ára deildum vögguvísunni Bí, bí og blaka í 1. óvinsældaröð og þulunni Tunglið, tunglið taktu mig (Theodóra Thoroddsen) þar næst á eftir. Aftur á móti njóta hinar fornu heilræðavísur Hall- grlms Péturssonar Ungum er það allra bezt vinsælda hjá sama aldri, þótt áminningarog heilræði séu annars ekki hátt skrifuð hjá þelm. Geta menn spreytt sig á að skýra þessar vinsældir. Dæmi um vinsæl kvæði er t.d. ísland, far- sælda frón hjá 11 ára börnum og Skúlaskeið hjá 12 ára börnum. Þá er kvæðið Áfangar eftir Jón Helgason efst á vinsældalista hjá 14 ára börnum af báðum kynjum. Smekkmunur kynja kemur fram i ljóðalestri eins og lestri hins óbundna máls. Höfundur athugaði einnig sam- band námsgetu, eins hún kemur fram í einkunnum, og lestrar- smekks og kemst að þeirri niður- stöðu, að munur eftir aldri og kynferði sé meiri en eftir eink- unnum. Kemur þetta heim við ameríska könnun, sem vitnað er í. Þótt hvorki inntaki né umtaki könnunar prófessors Símonar hafi verið gerð hér skil að ráði má þó af framansögðu sjá, að hér er um merkilegt brautryðjendastarf að ræða, sem hefur beint hagnýtt gildi. Vandvirkni f vinnubrögðum er mikil og margar hliðar ræddar. Höfundi eru ljósir annmarkar á könnun sem þessari og er hófsam- ur í ályktunum. Móðurmálskenn- arar viðkomandi aldursflokka munu finna þarna ýmislegt for- vitnilegt, og eins og áður er vikið að er þarna margt, sem lestrar- bókarhöfundum má að gagni verða. Benda t.d. óvæntar óvin- sældir sumra kafla á nauðsyn for- prófunar lestrarefnis. 1 kjölfar nýrrar námsskrár munu á næst- unni koma nýjar lestrarbækur. Frumvarp til laga um grunnskóla gerir ráð fyrir bókasöfnum við alla skóla. Af því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft, og því kynnast börnin bókum, að þær verða fyrir þeim og þeim á þær bent. Kennari þarf að vera bókfróður og skólabókavörður þarf að þekkja börn. Hvernig skal þá velja kafla i bækur og bækur f söfn? Þar kemur sjálf- sagt margt til greina, en taka má undir með próf. Sfntoni. þegar hann segir: „Forðast verður tvennar öfgar: Annars vegar að ætla, að allar góðar bókmenntir séu við hæfi barna og unglinga og hins vegar, að allt sé þeim hollur og þroskandi lestur, sem skemmtigildi hefur.... Lestrar- bækur verða framar öllu að hafa Skemmtanagildi fyrir barn- ið og höfða til einhverra áhugamála þess. Það er (þó) ekka nóg að börnunum þyki lestrarefna skemmtilegt, heldur verður það einnig að hafa þroska- gildi fyrir þau.“ Nú vinnur höf. að bók, sem flytja mun niðurstöður siðari hluta könnunarinnar, um tóm- stundalestur o.fl., og er þess að vænta, að þar komi ekki siður margt áhugavert fram en í þessari bók. Forvitnilegt væri, ef einhver vildi taka hér við og gera svipaða könnun utan R“ykjavikur. Sagt er stundum, að auðveldur sé eftir- leikurinn, en þó tel ég vandséð, að það verði gert á næstunni. Fáar uppeldisfræðilegar rann- sóknir hafa verið gerðar hér á landi, en hér hefur bætzt myndar- lega við. Ég óska prófessor Sfmoni til hamingju með merki- legt og vel unnið verk og bíð framhaldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.