Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 1

Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 1
32 SIÐUR 254. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosið í Dan- mörku 4. des. Kaupmannahöfn, 9. nóv., NTB. ANKER Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur hefur ákveðið, a3 nýjar þingkosningar verði haldnar í landinu þann 4. desem- ber, en danska stjórnin féli f gær, svo sem frá hefur verið sagt, þegar ekki náðist tilskilinn meiri- hluti um skattafrumvarp hennar. Fréttaskýrendur í Kaupmanna- höfn draga mjög i efa skýringu Erhards Jacobsens á fjarvist hans f þinginu í gær, sem varð til þess að stjórnin féll. Skoðanakönnun, sem var gerð þenn 1. nóvember í Danmörku, Auden vildi bréfin brennd W.H.AUDEN, skáldið heims- fræga, sem Iézt nú í haust, mælti svo um áður en hann lézt, að vinir hans brenndu öll bréf, sem hann hefði sent þeim. Þetta kemur fram f grein í Times Literary Supplement eftir vin Audens, Stephen Spender, skáld. Mun það hafa verið tilgang- ur Audens með þessum fyrir- mælum að gera hugsanlega rit- un ævisögu sinnar torveldari. leiddi í ljós, að jafnaðarmenn njóta stuðnings27% kjósenda eða 10% minni en við kosningamar 1971. Nokkur fylgisaukning hefur orðið hjá íhaldsflokknum, Venstre og Radikale Venstre, en SF hefur tapað 2.9% atkvæða. Þá kváðust 15% styðja Framfara- flokk Mogens Glistrup. Þess ber að geta, að þessi skoðanakönnun var gerð áður en Erhard Jacobsen tilkynnti, að hann ætlaði að stofna nýjan flokk, og er búizt við, að hann dragi til sín atkvæði frá Glistrup. Dönsk biöð skrifa mikið um fall stjórnarinnar í dag og ber saman um, að kosningabaráttan muni einkennast af þeirri ólgu, sem hefur verið í dönskum stjórnmál- um upp á síðkastið. Muni bæði Mogens Glistrup og Erhard Jacobsen hagnast á megnri óánægju kjósenda, sem hafi misst trú á, að þeir, sem hafa farið með völdin, geti stjórnað svo vel sé. Þá megi búast við fylgisaukningu borgarflokkanna og nánast sé fyrirsjáanlegt verulegt tap jafnaðarmanna. Mynd þessi af Erhard Jakobsen var tekin sl. þriðjudag, eftir að hann sagSi sig úr flokki sósfaldemókrata f Danmörku. Daginn eftir stofnaði hann nýjan flokk, Mið-demókrataflokkinn, og er þess nú beðið með eftirvæntingu, hvernig honum vegnar f komandi kosningum. ísraelar og Arabar féllust á samningsdrög Kissingers Washington, Tel Aviv, Beirut, Kairó 9. nóv. AP. NTB. 0 Egyptar og tsraelar hafasam- þykkt áætlun í sex liðum, sem á að styrkja vopnhléið f Miðaustur- löndum og ryðja braut til samn- inga og endanlegrar lausnar ágreiningsmála. Var þetta til- kynnt f Hvíta húsinu f kvöld. 0 Staðfest hefur verið að samn- ingsdrög þessi hafi Henry Kiss- inger lagt fram á ferð sinni um Miðausturlönd og átt drýgstan hlut f að fá forystumenn til að fallast á þau. 0 Golda Meir, forsætisráðherra Israels boðaði óvænt stjórn sfna til fundar f kvöld til að ræða samkomulagið. Kom þetta af stað miklum vangaveltum um, að eitt- hvað hafi komið upp á á sfðustu stundu og Israelar myndu ekki faltast á samkomulagið. Engin til- kynning verður gefin út fyrr en á morgun. 0 Feisal konungur SaudiAra- biu hefur neitað því, að áflétta olfusölubanninu til Bandarfkj- anna, sem hann ákvað, að beiðni Sadats Egyptalandsforseta. Er nú búizt við, að Egyptaiandsforseti reyni að beita áhrifum sínum, en en óvfst hvort Feisal dregst á að breyta nokkru fyrr en um eða eftir áramótin. SAMKOMULAGIÐ I samkomulaginu segir eftirfar- andi: Með aðstoð Bandarfkja- Dómar í Watergatemálinu: Höfuðpaurar í innbrot inu í fangelsi manna hafa Israelar og Egyptar orðið sammála um þessi atriði, sem mikiivæg eru fyrir frið I Mið- austurlöndum: 1. Egyptar og Israelar munu samvizkusamlega virða vopnahlé það, sem Öryggisráð Sameinuðu þ jóðanna hefur hvatt til. 2. Báðir aðilar eru sammála um, að þeir hefji tafarlaust við- ræður til að leysa vandamálið um brottflutning herja til fyrri víg- Ifna. 3. Daglega verða fluttar vörur og lyf til borgarinnar Súez og særðir óbreyttir borgarar verða f luttir burtu. 4. Engar hindranir verða á flutningum til austurbakkans, en skilyrði, að þar sé ekki um her- gagnaf lutning að ræða. 5. Eftirlitsmenn S.Þ. taka við gæzlu og eftirliti af Israelum á leiðinni milli Kairó og Súez. 6. Jafnskjótt og komið hefur verið upp eftirlitsstöðum fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á leiðinni milli Kairó og Súez munu hefjast skipti á stríðsföng- um- Framhald á bls. 18 Israel neitar Tel Aviv, 9. nóv. NTB. AÐ loknum aukafundi í kvöld var tilkynnt að tsrael gæti ekki fallizt á ýmis atriði samkomulagsins um vopnahlé. Heimildir segja, að meginástæðan sé sú, að hvergi er minnst á að Egyptar opni á ný innsiglinguna inn f Rauða hafið. Sömuleiðis vilji Israelar ekki sætta sig við að flytja lið sitt aftur á svæði, sem kveðið er á um og þeir neita að láta af höndum eftir- litsstöðvarmilli Kairó og Súez. Washington, 9. nóv. NTB. HOWARD Hunt, einn forystu- manna innbrotshópsins f Water- gate-bygginguna í fyrra, var f dag dæmdur f að minnsta kosti 2'A árs fangelsi, en það má lengja f allt að átta ár og auk þess var honum gert að greiða tfu þúsund dollara sekt. Fimm aðrir hlutu í dag dóma vegna Watergateinnbrots- ins. James McCord jr. fyrrverandi formaður öryggisnefndar forset- ans í kosningunum 1972 var dæmdur í 1—5 ára fangelsi. Það var ákvörðun McCord um að leysa frá skjóðunni í marz sL, sem kom allri skriðunni af stað og Water- gatemálið varð að því hneyksli, sem síðar hefur komið á daginn. McCord sagði í dag, að hann væri þess fullviss, að ekki væru öll kurl komin til grafar. Bernard L. Bárker, sem tókþátt i innbrotinu fékk ll/i—6 ára dóm, Eugenio Martines, Frank A. Sturgis og Virgilio Gonzales, sem Barker réð til starfa, fengu 1—4ra ára fanelsi. Gordon Liddy, sjöundi samsærismaðurinn, sem var dæmdur í Watergate réttar- höldunum I janúar sl. hefur aldrei leyst frá skjóðunni og var fyrr dæmdur i að minnsta kosti 6 ára fanelsi. Það var John Sirica, sem kvað upp dómana. VERKALVÐSSAMTÖKIN AFL-CIO VILJA KOMA NIXON FRA Bandarísku verkalýðssamtökin AFL-CIO, en innan vébanda þeirra eru rösklega 13 milljónir verkamanna, hófu í dag mikla herferð, sem miðar að því, að koma Nixon úr forsetastóli vegna Watergatehneykslisins. Verða send út dreifibréf til félaganna og þeir hvattir til að skrifa þing- mönnum sínum, og fara fram á, að Nixon verði leiddur fyrir ríkis- rétt og settur af. I dreifibréfinu eru taldar upp 19 ástæður fyrir því að leiða eigi Nixon fyrir rikis- rétt. Venjulega hafa samtökin stutt frambjóðanda demókrata við forsetakosningar en þau voru hlutlaus við siðustu kosningar og stuðluðu þannig að kjöri Nixons. Aukakosningar í Bretlandi: r Ihaldsflokkurinn hélt sætum sínum London 9. nóv. AP. NTB. BREZKI Verkamannaflokkurinn missti allverulegt fylgi f auka- kosningum þeim, sem fóru fram í gær i nokkrum kjördæmum í Bretlandi. Mest kom á óvart sigur frambjóðanda Skozkra þjóðernis- sinna í Govankjördæminu í Glasgow. Þar bar Margot McDonald sigurorð af fram- bjóðanda Verkamannaflokksins, sem lengi hefur átt þar öruggt sæti. 1 Berwiek-on-Tweed sigraði frambjóðandi Frjílslynda flokks- ins fulltrúa Ihaldsflokksins og munaði aðeins 57 atkvæðum, enda voru atkvæði talin þar tvisvar, er i ljós kom, hversu mjótt var á mununum. Frjáls- lyndi flokkurinn, jók og fylgi sitt i Hove, sem hefur verið nokkuð öruggt vigi ihaldsmanna, en tókst þó ekki að ná sæti ihaldsmanna þar. Verkamannaflokkurinn var á Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.