Morgunblaðið - 10.11.1973, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973
Af
innlendum
vettvangi
Enda þótt ríkisstjórninni hafi
verið forðað frá falli með mestu
kollsteypu, sem um getur í síðari
tíma stjórnmálasögu íslenzkri,
hefur lausn landhelgisdeilunnar
reynt svo mjög á þolrifin í stjórn-
inni og ráðherrunum, að vinstri
stjórnin er ekki söm eftir. Starfs-
hæfni hennar hefur lamazt.
Brestirnir í samstarfi þeirra
þriggja flokka, sem að stjórninni
standa hafa komið skýrt í ljós og
eru svo miklir, að ekki er hægt aö
breiða yfir þá. Trúnaðartraust
milli einstakra ráðherra er horfið.
Þetta er önnur megin afleiðing
þess, sem gerzt hefur í íslenzkum
stjórnmálum síðustu vikurnar.
Fram til þessa hefur Alþýðu-
bandalagið verið sá stjórnarflokk-
anna, sem mest hefur haft út úr
stjórnarsamstarfinu. Fram að 17.
október sl. hafði Alþýðubandalag-
ið styrkt stöðu sína verulaga enda
í fyrirsvari fyrir því menn , sem
hafa harðnað i eldi stjórnmála-
baráttunnar í tvo til þrjá áratugi.
En þann 17. október sl. léku þeir
svo rækilega af sér, að þess munu
fá hliðstæð dæmi. Síðan hefur
niðurlæging þeirra orðið meiri
með hverjum degi, sem liðið hef-
ur, og alger í fyrradag, er ráð-
herrar Alþýðubandalagsins lýstu
yfir sturðningi við og tóku ábyrgð
á samningum, við Breta, sem þeir
hafa lýst sem „óaðgengilegum úr-
slitakostum“. Fróðlegt er að rifja
upp þá atburði síðustu 10 daga
eða svo, sem leitt hafa til þess, að
Alþýðubandalagið varð að at-
hlægi f rammi fyrir alþjóð.
SKILYRÐI LtJÐVlKS
Eftir að þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins hafði með ályktun,
sem samþykkt var hinn 17. októ-
ber sl., aðeins örfáum klukku-
stundum eftir að forsætisráð-
herra hafði skýrt ríkisstjórninni
frá Lundúnaviðræðunum, lýst
samkomulagsgrundvellinum, sem
að mestu byggðist á tillögum
Ólafs Jóhannessonar sem „óað-
gengilegum úrslitakostum", var
eini möguleiki kommúnista til að
bjarga andlitinu og sitja áfram í
ríkisstjórninni með nokkurrri
reisn sá, að takast mundi að fá
fram einhverjar breytingar á
samkomulagsgrundvellinum. Á
fundi ráðherranna hinn 23. októ-
ber sl. var Einari Ágústssyni
utanríkisráðherra falið það verk-
efni að semja við brezka sendi-
herrann í Reykjavík um slíkar
breytingar. Ólafur Jóhannesson
lagði áherzlu á að hleypa Lúðvík
Jósepssyni ekki inn í þær viðræð-
ur, enda hefði það jafngilt yfirlýs-
ingu af hálfu ríkisstjórnarinnar
um, að hún vildi enga samninga.
Af hálfu forsætisráðherra var
þetta einnig hugsað á þann veg,
að Lúðvíkyrði auðmýkkturopin-
berlega, og hefur hann sjálfsagt
lengi beðið eftir slíku tækifæri.
Sjávarútvegsráðherrann gerði
flokksmönnum sínum grein fjrir
þeim breytingum, sem flokkur
hans vildi fá fram, i forsíðuviðtali
við Þjóðviljann hinn 24. október
sl. Þær breytingar. sem Alþýðu-
bandalagið vildi fá fram, voru
þessar: 1. Að skilningur Ólafs
Jóhannessonar á framkvæmda-
ákvæðinu í samkomulagsgrund-
vellinum skyldi gilda
2. Að íslenzk stjórnvöld gætu
ákveðið önnur friðunarsvæði og
annan friðunartíma en gert er ráð
fyrir í samkomulagsgrundvellin-
um, ef svo bæri undir
3. Að 4 svæði yrðu opin og tvö
lokuð í senn, en ekki fimm opin
og eittlokað.
4. Að samkomulagið gilti að-
eins í 1'á ár, en ekki tvö.
Með þessum breytingum töldu
Alþýðubandalagið
að athlægi
kommúnistar, að þeir mundu
bjarga andlitinu að nokkru. A
fundi ríkisstjórnarinnar hinn 1.
nóvember sl. gerði utanríkisráð-
herra grein fyrir árangri við-
ræðna sinna við Breta. Hann varð
í stuttu máli enginn. Sú niður-
staða þurfti ekki að koma mönn-
um á óvart. Olafur Jóhannesson
hafði á blaðamannafundi hinn 19.
október sl. lýst sig samþykkan
samkomulagsgrundvellinum, og
hvernig var þá hægt að búast við,
að Bretar samþykktu breytingar á
honum? Hlutur utanrikisráð-
herra 1 þessum þætti málsins er
dálítið sérkennilegur. Honum var
falið það verkefni að fá fram þess-
ar lagfæringar, og hann kom fram
í sjónvarpi og tíundaði samvizku-
samlega, hvaða atriði það væru,
sem hann ætlaði að fá lagfæring-
ar á. Ég hef það hins vegar fyrir
satt, að utanrikisráðherra hafi
ekki lagt mikið á sig til þess að fá
fram breytingar og raunar sýnt
því afar takmarkaðan áhuga. Að
hugsanlegum skýringum á því
verður vikið síðar.
Samráðherrar Einars Ágústs-
sonar brugðust ókvæða við, þegar
hann skýrði frá því, að hann hefði
ekki haft erindi sem erfiði í við-
ræðum sínum við brezka sendi-
herrann. Auk þess að ná engum
árangri við að fá framangreindar
breytingar lagði hann fram tíma-
setningar á lokun svæðanna, sem
mönnum sýndust ekki hagstæðar.
Það fór um framsóknarmenn,
þegar í ljós kom, að það voru ekki
bara ráðherrar kommúnista sem
tóku þessuilla. RáðherrarSFV
voru líka ólukkulegir með niður-
stöðuna. Þeir áttu f erfiðleikum
með Karvel Pálmason, sem frá
upphafi hafði lýst óánægju með
samkomulagið, og tveimur dögum
síðar var flokksstjórnarfundur
SFV og þeirhöfðu áhyggjur af við-
brögðum trúnaðarmanna sinna
þar. Það kom þó fljótlega í ljós, að
afturkippurinn, sem kom í SFV,
var ekki alvarlegur. En ráðherrar
Alþýðubandalagsins stóðu enn á
ný frammi fyrir því að samþykkja
og bera ábyrgð á samningi, sem
þeir höfðu lýst sem „óaðgengileg-
ur úrslitakostum“ eða hverfa úr
stjórninni ella.
MAGNtJS reynir að verzla-
Þegar þessi staða var orðin ljós,
ákvað Magnús Kjartansson að
reyna svolítil viðskipti við Einar
Ágústsson. Hann gekk á fund
utanríkisráðherra og átti við hann
alvarlegar samræður. Iðnaðarráð-
herra sagði utanríkisráðherra, að
þvf aðeins gæti hann fallizt á að
styðja þetta samkomulag, ef Ein-
ar Ágústsson lofaði því að hann,
Magnús Kjartansson, tæki þátt í
samningaviðræðum við Banda-
ríkjamenn um endurskoðun
varnarsamningsins, sem fara
fram hér f Reykjavfk í næstu
viku. Einar Ágústsson sagði hart
og ákveðið nei, og honum varð
ekki um þokað. Magnús og Lúðvik
gengu áfund Ólafs, klöguðu utan-
ríkisráðherrann fyrir honum og
báðu hann um liðsinni til þess að
fá þessu framgengt. Ölafur kvaðst
engin áhrif geta haft á Einar í
þessu efni. Magnús Kjartansson
tók þessum úrslitum mjög þung-
lega, svo illa, að hann hafði við
orð aðsegjaaf sérráðherraemb-
ætti, eins og frá hefur verið
skýrt f Morgunblaðinu. Þannig
stóðu málin, þegar flokksráðs-
fundur Alþýðubandalagsins hófst
á föstudagskvöld í síðustu viku.
AÐ HANGA I STÓLNUM, HVAI)
SEM ÞAÐ KOSTAR
Niðurstaða flokksráðsfundar
kommúnista var í rauninni sú, að
þeir Lúðvík og Magnús skyldu
hanga í ráðherrastólunum, hvað
sem það kostaði. Sl. þriðjudag
sagði Morgunblaðið ítarlega frá
flokksráðsfundi kommúnista, og
er því óþarfi að rekja það í
löngu máli hér, aðeins verða rifj-
uð upp helztu atriðL Að vonum
voru skoðanir skiptar á flokks-
ráðsfundinum um, hvað gera
skyldi. Einn hópur fundarmanna
vildi slita stjórnarsamstarfinu þá
þegar, annar hópurinn vildi doka
við og sjá, hverju kommúnistar
fengju áorkað í varnarmálunum.
Hinn þriðji hélt fram þeirri skoð-
un, að hvað sem það kostaði,
vbæri að halda stjórnarsamstarf-
inu út kjörtímabilið.
Alyktun sú, sem flokksráðs-
fundurinn samþykkti um land-
helgismálið, var mjög í anda þess,
sem kommúnistar höfðu áður lát-
ið frá sér fara. Fundurinn taldi
ástæðulaust að „veita tilslakanir á
borð við þær, sem ráð er fyrir gert
f fyrirliggjandi drögum að sam-
komulagi við Breta“. En þing-
flokki og framkvæmdastjórn
var veitt heimild til að taka af-
stöðu. Nú vaknar sú spurning,
hvers vegna kommúnistar hafa
lagt svo mikla áherzlu á að halda
ráðherrastólunum. Eftir flokks-
ráðsfundinn var ljóst, að til þess
lágu fyrst og fremst tvær ástæður.
í fyrsta lagi leggja kommúnistar
gífurlega áherzlu á að fá því fram-
gengt, að varnarliðið hverfi af
landi brott. Þeir vilja láta reyna á
það, hvort þeir koma þvf baráttu-
máli fram. í öðru lagi var flokks-
ráðsfundinum ljóst, að hyrfi Al-
þýðubandalagið úr ríkisstjórn nú,
eftir aðfarirnar að Ólafi Jó-
hannessyni sfðustu vikur, er lfk-
legast, að flokkurinn yrði utan
ríkisstjórnar, a.m.k. næsta áratug-
inn, ef ekki lengur, einfaldlega
vegna þess,að'enginnfiokkur telur
þá í raun og veru samstarfshæfa,
eftir að þeir hafa sýnt sitt rétta
andlit. Þetta eru þær tvær
skuli stsitja, hvað sem það kostar.
þeirri niðurstöðu flokksráðsfund-
arins, að þeir Lúðvfk og Magnús
•kuli sitja, hvað sem það kostar.
Urslitakostir ÓLAFS
Líklega hefur Ólafur
Jóhannesson dregizt á það við
kommúnista, að þeir fengju að
sitja hjá við atkvæðagreiðslu um
samkomulagið í ríkisstjórn og á
Alþingi. En ýmsir samstarfsmenn
hans voru ekki ánægðir með að
láta kommúnista sleppa svo „bil-
lega“. Þeir vissu, að þá mundu
Alþýðubandalagsmenn telja sig
hafa frjálsar hendur um að ráðast
á þá fyrir samningana, hvenær
sem væri, og ekki sfzt á framboðs-
fundum fyrir kosningar. Á ríkis-
stjórnarfundi sl. þriðjudag setti
forsætisráðherra þeim Lúðvík
og Magnúsi því úrslitakosti, þeir
yrðu að greiða atkvæði með sam-
komulaginu, ella mundi hann
biðjast lausnar. Þeir báðu um
sólarhringsfrest. Hann var svo
framlengdur seinna um daginn
um annan sólarhring.
Að loknum miðstjórnarfundi
Alþýðubandalagsins sl. miðviku-
dagskvöld, féllust tvímenning-
arnir svo á samkomulagið á ríkis-
stjórnarfundi á fimmtudags-
morgun og samdægurs var þings-
ályktunartillaga lögð fyrir þingið.
En spurningin er þessi: lofaði
Ólafur þeim einhverju á bak?
HVERJU LOFAÐI
ÓLAFUR?
Eins og að framan er rakið,
blönduðust vamarmálin nokkuð
inn í þessar sviptingar í stjórnar-
herbúðunum. Magnús Kjartans-
son hafði reynt að setja þátttöku í
viðræðum við Bandaríkjamenn
sem skilyrði fyrir því að sam-
þykkja samninginn. Einar
hafnaði því. Niðurstaða flokks-
ráðsfundarins markaðist að veru-
legu leyti af því, að kommúnistar
héldu í vonina um, að þeir gætu
komið vamarliðinu úr landi. Síð-
ustu daga hefur þrálátur orð-
rómur gengið um það, að forsætis-
ráðherra hafilofað kommúnistum
einhverju varðandi afgreiðslu
varnarmálanna. Eg tel mig hafa
fulla vissu fyrir þvf, að á mið-
stjórnarfundi Alþýðubanda-
lagsins hafi Ltiðvfk Jósepsson lýst
þvf yfir, að ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hefðu fengið per-
sónulegt loforð frá Ólafi
Jóhannessyni þess efnis, að varn-
arliðið skyldi brott úr landinu
fyrir lok kjörtfmabilsins.
A hinn bóginn beindi Morgun-
blaðið þeirri spurningu til Ólafs
Jóhannessonar sl. miðvikudag,
hvort hann teldi, að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins mundu setja
fram kröfu um slíka yfirlýsingu í
tengslum við afgreiðslu land-
helgissamninganna. Hann svaraði
því á þann veg að hann teldi það
ósennilegt. Nauðsynlegt er, að í
umræðum í þinginu á mánudag
verði fyrirspurn beint til forsætis-
ráðherra um þetta efni og að
hann upplýsi, hvort hann hafi
gefið slfkt loforð. Svari hann því
neitandi frammi fyrir þingheimi
verður að taka það svar trúanlegt,
því að Ólafur Jóhannesson
skrökvar ekki að Alþingi. En þá
hefur Lúðvík Jósepsson líka logið
að sínum flokksmönnum á rtiið-
stjórnarfundinum.
Um þetta atriði verða að fást
alveg skýr svör. Hafi forsætisráð-
herra gefið þeim Lúðvík og
Magnúsi slíkt loforð, eru það hin
svívirðilegustu svik við samstarfs-
menn og þjóðina. Engin stoð er í
þvf að vísa til málefnasamn-
ingsins, vegna þess að höfundar
hans hafa túlkað hann á mjög
mismunandi vegu, og er hægt að
rekja ýmis ummæli þess efnis,
bæði eftir Einari Agústssyni og
Hannibal Valdimarssyni. En hér
er um svo alvarlegt mál að ræða,
að Ólafur Jóhannesson verður að
gera hreint fyrir sínum dyrum.
VIÐHORFIN
I FRAMSÓKN
Lítið hefur frétzt um þær um-
ræður, sem fram hafa farið innan
Framsóknarflokksins um sam-
komulagið við Breta. Ut á við
hefur flokkurinn slegið skjald-
borg um Ólaf Jóhannesson í við-
leitni hans til þess að höggva á
hnútinn í landhelgisdeilunni, sem
nú er orðið ljóst, að honum hefur
tekizt. En ýmislegt bendir þó til,
að ekki séu menn í Framsóknar-
flokknum alveg á einu máli.
Hér að framan var að því vikið,
að Einar Agústsson hefði ekki
lagt sig míkið fram um að fá
breytingar á samkomulagsgrund-
vellinum. Sú skýring er gefin á
því, að mjög hafi kólnað í milli
hans og forsætisráðherra, og mun
þó samstarf þeirra aldrei hafa
verið ýkja gott. Stirðleiki milli
þessara tveggja forystumanna
Framsóknarflokksins var kominn
í ljós, áður en Ólafur tók sig til og
leysti landhelgisdeiluna. Á fundi
ríkisstjórnarirmar hinn 11.
september sl. var tekin ákvörðun
um slit „stjórnmálasamskipta"
við Breta, hættu þeir ekki ásigl-
ingum á íslenzk varðskip. Daginn
áður hafði utanríkisráðherra orð
á þvl við nægilega marga, svo að
til fréttist, að hann væri andvígur
slitum stjórnmálasambands. Og
hann lét það fylgja með, að þetta
væri í annað skipti, sem Ólafur
Jóhannesson tæki fram fyrir
hendurnar á sér í mikilvægum
utanríkismálum, án samráðs við
sig og að sér fjarstöddum. Fyrra
tilvikið hefði verið, þegar Ólafur
kallaði sendiherrann heim frá
• i
Lúðvfk Jósepsson samþykkti
„gjörsamlega óaðgengilega
úrslitakosti".
Lundúnum, hið síðara er hann
ákvað að leggja fram tillögu um
slit stjórnmálasambands.
Þá hefur það að vonum sært
stolt utanríkisráðherrans, að
Ólafur tók fram fyrir hendur
hans í þriðja sinn og sló sér upp á
þvi að leysa landhelgisdeiluna.
Það bar að með þeim hætti, að
utanríkisráðherrann var fyrir
vestan og Ólafur gegndi þá störf-
um fyrir hann. Bretar gripu þá
tækifærið og settu sig í samband
við Ölaf með þeim árangri, sem
alkunnur er. 1 fjórða skipti tók
Ólafur fram fyrir hendur Einars
um slðustu helgi, er hann gerði
tilraun til að fá fram Iagfæringar
á samkomulaginu, sem Einari
hafði mistekizt.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Á mánudaginn kemur verða
landhelgissamningarnir við Breta
væntanlega samþykktir á Alþingi
með atkvæðum meginþorra al-
þingismanna. Þvi ber að fagna, að
þessi erfiða deila er úr sögunni,
og Ólafur Jóhannesson á þakkir
skilið fyrir það frumkvæði, sem
hann hefur tekið með því að leysa
deiluna á sæmilega viðunandi
hátt, enda þótt margt megi að
samkomulaginu og málsmeðferð
allri finna.
Atburðarás síðustu vikna hefur
sýnt alþjóð, að forystumenn Al-
þýðubandalagsins eru óheiðar-
legir í samvinnu, sannkallaðir
óheilindamenn. Enginn hefur
fundið þetta jafn áþreifanlega og
Ólafur Jóhannesson, sem hefur
sætt sliku aðkasti af þeirra hálfu,
að með eindæmum er. Framferði
þeirra hefur verið slíkt, að for-
sætisráðherra hefði átt að biðjast
lausnar fyrir ráðherra Alþýðu-
bandalagsins þegar í stað. En
bæði hann og forsvarsmenn SFV
hafa sínar ástæður fyrir því að
vilja gjaman láta þá sitja áfram í
stjórninni. Næsta stórmál á dag-
skrá eru kjarasamningarnir. Það
eru Alþýðubandalagsmenn, sem
þar eru fyrst og fremst í fyrir-
svari af hálfuverkalýðshreyfing-
arinnar, Eðvarð Sigurðsson og
Snorri Jónsson í Reykjavík. Jón
Asgeirsson og Óskar Garibalda-
son fyrir norðan. Milli þessara
tveggja arma er djúpstæður
ágreiningur um það, hvernig
standa skuli að samningunum.
Af skiljanlegum ástæðum er
Ólafi Jóhannessyni og Birni Jóns-
syni það nokkurt kappsmál, að
ráðherrar Alþýðubandalagsins fái
tækifæri til að kljást við þennan
vanda. Þess vegna tekur forsætis-
ráðherra þegjandi hverri rýtings-
stungunni á fætur annarri frá
kommúnistum. Hann vili iáta þá
leysa sin heimilisvandamál á
þessum vígstöðvum. En hvernig
sem fer I þeim leik, má öllum ljóst
vera, að samstarf stjórnarflokk-
anna verður aldrei hið sama eftir
þetta. Nýtt skeið í lífi þessarar
vinstri stjórnar er að hefjast, og
það á eftir að verða illvígara en
menn getur órað fyrir í dag.
Stg.