Morgunblaðið - 10.11.1973, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973
25
fclk f
fréttum
fclk í
fjclmlélum
★ NÝTT HtJSDÝR
Bandaríska leikkonan Jill St.
John, sem undanfarin ár hefur
oft sézt í fylgd með Henry
Kissinger, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hét því fyrir
tveimur árum að halda heimili
hundum sínum, köttum og
öðrum gæludýrum, en aldrei
aftur eiginmanni. Hún átti þá
tvö hjónabönd að baki. A dög-
unum skýrði framkvæmda-
maður í Miami, Robert Blum,
frá því, að innan tiðar myndi
hann ganga að eiga Jill St.
John. Þetta verður því þriðja
hjónaband hennar og einnig
hans.
LENNON FER í MAL
John Lennon hefur höfðað mál
gegn bandarískum stjórnvöldum
og krefst þess, að þau játi eða
neiti því, að hann eða lögfræð
ingur hans hafi sætt ólög
legri simahlerun eða njósnum.
1 málshöfðun Lennons segir, að
simahleranir og njósnir stjórn-
valda um hann hafi orðið til þess,
að málsskjöl hans í sambaridi viS
þá ákvörðun stjórnvalda að visa
honum Ur landi, hafi ekki veriS
tekin til greina á eðlilegari hátt.
Bandarisk stjórnvöld eru að
reyna að vísa John Lennon Ur
landi á þeim forsendum, að hann
megi ekki bUa í Bandaríkjunum
vegna þess, að hann hafi hlotið
dóm í fíkniefnamáli í Bretlandi
árið 1968.
GAGNKVÆM VIRÐING
Tónskáldið Richard Rodgers
(Rodgers og Hammerstein) sagði
nýlega, að ef hann ætti völ á að
láta nafn sitt standa við aðeins
eitt einasta lag, veldi hann lag
Burt Bacharachs, „Raindrops
Keep Fallin’ on my Head“. Burt
Bacharach svaraði þessu lofi með
því að segja: „Ef ég fengi þessa
spurningu, myndi ég velja hvaða
lag, sem væri eftir Richard
Rodgers."
SAMKVÆMI TIL
HEIÐURS MAVI
Paramount-kvikmyndafélagið
bandaríska frumsýndi á
dögunum kvikmyndina, sem það
hefur látið gera eftir metsölubók-
inni um Jónatan Livingston máv.
1 tilefni frumsýningarinnar efndi
félagið til myndarlegs sam-
kvæmis á einu finasta hóteli New
York-borgar. Var kostnaðurinn
við gleðiskapinn talinn 100 þús.
dollarar, eða 8,3 milljónir ísl.
króna. Gestirnir voru 600 talsins,
þannig að kostnaðurinn á hvern
gest hefur verið að meðaltali
verið um 13.800 Isl. krónur. 27
bifreiðar af fínustu og dýrustu
gerð sóttu þá gesti, sem ekki eiga
slíkar kerrur sjálfir. Aður en mat-
urinn var borinn fram, dreyptu
menn á dýrustu vínum og nörtuðu
í alls kyns forrétti. Á eftir aðal-
réttunum voru bornir fram þrír
eftirréttir. Meðal skreytinga í
salarkynnunum voru ótal krýsan-
temur (blóm, fyrir þá sem ekki
vita), sveigðar og teygðar, þar til
þær litu út sem mávar á flugi.
Fræg hljómsveit lék fyrir dansi
og við brottför voru allir gestirnir
leystir út með gjöfum, þ.e. ein-
tökum af plötunni með tónlist
myndarinnar, sem samin er og
flutt af Neil Diamond. Einum
gestinum varð þó á að spyrja:
„Eydduð þið 166 dollurum í mig?
Gæti ég ekki fengið peningana í
staðinn?"
Þá er að segja frá Jónatan mávi.
Hann var leikinn af ekki færri
mávum en fimm og hlutu þeir
allir fisk eða hrossakjöt að
launum. Sáduglegasti þeirra, Jón
var hann kallaður, nýtur nú lífs-
ins í fjörunni við Kyrrahafið —
honum var sleppt að kvikmynda-
tökunni lokinni. — Engir mávar
voru meðal boðsgesta í veizlunni.
Utvarp Reykjavík *
IAUGARDAGUR
10. nóvember
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kL 7.55. Morgunstund barn-
anna kl. 8.45: Anna Snorradóttir heldur
áfram að lesa söguna „Paddington kemur
til hjálpar" eftir Michael Bond (9).
Morgunleikfimi (endurL) kL 9.20.
Tilkynningar kL 9.30. Létt lög á milli liða.
Morgunkaffið kl. 10.25: Páll Heiðar
Jónsson og gestir hans ræða um útvarps-
dagskrána; auk þess sagt frá veðri og
vegum.
12.00 Dagskráia Tónleikar.
Tílkynnihgar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Oskalög sjúklinga
Kristín Sveinsbjörnsdóttir kynnir.
14.30 A ieikvangi
Jón Asgeirsson fjallarum iþróttir.
15.00 Islenzkt mál
Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur
þáttinn.
15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga:
„Siskó og Pedró“, saga eftir Estrid Ott
í leikgerð Péturs Sumarliðasonar. Þriðji
þáttur:
Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónurog
leikendur:
Siskó...............Borgar Garðarsson
Pedró ............Þórhallur Sigurðsson
Faðir Ameriko ................Jón Aðils
Spánverjinn ........Einar Þorbergsson
Kristófer ........Hjalti Rögnvaldsson
Juan .................Sigurður Skúlason
Kennslukona .........Ingibjörg Þorbergs
1. drengur .............Hörður Torfason
2. drengur ..............Hákon Waage
15.50 Barnalög
16.00 Fréttir
16J5 Veðurfregnir
Tfu á toppnum
öm Petersen sér um dægurlagaþátt.
17.15 Framburðarkennsla í þýzku
17.25 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá
Fréttaspegill
19.20 Framhaldsleikritið: „Snæbjörn galti“
eftir Gunnar Benediktsson
Annar þáttur. Leikstjóri: Klemenz Jóns-
son.
Persónur og leikendur:
Kjalvör ..............Helga Bachmann
Geirlaug ............Guðrún Stephensen
Snæbjörn .........Þorsteinn Gunnarsson
Hallgerður ...........Kristbjörg Kjeld
Jórunn ......Guðbjörg Þorbjarnardóttir
Eðna ..............Bryndis Pétursdóttir
Tungu-Oddur.........Jón Sigurbjörnsson
Sögumaður ............Gisli Halldórsson
19.55 „Saga úr vesturbænumtónlist eftir
Leonard Bernstein
Natalie Wood, Richard Beymer, Rita
Morenoo.fi. flytja.
Stjórnandi: Johnny Green.
20.15 Úr nýjum bókum
20.55 Frá Norðurlöndum
Sigmar B. Hauksson talar.
21.15 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson bregður plötum á
fóninn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
BRUÐKAUP ársins, að flestra dómi, verður á miðvikudag-
inn, 14. nóvember, er þau Anna Bretaprinsessa og Mark
Phillips, höfuðsmaður, verða gefin saman.
Þau verða gefin saman i Westminster Abbeyflómkirkj-
unni í London af erkibiskupinum af Kantaraborg. Meðal
vígsluvotta verða um 500 milljónir sjónvarpsáhorfenda
víða um heim. J500 gestir verða i kirkjunni, en meðal
þeirra aðeins 25 konungbornir frá öðrum löndum, og einn
þjóðhöfðingi, Rainier fursti af Mónakó, og kona hans,
Grace.
Þeim önnu og Mark verður ekið til kirkjunnar i gleri
prýddum hestvagni (mynd), sem fjórir hestar draga.
Lúðraþeytarar úr herdeild Marks munu blása, er þau
ganga inn i kirkjuna. Anna hefur valið bæn frá árinu 1662
til flutnings við athöfnina og siðan mun hún, eins og móðir
hennar og frænkur, lofa að vera manni sínum hlýðin. Hún
kaus sjálf að hafa hlýðnihugtakið með i hjónabandsheitinu
og hefur verið óspart gagnrýnd fyrir þetta af kvenréttinda-
hreyfingunni.
Eftir brúðkaupið munu hjónin fara í þriggja vikna
brúðkaupsferð með drottningarsnekkjunni Brittania til
Vestur-India. Drottningin mun aðla Mark, liklega bjóða
honum jarlstign eða markgreifatign. Hjónin munu síðan
flytjast inn í stórt hús í nágrenni Sandhurst-herskólans,
þar sem Mark mun taka upp kennslu. Og með brúðkaupinu
hækkar árlegur lífeyrir Önnu prinsessu úr þremur í sjö
milljónir ísl. króna.
Á skjánum
LAUGARDAGUR
10. NÓVEMBER 1973
18.00 Iþróttir
Meðal efnis mynd frá Evrópu-
bikarkeppninni i frjálsum
íþróttum og enska knattspyrn-
an England — Ptílland.
Umsjónarmaður Ömar
Ragnarsson.
19.00 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teitsson
og Björn Þorsteinsson.
19.30 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður ogauglýsingar
20.25 Brellin blaðakona
Breskur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
20.50 Ugla sat á kvisti
Skemmtiþáttur með söng og
gleði. Gestir þáttarins eru
Hanna Valdís Guðmundsdóttir
og Jóhann G. Jóhannsson.
Umsjónarmaður Jónas G. Jóns-
son.
Stjórn upptöku Egill Eðvarðs-
son.
21.20 Plimpton í Afriku
Kvikmynd um bandaríska í
ævintýramanninn George I
Himpton, sem að þessu sinni
bregður sé á filaveiðar í Afríku.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
22.10 Hættulegtilraun
(Experiment Perilous)
Bandarisk bfómynd frá árinu
1944, byggð á sögu eftir
Margaret Carpenter.
Leikstjóri Jacques Tourneur.
Aðalhlutverk Hedy Lamarr,
George Brent, og Paul Lucas.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
KL. 10.25 ræðir Páll Heiðar
Jónsson við gesti sina i morg-
unkaffinu, en þeir eru að þessu
sinni Gylfi Gröndal, ritstjóri,
Jón Haraldsson arkitekt og
Asgeir Ingólfsson fréttamaður.
Páll sagði okkur í símtali, að
næsta laugardag yrði þættinum
útvarpað beint frá Akureyri, en
ætlunin er að reyna að hafa
þann hátt á, þar sem skilyrði
til þess eru fyrir hendi, þ.e.a.s.
á Akureyri, Egilsstöðum og
Höfn f Hornafirði.
*
KL. 20.50 f kvöld hefst
skemmtiþátturinn „Ugla sat á
kvisti“. Jónas R. Jónsson, um-
sjónarmaður þáttarins, tjáði
okkur, að gestir þáttarins væru
að þessu sinni Jóhann G. Jó-
hannsson, sem flytti þrjú ný
lög sín, og HannaValdís, sem
syngi tvö lög af nýútkominni
plötu.
Jónas sagði, að aðstandendur
þáttarins hefðu nú tekið upp þá
nýbreyttni að fara af stað með
falinn hljóðnema og taka fólk
tali, en kvikmyndatökumaður
væri á næsta leiti. Þessi vinnu-
brögð minna á þau, sem viðhöfð
hafa verið við upptöku
þáttarins „tjandid Camera",
sem hefur verið með eindæm-
um vinsæll erlendis.