Morgunblaðið - 10.11.1973, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 31
| ÍÞBðTTAFRfniR MOMBIABSIIIS |
Hibs kærir Leeds
— óvænt úrslit í 2. um-
ferð Evrópukeppninnar
um helgina..
Fyrstu Akur-
eyrarleikirnir
iÞRÓTTASKEMMAN á Akureyri verður 1 dag í fyrsta skipti vettvang-
ur keppni I 1. deild Islandsmótsins í handknattleik. Eru það Framarar
sem ríða á vaðið og leika baeði i karla- og kvennaflokki við Þórsara
nyrðra. Lítið er vitað um styrkleika Norðanmanna og kvenna, en
leikirnir í dag ættu að gefa nokkra vísbendingu um getu liðanna.
I dag fer einnig fram fyrsti leikurinn í 2. deild kvenna, IR og UMFN
leika í Laugardalshöliinni og hefst leikurinn klukkan 17. A morgun
verður svo leikið í Hafnarfirði, í 2. deild kvenna mætast fyrst Breiða-
blik — Grótta og síðan Haukar — IBK.
Klukkan 20.15 annað kvöld hefst svo leikur FH og ÍR i 1. deild karla í
Iþróttahúsinu í Haf narfirði og ætti þar að geta orðið um spennandi leik
að ræða. ÍR-ingar eiga mjög misjafna leiki, en nái þeir sér upp er fuli
ástæðatil að spá þeim sigri. FH-ingar hafa ekki mikið verið á ferðinni i
haust, en þó má geta þess, að þeir gerðu jafntefli við Gróttu í
Reykjanesmótinu. Siðari leikurinn annað kvöld verður svo á milli
Hauka og Armanns og ef Haukar ná eins góðum leik og á móti Fram
ætti liðið að ná sigri.
Körfuknattleikur:
Fjórir leikir í 1. deild
SEINNI LEIKIR annarrar um-
ferðar Evrópumeistarakeppninn-
ar i knattspyrnu fóru fram nú í
vikunni, og komu úrslit margra
leikja vægast sagt mikið á óvart.
Til dæmis féllu Evrópumeistar-
arnir, Ajax frá Amsterdam, úr
keppninni og sömuleiðis Eng-
landsmeistararnir Liverpool. I
leik Hibernian og Leeds varð
marklaust jafntefli eins og í fyrri
leik liðanna, var þá gripið til
framlengingar og enn var ekki
skorað. I vítaspyrnukeppninni
hafði Leeds hins vegar vinning-
inn, 5:4. Einhver mistök áttu sér
stað við framkvæmd vítaspyrnu-
keppninnar, og voru forráðamenn
Leeds, Don Revie og co, komnir
inn á völlinn áður en' keppninni
var lokið. Hibernian hefur nú
kært Leeds vegna þessa og Albert
Guðmundsson, sem var eftirlits-
maður UEFA á leiknum, lét hafa
eftir sér, að dómarinn hefði ekki
staðið að öllu leyti rétt að fram-
kvæmd vítaspyrnukeppninnar.
Basel frá Sviss háði harða bar-
áttu við belgíska liðið Brugge í
Evrópumeistarakeppninni og án
efa skemmtilega, því leiknum
lauk með 6:4 sigri Svisslending-
anna og komast þeir áfram í
keppninni á hagstæðari marka-
tölu, 7—6. Ajax frá Amsterdam
satyfir I fyrstu umferð keppninn-
ar, en í annarri umferð mættu
meistarar fyrra árs búlgarska lið-
inu CSKA. Búlgararnir unnu
seinni leik liðanna, 3:2, og var þá
ár og dagur sfðan Ajax hafði
tapað leik i Evrópukeppni. Fyrri
leik liðanna vann Ajax aðeins 1:0,
þannig að CSKA hefur hagstæð-
ari markatölu,2:l.
Celtic marði sigur yfir danska
liðinu Vejle, 1:0 í Danmörku, en
MORGUNBLAÐIÐ tók upp þá
nýbreytni sfðastliðið sumar að
velja I hverri viku „lið vikunn-
ar“ meðan Islandsmótið í
knattspyrnu stóð yfir. Þessi
nýbreytni mæltist vel fyrir og
mun þvf lið vikunnar einnig
verða valið meðan Islandsmót-
ið f handknattfeik stendur
yfir. Sagt er frá fyrsta liðinu
hér að neðan og er það skípað
þeim leikmönnum, sem bezt
stóðu sig f landsfeiknum við
Frakka á dögunum og f tveim-
ur fyrstu Ieikjum tslands-
mótsins f 1. deild, að mati
blaðamanna Morgunblaðsins.
Markverðir: Gunnar Einars-
son Haukum og Ölafur
Benediktsson Val.
Utspilarar: Geir Hallsteins-
son Göppingen, Axel Axelsson,
Fram, Björgvin Björgvinsson,
Fram, Ölafur H. Jónsson, Val,
Gunnsteinn Skúlason, Val,
Auðunn Öskarsson, FH, Hörð-
ur Sigmarsson, Haukum, Stef-
án Jónsson, Haukum, Pálmi
Pálmason, Fram og Stefán
Gunnarsson, Val.
fyrri leik liðanna lauk með
markalausu jafntefli. Rauða
Stjarnan vann Liverpool 2:1 f
Liverpool á miðvikudaginn og
sömu úrslit urðu i fyrri leiknum.
Dynamo Dresden og Bayern
Munchen gerðu jafntefli, 3:3, en
Miinchenliðið sigraði 4:3 í fyrri
viðureigninni. Benfica frá Portú-
gal var slegið út úr keppninni af
Ujpest Doza. Spartak Trnva og
Atletico Madrid komust f þriðju
umferð meistarakeppninnar með
ágætum sigrum.
1 Evrópukeppni bikarhafa urðu
úrslit meðal annars þau, að
Glasgow Rangers sigraði Borussia
Mönchengladbach 3:2, en sá sigur
dugði þó skammt, því fyrri leik-
inn vann þýzka liðið, 3:0. Sunder-
land tapaði seinni leiknum við
Sporting Lisbon 0:2 og dettur þar
— í Irlandsferð
körfuknatt-
leiksliðsins
NÝBAKAÐIR Reykjavikurmeist-
arar KR í körfubolta eru nýkomn-
ir úr keppnisferð frá írlandi, en
þetta er annað árið í röð, sem
KR-ingar taka þátt i móti þar. Að
þessu sinni léku KR-ingar þrjá
leiki, unnu einn, en töpuðu tveim-
ur.
Fyrsti leikur KR í ferðinnu var
við gestgjafana, Corinthians.
Þetta er mjög sterkt lið, og léku
með því i þessum leik 6 iandsliðs-
menn. Leikurinn var afar spenn-
andi og þurfti að framlengja til að
fá fram úrslit. Corinthians sigraði
með tveimur stigum, og var úr-
slitakarfan skoruð, eftir að flaut-
að hafði verið af, með miklu skoti
frámiðju.
Næst léku KR-ingar við Liver-
pool BC, mjögsterkt lið frá knatt-
spyrnuborginni frægu. Þetta lið
er mjög framarlega í enskum
körfubolta. Átti það aldrei mögu-
leika gegn KR, sem lék frábæran
leik að öllu leyti og sigraði með
82:74. Að Iokum var svo leikið við
írsku meistarana Marians. KR
hafði undirtökin lengst af og 10
stig yfir í hálfleik, en þreyta háði
liðinu í síðari hálfleiknum og KR
tapaði með 5 stiga mun. KR-ingar
höfnuðu því í 5. sæti af 8.
„Þetta eru mestu framfarir,
sem við höfum séð á einu ári,“
sagði Einar Bollason við heim-
komuna. „Körfuknattleikur á Ir-
landi og reyndar Englandi einnig
er í gífurlegri framför, enda eru
peningar komnir í spilið. Öll liðin,
sem við lékum við í ferðinni, eru
hálfgerð atvinnumannalið og er
haldið uppi af sterkum fyrirtækj-
um. Fyrir nokkrum árum hefði
með út úr keppninni, því fyrri
leikinn vann enska liðið aðeins
2:1. Brann frá Noregi og Malmö
frá Svíþjóð eru úr keppninni eftir
leiki sina við Glemtorán frá N-
Irlandi og Zurich frá Sviss.
I UEFA-keppninni er áður
minnzt á leik Hibernian og Leeds,
en af öðrum enskum liðum í þess-
ari keppni komast bæði Totten-
ham og Ipswich áfram. Totten-
ham vann Aberdeen samanlagt
5:2 og Ipswich vann Latío frá
Róm samaniagt 6:4. Ulfarnir féllu
hinsvegar úr keppninni þrátt
fyrir stórsigur á heimavelli gegn
Lokomotive Leipzig, 4:1. Fyrri
leikinn vann austur-þýzka liðið
3:0 og flýtur áfram á útimarkinu.
Magnús V. Pétursson dæmdi
leik danska liðsins B-1903 og
Dynamo Kiev frá Sovétríkjunum,
og sigruðu Sovétmennirnir 2:1,
fyrri leikinn unnu þeir 1:0.
Lið Ásgeirs Sigurvinssonar,
Standard Liege, komst áfram í
þriðju umferð keppninnar.
isl. landsliðið farið létt með þessi
landslið, en í dag þori ég ekki að
veðja á, að svo myndi fara. En
svona er það þar sem peningarnir
koma í spilið, þar koma framfar-
irnar strax.“
Þess má geta, að KR var lang-
vinsælasta liðið í keppninni hjá
áhorfendum, og hefur þvi nú ver-
ið boðið á svipað mót, sem haldið
verður í Cork á Irlandi í febrúar.
Það verða mjög sterk lið, mun
sterkari en íþessu móti.
„Vissulega væri gaman að geta
þegið þetta boð,“ sagði Einar,
„svona ferðir eru afar lærdóms-
ríkar."
gk.
Nýir menn
1 landsMðið
TVEIR nýir leikmenn bættust
fyrir nokkru í landsliðshópinn í
körfubolta, sem æfir fyrir USA-
ferðina. Leikmennimir eru Jón
Björgvinsson, Ármanni og Jón
Indriðason, IR. — Það fer nú óð-
um að styttast í að lagt verði upp í
þessa lengstu ferð, sem isl.
íþróttalið hefur nokkurn tíma
farið í. Lagt verður af stað n.k.
fimmtudag. Heim verður svo
komið 4 — 6 dögum fyrir jól.
Liðin, sem leikið verður við í ferð-
inni, eru sum hver afar sterk.
Fyrsti leikurinn í ferðinni er t.d.
gegn liði, sem hafnaði í öðru sæti
f háskólakeppninni s.l. ár, Univer-
sity og Maryland. Annar leikur í
ferðinni er gegn Wake Forest
University, en það lið er mjög
framarlega i háskólakeppninni
nú.
FJÖRIR leikir fara fram i 1. deild
Islandsmótsins í körfuknattleik
um helgina og einn leikur í 2.
deild. Eftir þessa helgi verður
gert hlé á keppninni í 1. deild,
vegna utanfarar landsliðsins,
fram yfir áramót. A meðan lands-
liðið leikur ytra verður leikið
áfram í 2. og 3. deild.
Klukkan 16 í dag hefst leikur IS
og KR á Seltjarnamesi og er það
fyrsti leikur Reykjavíkurmeistar-
anna í Islandsmótinu. KR-ingar
ættu að vera nokkuð öruggir með
sigur í leiknum í dag. Seinni leik-
inn í dag leika svo Valur og
UMFN, opinn leikur, sem gæti
farið á hvorn veginn sem er.
Á morgun klukkan 18 heldur
keppnin svo áfram og leikur KR
við HSK, sigur KR-inga ætti að
vera vis, en hafa ber i huga að
HSK hefur oft staðið sig vel gegn
KR-ingum. Að þessum leik lokn-
um mætast IR og IS og ef liðin
leika eins og um síðustu helgi, er
ekki hægt annað en að veðja á tR.
Þess ber þó að gæta, að ÍR-ingar
hafa átt ærið misjafna leiki i vet-
ur.Síðasti leikur helgarinnar er
svo viðureign Hauka og UMFG i
2. deild í Hafnarfirði kl. 14 á
morgun.
Knattspyrnuþing
ÁRSÞING Knattspyrnusambands Islands, hið 28. í röðinni, verður
haldið á Hótel Loftleiðum um þessa helgi. Hefst þingið I dag klukkan
13.30 og verður fram haldið á sama tíma á morgun. Meðal mála, sem
liggja fyrir þinginu, eru ályktanir milliþinganefndar um boðsmiða-
kerfið, framkvæmdastjórn innan KSl, nýjar starfsreglur mótanefndar,
fjölgun í 1. deild, breytingu á fjölda fulltrúa á ársþingi og fleira mætti
nefna.
Þá er öruggt, að þeir árekstrar, sem urðu innan stjórnar KSl á
siðasta sumri, verða ræddir á þinginu. Má þar nefna starfsmannahald
KSI og mál landsliðsþjálfarans Hennings Enoksens.
Albert Guðmundsson mun nú láta af starfi sínu sem formaður KSI og
í viðtali við Morgunblaðið i september síðastliðnum sagði hann meðal
annars: — Ég er búinn að ætla mér að hætta undanfarin tvö ár og hef
reyndar ekki verið í kjöri sem formaður, en ég hef svo verið settur í
f jötra. Það verður ekki lengur gert, og ég er nú staðráðinn í að láta af
stjórnarstörfum í KSI.
Undanfarið hafa menn velt því fyrir sér, hver verði eftirmaður
Alberts Guðmundssonar í formannsembættinu, og bendir flest til, að
það verði Ellert Schram. Að baki Ellerts standa Reykjavíkurfélögin og
einhver utanbæjarfélaganna.
Dregið 1 UEFA-keppninni
NU ERU 16 lið eftir í UEFA-
keppninni í knattspyrnu og þó
væri ef til vill réttara að segja,
að liðin væru 17, þvi ekki hefur
enn verið dæmt f kæru
Hibernian gegn Leeds. I gær
var dregið um hvaða lið leika
saman í þriðju umferð
keppninnar og mætast þá eftir-
talin lið:
Lokomotiv Leipzig — Fortuna
Dusseldorf
Dynamo Kiev — Stuttgart
Dynamo Tiblisi — Tottlnham
Ipswich — Tweete Eneschede
Honved Budapest — Ruch
Chorzow
Standard Liege — Feyenoord
Leeds eða Hibemian — Vitoria
Setubal
Nice — Köln
KR vann Liverpool