Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1973
sænskur téiknari, víðfrægur fyrir
teikningar sínar úr heiini stjdrn-
málanna. Meðal stórblaða, sem
hafa birt teikningar hans, má
nefna Observer, Suddeutsehe
Zeitung og sérstaklega New York
Times. sem hefur birt teikningar
hans reglulega nokkur síðustu ár.
Ewert Karlsson er fæddur 1918
í Östergötland. Þar dvaldist hann
frant til 1951, en fluttist þá til
Stokkhölms, þar sem hann hefur
síðan eingöngu fengizt við teikn-
ingarnar. Menntun sína hlaut
„Morgunstund barnanna”:
Enginn vill söguna samþykkt hafa
SILJA Aðalsteinsdóttir hefur
komið að máli við Morgunblaðið
og óskað eftir að fá tekið fram, að
barnasaga sú f Ríkisútvarpinu —
hljóðvarpi, sem gerð var að
umtalsefni í Morgunblaðinu f
gær, hafi verið tilbúin, þýdd og
lesin irin á band, þegar hún tók
við þvf starfi Baldurs Pálmasonar
hjá útvarpinu að velja barna-
bækur fyrir „Morgunstund
barnanna". Kvaðst hún hvorki
hafa lesið söguna né þýðinguna,
en tekið við henni sem sam-
þvkktu efni. Hins vegar sagði
Silja, að sér hefði verið efni
sögunnar kunnugt af kennslubók
um barnabækur f.vrir sænska
háskóla, þar sem um hana var
fjallað sem eins konar kennslu-
bók í lýðræði fyrir börn.
Morgunblaðið sneri sér aftur til
Hjartar Pálssonar dagskrárstjóra
f gær og bar undir hann athuga-
semd Silju. Kvaðst Hjörtur ekki
hafa öðru að bæta við það, sem
fram kom í Morgunblaðinu í gær,
en því, að eftir því, sem sér hefði
verið sagt um málið, gæti hann
ekki litið svo á, að Silja hefði átt
að telja söguna samþykkta, þó að
búið væri að lesa hana inn á band.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Baldur Pálmason til að
heyra hans hlið á málinu. Baldur
sagði gang málsins hafa verið
nokkurn veginn á þá leið, að
sagan hefði að megni til verið
lesin í júníbyrjun, án skuld-
bindinga um flutning. Ilann
kvaðst ekki hafa verið búinn að
lesa bókina, en fallizt á þýðingu
hennar og lestur sem vinargreiða
vegna þess, að Olga Guðrún
Ámadóttir, sem söguna les (og
hafði starfaðá skrifstofu útvarps-
ins áður en hún hóf umsjón sinna
umdeildu barnatíma), var á för-
um til útlanda og vantaði skot-
silfur. Baldur kvaðst hafa tekið
það skýrt fram við Olgu, að hann
hefði fyrirvara á með flutninginn.
Bókina kveðst Baldur fyrst hafa
fengið f hendur síðla sumars,
nokkru eftir að Olga kom aftur
heim, — en áður en honum gæfist
ráðrúm til að lesa hana, hafði
Olga fengið hana aftur í hendur,
þar sem hún átti óþýddan síðasta
hlutann, sem hún lauk i sept
Baldur sagði, að seint í septem-
ber hefði Silja Aðalsteinsdóttir
komið að máli við sig til að hafa
samráð um það, hvenær hún tæki
við barnabókavalinu. Þá hefði
hún haft orð á því að fyrrabragði,
að hún vissi um sögu Olgu
Guðrúnar og þekkti til hennar.
Hefði það orðið að samkomulagi
þeirra í milli, að Baldur þyrfti
ekki endilega að afgreiða hana á
þeim tíma, sem eftir væri í hans
umsjón. Kvaðst hann hafa litið
svo á, að Silja gerði sér þar með
grein fyrir því, að ekki væri búið
að samþykkja söguna endanlega.
Hafa klippt
númer af um
200 bflum
undanfarið
LÖGREGLAN í Reykjavfk hefur
nú að undanförnu tekið úr um-
ferð fjölda bifreiða vegna þess, að
eigendur bifreiðanna hafa van-
rækt að færa þær til skoðunar. Að
sögn Óskars Ólasonar yfirlög-
regluþjóns umferðarmála f við-
tali við Mbl. f gær, hafa skrá
setningarspjöld verið tekin af
rúmlega 200 bifreiðum það sem
af er þessum mánuði, en á árinu
hafa á sjöunda hundrað bifreiðar
verið teknar úr umferð á þennan
hátt. Auk óþægindanna við að
skrásetningarspjöldin eru tekin
af bifreiðunum verða eigendur
þeirra að greiða 2.000 kr. sekt.
Sjálfstæðiskonur
gefa 150
þúsund krónur
A ÞINGI Landssambands sjálf-
stæðiskvenna, sem haldið var sl.
sunnudag. var ákveðið, að sam-
bandið gæfi 150 þúsund krónur í
byggingarsjóð nýja Sjálfstæðis-
hússins. Nánar verður sagt frá
þinginu síðar.
Styr við Óðal:
Ekkert athugavert
við skipstjórann
og St. Leger fékk
að fara út í gær
YFIRHEYRSLA yfir skipstjóran-
um á St. Leger fór fram á ísafirði
í gær. Fór hún fram samkvæmt
tilskipun dómsmálaráðuneytisins
Haukur Hjaltason veitingamaður sprautar vatni á
þjóna í fyrrakvöld. Ljósm.Mbl.: Sv.Þ.
Vatnsgusur yfir þjóna
ÞAÐ gengur á ýmsu f þjónaverk-
fallinu, og enn sem fvrr er mesti
styrinn í kringum veitingastað-
inn Oðal. I fyrrakvöld og í gær
sprautaði Haukur Hjaltason vatni
yfir verkfallsverði, og kærðu
sumir þjónar til lögreglunnar, en
hún skipaði Hauki að ha-tta að
sprauta á mennina. Sjálfur segist
Haukur aðeins hafa ætlað að
sprauta stétt hússins og hafi hann
haft fulla heimild til þess.
„Þjónar hafa meinað gestum
aðgang að Oðali, hafa þeir stund-
um verið 40 — 50 saman og þving-
að fólk frá staðnum. Málin standa
Heimsfntgur sænskur
teiknari í Norræna húsinu
NORRÆNA húsið opnar sýningu
á myndum hins heimsfræga
samska teiknara Ewert Karsson í
anddyri Norræna hússins um
helgina. Alls verða sýndar þar 53
teikningar.
Ewert Karlsson, þekktari sem
EWK af undirskriftinni, er
EWK í búnaðarskóla og á teikni-
námskeiði í bréfaskóla NKI, en
strangt sjálfsnám hans, sem hann
aflaði sér með vinnu,' lestri og
ferðalögum, hefur fært honum al-
þjóðlega viðurkenningu.
EWK hlaut fyi-stu verðlaun við
teiknihátíðarnar í Montreal 1964
og 1967, og á sömu hátíð 1969
hlotnuðust honum „Grand prix“
— verðlaunin fyrir teikningu sína
af Maó, sem nú má heita orðin
sfgild. I ár hlaut hann verðlaun
f>TÍr mynd af Kissinger sem frið-
arengli.
nú þannig, að við höfum orðið
fyrir miklu fjárhagslegu tjóni.
Þ\í miður hefur lögreglan tekið
afstöðu með verkfallsmönnum,
án þess að neinn dómur hafi verið
kveðinn upp um, hvort ég hafi
leyfi til að hafa staðinn opinn eða
ekki. Svona athæfi lögreglunnar
býður aðeins upp á ofbeldi," sagði
Haukur Hjaltason veitingamaður
f viðtali við Mbl. í gær.
„Ég neita því ekki,“ sagði hann,
,,að hafa sprautað vatni yfir þjón-
ana. Ég hef gefið þeim gusu i dag
og mun halda þvi árfam. Við mun-
um fylgja okkar fyrirheitum eft-
ir. Enda teljum við okkur vera í
fullum rétti með þá starfsemi,
sem við höfum hér. Þetta gekk
svo langt hjá þjónum, að þeir
meinuðu fólki aðgang að grillinu
á jarðhæð hússins. Þar gáfum við
eftir og sömdum við þjöna um, að
þeim væri heimilt að hafa fjóra
verkfailsverði inni við dyrnar,
þar sem gengið er upp á efri hæð-
ina. Þeir voru samt fljótir að
rjúfa þann samning og þurftum
við að vfsa nokkrum þjónum á dyr
r dag. Að sjál-fsögðu verður Óðal
opið á næstunni, enda er enn beð-
ið eftir dómi um, hvort við erum í
rétti eða ekki. Meðan svo er er
ekki hægt að stöðva okkar starf-
semi,“ sagði Haukur aðlokum.
„Bræðurnir á Óðali eru heldur
betur að færast í aukana," sagði
Öm Egilsson blaðafulltrúi þjóna,
er við ræddum við hann, „þeir
eru nú farnir að sprauta vatni á
okkur og saklausa vegfarendur
Framhald á bls. 18
f þeim tilgangi að kanna, hvort
Ball skipstjóri á St. Leger hefði
verið á skipinu, er togarinn sigldi
á v/s Þór þann 23. aprfl sl.
Fulltrúi bæjarfógetans á ísa-
firði sagði f samtali við Mbl. f gær,
að samkvæmt skipsbókum hefði
Ball skipstjóri ekki verið á St.
Leger, er togarinn sigldi á Þór.
Ball hefði aðeins verið í fjöra
mánuði um borð á togaranum, og
enginn af núverandi yfirmönn-
um togarans hefði verið á skip-
inu, þegar það sigldi á Þór.
Hann sagði, að ekki væri vitað
til þess, að St. Leger yrði kyrrsett-
ur, fyrirskipun þess efnis hefði
ekki borizt til ísafjarðar, og var
búizt við, að togarinn færi frá
ísafirði f gærkvöldi.
Tveir brezkir togarar komu til
ísafjarðar í fyrrakvöld. Annar
þeirra, Port Vale frá Grimsby,
þurfti að láta lagfæra ýmislegt, en
hinn, Ross Ramillíes, einnig frá
Grimsby, kom með veikan mann.
Var maðurinn með sprunginn
maga og lífhimnubólgu. Hann var
Framhald á bls. 18
Brezkum togurum ekki bannaðar
veiðar við Vesturland í vetur
Undanfarin ár hefur brezkum
togurum verið bannað að veiða
úti fyrir Vestfjörðum yfir há-
veturinn þ.e. frá 20. des. og
fram í marz. Þann tíma hafa
brezku togararnir að mestu
stundað veiðar úti fyrir Austur-
landi. Nú bendir hins vegar
margt til þess, að brezkum tog-
urum verði ekki bannað að
stunda veiðar við Vestfirði í
vetur.
Roberts skipstjóri á eftirlits-
skipinu Miranda, sagði, er hann
ræddi við Guðmund Karlsson
umboðsmann brezkra togara á
ísafirði, að sér væri ekki
kunnugt um, að togurum yrði
bannað að veiða á þessu svæði.
Ekki er vitað hvað veldur þess-
ari hugarfarsbreytingu Breta.
En talið er, að ástæðan sé sú, að
hólf D, sem er fyrir Austur-
landi á að vera lokað i vetur
samkvæmt nýgerðum samningi
um landhelgina.
Búizt við 25% hækk-
un á mmkaskinnum
UM miðjan desember byrja
skinnauppboð hjá Hudson Bay-
félaginu, og á þvf uppboði verða
boðin upp 3000 fslenzk minnka-
skinn. t febrúar verður svo annað
uppboð í London, og þá verða
boðin upp 17 þús. skinn frá
Islandi. Gert er ráð fyrir 25%
hækkun á skinnum á desember-
uppboðinu og talið er, að verðið
verði stöðugt þangað til f vor.
Skúli Skúlason skrifstofustjóri,
sagði f samtali við Morgunblaðið í
gær, að fslenzkir framleiðendur
þyrftu að vera búnir að koma
skinnunum á framfæri erlendis
30. nóvember, sem eiga að fara á
desember-uppboðið. Það uppboð
hefst 13. desember og lýkur þann
21. Verð á minnkaskinnum hefur
hækkað nokkuð að undanförnu og
gert er ráð fyrir 25% hækkun á
desember-uppboðinu miðað við
desember uppboðið í fyrra.
Sagði Skúli að 17 þús. skinn frá
islandi yrðu boðin upp f London í
febrúar. í sama mánuði yrðu
einnig boðin upp fslenzk minnka-
skinn í Osló og Kaupmannahöfn,
en þar yrði ekki um mikið magn
að ræða.
í vor er gert ráð fyrir, að verðið
á skinnunum verði ekki eins
stöðugt og í vetur. Stafar það af
því, að bankar í Þýzkalandi taka
17% vexti af lánum til skinna-
kaupmanna og því eðlilegt að
skinnakaupmenn þar vilji ekki
liggja með miklar skinnabirgðir í
sumar. Ástæðan fyrir þvf, að
bankarnir taka svo háa vexti af
lánum til skinnakaupmanna er
sú, að skinnin eru talin lúxusvara,
sem fólk getur án verið.