Morgunblaðið - 22.11.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1973
3
Talið frá vinstri: Páll P.
Pálsson, hljómsveitar-
stjóri, Ursula Ingólfsson,
pfanóleikari og Sigurður
Ingvi Snorrason, klari-
nettuleikari.
með Sinfóníuhljómsveitinni
□ Fimmtudaginn, 22. nóv., á
messudegi heilagrar Ceciliu,
verndardýrlings tónlistarinnar,
heldur Sirfónfuhljómsveit ís-
lands aukahljómleika, sem for-
ráðamenn hennar kalla ,,Með
ungu tónlistarfólki" — og er
það form hljómleika nýlunda f
starfi sveitarinnar. Eru þetta
hinir fyrri af tvennum slfkum
tónleikum á starfsárinu, hinir
verða væntanlega f marzmán-
uði.
Q Einleikarar með hljómsveit-
inni verða, svo sem nafnið
bendir til, ungir listamenn, þau
Ursula Ingólfsson, sem leikur
einleik í tveimur verkum,
Capriccio fyrir pfanó og hljóm-
sveit eftir Stravinsky og Rondo
f A-dúr K 386 fyrir pfanó og
hljómsveit eftir Mozart, og Sig-
urður Ingvi Snorrason, sem
leikur einleik í Rapsodiu fyrir
klarinettu og hljómsveit eftir
Debussy. Ekkert þessara verka
hefur áður verið flutt á hljóm-
leikum hór á landi.
Q Á efnisskrá eru þar fyrir
utan Capriccio Italien eftir
Tsjaikovsky og „Leikleikur'*
eftir Jónas Tómasson, yngri.
Sfðara verkið er einnig frum-
flutt á hljómleikum nú — en
áður hefur það verið leikið i
útvarp, bæði hér á landi og í
Frakklandi. Það var samið sem
balletttónlist um áramótin
1971—’72 og er, að því er efnis-
skrá upplýsir, „röð af skizzum,
nokkurskonar „stef með til-
brigðum”.
Ursula Ingólfsson, pfanóleik-
ari, er svissneskrar ættar, fædd
i Ziirich. Ilún hóf píanónám
fjögurra ára að aldri og lauk
konsertprófi árið 1968 frá Tón-
listarháskólanum i Ziirich. Hún
hefur nokkrum sinnum leikið í
útvarp hér og einu sinni með
Sinfónfuhljómsveitinni, ásamt
eiginmanni sínum, Katli
Ingólfssyni, stærðfræðingi og
píanóleikara.
Sigurður Ingvi Snorrason er
Reykvíkingur, fæddur árið
1950. Hann er til þess að gera
nýkominn frá framhaldsnámi í
Vínarborg, þar sem hann hefur
dvalizt sfðan 1967. Síðustu t\'ö
árin lék hann með blásarasveit
Vínarborgar og fleiri hljóm-
sveitum þar.
Að láta unga leiða unga
í grein, sem Ami Kristjáns-
son, píanóleikari — og tónlist-
arstjóri Rfkisútvarpsins hefur
ritað um „Sinfónfuhljómleika
unga íslands" segir m.a., að
fyrirmynd tónleikanna sé sótt
til samsvarandi tónleika víða
um lönd, sem tengdir séu sam-
tökunum „jeunesses musical-
es“, þ.e. Alþjóðbandalagi tón-
listaræskunnar. Á slfkum tón-
leikum komi jafnan fram efni-
legustu listamenn úr hópi
æskufólks og kynni tónsmíðar
samtíðarinnar eða verk frá
eldri timum, sem sjaldan
heyrast.....Hugsunin, sem að
baki slfks tónleikahalds býr“—
segir Árni Kristjánsson, —„er
sem sé sú, að endurnýja listina.
yngja hana upp með því að láta
unga leiða hina ungu til skiln-
ings og mats á góðri tónlist.”
Gunnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. drap á það á fundi
með fréttamönnum i vikunni,
að starfsemi Sinfónfuhljóm-
sveitarinnar hefði verið með
mesta móti í vetur. Hljómleikar
hefðu m.a. verið haldnir svo til
á hverjum fimmtudegi frá þvf í
byrjun október að starfið hófst,
ýmist reglulegir áskriftar-
hljómleikar, skólahljómleikar
eða hljómleikar utan Reykja-
víkur — og er þess vænzt, að
sarni kraftur verði f starfi henn-
ar í framtíðinni.
Næstu reglulegu hljómleikar
verða 29. nóvember. en þá
flytja hljómsveitin og Söng-
sveitin Filharmónía ásamt ein-
söngvurum stórverk Hándels.
„Messias", undirstjörn Roberts
A. Ottóssonar. Þeir hljómleikar
verða endurteknir 2. desember.
Þjóðleikhúsið:
Brúðuheimilið á fjalirnar í
BRUÐUHEIMILIÐ, sem Þjóðleik- frumsýnt á íslandi árið 1905 og Afturgöngurnar, einnig fruni-
húsið frumsýnir í kvöld var fyrst sama ár var annað verk Ibsen. sýnt. Fyrsta leikritið eftir Ibsen,
kvöld
sem sýnt var á Islandi var hins
vegar Vfkingarnir á Hálogalandi.
sem var sýnt fyrir liðlega 80 ár-
um. Henrik Ibsen hefur því Iengi
verið þátttakandi íleikhúslífi ís-
lendinga. Indriði Einarsson þýddi
Víkingana og var aðalhvatamaður
að sýningum verksins í Góðtempl-
arahúsinu.
Brúðuheimilið var síðan sýnt
vorið 1952 í Þjóðleikhúsinu og var
það fyrsta Ibsen-sýning Þjóðleik-
hússins. Um 1960 kom norska
Riksteatret í heimsókn og sýndi
Brúðuheimilið f Þjóðleikhúsinu
og fór einnig f leikför norður um
land.
Brúðuheimilið hafði þó áður
farið á fjalirnar á Norð-
urlandi, því Leikfélag Akureyr-
ar sýndi Brúðuheimilið 1945 f
leikstjórn Gerd Grieg.
Leikstjóri Brúðuheimilisins er
Bríet Héðinsdóttir. en leikmyndir
gerði Sigurjón Jóhannsson. Leik-
arar eru: Erlingur Gíslason, Guð-
rún Ásmundsdóttir. Þóra Frið-
riksdóttir, Rúrik Ilaraldsson.
Steinunn Jóhannsdóttir og Bald-
vin Halldórsson. Einnig leika
nokkur börn f Brúðuheimilinu.
Guðrún Ásmundsdóttir og Erling-
ur Gfslason f hlutverkum sfnum.
Fræðslu-
fundur Fáks
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur
heldur fræðslufund í Fáksheimil-
inu I kvöld kl. 8,30. Þar flytur
Þorkell Bjarnason, ráðunautur,
fyrsta erindi sitt um íslenzkar
reiðhestaættir og fjallar um horn-
firzka hesta. — Þá flvtur Einar
Gfslason, tilraunastjóri, Hesti,
erindi um stofnrætarfélagið
Skugga í Borgarfiði og sýnir lit-
skuggamvndir.
Hrönn fékk
64,35 kr.
fyrir kílóið
NÚ líður ekki sú vika, að íslenzk
skip setji ekki sölumet á erlend-
um fiskmörkuðum. I fvrradag
seldi Hrönn frá Reykjavfk 60.3
lestir r Bremerhaven og fék
hvorki meira né minna en 64.35
kr. fvrar kílóið.
Alls fékk báturinn 119 þús. fyr-
ir aflann, eða 3.8 millj. ísl. kr.
Meðalverðið . sem báturinn fékk.
er það langhæsta sem ísl. fiski-
skip hefur fengið á erlendum
markaði.
Eldra metið átti Hamar SH. sett
í Ostende í Belgíu í siðustu \iku,
en þá fékk báturinn 60.39 kr. f\r-
ir kílóið.
Menn áttu ekki von á neinu
meti hjá Hrönn í gærmorgun, þar
sem vitað var, að samsetning
aflans var ekki sú bezta fyrir
Þý'zkalandsmarkað um þessar
mundir. Sýnir þessi sala því hve
mikill fiskskorturinn er nú f
Evrópu.
Fyrirlestur
um Arnljót
Ólafsson
GYLFI Þ. Gfslason alþingismaður
heldur fyrirlestur um fyrsta ís-
lenzka hagfræðinginn Arnljót
Ólafsson á vegum viðskipta- og
hagfræðideildar Háskólans n.k.
laugardag kl. 17 og verður fyrir-
lesturinn haldinn í Hátíðasal Há-
skólans.
Gylfi Þ. Gíslason sagði í samtali
við Morgunblaðið á gær. að þessi
fyrirlestur væri haldinn í tilefni
150 ára afmælis Arnljótar. en
hann var fæddur 21. nóvember
1823. Arnljótur var fvrsti maður-
inn. sem skrifaði fræðirit um hag-
fræði á íslenzku. Það var árið
1880 og nefndist ritið Auðfræði.
sem á nútíma íslenzku vrði kallað
Fræðileg þjóðhagfræði.
Arnljótur lagði stund á þjóð-
hagfræði í Kaupmannahöfn, en
lauk ekki námi. Hann kom heim
og gerðist þingmaður Borgfirð-
inga. Gengur hann síðan i Presta-
skólann og lýkur þaðan námi. Síð-
an gerðist hann prestur á Bægisá
og seinna á Sauðanesi á Langa-
nesi, þar sem hann bjó til ævi-
loka. Hann var þingmaður i ára-
tugi og einn af atkvæðamestu
þingmönnunum á seinni hluta 19.
aldar.