Morgunblaðið - 22.11.1973, Side 10

Morgunblaðið - 22.11.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1973 „Er ekki bara hægt að vera hér 1 vetur?,, Rætt við nokkra Vestmannaeyinga, sem hafa snúið aftur FYRIR þann, sem kom til Vest- mannaeyja, meðan á ffosinu stóð, og horfði með eigin augum á vi ðurstvgg ð e.vði leggingarinnar, er það ekki minni lífsreynsla, að koma til Eyjanna nú. Maður stóð lamaður yfir því sjónarspili er eld og eimyrju rigndi yfir þessa fallegu bvggð, og ósjálfrátt hvarflaði að manni, að aldrei franiar yrði byggð að nokkru ráði í Eyjum. Þar vrði kannski smá verstöð mönnuð af alhraustasta fólkinu frá E.vjum. I dag verður maður agndofa við komuna til Eyja. Það liggur við, að maður fái á tilfinninguna, að þar hafi aldrei verið gos. Það er jú rétt. að maður sér nýja fjallið og hrauniðog húsarústir, ergeng- ið er austast í bæinn. en miðbær- inn sjálfur og vesturbærinn nálg- ast með degi hverjum sitt gamla svipmöt. Það eru komin um 2000 manns til Vestmannaeyja, og sú tala hækkar með degi hverjum. Bílum fjölgar á götunum, verzlan- ir opna í hverri viku, sumar alveg nýjar. Bátar koma að landi með afla til vinnslu í frystihúsum, sem tilbúin eru til fiskmóttöku, en í öðrum frystihúsum og fisk- vinnslustöðvum er unnið myrkr- anna á milli við að gera klárt fyrir hefur risið upp af dauðasænginni svipt af sér líkklæðunum og hafið störf á ný, næstum eins og ekkert hafi í skorizt. Þegar maður stendur og virðir fyrir sér þessa endurfæddu byggð koma í huga manns orð Solzhenitsyns í samtali fyrir skömmu er hann sagði: „Þegar maðurinn stendur nakinn og örsnauður og sviptur öllu því, sem líf hans hefur snúist um, finnur hann allt í einu innra með sér nægilega festi til að geta stigið síðasta skrefið og iátið fremur lífið en að hvika frá grundvallarreglum sfnum. Það er vegna þessa, að mannkyninu hefur ætíð tekizt að rífa sig upp úr mestu hörmungum sínum.“ Hér er ekki verið að segja, að Vestmannaeyingar séu að leggja lífið í sölurnar með því að snúa heim aftur, en þeir eru alla vega að rífa sig upp úr einum mestu hörmungum sínum og virðast ekki láta sjóðheitt eldfjall og glóandi hraun við bæjardyrnar hindra sig í því að taka upp þráð- inn, þar sem frá var horfið. Lík- lega hefðu allir íslendingar gott af því að fara til Eyja og sjá með eigin augum það starf, sem þar hefur verið unnið og kynnast fólkinu, sem þar býr. Vestmanna- eyingar eru nefnilega ekkert venjulegt fólk. Blaðamenn Mbl. lögðu leið sína til Eyja um síðustu helgi, til að hitta fólkið þar og fylgjast með, ef svo má að orði kveða, endurfæð- ingu bæjarfélagsins. MIKLU NÁNARA SAMLÍF í nýlegu fallegu einbýlishúsi við Illugagötu hittum við að máli frú Addý Guðjónsdóttur ásamt fjórum börnum hennar og manns hennar Hallgrfms Garðarssonar, en hann var þá nýlagður af stað með Gunnari Jónssyni VE í sölu- gerð til Þýzkalands. Frú Addý bauð okkur til stofu og þar ræddum við við hana og 15 ára dóttur hennar, Mörtu. — Hvenær fluttuð þið aftur út? — Við fluttum hingað endan- lega í septemberlok og höfðum alltaf verið staðráðin í að koma aftur. Manni fannst einhvern veg- inn, þegar þessi ósköp dundu yfir, að maður þyrfti ekki að fara lengra en út á Eiði, en það var ekki svo gott. Við höfum búið í Reykjavík og líklega verið heppn- ari en sumir aðrir, því að við þurftum bara að flytja þar tvisvar. Maðurinn minn var á sjónum og reri frá Þorlákshöfn. Ég kom hingað fyrst um mánaða- mótin maí-apríl og satt að segja vertíðina. Byggð. sem virtist dauðans matur f.vrirörfáum mán- uðum. hjúpuð svörtu öskufargi. TEXTI: INGVI HRAFN JÓNSSON MYNDIR: SIGURGEIR í EYJUM Efsta myndin: Addý Guðjónsdóttir ásamt börnunum, f.v. Marta 15 ára, Sæþór 8 ára, Berglind 6 ára og Sigfríð 12 ára. Miðmvndin: Jón Hreiðar og Þóra ásamt Guðrúnu Margréti. Neðsta myndin: Stefanfa og Viktor Ilelgason ásamt Helga og Þorsteini. datt mér þá ekki í hug, að það væri svona stutt í að við gætum flutt. Þá var hægt að ganga upp að eldhúsgluggunum og það var hreinlega allt á kafi í ösku og vikri. Sfðan kom ég aftur í júní- byrjun, og þá Ieizt mér miklu betur á allt, og ég ákvað að vera áfram og var hér lengst af í sumar og vann við mokstur. — Var ekki mikið verk að hreinsa húsið? — Jú, við urðum að byrja á því að taka það allt í gegn og það var mikil vinna. Ég vorkenni mest eldra fólkinu, sem ekki erfarið að koma hingað enn og á eftir að koma húsum sínum í stand. — Er enginn beygur í þér? — Ég get varla sagt, að ég finni fyrir slíku sjálf, en mér finnst börnin vera miklu næmari fyrir öllu. Þau fylgjast mjög vel með veðri og ytri aðstæðum, t.d. norðurljösum, stormum og stjörn- um. — Finnst þér munur á mann- lífinu nú og fyrir gos? — Samlífið hér er nú miklu nánara, eins og gosið haf i þjappað okkur meira saman. Hér skýtur Marta inn í: „krakkarnir eru eins og einn stór systkinahópur." Meðan á gosinu stóð voru Vest- manneyingar eins og ein stór fjöl- skylda, og ég held þeir verði það alltaf. Ég geri ráð fyrir, að flest okkar vinafólk verði komið hing- aö fyrir áramót og mjög marg- ir miða að því að halda jólin hér. Það má segja, að maður sjái ný andlit á hverjum degi. Margt af eldra fólkinu treystir sér þóekki tii að koma aftur fyrr en með vorinu, en það verða áreiðanlega flestir komnir heim fyrir næstu þjóðhátfð. — Heldurðu þá, að Eyjar eigi eftir að byggjast upp eins og var fyrir gos? — Já, ég held það og það áður en langt um líður. Það fjölgar með degi hverjum í skólunum og líklega fer að liða að því, að Viðlagasjóður verði að rýma Gagnfræðaskólahúsið, því að það er orðið svo þröngt um allt skóla- starf f Barnaskólanum. Hins vegar er mikið og bagalegt hús- næðisleysi fyrirsjáanlegt, nema gripið verði til róttækra ráð- stafana. Margir þeirra, sem misstu húsin sín, vilja koma aftur, en geta ekki fengið leigt húsnæði og engum lóðum hefur verið úthlutað. Það verður að fara að drífa í þessum hlutum. Margir hafa nú aðeins íbúð eða hús fram til næsta vors og fyrir þann tíma verður að vera búið að gera eitt- hvað í húsnæðismálum, til þess að fólkið þurfi ekki að hrekjast héðan af þeim sökum. — Var ykkar hús skemmt? — Það er varla orð á þvf gerandi miðað við það, sem svo margir aðrir urðu fyrir. Gluggar og útidyr voru ónýt og einhver leki er að koma fram, en ekkert að ráði. — Hvernig er þjónustan orðin hér? — Hún lagast með hverjum deginum. Það hefur verið svolítið erfitt með matarinnakup og ýmsar aðrar vörur, en nú eru búð- irnar að opna hver á fætur ann- arri og þá lagast þetta allt. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir því, að þetta yrði erfitt til að byrja með, en þetta hefur lagast fyrr en maður þorði að vona. Við þurfum að fá símamálin í lag sem allra fyrst, það er mikið öryggisatriði og svo er stóra málið fyrir okkur að fá almennilegt skip, sem hefur sína heimahöfn hér og heldur uppi öruggum sam- göngum milli landsog Eyja. Þetta mál er nú f athugun, og það verður að ná fram að ganga. — Þú ert sem sagt mjög bjart- sýn? — Já, ég er það. Ég veit hins vegar, að maður yrði ráðvilltari, ef svona ætti eftir að henda aftur. Mig langar aðeins að lokum að þakka innilega öllu því góða fólki fyrir sunnan, sem sýndi okkur svo mikla velvild og hlýhug meðan á öllu stóð. HÖFUM ALDREI KOMIÐTIL EYJAAÐUR Það kom okkur nokkuð á óvart, er við fréttum af því að meðal þeirra, sem flutzt hefðu til Eyja nú, væru ung hjón, sem aldrei hefðu komið þangað áður. Við fórum á stúfana og þetta reyndist rétt, þvíaðáHásteinsvegi 6hittum við hjónin Jón Hreíðar Magnús- son og Þóru Guðmundsdóttur ásamt eins árs dóttur þeirra Guðrúnu Margréti. — Hvað kom til, að ykkur datt í hug að flytjast til Vestmanna- eyja? Við höfum átt heima f Kópavogi og vorum orðiri húsnæðislaus þar og búin að leita talsvert eftir ann- arri íbúð, en án árangurs. Okkur datt svo í hug einn daginn að ganga við f Hafnarbúðum og spyrjast fyrir um húsnæði í Eyjum og atvinnumöguleika. Þar hittum við fyrir konu á símanum, sem heitir Sandra, og það skipti engum togum, að við vorum búin að fá fbúð daginn eftir, eða réttara sagt einbýlishús og loforð um atvinnu. \’ið þurftum ekkert að hugsa málið meira og skelltum okkur af stað. Raunar þurftum við nú að bíða f viku eftir að fá far hingað. — Og hvernig kunnið þið svo við ykkur? — Alveg óskaplega vel. Það er svo kyrrt og rólegt að vera hér, allir hafa verið okkur einstaklega góðir, nóg að gera og gott hús- Vestmanna- eyjar i viðreisn næði. Hvað er hægt að biðja um meira? — Og þið höfðuð aldrei komið til Eyja áður? — Nei og okkur datt ekki einu sinni í hug að fara hingað fyrst og lfta í kringum okkur. Við þurftum að fá leiðsögn hingað heim að dyrum, því að við vissum ekkert, hvar húsið eða gatan var. Þegar við komum niður í bæ með rút- unni, spurðum við konu nokkra til vegar, og hún gekk með okkur hingað. Þá vantaði okkurlykla, og hún gekk með okkur niður á lögreglustöð. Þar tók annar maður við okkur og fór með okkur niður í Timbursölu, þar sem lyklarnir voru. Það þurfti að laga nokkra glugga í húsinu og það komu menn bókstaflega á hælana á okkur til að gera við það Búslöðinni var ekið upp á dyrum og borin inn fyrir okkur og svona hafa allar viðtökur verið þann rúman mánuð, sem við höfum verið hér. — Hvarvinnur þú, Jón? — Ég vinn í frystihúsinu Eyja- bergi og hef nóg að gera. Þóra fer síðan hugsanlega að vinna eftir áramót og okkur er sagt, að það verði engin vandræði á fá barna- gæzlu. — Hvað sagði fólkið ykkar við þessu uppátæki? — Það voru nokkuð misjöfn viðbrögð, önnur fjölskyldan var þessu fylgjandi, hin andvíg. En við höldum, að allir séu ánægðir nú. — Vitið þið um einhverja fleiri, sem ætla að flytjast hingað í fyrsta sinn? — Já, vinafólk okkar er að koma hingað í næstu viku, búið að fá hús á leigu hér í götunni og maðurinn fer að vinna í Eyja- bergi. — Eruð þið nokkuð farin að hugsa út í, hvort þið setjist hér að fyrir fullt og allt? — Já við höfum velt því fyrir okkur, og ef við fáum gott húsnæði, er leigusamningurinn hér rennur út eftir ár, þá gerum við alveg ráð fyrir því. Hér er mjög gott að vera. Við bjuggumst við, að þetta væri miklu verra og urðum mjög hissa á, hve allt leit vel út. Við söknum því einskis frá höfuðborgarsvæðinu. „EREKKIRARA HÆGT AÐ VERA HÉR í VETUR?“ — í glæsilegu húsi við Illuga- götu búa hjónin Stefanía Þor- steinsdóttir og Viktor Helgason ásamt tveimur sonum sínum, Þor- steini og Ilelga. Þau fluttu öll saman á ný í september, en Stefania hafði verið í Reykjavík með strákana, en Viktor, sem er verksmiðjustjórj i Gúanóinu fór aldrei frá Eyjum, nema aðeins i skottúra til að hitta fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.