Morgunblaðið - 22.11.1973, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.11.1973, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1973 11 enda lengstum brætt af fullum krafti. Viktor er einnig kunnur knattspyrnukappi og þjálfari í Eyjum. Stefanfa segir okkur, aS það hafi verið í júní, sem hún tók ákvörðun um að snúa heim með strákana, en þau höfðu verið mjög heppin með að fá strax íbúð í Granaskjóli í Reykjavík. Hún kom fyrst til Eyja eftir gos f maí, en leizt þá ekki of vel á ástandið. „Sfðan kom ég aftur i júní og þá fór ég að velta fyrir mér mögu- Ieikanum á að snúa heim. Eitt sinn sat ég í eldhúsinu með Viktor og kunningja okkar og ég spurði þá upp úr þurru, hvort ekki væri bara hægt að vera hér í vetur. Þeir voru báðir fljótir að svara „jú, jú“. Nú sfðan kom í ljós, að skólarnir yrðu starf- ræktir, og þá var ekkert annað að gera en að fara að undirbúa heim- flutninginn. Það var aldrei neinn þrýstingur á mig um að koma heim, en ég gat ekki hugsað mér annað.“ Sleðarnireru komnir á göturnar. — Varstu aldrei svartsyn? — Jú, ég hélt óneitanlega um tíma, að þetta væri búið að vera og að það yrði aldrei hægt að búí hér, að Eyjarnar færu f eyði. — Er aldrei beygur f þér? — Eg hugsa oft um það, hvori hugsanlegt sé, að það geti komif gos aftur, og það held ég, a( flestir hér geri. Hins vegar hugsí ég aldrei um það hvort Eldfelli? gjósi aftur, heldur hvort það eigi eftir að gjósa undir fótunum i manni. — Var mikil vinna að hreinsa húsið? — Það var ekki svo mikið hjá mér, því að eftir að ekki var hægt að sofa lengur í Gúanóinu vegna gasmengunar, flutti Viktor hingað uppeftir ásamt nokkrum vinnufélögum og þeir bjuggu hér eftir það. Við tókum auðvitað nær alla búslóðina suður. Stefania segir okkur að flestii kunningjarnir séu nú komnii heim eða um það bil að flytja, og hún er bjartsýn á, að innar skamms ve'rði byggð f Eyjunr komin í eðlilegt horf. Er við yfir gefum þessi ungu hjón og þeirra stórglæsilega heimili, hefui maður það á tilfinningunni, af þar sé byggðin komin í eðlileg' horf. — ihj. Mannlffiö næstum eins og ekkert hafi f skorizt. Nýtt hafnarskipulag fyrir Eyjar ÞETTA kort sýnir nýtt hafnar- skipulag, sem Hafnarmála- stofnunin hefur unnið fyr- ir Vestmannaeyjahöfn. Er það nú til athugunar hjá Bæj- arstjórn Vestmannaeyja og hafnarnefnd. Aðalnýjungamar eru norðan megin í höfninni, eða frá útskipunarbryggjunni lengst til vinstri f Friðarhöfn. A nýja skipulaginu er gert ráð fvrir lóðum undir frystihús, rafstöð, iðnað og verkstæði, frystige.vmsl- ur og hráefnisgeymslur, verbúðir, slippstöð, . en Vestmannaeyjar höfðu keypt mikla skipalyftu skömmu fyrir gos. Þá eru lóðir fyrir verkstæði, plötusmiðjur og fleira, veiðgerðar-, löndunar- og útskipunarbiyggjur. Þá er gert ráð fyrir sérstakri ferjubryggju vestan Básaskersbíyggju. Einnig eru uppi hugmyndir hjá hafnarmönnum í Evjum að taka meira af norðurhafnargarðinum en gert er á kortinu. með það fyrir augum að gera löndurnar- bryggju og bátakvf við suður- hafnargarðinn, sem nýja hraunið liggur nú að. Feikilegir mögufeik- ar eru á þvf að gera bráð nauðsyn- legar bætur f Vestmannaeyjahöfn og varla verða vandkvæði á því að útvega fjármagn í þær fram- kvæmdir. úr því að ríkisvaldið var svo rausnarlegt að nota allt er- Ienda lánsfjármagnið vegna eld- gossins f Vestmannaeyjum. í allt annað en Vestmannaeyjahöfn sjálfa. -á.j.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.