Morgunblaðið - 08.12.1973, Qupperneq 1
44 SÍÐUR
276. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ný sókn á
hendur Nixon
hann myndi halda áfram að vinna
það starf, sem bandaríska þjóðin
hefði falið honum f síðustu kosn-
ingum.
Ford átti sinn fyrsta fund með
Nixon í dag til að ræða hlutverk
það, sem forsetinn ætlar honum í
stjórninni, og sagði varaforsetinn
eftir fundinn, að Nixon hefði per-
sónulega fullvissað sig um, að
hann hefði engan hug á því að
segja af sér. Sagði Ford, að hann
teldi engan grundvöll fyrir máls-
höfðun á hendur forsetanum. í
ræðu sinni i gær eftir embættis-
tökuna lýsti Ford yfir tiyggð
sinni og þakklæti til Níxons for-
seta og sagðist myndu styðja hann
f einu og öllu.
-----♦♦ «----
Nixon til
Rúmeníu
Washington, 7. desember AP
Frá þvi var skýrt i Washington i
dag, að Nixon forseti hefði þegið
boð um að heimsækja Rúmeníu
Frá embættistöku Geralds Fords í varaforsetaembætti Bandaríkjanna f fyrradag. Frú Ford heldur
á biblíunni fyrir mann sinn, en Warren Burger forseti hæstaréttar, les eiðstafinn. Nixon forseti,
Carl Albert, leiðtogi fulltrúadeildarinnar.og James Eastland, forseti öldungadeildarinnar, horfa á*
Washington, 7. des. AP.
ÞAÐ kom ekki á óvart í dag, er
Chicagodagblöðin Chicago Sun-
Times og Chicago Daily News,
hvöttu til þess, að nú. er Gerald
Ford hefði tekið við embætti
varaforseta Bandarfkjanna, væri
ekkert því til fyrirstiiðu að halda
áfram aðgerðum, er miðuðu að
því að svipta Nixon forseta emb-
ætti, eftir að Bandaríkjaþing
hefði f jallað um málið.
Búizt er við, aðfleiri fjölmiðlar
;igi eftir að taka í sama streng og
ýmsir aðilar herði nú mjög sókn-
ina á hendur Nixon, eftir að hafa
látið málið liggja niðri, meðan
beðið var eftir embættistöku
Fords.
Vegna skrifa þessara blaða, gaf
talsmaður Nixons út þá yfirlýs-
ingu í dag, að forsetinn hefði gert
öllum það Ijóst, að hann hefði alls
ekki í hyggju að segja af sér og
Finnar í eldlínu milli
Israela og Egypta í Súez
einhvern tíma á næsta ári, er vel
stæði á.
Karíó, Tel-aviv og Washington,
7. desember AP-NTB.
FINNSKIR gæzlumenn í eftirlits-
liði Sameinuðu þjóðanna við
vopnahléslínu Araba og Israela,
lentu f dag í eldlfnu, er egypzkir
hermenn hófu skothrfð á fsraela,
skammt frá borginni Súez, að
sögn talsmanns S.Þ. Engan sak-
aði, en tjaldbækistöð Finnanna
e.vðilagðist og byggingin, sem
þeir höfðust við í, varð hvað eftir
annað fyrir kúlnahríð. Þetta eru
alvarlegustu átökin milli vopna-
hlésaðila, frá því að vopnahlé
komst á.
Danmörk:
Stjóm gömlu flokk-
anna útilokuð
Kaupmannahöfn 7. desember
NTB
ANKER Jörgensen, forsætisráð-
herra Dana, hóf f dag viðræður
við leiðtoga hinna þingflokkanna
9 um hugsanlega stjórnarmynd-
un. Að sögn forsætisráðherrans
kom lítið sem ekkert út úr við-
ræðunum í dag, og ekkert bendir
til, að grundvöllur sé fyrir hendi
fyrir meirihlutastjórn og þar með
loku fyrir skotið, að hugmyndin
um stjórnarmyndun gömlu
flokkanna þriggja geti náð fram
aðganga.
Eins og nú horfir er talinn lítill
möguleiki á, að jafnaðarmenn
verði með í myndun nýrrar
stjórnar, þar sem Ijóst er, að
meirihluti þingmanna flokksins
er andvígur því. fíins vegar er
ekki að vita, hvað gerist, ef
stjórnarkreppan dregst á langinn.
Jörgensen mun á sunnudag eiga
nýja fundi með flokksleiðtogun-
um. Þá verða rædd efnahags-
vandamál Dana og ástandið í olíu-
málum landsmanna og þær póli-
tísku ráðstafanir, sem þarf að
gera f því sambandi.
Það er Ijöst, að hvaða flokkar,
sem kunna að mynda ríkisstjórn,
verða að hafa tryggan meirihluta
f þinginu fyrir að nauðsynlegar
ráðstafanir í þeim málum nái
fram aðganga.
Að sögn fréttaritara rfkir nú
mikil spenna á þessu svæði, og
segir egypzkt dagblað í dag, að
hætta sé á, að styrjöld brjötist út á
ný, ef ísraelar dragi ekki lið sitt á
brott þegar í stað. Öllum ísraels-
her hefur verið skipað að vera við
öllu búinn vegna ástandsins.
Moshe Dayan varnarmálaráð-
herra Israels, kom til Washington
f gær og átti í dag fund með
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna. Fyrir brott-
förina sagði Dayan, að hann
myndi fara fram á aukið magn
vopna og hergagna frá Bandaríkj-
unum. Hann Iagði áherzlu á, að
Israelar væru reiðubúnir hvenær
sem væri, aðhefja á ný samninga-
viðræður við Egypta um gagn-
kvæman' brottflutning herja
deiluaðila, en sagði, að það væri á
valdi egypzkra ráðamanna áð
ákveða stað og stund.
Ekkert hefur verið látið uppi
um fund þeirra Kissingers og
Dayans í dag, sem stóð í hálfa
klukkustund, en skömmu eftir að
Dayan fdr, kom sendiherra
Egypta f Washington til fundar
við Kissinger. Kissinger heldur
sem kunnugt er til landanna fyrir
botni Miðjarðarhafs á morgun,
laugardag, til viðræðna við ráða-
menn Araba og ísraela til þess að
reyna að koma á viðræðum aðila á
ný.
Kissinger sagði á blaðamanna-
fundi í Washington í gær, að
Bandaríkjamenn ihuguðu mögu-
leikann á því að hafa fast lið
sovézkra og bandarískra her-
manna á þessum slóðum til að
tryggja að Arabar og Israelar
haldi vopnahléssamkomulagið.
Kissinger lagði áherzlu á, að ekki
myndi til slíks koma, fyrir en öll
önnur úrræði hefðu verið reyr.d.
Framhald á bls. 24.
Heath
1 sókn
London 7. desember -NTB
EDWARD Heath forsætisráð-
herra, og stjórn hans njóta
aukins fylgis meðal brezku
þjóðarinnar þrátt fyrir cfna-
hagsörðugleika landsins, að
því er fram kom f skoðana-
könnun sem brezka blaðið
Times birtir í dag og fram fór
á vegum Opinion Research
Center. Skoðanakönnunin sýn-
ir að 40% kjósenda myndu
kjósa íhaldsflokkinn, 35%
Vcrkamannaflokkinn og 23%
Frjálslvnda flokkinn, ef kosn-
ingar færu fram nú. í síðasta
mánuði voru tölurnar hins
vegar 33% fvrir thaldsflokk-
inn, 3814% fyrir Verkamanna-
llokkinn og 2514% fyrir Frjáls-
lvnda flokkinn.
Verðhrun pundsins
_ dagblöð veltu því fvrir sér. hvort
Taka Arabar fé sitt úr vestrænum bönkum/ Þ ,a ,é æ,tt *’f ra Ul upp
London 7. desember — AP
STERLINGSPUNDIÐ féll f algera
metlægð gagnvart Bandaríkja-
dollar á gjaldeyrismarkaðnum í
London í dag. Um hádegið hafði
ve^ðgildi pundsins minnkað um 1
cent og var komið í 2,3265 dollara,
sem Englandsbanki segir að sé
þ^ð lægsta síðan 30. október í
fyrra, þegar það var 2,3275
dollarar. Gengi pundsins hefur
verið fljótandi frá því í júní 1972.
Fyrir fyrstu gengisfellingu
dollarans í desember 1971 var
pundið metið á 2,60 dollara en
sfðan hefur það fallið um nærri
20% í kaupum. Síðar í dag
hækkaði pundið á ný upp í ^.3295
dollara.
Ýmsar orsakir eru taldar liggja
að baki þessari stöðugu niðurleið
pundsins, og sú stærsta er ef til
vill árviss halli í viðskiptunum við
útlönd, sem nú nemur um 3
milljörðum dollara á ári. Sömu-
leiðis hefur hugsanlegur sam-
dráttur í iðnaði vegna orkuskorts
af völdum yfirvofandi verkfalls
kolanámumanna og olíutak-
markana Araba átt sinn þátt í að
veikja pundið.
Ringulreiðin á gjaldeyris-
markaðnum byrjaði, þegar þær
fregnir bárust af fundi fjármála-
ráðherra Arabalanda í Kairó, að
löndin kynnu að grípa til þess að
draga smám saman burt þær inn-
stæður sem þau eiga í vestrænum
peningastofnunum. Eftir að
þessar fregnir höfðu hringsólað
um tíma á evrópskum peninga-
mörkuðum, breyttust þær í sögu-
sagnir um, að Arabar hygðust
taka út um 10 milljarða dollara
samtals af innstæðum sínum í
evrópskum og bandarfskum
peningastofnunum, — og væru
reyndar þegar byrjaðir. Evrópsk
byggingar í Miðausturlöixlum.
Areiðanlegar heimildir meðal
arabískra stjörnarerindreka
hermdu hins vegar, að þessar
fregnir ættu við engin rök að
styðjast. Eina ástæðan til þess að
Arabar myndu grípa til slíkra
aðgerða, virðist vera ótti við, að
innistæður þeirra yrðu frystar á
Vesturlöndum. Ekki er sú ástæða
þó talin knýjandi, því Arabar eru
með hærri spil á hendi. þar sem
eru hótanir um enn frekari olíu-
takmarkanir.
Engu að síður voru ýmsar
blikur á lofti á gjaldeyris-
mörkuðum fram eftir deginum í
dag.