Morgunblaðið - 08.12.1973, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973
5
HAFSKIP OG ISCARGO
UNDIR EINA SÆNG
FLUTNINGAFÉLAGIÐ Iscargo
og skipafélagið Hafskip hafa nú
hafið samvinnu í flutningum til
og frá tslandi. Undanfarnar vikur
hafa staðið vfir viðræður milli
félaganna um þessa samvinnu og
báru þær viðræður góðan
árangur.
í fyrstu mun samvinna fyrir-
tækjanna einkum bvggjast á sam-
eiginlegri sölu, og auglýsinga-
starfsemi og er stefnt að þvf í
framt íðinni að náin samvinna
takist á sviði vörumóttöku og
vöruafgreiðslu.
Þróun vöruflutninga milli
landa hefur stöðugt færzt í þá átt,
að ákveðin verkaskipting hefur
er ljós sú nauðsyn fyrir innflytj-
endur að geta treyst á ferðir skip-
anna. Langá er nú i hraðferðum
milli Fredrikstad í Noregi, Gauta-
borgar í Svíþjóð og Kaupmanna-
hafnar. Kemur skipið reglulega á
hálfsmánaðarfresti til þessara
staða og losar í Reykjavík. Þá eru
Selá og Laxá í föstum siglingum
milli íslands, Hamborgar og Ant-
wepen. Vegna fasts flutninga-
samningS milli Hafskips og Kfsil-
gúrverksmiðjunnar við Mývatn,
fara þessi skip reglulegá til
Norðurlands og losa vörur á
Húsavík og Akureyri. Endur-
skipulagning Hafskips hefur
borið mikinn árangur og hafa
DC-6B vél Iscargo á flugvellinum f Alaborg.
orðið á milli flutningaskipa og
flutningaflugvéla. Aukin fjöl-
breytileiki flutniga hefur gert
það að verkum, að bæði inn- og
útflytjendur hafa orðið þörf fvrir
þjónustu bæði f lofti og á legi.
Þeir Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Hafskips og Hall-
grímur Jónsson framkvæmda-.
stjóri Iscargo sögðu á fundi með
fréttamönnum, að þessi þróun
væri löngu orðin staðreynd
erlendis, og ekki væri ástæða til
að ætla, að öðruvfsi færi hér á
landi, því margs konar vöruteg-
undir hentaði betur að flytja með
flugi. í því fælist m.a. meiri hraði
og sparnaður í pakkningum og
birgðahaldi', sem oft vegur að
verulegu leyti upp á móti ódýrara
flutningsgjaldi meðskipum.
Öll starfsemi Hafskips hefur
verið endurskipulögð á undan-
förnum mánuðum. Megináherzla
hefur verið lögð á, að koma á
reglubundnum siglingum, þar
semforráðamönnumfyrirtækisins
flutningar Hafskips stöðugt færzt
í aukana.
Vöruflutningar með flugi milli
tslands og Evrópu hafa aukizt
mjög. Nú er ljóst, að innflutn-
ingur á vörum með Iscargo hafa
aukizt um 200% á þessu ári miðað
við s.l. ár. í fyrra nam innflutn-
ingurinn 78.8 lestum, en á þessu
ári er gert ráð fyrir, að félagið
flytji til landsins 210 lestir.
Hleðslunýting vélarinnar er
einnig mun hagstæðari en i fyrra,
eða 65% á móti 45%. Utflutn-
ingur hefur einnig aukizt veru-
lega eða um helming. Heildar-
flutningar félagsins á þessu ári
verða um 1370 lestir, og er þá
meðtalinn flutningur innanlands.
Alit útlit er fyrir, að heimflutn-
ingar með Iscargo eigi eftir að
aukast verulega á næstunni. En
fyrirtækið hefur fengið fjöl-
margar fyrirspurnir um mögu-
leika á fiskflutningum bæðifrá
Evrópu og Bandarfkjunum.
Vonast forráðamenn félagsins til
Langá stærstaskip Hafskips.
Elnbýllshús tll leigu
á mjög góðum staðá höfuðborgarsvæðinu.
Stærð 5 — 6 herbergi.
Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sín á afgr. Mbl. merkt:
,,3043”, er greini fjölskyldustærð, hugsanlega leiguupp-
hæðog fyrirframgreiðslu.
FULLK0MH9 HESTHÚS
í Víðidal fyrir 4 hesta er til sölu strax.
Upplýsingar í síma 43351 og á venjulegum vinnutíma
sími 85966.
að þessir flutningar verði að veru-
ieika ánæstu mánuðum.
Þeir Magnús og Hallgrímur
sögðu, að þessi samvinna fyrir-
tækjanna ætti efiaust eftir að
sýna fljótlega hvílík hagræðing
hún væri fyrir viðskiptavinina.
Tóku þeir sem dæmi, að ef
einhver viðskiptavinur fyrirtækj-
anna flytur verulegt magn af
ákveðinni vörutegund til landsins
gæti hann nýtt sér reglubundnar
siglingar Hafskips til hinna ýmsu
hafna Evrópu. Ef birgðir hans
fara svo niður fyrir ákveðið lá-
mark og hann sér fram á sölutap,
þá geta fyrirtækin boðið honum
upp á að flytja það sem vantar í
skýndi með flugvél. — Samstarfið
greiddi þvi fyrir öruggum og
fljótum flutningum. Ef þetta
tekst eins og til er ætlazt, þá
markar það þáttaskil í vöruflutn-
ingum milli íslands og annarra
landa.
Sameiginleg starfsemi félag-
anna er nú í húsakynnum Haf-
skips í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu. Framkvæmdastjóri
þessarar sameiginlegu starfsemi
verður Magnús Gunnarsson.
MagnúsGunnarsson og Hallgrfmur Jónsson.
Kenwood Cheffette er meðalstór hrærivéi, sem
býður upp á marga möguleika. Það er hægt að losa
hana frá skálinni og hræra í pottunum. Sé hún
látin standa upp á endann, knýr hún þeytikvörn,
sem blandar og mylur.
Vél sem hentar venjulegu eldhúsi og kostar aðeins
kl. 4.495,00 og skál og standur kr. 1600,00.
Js Kenwood
HEKLA hf.
Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.