Morgunblaðið - 08.12.1973, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973
Andi Krists varð vínandanum
Mennirnir, sem standa
að Samhjálp, ásamt trú-
systkinum sínum í hvíta-
sunnusöfnuðinum með
Einar Gíslason forstöðu-
mann í broddi fylkingar,
eru Georg Viðar, Þor-
valdur Sigurðsson og
Björgvin Friðsteinsson.
Við ræddum við þessa þrjá
menn og tvo aðra, sem eru
fyrrverandi ofdrykkju-
menn, en hafa frelsazt
heima hjá Þorvaldi að
Vallá 2 í Mosfellsveit. Það
er staður í líkingu við
Vallá, sem þeir hafa
hugsað sér að gera að
samastað fyrir fyrrverandi
fanga og ofdrykkjumenn.
ÖLL þekkjum við þá menn,
sem hafa leiðzt út í of-
drykkju, og við könnumst
öll við rónana, sem velta
eftir „strætinu“, oft á tíð-
um algjörlega ósjálfbjarga.
Þegar við sjáum slíka
menn, hugsum við að sjálf-
sögðu oftast, „þessum er
ekki viðbjargandi, hann er
farinn í hundana og honum
verður ekki snúið við“. Oft
á tíðum reynist þessi skoð-
un okkar rétt, en í einstaka
tilvikum höfum við rangt
fyrir okkur og viðkomandi
nær að koma til lífsins á ný.
Að undanförnu hefur borið
nokkuð á félagsskap, sem
nefnist Samhjálp. Þeir
menn, sem að þessum
félagsskap standa, ásamt
trúsystkinum í hvítasunnu-
söfnuðinum, eiga það allir
sameiginlegt að hafa verið
ofdrykkjujmenn um langt
skeið, og sumir setið í
fangelsum nokkurn hluta
ævi sinnar. Þessir menn
hafa nú allir „frelsazt“, því
þeir eru allir starfandi i
hvítasunnusöfnuðinum og
þeir þakka starfsemi hvíta-
sunnumanna, að þeir hafa
náð sér upp úr ofdrykkj-
unni og hafið annað og
betra líf
Nú hafa þessir menn
sameinazt um að reyna
hjálpa þeim, sem eru
afvegaleiddir drykkju-
menn, til betra lífs. En það
er ekki hægt nema þessir
menn öðlist trú, — trúin er
allt segja þeir. Það eru
kannski ekki allir, sem
taka orð þessara manna
trúanleg, en í Svíþjóð reka
hvítasunnumenn félags-
skap í líkingu við Samhjálp
og Samhjálp er stofnuð
með sama markmið f huga
og sænska samhjálpirr.
75% þeirra ofdrykkju-
manna, sem hafa verið í
meðferð hjá sænsku sam-
hjálpinni, hafa öðlazt full-
kominn bata. En sænska
ríkið telur, að aðeins 1%
þeirra ofdrykkjumanna,
sem teknir eru til með-
ferðar á drykkjumanna-
hælum ríkisins, öðlist full-
kominn bata, hinir fari all-
ir í sama farið aftur.
Þorvaldur fór að búa að
Vallá 2 í fyrra ásamt eigin-
konu sinni og fjórum stjúp-
dætrum. Þarna segist hann
kunna einstaklega vel við
Félagarnir fimm samankomnir heima hjá Þorvaldi Sigurðssyni að Vallá 2, ásamt Einari Gfslasyni forstöðumanni hvftasunnusafnaðarins. Talið
frá vinstri: Georg Viðar, Þorvaldur Sigurðsson, Björgvin Friðsteinsson. Guðbjartur Þorleifsson, Einar Gíslason og Ulfljótur Jónsson.
Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.
Hér er Þorvaldur Sigurðsson ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri er eiginkonan Guðrún Magnúsdóttir og þá dæturnar Svanhvft, Marfa
og Anna Lára.
sig, enda sé eigandi hússins
einstakur maður i alla
staði.
5 ár á
Litla Hrauni
„Ég er rétt rúmlega fertugur,"
segir Þorvaldur og bætir við,
„samtals er ég búinn að vera 5 ár
á Litla Hrauni, sem þýðir að átt-
undi hver dagur í lífi mínu hefur
farið algjörlega til ónýtis. Þeir
dagar eru reýndar fleiri, því ég
var ofdrykkjumaður og afbrota-
maður í fjölda ára. Það var alltaf
þannig, að i hvert skipti, sem ég
losnaði úr fangelsinu, fór ég út
með þeim ásetningi, að nú skyldi
ég hefja nýtt og betra líf. En þetta
fór alltaf á einn veg, ég hitti mína
gömlu félaga og þá var ekki að
sökum að spyrja.
Þetta er kannski eðlilegt, því að
þegar fangar losna úr fangelsi á
Islandi, þá er engin aðstaða til
fyrir þá, engin aðstaða til að hefja
nýtt og betra líf. Það er ekki nóg
að hleypa þessum mönnum
peningalausum út á götuna. Það
verður að hjálpa þeim að komast
af stað í lífinu á ný.“
„Hvað var það, sem frelsaði
þig?“
„Við getum þakkað hvítasunnu-
mönnum mína frelsun. Þeir koma
alltaf í heimsókn á Litla Hraun
með stuttu millibili og flytja þar
tæran og ferskan boðskap. Boð-
skap fullan af kærleik. Þeir höfðu
með sér menn með sömu reynslu
og ég hef. Nú svo frelsaðist ég á
samkomum hjá þeim. Nú er það
min innsta þrá, eftir að hafa eign-
azt konu og 4 börn, að miðla þess-
ari starfsemi. Við erum öll frelsuð
konan mín, ég og börnin."
„Hvert er upphaf Samhjálpar á
Islandi?"
„Georg Viðar er höfundur að
þessari starfsemi hérlendis, sem
er sótt til Svíþjóðar, en þangað
sækja nú aðilar hvaðanæva úr
heiminum til að kynna sér
starfsemi hvitasunnumanna þar.
Forstöðumaður safnaðarins,
Einar Gíslason, hefur veitt okkur
ómetaniegan stuðning. í stað þess
að þiggja gjafir á 50 ára afmæli
sínu, sem var snemma á þessu ári,
óskaði hann eftir þvi, að stofnað-
ur yrði sjóður til hjálpar afvega-
leiddu fólki. Síðan höfum við leit-
azt við að safna fé til starfsem-
innar. Við höfum hug á að koma
upp miðstöð fyrir þá, sem ekkert
heimili eiga. Þetta er nauðsyn-
legt, því þó að Reykjavíkurborg
reki næturdvalarheimili fyrir
slíka menn, þá verða þeir að fara
þaðan á morgnana, og allir vita,
hvert þeir fara þá, beint í stræt-
ið.“
Hafði reynt
allar leiðir
„Hafðir þú gert mikið til að
hætta að drekka?"
„Já, ég var búinn að reyna allar
leiðir. Ég hafði verið á Kleppi,
Bláa bandinu og Gunnarsholti.
Færir geðlæknar sögðu mér að
lokum, að ekki væri hægt að ná
mér upp úr drykkjuskapnum. En
það fór á annan veg, þegar ég
kynntist fagnaðarboðskapnum.
Þá kom eitthvað yfir mig, sem
erfitt er að skýra.
Sat inni
í 25. skipti
„Ég var víst 15 ára gamall,
þegar ég hóf drykkjuskapinn,“
sagði Georg Viðar. „Ég lenti strax
út á götuna. Ætli ég hafi ekki
verið í 15—25 skipti í fangelsi.
Annars var ég alltaf á þvælingi,
maður rúllaði milli fangelsa,
Klepps, báta og skúmaskota. Það
má segja, að ég sé búinn að reyna
allt, t.d. var ég búinn að vera
„uppdópaður" i nokkra mánuði,
áður en ég hætti að drekka.
Síðast þegar ég sat inni, komst
ég í bréfasamband við hvíta-
sunnumenn. Ég var þá búinn að
ákveða að reyna hætta drykkju-
skap, en allt fór á sömu leið, þeg-
ar ég kom út. Þá lá leiðin niður i
Hafnarstræti. Þaðan þvældist ég
til Svíþjóðar, var þar fullur í eitt
ár. Af tilviljun einni lenti ég inn á
samkomu hvítasunnumanna þar,
og ég læknaðist á augabragði. Síð'*
an þetta var, hef ég einu sinni
verið í Sviþjóð, og þá til að kynna
mér starfsemi samhjálparinnar
sænsku, en hjá þeim ná 75% af
afvegaleiddu fólki bata, en aðeins
1 % á rikisreknu stöðunum.
Þessi hæli eru byggð upp á
ölíkan hátt. Annars vegar er það
kærleikur Krists, en hins vegar
lyf. Það hefur komið í ljós, að þáð
er kærleikur Krists, sem læknar,
en ekki lyf.
96. þús.
kr. mánuðurinn
„Þeir eru sjálfsagt fáir,“ segir
Georg, sem gera sér í hugarlund,
hvað hver fangi á Litla Hrauni
kostar ríkið mikið á mánuði. Það
eru hvorki meira né minna en 96
þúsund kr. um þessar mundir, en
rekstrarkostnaður Litla Hrauns
mun nema á þessu ári um 30
millj. kr. Þess vegna stofnuðum
við Samhjálp til að sýna, að það er
hægt að gera afvegaleidda menn
að nýtum mönnum á ný. Menn
lenda ekki út í þetta vegna þess,
að þjóðfélagið hafi verið þeim
vont. Ástæðan er einhver önnur.