Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Ríkisstjórnin ætti að geta haldið í horfinu A FUNDI sameinaSs þings sl. þriðjudag mælti Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrir þings- ályktunartillögu, sem hann flytur um hækkun fbúðarlána úr Byggingarsjðði rfkisins. Er til- laga Þorvaldssvohljððandi: Alþingi ályktar að skora á félagsmálaráðherra að hlutast til um. að húsnæðismálastjðrn breyti hámarki fbúðarlána Byggingarsjððs rfkisins úr kr. SIMIOOO.OO f kr. 1200 000.00, til samræmis við breytingar á vfsi- tölu byggingarkostnaðar, sbr. lög um Húsnæðismálastofnun rfkis- ins, nr. 30,12. maí 1970, 8. gr. B. í upphafi ræðu sinnar sagði Þorvaldur. aðlögin um Húsnæðis- málastofnun ríkisins hefðu verið sett 1970. Þar hefði verið ákveðið. að fjárhæð lánanna yrði 600 þús. kr. og jafnframt tekið það nýmæli upp í lögin. að Húsnæðismála- stjörn gæti breytt lánsfjár- hæðinni f samræmi við breytingar á visitölu b.vggingarkostnaðar. Staðan lögin hefðu verið sett hefði orðið mikil hækkun á byggingarkostnaði. I maí 1970 hefíi vísitalan verið 439 stig n væri nú komín upp í 913 stig og hefðu því hækkað um 108%. Þingmaðurinn kvaðst á siðasta þingi hafa flutt þingsályktunartil- lögu um hækkun lánanna úr 600 þús. kr. í 900 þús. kr. Þetta hefði orðiðtil þess, að þáverandi félags- málaráðherra hefði vaknað af værum blundi og flutt frumvarp um hækkun í 800 þús. kr. Hér hefði þó bæði verið of lítið og of seínt að gert. Nú væri staðan sú, að lánin hefðu einungis hækkað um 33,3%, meðan byggingar- kostnaðurinn hefði hækkað um 108'% frá því að lögin um Ilús- næðismálastofnun hefðu verið sett. Væri tillaga sín miðuð við, að lánin yrðu 100% hærri en þá. Þorvaldur Garðar rakti nú, hver þróun lánanna hefði orðið á valdatíma viðreisnarstjórnar- innar. Hann sagði: ..Það er fróðlegt að athuga hvernig ástandið var. þegar fyrr- verandi ríkisstj. viðreisnarstjórn tók við völdum árið 1959. Þá var byggíngavisitálan 132 stig, en þegar viðreisnarríkisstjórnin lét af völdum 1971, þá var bygginga- visitalan orðin 535 stig, eða hafði hækkað um 305,5%. En á sama tima hafði orðið breyting á láns- fjárhæðinni. Þegar viðreisnar- stjórnin tók við völdum, var hámarkstán Húsnæðismála- stjórnar ríkisins 100 þús. kr. Það var 1959. En þegar viðreisnar- stjórnin lét af völdum árið 1971, þá voru þessi lán orðin að hámarki 600 þús. kr. Þau höfðu sexfaldast eða hækkað um 500% á sama tima sem vísitala bygginga- kostnaðar hafði hækkað aðeins um 305,3%. Ef við gerðum sömu kröfur til núverandi ríkisstjórnar. ættum við að gera þá kröfu. að það yrði framhald á þessari þróun. En það er svo að sjá, að enginn geri sllkar kröfur til núverandi rfkis- stjórnar. Það reiknar enginn með, að hún sé þess umkomin að bæta það ástand sem var, þegar hún tók við völdum. Ilins vegar er það svo með mig og ýmsa aðra þingmenn, að við viljum gjama mega bera það traust til núverandi rfkis- stjórnar, að ætlast til þess að hún haldi f horfinu.“ Þorvaldur Garðar Kristjánsson Fé til landmælinga nýtist illa Þörf á heildarlöggjöf Ólafur G. Einarsson alþm. ÓLAFUR G. Einarsson (S) mælti s.1. þriðjudag fyrir þings- ályktunartillögu, sem hann flytur í sameinuðu þingi um, að rfkis- stjórninni verði falið að láta semja frumvarp um land- mælingastjórn ríkisins. Er tillaga Ölafs svohljóðandi: „Til þess að semja frumvarpið skal rfkisstjórnin skipa nefnd fimm manna. Skal einn tilnefnd- ur af Rannsóknaráði rfkisins, einn af Dómarafélagi tslands, einn af Sambandi fslenzkra sveitarfélaga og einn af Verk- fræðifélagi tslands. Formaður nefndarinnar skal skipaður án tilnefningar. Með samningu frumvarpsins skal m.a. að þvf stefnt, að undir landmælingastjórn heyri stjórn un þrfhvrningamælinga á tslandi og hæðarmerkjakerfisins, korta mælingar og kortaútgáfa rfkis- stofnana, lóða-, landa- og jarða- markamælingar. Nefndin hraði svo störfum, að frumvarp um þetta efni verði lagt fvrir næsta regiulegt Alþingi. Kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr rfkissjóði." Þingmaðurinn sagði, að helsta ástæðan fyrir tillöguflutningi sín- um væru í fyrsta lagi sú stað- reynd, að ekki væri til nein lög- gjöf umþessi efni. Landmælingar ríkisins væru til sem stofnun, án sérstakrar stjórnar og án valds til að segja fyri um, hvernig hinir ýmsu aðilar, sem landmælingar þurfa að nota skuli starfa. Með þessari löggjöf myndu Landmælingar fslands eftir sem áður verða starfandi, ekki síður en Sjómælingar íslands. Frá Landmælingastjórn myndu þeir, sem fást við landmælingar fá ákveðna þjónustu, fyrirmæli og vernd. Allar ríkisstofnanir, sem þyrftu á mælingum að halda, yrðu að Ieita til stjórnarinnar og fá þar fyrir um það, hvernig að verkum skuli staðið. I öðru lagi væri það skoðun sfn, að það fé, sem varið væri til land- mælinga, nýttist illa vegna skipu- lagsleysis. Mælingar færu fram á vegum a.m.k. fimm rfkisstofnana, Landmælinga Islands, Lands- virkjunar, Orkustofnunar, Skipu- lags ríkisins og Vegagerðarinnar. Enn fremur mætti bæta við þessa upptalningu Landnámi ríkisins, Búnaðai-félagi íslands og Rafmagnsveitum ríkisins. Eftir þvf, sem næst yrði komist, mætti áætla, að ríkisstofnanir verðu nú um 69 millj. króna til landmælinga á ári. Reykjavíkur borg og önnur sveitarfélög um 41 milljón og verktakar um 50 millj. eða samtals væri varið til þessara mála 160 milljónum króna á þessu ári. Segja mætti, að ekkert samband væri á milli þess- ara aðila og verk, sem einn ynni, gæti því ekki nýtzt öðrum vegna þess, að alla samræmingu vantaði. Með löggjöf um þetta efni, fengi landmælingastjórn ákveðið vald til þess að segja fyrir um, hvernig að landmælingum skyldi staðið. Hún yrði jafnframt upp- lýsingamiðlari. Með þessu móti myndi sparast fé, og skipulag kæmist á verkin, sem vinna þyrfti, samræming mælikvarða og fleira þess háttar. Slík köggjöf myndi og hafa í för með sér hagræðingu við útgáfu landakorta, og auka á það öryggi, sem krefjastyrði við landmæling- ar. Gæta skal hófs FRAM er komið á Alþingi frumvarp til laga um hömlur á vfnveitingum á vegum rfkis- ins. Kemur meginregla frum- varpsins fram f 1. gr. þess. þar sem segir, að gæta skuli hófs f veitingum áfengra drykkja f gestaboðum og öðrum sam- kvæmum á vegum rfkisins. Flutningsmenn frumvarpsins eru framsðknarmennirnir Ingvar Gfslason og Heimir Hannesson. Hér fara á eftir nokkrar til- vitnanir í greinargerðina, sem fylgir frumvarpinu: „Ekki þarf að fara í grafgöt- ur um það, að víðtæk misnotk- un áfengis er fylgifiskur hinn- ar almennu neyzluaukningar og viðteknu drykkjutízku í landinu." „Auk þess er óhófsdrykkja illþolandi smekkleysi og menn- ingarskortur.'* „Þótt flutningsmenn þessa frumvarps telji naumast raun- hæft að ræða algert vínbann eða óskorað vínbindindi meðal íslendinga, þá ... “ „Með þessu frumvarpi er mörkuð sú almenna stefna, að ríkið skuli gæta hófs í vinveit- ingum." „Hins vegar mun það henda í opinberum gestaboðum, sem algengt er á íslandi yfirleitt, að áfengis sé neytt í óhófi, ef það er um hönd haft á annað borð.“ „Auðvitað dettur flutnings- mönnum ekki í hug, að ekki verði einhver smuga að mis- nota vínveitingar á vegum rik- isins. Þessu frumvarpi er ekki heldur ætlað að koma í veg fyrir öfgafyllstu afbrigði af drykkjuskap, enda mun það ógjörningur hvort sem er.“ Skattafrumvarp sjálfstæðismanna: Samanburður HÉR fer á eftir taf la, sem sýnir, hvaða áhrif breytingin skv. frumvarp- inu hefði á skattbyrði hjóna meðtvöbörn á framfæri sfnu, þ.e. nánast vfsitölufjölskylduna. Er miðað við álagningu 1974. Brúttótekjur Minnkun tekjuskattsbyrði Þús. kr. % af brúttótekjum 0—550 0 551—600 1,5—2 601—650 3—4 651—700 4,5—5 701—750 7—7,5 751—800 7,5—8 801—900 »—10 901—1000 10—11 MJÖG er það orðið áberandi. hvað farið er að gæta formlevs- is og virðingarleysis á hinu sögufræga Alþingi okkar. Ekk- ert skortir þó á, að staða þess og virðing séu fastmótuð f stjórn- kerfinu, né heldur að til séu reglur, sem eiga að trvggja, að þar sé gætt réttra aðferða við meðferð mála, svo að sem bezt sé að henni staðið. Slíkar regl- ur er fyrst og fremst að finna f stjórnarskrá og lögum um þing- sköp Alþingis auk fjölmargra annarrra lagareglna, sem kveða nánar á um verkefni þingsins. Ekki er það ætlun nrfn hér að ræða almennt. hver staða al- þingis sé í dag gagnvart þjóð- inni. enda ekki á mfnu færi. Hins vegar ætla óg að fara nokkrum orðum um það virð- ingarleysi, sem mér sýnist, að þingmenn sjálfir sýni einatt störfum Alþingis. Sl. þriðjudag var haldinn kvöldfundur f sameinuðu þingi, þar sem mikið hafði komið fram af þingsályktunar- tillögum, en Iftið gengið að taka þær fvrir á dagskránni. Var ætlun forseta, að við þessar aðstæður væri nauðsynlegt að herða nokkuð á fundarhaldinu, ef verða mætti til þess að létta nokkuð á og koma þessum til- lögum til þingnefnda, svo að þær fengju sína þinglegu með- ferð. Þá ber svo við, að á kvöld- fund þennan komu nánast eng- ir þingmenn aðrir en þeir, sem áttu tilliigur á dagskránni og þurftu að flytja fyrir þeim framsögu. Tillögurnar voru sfð- an teknar f.vrir hver af ann- arri, og flutningsmenn þeirra fluttu ítarlegar, jafnvel hástemmdar, ræður fyrir þeim yfir tómum þingbekkjunum. Til hvers? Spyr sá sem ekki veit. Til að koma ræðunni í þingtfðindi? Varla, þvT að þau les varla nokkur maður. Til að fá sagt frá þeim f fjölmiðlum? Þá er miklu skynsamlegra að skrifa blaðagrein til þess að þurfa ekki að eiga það undir fávfsum blaðamanni, hvað af boðskapnum birtist. Sannleikurinn er sá, að það er hráðfyndið að sjá virðulegan þingmann ausa svo af brunni vizku sinnar yfir auða stóla. Og talað f alvöru er það alvarlegt virðingarleysi þingmanna fyrir Alþingi sem stofnun að haga sér eins og þarna var raunin. t 34. gr. þingskapa segir, að þing- mönnum sé skylt að sækja alla þingfundi, nema nauðsyn banni. Ber að tilkynna forseta forföll, og á hann að meta nauð- synina. Forseta ber sjálfsagt að slita þingfundi, þegar svo var ástatt, að 5 — 10 af 60 þing- mönnum gerðu sér það ómak að vera viðstaddir. En e.t.v. var honum vorkunn, þvf að nauð- synlegt var að koma málunum f nefndir. Þá er annað atriði, sem þing- menn hafa tamið sér, svo að nú er talin ófrávfkjanleg venja, en það er að veita afbrigði frá þingsköpum. Ríkisstjórnir hafa Ifka gengið á lagið og nú orðið óska ráðherrar hvenær sem er afbrigða til að fá afgreidd mál sfn, að þvf er virðist algjörlega án tillits til. hvort tfmi hafi verið til að afgreiða málið með eðlilegum hætti. Það er greini- leg hugsun þingskapanna, að afbrigði skuli ekki veita, nema þegar mikið liggur við. Þannig segir f 70. gr„ að Yt hluta at- kvæða þurfi til afbrigða, en þó nægi einfaldur meirihluti, ef ríkisstjórn á f hlut. i umræðum um frumvarp um staðfestingu á bráðahirgðaliig- um um lántökuheimild fyrir skemmstu kom fram hjá mörg- um þingmönnum, að megin ágreiningsefni þeirra var, að 7 milljón dollara lántökuheimild til hafna á Suðurlandi hafði verið skotið inn f frumvarpið, meðan það var í nefnd, og það sfðan tekið f.vrir á þingfundi með afbrigðum, þar sem of skammur tfmi var liðinn frá dreifingu nefndarálits. Af þess- um ástæðum væri erfitt að koma að breytingartillögum, og væri meðferð þessi á málinu forkastanleg. Þegar ráðherra bar þvf við, að allir þingmenn hefðu samþykkt afbrigðin, benti einn þingmaður á, að ráð- herra vissi fullvel, að aldrei væri synjað um afbrigði!, sem er laukrétt. Hér var sem sagt niðurstaðan sú, að þingmenn gátu ekki greitt atkvæði skv. sannfæringu sinni, vegna þess- arar afbrigðilegu venju. Annað dæmi um virðingar- leysið fyrir starfsreglunum er frá fundi sl. fimmtudag, þegar forseti þurfti að leita afbrigða fyrir tveimur dagskrármálum, og gerði sér Htið fyrir og lét þingmenn samþ.vkkja afbrigð- in fyrir báðum málunum f sömu atkvæðagreiðslunni! Reglur um starfshætti eins og þingskapareglur þurfa ekki að vera neinn endanlegur sann- leikur um, hvernig á að standa að málum. Eg hygg þó, að þing- skapareglur okkar séu nokkuð vel til þess fallnar að tryggja vandlega meðferð mála, og það er forkastanlegt af Alþingi að temja sér út í hláinn starfs- venjur, sem eru algjörlega and- snúnarreglum þingskapanna. JSG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.