Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973
ÍÞRðTTAFRÉTTIR MORMRLABSINS
ísland áfram
— ítalir hættir
Handknattleikssambandi Is-
lands barst f fyrradag skeyti frá
italska handknattleikssam-
bandinu þar sem segir, að ítalir
dragi sig til baka úr Heims-
Farnir að
ruglast á
r
Asgeiri og
Cryuff
Vsgeir Sigurvinsson gerir
þaðgott með Belgum og vekur
stöðugt meiri athygli. Eftir
síðasta leik Standard Liege
birtust myndir af Vsgeiri í
mörgum belgískum blöðum,
og alls staðar var farið lofsam-
legum orðum um unga leik-
manninn frá íslandi. Einu
blaðanna varð þó heldur betur
í messunni því að rangur
myndatexti birtist með
myndinni af Asgeiri, en undir
henni stóð, að knattspyrnu-
stjarnan Johann Gryuff ætti
ekki velgengni að fagna með
liði sfnu Barcelona. Annars
staðar á sfðunni var svo mynd
af Cryuff og undir þeirri mynd
stóð, að Asgeir Sigurvinsson
væri f stöðugri framför.
Nýlega birtist langt og mikið
ðtal við Asgeir í þekktu
fþróttahlaði í Belgfu, og annað
stærsta blað Belgfu lét svo um
mælt nýlega, að innan tveggja
ára yrði Asgeir orðinn bezti
knattspyrnumaður Belgfu.
Topplið 3ju
deildar berjast
í körfunni
AÐEINS einn körfuknattleikur
fer fram um helgina, Fram og FH
leika í íþróttahúsinu í Hafnar-
firði klukkan 14 á morgun. Eru
þessi lið þau einu, sem ekki hafa
tapað leik í þriðju deild til þessa.
meistarakeppninni f handknatt-
leik og gefi þá tvo leiki, sem liðið
eigi eftir að leika. Eftir þessu að
dæma eru tslendingar þvf þegar
komnir f úrslit lleimsmeistara-
keppninnar, en stjórn HSt hefur
sent Alþjóðahandknattleiks-
sambandinu skeyti og beðið um
staðfestingu á þvf aðtsland verði
meðal þátttökuþjóða í úrslita-
keppninni.
ítalir tilgreina tvær ástæður
fyrir því, að þeir hætta frekari
þátttöku, þ.e. fjárhagserfiðleikar
og deildakeppni heima f.vTÍr. Eins
og kunnugt er áttu ítalir að greiða
allan kostnað við síðari leik
Islands og Ítalíu, sem fram átti að
fara á Ítalíu, og hefði sá
kostnaður numið um 800 þúsund-
um.
islendingar hefðu að öllum
líkindum komizt í úrsiit
keppninnar þó svo að leikið hefði
verið við Itali, en hins vegar léttir
það mikið á handknattleiks-
mönnunum að sleppa við þennan
leik. Bæði er það, að margir leikir
fara fram hjá liðinu í þessum
mánuði og svo annað, að íslenzku
landsliðspiltarnir eru ekki sér-
lega hrifnir af itölunum eftir
fýluferðina þangað á dögunum.
Hins vegar vaknar sú spurning
hvort itölunum verði ekki refsað
á einhvern hátt fyrir framkomu
sína í keppninni. Um leið og lið
tilkynnir þátttöku í einhverri
keppni hlýtur það að skuldbinda
sig til að leika leiki keppninnar og
hlíta alþjóðareglum. Það hafa
italirnír engan veginn gert í þetta
skipti, ef til vill verður þeim
meinuð þátttaka í næstu Heims-
mei starakeppni.
VALUR
AÐALFUNDUR handknattleiks-
deitdar Vals verður haldinn í
félagsheimili Vals í dag og hefst
klukkan 14.00.
Arni Indriðason, Gróttu, einn bezti leikmaður 2. deildar, f leik gegn Fylki f fyrra, en Grótta og
Fylkir leika á morgun.
Frí í 1. deildinni
Leikið í öðrum deildum um helgina
LEIKMENN 1. deildar karla f
handknattleik eru nú komnir f
jólaleyfi og verður ekki leikið f
þeirri deild fyrr en eftir áramót.
Landsliðsmennirnir halda hins
vegar utan á þriðjudaginn til
þátttöku f alþjóðlegu handknatt-
leiksmóti f A-Þý-zkalandi. Þó að
þessi helgi verði tiltölulega róleg
i handknattleiknum fara fram
leikir f öðrum deildum, en fyrstu
leikir yngri flokkanna í þessu ís-
landsmóti fara fram á morgun.
JENS HÆTTUR
í MÓTANEFND
NÚ IIEFUR verið skipað í f|estar
þær nefndir, sem starfa á vegum
KSÍ. Jens Sumarliðason, sem síð-
astliðið ár var formaður Móta-
nefndar með frábærum árangri
baðst undan því embætti vegna
tímaskorts 6g tekur Helgi Dati-
íelsson við formannsstarfinu i
nefndinni.
Auk Helga sitja þeir Ragnar
Magnússon og Páll Bjarnason i
Mótanefnd KSl.
Jens SumaHiðason hefur tekið
við formannsstarfi í Aganefnd
KSÍ. Ekki hefur enn verið ákveð-
ið hver verður skipan Iandsliðs-
nefndar eða unglinganefndar.
Iiafsteinn Guðmundsson hefur
verið beðinn um að gegna starfi
landsliðseinvalds áfram, en hefur
ekki enn svarað þeirri málaleitan.
Ekki er ólíklegt að einhverjar
breytingar verði á unglinganefnd-
inni, en i sambandi við þá nefnd
má nefna, að líklegt er, að ísland
taki næsta sumar þátt i Norður-
Norskt sundmet
Á SUNDMÖTI, sem fram fór f
Flisa fyrir skömmu, setti Gunnar
Gundersen nýtt norskt met í 400
metra fjórsundi, synti á 4:49,5
landamóti unglinga 14 — 16 ára,
en slíkt mót hefur ekki verið
haldið áður.
Á Akureyri verður mikið barizt
um helgina, en þar fara fram fjór-
ir leikir í 2. deild karla. I dag
klukkan 16.30 hefst leikur KA og
KR, einn af stórleikjum deildar-
innar, og verða KR-ingar að vinna
þann leik ætli þeir sér sigur i 2.
deild. Hætt er þó við, að sigurinn
verði liðinu erfiður, KA-menn eru
einnig sigurstranglegir i 2. deild
og eru með tvo leiki og fjögur
stig, en KR hefur tapað einum
leik. Þá leika Völsungar og ÍBK
og er þar um baráttu nær botni en
toppi að ræða.
Á morgun klukkan 14 hefst
leikur Völsunga og KR og síðan
leika KA og ÍBK.
Á Seltjarnarnesi fara fram á
morgun 2 leikir í 2. deild, báðir
tvísýnir. Breiðablik leikur gegn
Þrótti, Þróttur ætti að sigra, en
Breiðabliksliðið er til alls liklegt
og minnast ber sigurs liðsins yfir
KR á dögunum. Þá leikur Grótta
og Fylkir, Gróttuliðið er nokkuð
sterkt, en alls ekki övinnandi og
ef til vill nær Fylkir sínum fyrstu
stigum gegn Gróttunni. Fyrri
leikurinn hefst kl. 15.30.
í 1. deild kvenna leika KR og
Valur annað kvöld klukkan 20.15
og er Valssigur líklegur. Þá mæt-
ast Víkingur og Ármann og verð-
ur að telja sigur Ármanns nokkuð
vfsan.
í Hafnarfirði verður á morgun
leikið i 2. flokki karla og i Njarð-
víkum f 2. flokki karla og 2. deild
kvenna.
Foster varði titil sinn
BANDARÍKJAMAÐURINN Bob
Foster varði heimsmeistaratitil
sinn I hnefaleikum léttþungavigt-
ar, er hann mætti S-Afríkubúan-
um Pierre Fourie i leik f Jóhann-
esarborg um síðustu helgi. Var
þetta í 13. skiptið sem Foster ver
titil sinn, og vann hann nú sigur
sinn á stigum.
Um 40.000 manns fylgdust með
viðureigninni, og var gerður ræki-
legur munur á hvítum mönnum
og svörtum á áhorfendapöllunum.
Aðeins 7000 blökkumenn fengu
aðgang að keppninni, og varþeim
skipað sér á verstu stæðin i hús-
inu.
Fyrir leikinn fékk Foster upp-
hæð, sem svarar til 16 millj. ís-
lenzkra króna, og sagði hann eftir
leikinn, að það væri peningaupp-
hæðin, sem hann væri ánægðast-
ur með. Leikurinn sjálfur hefði
skipt minna máli — það hefði
vissulega verið atriði að sigra, en
engin ástæða hefði verið til þess
að rota Fourie.
Meðfylgjandi mynd er frá við-
ureign kappanna og sýnir Fourie
koma góðu höggi á Foster.
Endaskipti
ENDASKIPTI verða á íþrótta-
þætti sjónvarpsins i dag, þannig
að byrjað verður á ensku knatt-
spyrnunni, leik Leicester og
Tottenham. Klukkan 18.30 hefst
svo bein útsending úr sjónvarps-
sal á sýningu borðtennis-
spilaranna frá Kína. Á morgun
gefur sjónvarpið íþróttunum frí,
en þess má geta hér, að mynd frá
fimleikahátíðinni, s»*m fram fór
síðastliðinn sunnudag, verður
sýnd í sjónvarpinu á nýársdag.
■* * *'• * v * ir» % Jt.
K i , fl fc Í1L i *1 B íl f i l .)