Morgunblaðið - 30.12.1973, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
Geir skorar
Geir Hallsteinsson skorar eitt
af níu mörkum sínum í lands-
leik Islands og Bandaríkjanna í
handknattleik. sem fram fór í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði í
fyrrakvöld. Geir sýndi frá-
bæran leik og knatttækni hans
vakti óskipta aðdáun áhorf-
enda. Um áramótin fer fram
handknattleiksmót í Hafnar-
firði með þátttöku bandaríska
landsliðsins, íslenzka unglinga-
landsliðsins og Hafnarfjarðar-
liðanna FH og Hauka og 2.
janúar n.k., kl. 20.30, fer fram í
Hafnarfirði landsleikur milli
tslendinga og Bandaríkjanna.
Geir mun leika með FH-liðinu í
mótinu og einnig seinni lands-
leikinn.
Dularfull sauðfjárpest
í Rangárvallasýslu
EINHVER annarleg sauðfjárpest
herjar nú á sauðfé bænda í Hvol-
hreppi og hefur sá bóndi, sem
flestar ær hefur misst, tapað alls
á milli 20 og 30 ám. Á öðrum bæ,
sem Mbl. hafði í gær spurnir af,
voru 5 ær dauðar. Á bæjum í
grenndinni eru einhver brögð að
sauðfjárdauða, þótt ekki sé á eins
miklum mæli. Ekki er vitað,
1 FVRRINÓTT var brotizt inn í
tvær flugeldasölur í borginni, að
Hagamel 47 og í Nóatúni, og var
stolið nokkru magni flugeida.
Lögreglan náði nokkrum þeirra,
sem þátt áttu í innbrotsþjófnað-
inum í Nóatúni.
hvaða sjúkdómur þetta er, en I
innyfli hafa nú verið send að
Keldum til rannsóknar. Niður-
stöður þeirrar rannsóknar liggja
ekki enn fyrir.
Helzt hafa bændurnir hallazt að
því, að um bráðapest væri að ræða
og hafa þeir bólusett við henni.
Þó hafa ær drepizt eftir að bólu-
sett var. Sjúkdómseinkenni eru
ekki greinileg og hafa ærnar góða
matarlyst, unz þær skyndilega
drepazt. Sú ær, sem innyflin voru
tekin úr og send til Keldna, var
t.d. vel í holdum. Einn bóndinn
kom að 6 ám dauðum einn
morguninn og hafði ekki orðið
var við neinn lasleika. Þó hafa
bændur orðið varir við hósta í
ám.
I fyrrahaust varð vart við
dularfullan lasleika í ám í Land-
eyjum og virðistþessi sjúkdómur
lýsa sér svipað. Þar misstu bænd-
ur þá fé með svipuðum hætti og
nú í Hvolhreppi.
Tíðarfar undanfarið hefur
verið afskaplega erfitt bændum.
Skipzt hafa á votviðri og hörku-
frost og sagði einn bóndinn, sem
Mbl. ræddi við í gær, að ef ær
væru eitthvað veilar í lungum,
gætu þær auðveldlega fengið
lungnabólgu í slíku tíðarfari og
væri oft erfitt að varast slíka
uppákomu.
Stærsti innidans-
leikur hérlendis
ÁTTADÁGSGLEÐI háskólastúd-
enta verður haldin á gamlárs-
kvöld og eins og undanfaiún ár
verður hún f Laugardalshöllinni.
Nú hafa eldvarnareftirlit og lög-
regla gefið leyfi fyrir því, að 3000
gestir megi sækja gleðina og þar
sem búizt er við því, að allir
miðar seljist upp, verður þetta
fjölmennasti dansleikur, sem
hingað til hefur verið haldinn
innanhúss á Islandi. I fyrra var
heimiluð sala 2500 miða og seld-
ust allir. Þess má geta, að inn-
ritaðir stúdentar í Háskólann eru
nú um 2.300 talsins.
Eins og í fyrra mun hljómsveit-
in Brimkló leika fyrir dansi, en
dansleikurinn stendur frá kl. 23
til kl. 04. Vínveitingar og aðrar
veitingar verða og annast stúd-
entar afgreiðslu þeirra. Einn
barinn er um 30 m að lengd og
tvéir aðrir eru nokkru styttri.
Skreytingar eru fengnar að láni
frá nemendum M.R., sem héldu
jólagleði sína á föstudagskvöldið í
nýju danshúsi Sigmars Péturs-
sonar við Suðurlandsbraut. Einn
ig verður sérstök ljósaskreyting.
Það er Stúdentaráð H.Í., sem
stendur fyrir Áttadagsgleðinni og
eru tveir menn í skemmtinefnd,
þeir sömu þriðja árið í röð, lagá-
nemarnir Guðmundur Alfreðsson
og Eiríkur Tómasson. Alls koma
um 100 manns á einn eða annan
hátt við sögu við undirbúning og
framkvæmd dansleiksins. Forsala
aðgöngumiða verður i anddyri
Háskólans í dag og á morgun kl.
2—5, en ef einhverjir miðar verða
óseldir, fást þeir við innganginn,
en eru þá dýrari en í forsölu.
Rán v-þýzka kaup-
sýslumannsins í
Belfast óupplýst
Belfast, 29. des., NTB.
EKKERT hafði í morgun heyrzt
frá mönnum þeim, sem rændu
vestur-þýzka kaupsýslumann-
inum Thomas Niedermeyer f
Belfast á föstudag. Lögreglan er
þeirrar skoðunar, að írski
lýðveldisherinn hafi verið þar að
verki, en ekki er getum að því
leitt, í hvaða skyni manninum var
rænt eða hversvegna Nieder-
meyer varð fyrir valinu — maður,
sem hefur gert sér far um að leiða
hjá sér hinar pólitísku deilur á
N-lrlandi. Ekki er útilokað, að
einhverjar ókunnar persónulegar
LEIÐRÉTTING
1 FRÉTT í Mbl. í gær um afhjúp-
un höggmyndar af prófessor Ein-
ari Ölafi Sveinssyni í Árnastofn-
un urðu þau mistök, að i myndar-
texta stóð, að með próf. Einari og
sonardóttur hans á myndinni
væri listamaðurinn Stále Kylling
stad, en átti að standa, að þetta
væri frú Kristjana Þorsteins-
dóttir, kona próf. Einars. Er beð-
izt velvirðingar á þessum mistök-
um.
orsakir liggi þarna til grund-
vallar, að sögn talsmanna lögregl-
unnar.
Brezkir hermenn og n-írskir
lögreglumenn gerðu í gær
víðtækar húsrannsóknir í Belfast
og nágrenni og fjöldi manna var
yfirheyrður, en ekkert kom í ljós,
er gefið gæti vísbendingu um
ránið.
Einn maður lézt í Belfast í nótt
af völdum skotsára.
------♦♦ «------
Grein Jóhannesar
Helga rithöfundar
FYRIRSÖGN á grein Jóhannesar
Helga rithöfundar, sem birtist
hér i blaðinu i gær, misritaðist.
Þar átti að standa: Alþingi grípi í
taumana (ekki grípur í taumana).
Þá varð misritun í greinarskilum
í fimmta dálki. Þar stendur á fjár-
lögum ársins 1974 eru veittar
tvær milljónir kr. til viðbótarrit-
launa, en á að vera 12 milljónir
kr. Blaðið biðst afsökunar á mis-
tökum þessum í grein höfundar.
,Frost og kuldi kvelja þjóð’
Rættviðnokkra
Hornfirðinga
um kulda og
rafmagnsskort
VEÐURGUÐIRNIR hafa löng-
um verið tslendingum óblíðir
og því ekki að ófyrirsynju, að
veðurfar og náttúruhamfarir
hafa markað djúp spor í vitund
þjóðarinnar. Allt fram á þessa
öld hafa tslendingar staðið
berskjaldaðir gagnvart ofsa
náttúrunnar og orðið að berjast
við hana berhentir, án tækja
eða tóla. Með tækniþróun síð-
ustu ára hefur hér orðið mikil
breyting á og með tilkomu hita-
veitu og annarra upphitunar-
tækja héldu menn, að þjóðinni
hefði loksins tekizt að brjótast
undan 1000 ára ægivaldi veturs
konungs.
En svo vakna menn skyndi-
lega upp við vondan draum.
Rafmagn, þessi helzti burðarás
siðmenningarinnar, hefur
brostið. Frá suð-austurhorni
landsins berast þær fréttir, að
menn heyi þar harða baráttu
við náttúruöflin og að vopn
náttúrunnar, frostið. Þar með
er stoðunum kippt undan
barnatrú manna á, að harð-
stjórn vetrarkonungsins sé
endanlega lokið, og fram í hug-
skotið gægist vfsubrot, sem ort
var á einu harðindaskeiðinu í
sögu þjóðarinnar endur fyrir
löngu:
Frost og kuldi kvelja þjóð
koma nú sjaldan árin góð.
En gefum Hornfirðingum
sjálfum orðið:
Elías Jónsson fréttaritari Mbl. i
Höfn:
I dag hefur verið hér norðan-
skafrenningur og fer veður
fremur versnandi en hitt.
Ástandið á sumum heimilum er
allt annað en glæsilegt sakir
kulda og rafmagnsskorts. Mikil
veikindi eru t.d. á heimili
Ingólfs Waage lögregluvarð-
stjóra, en hann býr í ákaflega
lélegu húsnæði, sem hreppur-
inn hefur útvegað hinum hér.
Kona Ingólfs og þrjár dæfur,
þar af ein nýfædd, eru nú allar
illa haldnar af veikindum, sem
rekja má til kuldans og hins
slæma húsna^ðis. Ingólfur hef-
ur notazt vio olíuofna til að
halda einhverjum hita i húsinu,
en af þeim er stybba og reykur
og gefur auga leið, að það er
allt annað en glæsilegt að vera
með nýfætt barn við slikar að-
stæður.
Engin breyting er á lóninu
við Smyrlabjargaárvirkjun og
ekkert bendir til þess, að virkj-
unin geti hafið rafmagnsfram-
leiðslu í bráð, svo að þrátt fyrir
þær díselvélar, sem komnar eru
eða eru væntanlegar á næst-
unni, er fyrirsjáanlegt, að hér
mun ríkja vandræðaástand þar
til veðurguðirnir blíðkast.
Þorsteinn Matthíasson:
Hér hefur nú aftur kólnað
töluvert í húsum eftir að nýja
túrbínan bilaði. Rafmagn er nú
skammtað tvo tíma í senn, en á
milli þurfum við að notast við
kertaljós og olíuofna. Ég bý
hér í hálfkláruðu húsi og vant-
ar allar innihurðir, en útihurð
er til bráðabirgða. Það gengur
því erfiðlega að halda hita í
húsiriu, en þegar kaldast var
fór frostið niður í 8 stig innan-
húss: Viðflúðumþááhótelið
eins og fólkið í viðlagasjóðshús-
unum. Ástandið er þó ekki
alveg eins slæmt nú, þó að ekki
sé þaðgott. Til upphitunar nota
ég nú 2 olíuofna og hafa þeir
bjargað miklu, þótt langt sé í
frá, að þeirgefi nægilegan hita,
en yngsta dóttir mín liggur nú í
hálsbólgu og er með 40 stiga
hita.
Harpa Sigurjónsdóttir:
Við búum hér í einu viðlaga-
sjóðshúsanna og í versta kulda-
kastinu sváfum við í eldhúsinu,
þar sem við höfðum aðeins eitt
gastækí til upphitunar. Morg-
unin eftir fiúðum við húsið og
gengum inni hjá hjónum hérna
þar.til við komumst suður með
vélunum, sem sendar voru
hingað á dögunum. Hingað
komum við svo aftur rétt fyrir
jól og er ástandið mun skárra
nú enda hefur verið bætt við
ofnum og frostið er nú ekki
eins mikið. Hér hefur nú verið
rafmagnsskömmtun síðan á
jóladag, en ég hef ekki orðið
fyrir teljandi óþægindum af
þeim sökum, þótt rafmagnsleys-
ið sé öneitanlega þreytandi til
lengdar, og ég verð að játa, að
ég er orðin svolítið leið á kerta-
ljósunum.
Ingólfur Geirdal:
Þegar verst var flúðum við á
hótelið eins og aðrir, sem búa i
þessum viðlagasjóðshúsum.
Húsin eru svo óþétt, að það er
illmögulegt að hafast við í þeim
ef eitthvað blæs og miklar
frosthörkur erp um leið. Upp á
síðkastið hefur ástandið ekki
verið jafn slæmt, enda höfum
við nú fleiri og betri ofna. Að
vísu veldur rafmagnsleysið
nokkrum óþægindum og heldur
fannst mér dauflegt yfir jólin,
en við höfum notazt við gaslukt-
ir og kertaljós. Rafmagns-
skömmtunin kemur í sjáifu sér
ekki verst niður á einstaklingn-
um sjálfum, hitt er verra, að ef
ástandið í rafmagnsmálunum
batnar ekki kemur það til með
að draga slæman dilk á eftir sér
í atvinnumálum, þar sem orku-
frek fyrirtæki eins og fiski-
mjölsverksmiðjan verða óstarf-
hæf.