Morgunblaðið - 30.12.1973, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30, ÖESEMBER 1973
^ 22-0*22-
RAUDARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR REINITAL
IX 21190 21188
1TEL 14444 • 25555
mm/m
iBllALEIGA CARJJENTAL
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
V24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒŒR
ÚTVARPOG STEREO
KASSETTUTÆKI
iHverfisgötu 18
SENDUM | f\ 06060
SAFNAST ÞEGAR . > SAMAN § SAMVINNUBANKINN 19
SKILTI Á GRAFREITI
OG KROSSA
Flosprent s.f.
Nýlendugötu 14,
sími 1 6480
RAGNAR JÓNSSON,
hæstaréttarlögmaður,
GÚSTAF Þ. TRYGGVASON,
löaf ræðinqur,
Hverfisgötu 14 - sími 17752.
Lögfræðistörf og eignaumsýsla
ORÐ DAGSINS
Á
HríngiS. hlustið og yður
mun gefast íhugunarefni.
slMl (96)-21840
Áfram með sólinni
Hefirðu litið út um gluggann
þinn núna? Sjaldan hefur
mvrkrið átt meiri völd. Og ef þú
hlustar heyrir þú andvörp og
ekkastunur. Fár og mæða sorg
og slys hvarvetna. Svo ægilegt
að ómöglegt er annað en að loka
augum ósjálfrátt, þegar litið er
yfir fyrirsagnir blaðanna um
brjálæði heims og einstaklinga
— og heilla þjóða.
Vesturlönd færast inn í
skuggana. Lindir ljóss, varma
og kraftar uppspretta lífsins í
austri eru allt i einu öllum ljós.
Fátæku löndin fyrir botni
Miðjarðarhafs, sjálf ættjörð
Krists, með Sinai og Sýrlandi,
er allt í einu á hvers manns
vörum. Þeirra þáttur hafði
gleymst. Steininn, sem varpað
var til rothöggs og eldurinn
sem tendraður var milljónum í
Mið-Evrópu fyrir 30 árum, er
nú að hitta Vesturlönd aftur, úr
átt sem enginn reiknaði með
þá.
Flóttafólkið úr Palestínu,
sem búið er að gera eiturjarð-
veg haturs og grimmdar, er far-
ið að heimta sinn rétt, sína
hefnd, sinn hluta við óhófsborð-
in í véstri. Saklausir gjalda
hinna seku. Grátur og gnístran
tanna í myrkrinu.
Ættum við að reyna sömu
vopn á móti? Myrkur gegn
myrkri margfaldar sortann.
Frost gegn frosti eflír til enn
meiri dauða. Ættum við að æsa
dansinn enn meira kringum
gullkálfinn? Gera enn meiri
kröfur, éta meira, drekka
meira, dansa meira og öskra
hærra, meðan Rómaborg menn-
ingarinnar á Vesturlöndum
brennur i spillingu stjórnmála-
manna, valdafuna valdhafanna,
öfundarloga höfðingja þessa
heims?
Áramót. Litizt um. Lftið fram
og aftur.
Janúar er mánuður Janusar-
guðsins, sem var tákn viðsýnis
með tvö andlit. Hann lítur nú
þegar hengiflug framundan.
Snúið við, áður en skortur og
kreppa atvinnuleysis í aflvana
verksmiðjum, tæmdum höfum
og arðrændum ekrum lamar
allt líf, hið dásamlega líf jarðar-
innar.
Snúið við. Furðulegt. Tvö
þúsund ára boðskapur Krists.
Og þar er framhaldið svona:
Trúið fagnaðarboðskapnum um
ríki réttlætis, friðar og þar af
leiðandi fögnuð. Þá mun allt
annað veitast yður. Hjálpið
Aröbum að finna sjálfa sig og
auðæfi síns lands í stað þess að
efla hatur þeirra og fordóma
gegn þeim fáu, sem björguðust
úr eldinum, sluppu út úr gas-
ofnum og dauðabúðum og gert
hafa auðn að aldingarði þarna
austur frá og er nú enn á ný
hótað eldi og kvölum. Sendið
Aröbum og Ísraelsmönnum
jarðvinnsluvélar í stað skrið-
dreka, vísindamenn í stað her-
foringja, leiðsögn í stað hel-
sprengja og eldflauga. Undar-
legt að hugsanir og hatur fólks-
ins þarna austur frá skuli
myrkva borgir Vesturlanda. En
svo er það samt. Eigum við enn
að gjalda glæpanna í Treblinka
og Auschvitz? Ætlum við enn
að ganga fram á nýju ári til að
byrgja sólskin elskunnar,
söngva góðleikans í kenningu
Krists? Þaðskiptiryist minnstu,
hvað við örfáir íslendingar
gjörum eða hvað við hugsum,
segja sjálfsagt margir. „Ekkert
getur komið í stað íslands,“
segja aðrir. „Það er mikilvæg-
asti hlekkurinn í vörn og vernd
heimsins," bæta þeir við. Ekki
prestar og hugsjónamenn, sem
oft eru einskis metnir, heldur
hagspekingar og stjórnfræðing-
ar. Samkvæmt því erum við ,,fá
og smá“ ákaflega mikilsverðar
manneskjur. Snúum því við
„Trúum frjáls á Guð hins
góða“. „Gæt þess vel sem göfg-
ast hjá þér finnst. Gæddu vel
þann neista sem liggur innst.“
Snúum blátt áfram við af leið
hroka og óhófs. Látum hinn
skapandi mátt huga og handar
fá að njóta sín.
„Lær sanna tign þín sjálfs
Ver sjálfur hreinn og frjáls
Þá skapast frelsið fyrst.“
Öll ægislys hins liðna árs —
ársins sem líklega er metár í
slysum og hörmum á þessari
öld á íslandi ættu að geta orðið
ákall — já neyðaróp um að fara
varlega. Vera algáður, vaka.
Allir íslendingar þurfa að gera
meira en skyldu sína. Þar eig-
um við lýsandi fordæmi einmitt
frá þessu ári, árinu 1973, þegar
eldgosið herjaði Eyjarnar fögru
— gullkistu landsins. Samein-
aðir stöndum vér, sundraðir
föllum vér. Sameinaðir stönd-
um vér „eldgos, nauðir, Svarta-
dauða, eld, ís og myrkur.
Trú á sigur ljóss og lífs, sigur
vorsins, er aðalsmerki allra
sannra íslendinga. Sundrung,
er versti voðinn. Sú trú er
fangamark Krists í vitund is-
lendings. Sú trú hefur enn
haldið velli gegnum aldirnar.
Hlægilegt prestahjal, segir
einhver. En samt er þessi trú á
sigur vorsins sá kraftur, sem
skapar hetjur hversdagslífsins
í hörmum líðandi stundar og
veitir hertygi ljóssins gegn her-
veldi myrkursins.
EJ þið ekki trúið mér, ættuð
þið að kynna ykkur í leyndum
afstöðu fólksins, sem næst
stendur nú slysum og þjáning-
um og næst eldinum og ísnum
og eitrinu. Gangið þanning
heilshugar gegn hættum og
neyð. Látið aldrei eiturveigar
né meingun — ég meina mein
— eyðileggja heilindi og sköp-
unarorku huga hjarta né
handar.
Áfram með sólinni, hærra,
hærra. Fram á lýsandi leið sé
þér litið i trú, þar sem ljómandi
takmark þér skín. Það takmark
er: Sómi vor, gróðandi þjóðlíf.
En til þess að svo megi verða,
þ^rf áskorun skáldsins: Lifni
vilji vit og þor, vaxi trú hvers
hjarta, að verða ívaf allra fram-'
kvæmda íslendings. Það verður
besta gjöfin til lands og lýðs á
hinu mikla afmælisári, þjóðhát-
íð nýja ársins.
Verði þanning gengið fram,
verður 1974 fágnaðarár í orðs-
ins fyllstu merkingu. Þá verður
gaman að sitja við gluggann um
næstu áramót og líta með
Janusi yfir farinn ársins veg.
Árelíus Ntelsson.
Þjóðhátíðarárið 1974
verður okkur vonandi
farsælt ár, þó sjaldan
hafi verið öllu meiri kvíði
í mönnum en við þessi
áramót. Sá kvíði er, ekki
að ástæðulausu. Ábyrgir
aðilar hafa skýrt frá því,
að höfuð fjáraíla útvegur
okkar sé rekinn með
miklu tapi, og iðnrek-
endur hafa vottfest, að
allur iðnrekstur landsins
standi höllum fæti og
flestir munu fyrir löngu
hafa látið sannfærast um
það, að landbúnaðurinn
sé lítil tekjulind fyrir
þjóðarbúið, og hvað er þá
til að brauðfæða þjóðina?
Á þennan hátt er
dæmið með öðrum orðum
sett upp fyrir okkur
almenna borgara og það
er ekki nema eðlilegt að
niðurstaðan verði minni
en ekki neitt. Samt
heldur sigling þjóðar-
skútunnar óhikað áfram
inn Skerjafjörðinn og
þótt við hásetarnir séum
að vona, að vent verði
frá, áður en af strandi
verður, þá mun sú von að
engu gerð. Þeir í brúnni
halda áfram að þræða
milli skers og báru,
meðan ekki sekkur.
Ef að líkum lætur„ mun
margur hafa þunga
áhyggju yfir sínum bú-
reikningi úm þessar
mundir og sjá fram á þá
staðreynd, að hún Bú-
kolla okkar er orðin óeðli-
lega þurftarfrek, eða öllu
heldur að þurfabörnin
eru óþægilega mörg á
ekki fjölmennara heimili.
Nú nægir ekki lengur að
fá léðan fóðurbæti hjá
góðviljuðum nágrönnum
til að drýgja úr henni
Búkollu okkar dropann.
Græðgin og óhljóðin vaxa
dag frá degi í hvítvoð-
ungunum. En þegar
neyðin virðist yfirvof-
andi, verður okkur jafn-
an eitthvað til bjargar.
Nú er komin olíukreppa
okkur til líknar. Hver
veit nema nú sé komið
tækifæri tíl að gera rækt-
un ávaxta og blóma að
þeim atvinnuvegi, sem
bjargað geti hallarekstri
skuttogaranna og fóður-
bætiskaupum fyrir hana
Búkollu okkar.
Garðyrkjubúskapur
okkar hefur að vísu ekki
verið hátt metinn í kaup-
félaginu fram til þessa,
enda aldrei verið annað
en bágborinn einyrkja
kotbúskapur, sem þó
hefur aldrei notið fyrir-
greiðslu eða meðgjafar af
neinu tagi, en miklu
fremur verið sérstök
ástríða til að skattpína
með lúxustollum í öllum
hugsanlegum myndum,
sem hægt hefur verið að
upphugsa í skemmtileg-
heitum. Nú er olíu-
kreppan hjá þeim þjóð-
um, sem hafa milljarða
gjaldeyristekjur af út-
flutningi á blómum, sem
ræktuð eru í upphituðum
gróðurhúsum, að gera
framleiðslu íslenzkra
garðyrkjubænda sam-
keppnisfæra og allavega
mega okkar ræktunar-
menn nú gera sér vonir
um að standast sam-
keppnina um innlenda
markaðinn og þurfa ekki
að henda framleiðslu
sinni á hauga vegna
óþjóðhágslegs innflutn-
ings á samskonar vöru.