Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
7
Bætt
sambúð
Kanada
°g
USA
OTTAWÁ — í október-
hefti tímaritsins „For-
eign Affairs" segir Ro-
bert M. Dunn Jr. prófess-
or við George Washingt-
on háskóla, að sambúð
Bandaríkjanna og Kan-
ada sé sennilega erfiðari
nú en nokkru sinni fyrr.
í Ottawa telja menn
þetta sjónarmið úrelt.
Kanadískir stjórnarfull-
trúar eru þeirrar skoðun-
ar, að sambúð ríkjanna
hafi stórbatnað frá því,
sem var fyrir nokkrum
árum, og á það við öll
mál. Nú er við ýmis meiri
háttar vandamál að
stríða, fyrst og fremst
orkuskortinn og ýmis við-
skiptavandamál, en
báðar þjóðirnar virðast
reyna að taka tillit til að-
stöðu og erfiðleika
hinnar.
Trudeau forsætisráð-
herra Kanada flutti fyrir
skömmu sjónvarpsávarp
um orkuskortinn og
kvartaði þar undan
ásökunum um, að
Kanadamenn reyndu að
ná sér niðri á Bandaríkja-
mönnum á meðan þeir
liðu vegna olíusölubanns-
ins. Hann lýsti því yfir,
að Kanadamenn myndu
halda áfram að senda
Bandaríkjamönnum alla
þá olíu, sem þeir mættu
missa, „vegna þess,“
sagði forsætisráðherr-
ann, „að við erum vinir
og vinir hjálpa hver
öðrum í neyð.“
Hið sama kom fram í
ræðusem JúliusKatz að
stoðarutanríkisráðherra
flutti fyrir skömmu
á fundi nefndar, er
fjallar um utanríkismál,
en þar bað hann Banda
ríkjamenn að minnast
þess, að Kanadamenn
teldu sig ekki hafa
óskoraðan eignarrétt yfir
oliu sinni. Þegar Katz
ræddi um olíuskortinn
sagði hann einnig:
„Kanadamenn ætlast
hins vegar til þess, að
aðrir viðurkenni og virði
skoðanir þeirra og
stefnumál.“
Ýmis atriði í ræðu Katz
stungu svo mjög í stúf
við framkomu Kanada-
manna i samskiptum
landanna á meðan John
Connally var fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna,
að blaðið Toronta Globe
and Mail prentaði hana í
heild.
Ekki er þó því að neita,
að sárin frá fjármálaráð-
herratíð John Conally
eru ekki gróin að fullu,
en hann reyndi allt hvað
hann gat tíl þess að
þvinga Kanadamenn til
að veita Bandaríkjunum
viðskiptaívilnanir árið
1971. Þessi sorglegi og
algjörlega ónauðsynlegi
þáttur í samskiptum
þjóðanna lei-ddi til þess,
sem gengur undir nafn-
inu „aðgerð númer þrjú“
í Ottawa, en það er lang-
tíma áætlun, sem miðar
að því að styrkja stöðu
Kanadamanna gegn
hvers konar þvinungar-
aðgerðum Bandaríkja-
Trudeau
manna og gildir þá einu,
hvort það eru ríkisfyrir-
tæki eða fyrirtæki í
einkaeign, sem standa
fyrir slíkum aðgerðum.
Ein helzta undirstaða
„aðgerðar númer þrjú“
er lagafrumvarp, sem ný-
lega var samþykkt mótat-
kvæðalaust í neðri deild
kanadíska þingsins, og
kveður á um fjárfestingu
erlendra aðila í landinu.
Samkvæmt þessu frum-
varpi ber ríkisstjórninni
að hafa náið eftirlit með
straumi erlends fjár-
magns til Kanada. Eng-
innefast umþáþörf sem
var á setningu slíkra
laga, þar sem fjárfest-
ingar Bandaríkjamanna í
landinu nema nú 35
billjónum dollara, og
bandarísk fyrirtæki ráða
yfir meira en helmingi
allra iðnfyrirtækja í
landinu.
En þetta nýja laga-
frumvarp er aðeins
fyrsta skrefið í viðleitni
Kanadamanna til þess að
ná tökum á sínum eigin
efnahagsmálum, eða svo
notuð séu orð Alasteir
Gillespie fjármálaráð-
herra: „Til þess að Kan-
ada verði annað og meira
en fylgihnöttur erlendra
risafyrirtækja og bráð
alþjóðlegra iðnfyrir-
tækja, sem hafa fyrir
löngu fullnýtt allar auð-
lindir sínar.“
Kanadamenn vilja lifa í
sátt og samlyndi við
Bandaríkjamenn, en þó
vera þeim óháðir. Lögin
nýju, sem lýst var hér að
framan, miða að því að ná
þessu marki, en þau
munu vafalaust valda
nokkrum vandræðum
sunnan landamæranna.
Ef við berum ástandið
í dag saman við það,
sem ríkti á árunum
1971—72, kemur í ljós,
að nú rfkir mun meiri
skilningur og eindrægni
á báðar hliðar; menn
reyna að ræða vanda-
málin og leysa þau í fullri
vinsemd. Með því móti
má finna ýmislegt, sem
nágrannar eiga sameigin-
legt. Ef litið er á hinar
hörðu deilur, sem áttu
sér stað fyrir tveimur
árum, kemur í ljós, að
bandarískir stjórnarfull-
trúar viðurkenna nú, að
hinn mikli verzlunar-
hagnaður Kanadamanna
á þeim árum hafi verið
stundarfyrirbrigði.
Sambandið milli höfuð-
borganna tveggja,
Washington og Ottawa,
hefur stórbatnað að
undanförnu og eitt þýð-
ingarmesta atriðið í því
sambandi, sem að vísu
hefur ekki verið haldið
mjög á loft, er samræm-
ing á tölum um viðskipta-
jöfnuð landanna. Sam-
eiginleg nefnd Banda-
ríkjanna og Kanada
vinnur nú að samningi
um birtingu viðskipta-
talna, sem ætti að geta
komið í veg fyrir mis-
skilning á borð við þann,
sem olli öllum vand-
ræðunum árið 1971.
Störf þessarar nefndar
eru ágætt dæmi um það,
hvernig komast má að
samkomulagi um við-
kvæm mál og auka gagn-
kvæmt traust landanna
tveggja á miklum breyt-
ingatímum, þegar Kan-
ada kemur fram af meira
sjálfstæði og öryggi en
fyrr og falskar forsendur
verndarstefnu og þröng-
sýnnar þjóðernisstefnu
freista Bandaríkja-
manna.
V..LS*íf7 Eftir
JíeUr|lorkShnc0 ^raham
,-ggTN Hove>'
HERBERGI TIL LEIGU gegn barnagæzlu hluta úr degi — fæði fylgir Gæti hentað skóla- stúlku. Upplýsingar í sima 1 5320 FÓLKSBÍLL ÓSKAST Vil kaupa góðan 5 manna fólksbíl árgerð 1 968 til 1972 Vinsaml. hringið í síma 81 853
ÍBÚÐ TIL LEIGU ný fullgerð, teppalögð 4ra herb í norðurbænum Hafnarfirði Reglu- semi og góð umgengm skilyrði Tilboð sendist Mbl. merkt: „íbúð 974' TIL LEIGU nýleg 4ra herbergja ibúð i Norður- bænum i Hafnarfírði. íbúðm er laus um áramót Upplýsingar i sima 52980
TIL LEIGU 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi í Háaleitishverfinu Tilboð óskast send Mbl. merkt: 973 HEKLUBÆKUR frá Marks og Jakobsdals Fjölbreytt úrval lita og tegunda af heklugarni ma Bianca og Lenacryl Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut
HAFNARFJÖRÐUR — BARNAGÆZLA Barngóð kona óskast til að gæta tveggja barna 3ja ára og 3ja mán i Hvömmunum i Hafnarf ca. hálfan daginn Uppl i s 5341 9 IE5IÐ DnctEcn
Hressingarleikfimi
fyrir konur
Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 3. janúar 1974 í
leikfimissal Laugarnesskólans. Get bætt við nokkrum
konum. Uppl. í síma 33290.
Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari.
Óskum starfsmönnum og viðskiptavinum
gleðilegs árs
með þökk fyrir hið liðna.
Vélaverkstæði J. Hinriksson,
Skúlatúni 6.
__________________________________!
EDÐAV
tlMBODS ()(•
IIKII.I)\ER/.IA!-N
ERUM FLUTTIR
Mýlt slmanúmer 86166
Sundaborg, Klettagarðar
11 — 1 3 simi 861 66.
-rrrr