Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 27

Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 27 Spá fyrir árið 1974 Vogarmerki — 23. sept.—22. okt. SporSdrekamerki 23. okt.—22. nóv. Bogmerki — 23. nóv.—20. des. Steingeitarmerki 21.des.— 19.jan. Vogin elskar friðinn, og er reiðubúin til að leggja mikið á sig til að spilla hinum ekki. Hún hefur rfka réttlætistilfinn- ingu, er gædd næmleika og inn- sæi, og tekur ekki ákvarðanir, nema að vel yfirveguðu ráði, er umburðarlynd og freistast sjaldan til að troða skoðunum sínum upp á aðra. Víðsýni og jafnlyndi eru einnig einkenni þeirra, sem fæddir eru f þessu merki. Aftur á móti er vogin oft gagnrýnin um of, forvitin og jafnvel hnýsin um annarra hag, auk þess sem henni hættir til illgirni og öfundsýki. Hún ætl- ast venjulega til mikils af líf- inu, og verður oft fyrir sárum vonbrigðum af þeim sökum. ★ 1974 verður ár umskipta og grundvallarbreytinga þeirra, sem fæddir eru í vogarmerki. Að undanförnu hefur gætt óró- leika i lifi vogarinnar, en nú er tímabil gæfu og gengis fram- undan. Varla verður ofbrýnt fyr ir voginni, að það að hika er sama og tapa, þannig, að mörg gullin tækifæri geta gengið henni úr greipum, nema höfð séu snör handtök. Fjármálin munu þróast eins og bezt verð- ur á kosið á þessu ári, sérstak- lega á fyrsta ársfjórðungi. Áríð- andi er, að heilsufarinu sé gaumur gefinn á árinu, en nokkuð er hætt við streitu og ofþreytu. ánægjulegu ástalífi á árinu, og um miðbik ársins mun róman- tíkin blómstra. Vogin ætti að vara sig á því, að sýna óverð- ugum trúnað. Trúlegt er, að ný viðhorf skapist til margra málefna á þessu ári, og vert er að reyna að grípa gæsina meðan hún gefst. Sporðdrekinn hefur ákaflega sterkan persónuleika. Hann hefur frábæra skipulagshæfi- leika, býr yfir einstökum hæfi- leikum til forystu og er helzt í essinu sínu þegar erfiðleikar steðja að. Hann tekur ekkert sem sjálfgefið — býst aldrei við öðru en því að þurfa að hafa eitthvað fyrir hlutunum. Hafi hann tekið ákvörðun verður henni ekki haggað. Þetta fólk á oft bágt með að láta sér koma saman við aðra, sakir ráðrfkis og drottnunargirni. Sporðdrek- inn er venjulega hefnigjarn og svífst einskis til að koma áformum sínum í framkvæmd. ★ Á árinu er allra veðra von — og er líklegt, að gagnger um- skipti verði hvað snertir starf sporðdrekans. Erfiðleikar í fjármálum munu hafa sin áhrif, en þar sem sporðdrekinn lætur vandkvæði ekki aftra sér frá því að ná settu marki, verður þetta ekki afdrifaríkt. Hætt er við því, að hann verði fyrir barðinu á miður vinsam- legu fólki, sem mun vinna gégn honum á bak við tjöldin. Sporð- drekinn ætti að gæta þess sér- staklega á þessu ári að sýna gætni og kurteisi i umgengni við aðra — og þá sérstaklega þá, sem liklegir eru til að hafa áhrif á starf hans og frama. Fyrstu þrír mánuðir ársins munu verða óvenju annasamir, en um leið árangursríkir, og sarna er að segja um desember- mánuð. I ár mun fjölskyldulifið gegna þýðingarmeira hlutverki en verið hefur nokkur undan- farin ár, og sporðdrekinn mun hafa meiri þörf fyrir náið sam- band við vini sina og ættingja. Oftast er bogmaður allra Ijúflingur, vinsæll, geðgóöur, en örlyndur. Hann er fljótur til reiði og fljótur til sátta, hrein- skilni hans kemur öðru fólki til að blikna og biána, og oft fer hann óvarlega og óhyggilega að ráði sýnu. Hann skiptir um skoðun mörgum sinnum á dag, er óáreiðanlegur, en einlægur og meinar alltaf það sem hann segir þá stundina. Hann er gæddur óvenjulegu hugrekki, en óþolinmæði og eirðarleysi háir honum oft. Hann er ekkert feiminn við að hrósa sjálfum sér, og meinar þá sem endra- nær hvert orð. Ilann er örlátur og greiðvikinn, en hættir oft til að lofa upp í ermina á sér. ★ Á þessu ári ætti bogmaðurinn að vera viðbúinn verulegum breytingum á persónulegum högum sinum. Vandamál, til- finningalegs eðlis, verður til lykta leitt, þannig að bogmaður- inn verður nú óháðari og frjáls- ari en áður. Afkastageta og lífs- orka hans eykst, þannig, að bog- maðurinn getur vænzt farsæld- ar á komandi ári. Fyrsti árs- fjórðúngur verður einkar hag- stæður til undirbúnings og áætlana fyrir síðari hluta árs- ins, en þá aukast umsvif á flest- um sviðum. Helzt vill bog- maðurinn vera sífellt á fart- inni, en þetta árið verða ferða- lög hvorki mörg ná löng. Ósam- komulag við vini og kunningja er líklegt, en ástæðan er senni- lega misskilningur sem leiðrétt- ist í árslok. Bogmenn, sem hyggjast festa ráð sitt ættu ekki að taka ákvarðanir í þeim efn- um fyrr en á sfðari misseri. Bogmaðurinn fær tækifæri til að endurvinna traust og trúnað sinna nánustu, en ástarævin- týri og tilfinningarót ætti hann að forðast eftir megni. Steingeitin er framsækin og metorðagjörn, og sést oft ekki fyrir í þeim efnum. Hún er skyldurækin og hefur ríka ábyrgðartilfinningu. Greið- vikni, sjálfsögun og vinnusemi er meðal beztu kosta hennar, og hún ætlast jafnan til þess sama af sjálfri sér og öðrum. Hún er yfirleitt eigingjörn, og hættir til að miða flest við sjálfa sig. Hún eignast auðveldlega óvini og svffst einskis til að klekkja á þeim. Til þess að fegra sjálfa sig gerir hún oft meira úr veik- leika og göllum annarra en efni standa til. Dugnaður og þraut seigja steingeitarinnar, nákvæmni hennar og einbeitni eru þeir eiginleikar, sem koma henni að beztu haldi. ★ Þetta ár verður einkar hag- stætt fyrír þá, sem fæddir eru í þessu merki. Fljótlega mun koma 1 ljós, að hyggilegast er að haga seglum eftir vindi, en þar sem fyrri hluti ársins er heppi- legastur til meiriháttar fram- kvæmda er mikilvægt að nota þann tima vel. Fjármálahorfur á árinu eru mun betri en verið hafa, en líklegt er að pen- ingarnir komi úr annarri átt en áður. Heilsufarið krefst auk- innar aðgæzlu, fyrstu fjóra mánuði ársins, en með þvi að fara varlega er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ásta- málin eru undir miður heppi- legum áhrifum á árinu, sérstak- lega hvað varðar ný sambond. Steingeitin ætti þó.ekki að láta neitt tækifæri ónotað til að stofna til nýrra kynna og hafa sig sem mest í frammi á almannafæri, þar sem mikil- væg sambönd hafa sitt að segja í sambandi við velgengni hennar á þessu ári. Vatnsberinn er friðsamur og jafnlyndur. Hjálpsemi og sann- leiksást eru áberandi eigin- leikar í fari hans, og venjulega er hann umburöarlyndur gagn- vart náunganum. Hann er þægilegur í viðmóti, gerir strangar siðferðilegar kriifur til sjálfs sín, en hann getur verið ósveigjanlegur og lang- rækinn í meira lagi. Vatns- berinn er tortrygginn að eðlis- fari og viðurkennir galla sfna hvorki fyrir sjáifum sér né öðrum. Honum er oftast nákvæmlega sama um það álit, sem aðrir hafa á honum, og er staurblindur á eigin galla. Hann er hnýsinn um annarra hag, og á það til að hlakka yfir óförum annarra. ★ Fyrsti ársfjóðrungur verður tími uppgangs og velgengni, en eftir það verður þörf aukinnar aðgæzlu og varkárni á flestum sviðum. Vatnsberinn getur bú- izt við miklu annríki, og þarf sennilega að leggja meira á sig við vinnu sína en að undan- förnu. Heilsufarið gæti brugðið til beggja vona á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á tilfinninga- sviðinu verður ekki tiðinda- samt fyrr en með vorinu, en þá rennur upp tímabil jafnvægis og staðfestu að því leyti. Þeir vatnsberar, sem hug hafa á því að skipta um starf ættu að gera það fyrir marzlok. Ferðalög munu ekki gera strik í reikn- inginn, en gætu reynzt góð til- breytíng, sérstaklega í sumar. Nokkur hætta er á vinslitum, og ætti vatnsberinn að hugsa sig rækilega um áður en hann gerir upp hug sinn i sambandi við tilfinningamál almennt. Þeir, sem fæddir eru 1 fiska- merki eru venjulega tilfinn- inganæmir, þolinmóðir og þægilegir f umgengni. Þeir eiga auðvelt með að setja sig inn I vandamál annarra, eru samvizkusamir, en hættir nokkuð til leti. Þeim gengur ekki vel að taka sjálfstæðar ákvarðanir — eru oft sammála síðasta ræðumanni, óhreinskilnir og undirförulir. Hins vegar eiga þeir gott með að laga sig að aðstæðuni, eru sérlega barngóðir og áhuga- samir um hagi þeirra, sem minna mega sfn. Þeir eru á móti hvers konar raski og veseni og líður bezt f jafnvægi. ★ Árið 1974 er líklegt til að marka tímamót í lífi margra þeirra, sem fæddir eru í fiska- merkinu. Framundan er lausn á vandamáli, sem lengi hefur verið á döfinni, en fyrstu þrjá námuði ársins gætu fiskarnir orðið þess áþreifanlega varir, að laun heimsins eru vanþakk- læti, og er líklegt, að fiskurinn verði bitbein miður vinveittra kjaftaska. í aprfl fer allt að snúast til betri vegar, og þá ætti að vera óhætt að hafa sig meira í frammi. Svo virðist sem liðnir atburðir hafi mikil áhrif ágang mála fram eftir árinu, bæði i hagstæðu tilliti og hinu gagn- stæða. Því væri ráðlegast fyrir fiskinn að gera hreint fyrir dyrum sínum — sérstaklega í fjármálum og ástam'álum. Heilsufarið verður fremur gott á árinu, en þó má búast við því að smákvillar og slen geri vart við sig annað slagið. Fiskurinn getur búizt við fjárhagserfið- leikum á árinu, og er nauðsyn- legt að gæta ýtrustu varfærni og fyrirhyggju í þessurn efnunt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.