Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
29
„í sömu tungu,
sama landi
inn sami lifir
frelsis andi“,
svo kvað Matthías
Jochumsson, þegar hann
heilsaði Kristjáni konungi
níunda á þúsund ára af-
mæli íslandsbyggðar 1874.
Allt frá því að Ingólfur
Arnarson nam hér land og
reisti síðan bú í Reykjavík,
sem mörgum öldum síðar
varð höfuðstaður landsins,
höfum við íslendingar átt
sama landið, talað sömu
tungu og metið frelsið, þótt
færri séu þær kynslóðir,
sem þess hafa notið en hin-
ar, sem frelsissviptingu
hafa þolað.
Við teljum nú landið,
móðurmálið og frelsið
sjálfsagða eign okkar og
gerum okkur sjaldan grein
fyrir því, að þjóðir, bæði
eldri og yngri okkur Is-
lendingum, hafa liðið undir
lok, þegar þær glötuðu
landi sínu, móðurmáli og
frelsi, einhverju þessu eða
öllu.
Sjálfskaparvítin hafa
ekki ávallt orðið þjóðum að
aldurtila, en víst er, að litla
lífsvon á sú þjóð, sem uggir
ekki að sér og vill ekkert á
sig leggja til að halda lífi.
Dómur sögunnar mundi
líklega verða sá, að slík
þjóð ætti ekki skilið að lifa,
þar sem hún hefði ekki átt
þann kjark og kraft, sem
öllu lífi er nauðsyn.
Okkur er hollt að minn-
ast sögu okkar og frelsis-
baráttu allt frá landnámi
Ingólfs. Þjóðhátíðin 1874
var ekki aðeins slík minn-
ingarhátíð heldur þáttur í
frelsisbaráttu þjóðarinnar,
þegar hún fékk stjórnar
skrá, þótt ófullkomin væri.
Þjóðhátíðin 1874 jók þjóð-
inni þor og þrek, efldi sam-
hug og samtök til að halda
frelsisbaráttunni fram til
sigurs.
Á árinu 1974 höldum við
þjóðhátíð. Hún verður von-
andi ekki aðeins minning-
arhátíð heldur og til þess
fallin að vigja okkur verk-
efnum jafnt líðandi stund-
ar og framtíðarinnar. Full
þörf er á því. Á næsta ári
verða teknar örlagaríkar
ákvarðanir í sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar.
Tryggja þarf öryggi og
varnir landsins, 200 mílna
landhelgi og traustan efna-
hag.
☆
Okkar eigin reynsla og
lega landsins færir okkur
heim sanninn um, að við
verðum ekki spurðir, Is-
lendingar, hvort við drög-
umst inn í átökin í heimin-
um eða stöndum utan
þeirra. Þótt við vildum
leiða hjá okkur það, sem á
sér stað við bæjardyrnar,
þá eru engar líkur til þess,
að við getum það.
Við höfum gjarnan orð á
því, að við viljum standa
með þeim þjóðum, sem
berjast fyrir frelsi sínu eða
vilja vernda það. Stuðning-
urinn takmarkast þó oftast
við samúð okkar og þegar
bezt lætur atkvæði okkar á
vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna.
Sú spurning hlýtur því
að vakna, hvort við eigum
að láta frekari stuðning í
té, þegar og ef við höfum
tök á.
Er það virðingu og
skyldu sjálfstæðrar þjóðar
samboðið að láta örlög ann-
arra og þ. á m. nágranna,
sig engu skipta, hvað þá
heldur að vera skeytingar-
laus um eigin örlög?
Lærdómsríkt er að
kynnast viðhorfum Norð-
manna til öryggis- og varn-
armála. Margir forystu-
manna þeirra sátu í fanga-
búðum nasista bæði í Nor-
egi og Þýzkalandi, þegar
land þeirra var hertekið í
seinni heimsstyrjöldinni.
Eftir stríðið, árið 1946,
komst nefnd undir forystu
Bratteli núverandi forsæt-
isráðherra og formanns
Verkamannaflokksins að
þeirri niðurstöðu:
1. Að Norðmenn yrðu að
hafa samstarf í varnarmál-
um við aðrar þjóðir og
gætu ekki einir og óstuddir
varið land sitt sjálfir, ef til
styrjaldar kæmi.
2. Að Norðmenn gætu
ekki heldur á fríðartímum
staðið einir að nauðsynleg-
um varnarbúnaði og
þeim kostnaði, sem honum
væri samfara, án samstarfs
og samræmingar við við-
búnað annarra þjóða.
Á þessum forsendum
gerðust Norðmenn stofn-
aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu 1949, og óhætt
er að fullyrða, að án þátt-
töku þeirra og Dana hefði
þátttaka okkar Islendinga í
Atlantshafsbandalaginu
ekki komið til.
Islendingar geta ekki
fremur en Norðmenn sagt,
að þeir vilji ekkert gera til
að vernda land sitt, þar
sem þeir geti hvort sem er
ekki gert það einir og
óstuddir. Islendingum er
engin minnkun fremur en
Norðmönnum að bindast
samtökum við aðrar þjóðir
til að tryggja sameiginlegt
öryggi og frið í sínum
heimshluta. Það væri þvert
á móti íslendingum minnk-
un, ef þeir vildu ekkert
gera eða í té láta til að
tryggja það öryggi og frið,
sem þeir vilja þó sjálfir
njóta.
Satt er það, að Islending-
ar hafa ekki her eins og
Norðmenn. Islendingar
verja ekki milli 10—12%
af útgjöldum ríkisins og
3—4% af þjóðarframleiðsl-
unni til hervarna. En Is-
lendingar búa yfir þeirri
aðstöðu, sem þeir geta í
senn veitt sjálfum sér,
Norðmönnum og öðrum
þjóðum til öryggis og kem-
ur jafnframt í veg fyrir, að
þessar þjóðir þurfi að verja
hærri hundraðshluta þjóð-
arframleiðslu sinnar til
hervarna en ella. Það er
framlag okkar til sameigin-
legs öryggis.
Sagt er, að Norðmenn
vilji ekki hafa erlent varn-
arlið í landi sínu og því sé
engin ástæða til að ætlast
til þess af okkur. En Norð-
menn hafa eigin her, sem
gegnir sama hlutverki og
bandaríska varnarliðið
hér. Og þótt Norðmenn
hafi ekki erlent varnarlið
að staðaldri í landi sínu, er
hluti af stjórnstöðvum At-
lantshafsbandalagsins þar
staðsettur, tíðar heræfing-
ar með sveitum annarra
bandalagsþjóða eiga sér
þar stað, auk reglubund-
inna heimsókna þeirra er-
lendu sveita, sem styrkja
eiga varnir Noregs, ef illa
fer.
Getum við íslendingar
einir allra þjóða loka aug-
unum fyrir hættum um-
heimsins og talið öryggi
okkar borgið, án þess að
gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir til tryggingar frelsi
okkar og friði í heiminum?
☆
Um þessar mundir fara
fram samningaviðræður til
þess að draga úr spennu í
alþjóðamálum. Við vonum,
að árangur þeirra verði
annar og betri en „ekki
árásarsamningar“ fyrir
seinni heimsstyrjöldina,
sem reyndust fyrirboði
árása einræðisríkja. Við er-
um í ljósi gamallar reynslu
tortryggin í garð einræðis-
ríkja. Sú tortryggni bygg-
ist m.a. á ónógri vitneskju.
Við vitum of lítið um, hvað
er að gerast í einræðisríki,
og þær fréttir, sem berast,
draga því miður ekki úr
tortryggni. Valdhafarnir
þurfa ekki að standa fólk-
inu reikningsskil gerða
sinna. Okkur er því nauð-
syn að semja með styrk að
baki, meðan sá gagn-
kvæmi skilningur þróast,
sem ryður brautina fyrir
auknum friðsamlegum og
frjálsum samskiptum, sem
ein geta eytt tortryggni og
skapað skilyrði fyrir því, að
þjóðir heims geti lækkað
framlög sín til herbúnaðar
og við þurfum ekki lengur
sjálfra okkar vegna að
veita erlendu varnarliði
áfram aðstöðu hér á landi.
Við Islendingar eigum að
gera okkur sjálfstæða
grein fyrir, hvaða varnar-
viðbúnaður er nauðsynleg-
ur hér á landi á hverjum
tíma. Það er skylda okkar,
sem við getum ekki skotið
okkur undan, þótt við höf-
um ekki her. I lýðfrjálsum
löndum taka hershöfðingj-
ar eða herfræðingar ekki
ákvarðanir, heldur þjóð-
kjörnir fulltrúar, sem bera
ábyrgð gagnvart kjósend-
um í frjálsum kosningum.
Tímabært er, að alþingis-
menn kveði upp úr um það,
að hér er þörf varna enn
um sinn, og þeir verða að
fjalla í höfuðdráttum um,
hvernig þeim skuli háttað.
Með öðrum hætti verður
sjálfsákvörðunarréttur
þjóðarinnar ekki tryggður.
Við skulum minnast
þess, að stjórnarskráin
1874 batt enda á einveldi
konungs og ruddi brautina
fyrir lýðræði og endur-
heimt sjálfstæðis. Einveldi
konungs, svo illt sem það
Eftir Geir Hallgrímsson
formann
S j álfs tæðisflokksins
v.