Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
var, er barnaleikur í sam-
anburði við einveldi komm-
únismans. Ákvarðanir árs-
ins 1974 mega ekki ryðja
því braut.
V
Einstaka ráðherrar hafa
gefið mismunandi yfirlýs-
ingar um varnarmálin, svo
að ljóst er, að ríkisstjórnin
hefur enga sameíginlega
stefnu í öryggismálum
landsins.
Með sama hætti var aug-
ljóst, að sundrung ríkti í
röðum ráðherra um með-
ferð landhelgismálsins og
samningana við Breta. Al-
þýðubandalagið notaði
landhelgismálið til hins
ítrasta til að slíta terigsl
okkar við varnarbandalag
vestrænna þjóða. Útfærsla
fiskveiðilögsögunnar og
hagnýting hennar skipti
minna máli en ef unnt væri
að koma íslandi úr Atlants-
hafsbandalaginu og gera
landið varnarlaust.
Vafalítið hefur og land-
helgismálið verið stjórnar-
flokkunum öllum kærkom-
ið skálkaskjól til þess að
draga athygli þjóðarinnar
frá stefnu og úrræðaleysi
ríkisstjórnarinnar bæði í
öryggis- og efnahagsmál-
um, sem nú blasir við.
Setning landgrunnslag-
anna 1948, þar sem íslend-
ingar helguðu sér land-
grunnið allt, og síðari að-
gerðir, sem byggjast allar á
þeirri lagasetningu, lokun
fjarða og flóa, útfærsla
fiskveiðilögsögunnar í 4, 12
og 50 mílur, eru því að
okkar skoðun allar í sam-
ræmi við alþjóðalög og
rétt. Breytir hér engu um,
þótt aðrar þjóðir hafi ve-
fengt rétt okkar. Við höf-
um í góðri trú og þannig af
lífsnmiösvn í'iliaö vornda
fiskstofnana í haf-
inu umhverfis land-
ið, bæði tii þess að
tryggja afkomu lands-
manna og hagsmuni ann-
arra þjóða til frambúðar.
Bretar gripu til þess
óyndisúrræðis 19. maí sl.
að beita herskipaflota til
verndar togurum sínum
við veiðar innan hinnar
nýju íslenzku fiskveiðilög-
sögu, stofnuðu af ábyrgðar-
leysi lífi manna í hættu og
náðu því miður of miklum
árangri við veiðar, bæði áð-
ur en og eftir að herskipa-
verndin kom til sögunnar.
Rétt var því að leysa deil-
una við Breta með samn-
ingum, en unnt hefði verið
að gera slíkt samkomulag
með hagkvæmari hættifyr-
ir íslendinga en raun varð
á, áður en til nokkurra
átaka kom.
En í tengslum við sam-
skipti okkar við Breta er
ástæða til að vekja athygli
á, að íslandi var veittur
frestur, þar til nú í janúar-
mánuði, til að mæta og
skila greinargerð til Al-
þjóðadómstólsins í land-
helgismálinu. Bretar skil-
uðu sinni greinargerð í
ágúst sl. Formælendur rík-
isstjórnarinnar hafa vel-
flestir ekki talið rétt, að
íslendingar flyttu mál sitt
fyrir dómstólnum, en hins
vegar haft orð á því, að
dómstólnum skyldi send
skrifleg greinargerð af
okkar hálfu. Verður vart
séð, að munnlegur mál-
flutningur, studdur skrif-
legum gögnum, skuldbindi
okkur á neinn hátt meir en
skriflegur málflutningur.
Og ljóst er, hvor málsmeð-
ferðin er málstað okkar sig-
urstranglegri.
Sé nokkur vafi á sigri
málstaðar okkar við upp-
kvaðningu dóms í land-
helgismálinu í Haag, sem
við sjálfstæðismenn teljum
ekki vera, ef við flytjum
mál okkar, þá er skylda ís-
lenzkra stjórnvalda að sjá
svo um, að dómur verði
ekki upp kveðinn, fyrr en
hafréttarráðstefnan í
Venezuela hefur tekið til
starfa á næsta ári. En þar
kemur væntanlega í ljós,
svo aÖ andstæðingar okkar
verða að taka tillit til, að
þróun alþjóðaréttar geng-
ur okkur í vil og viður-
kennir víðari auðlindalög-
sögu en deilumálið fyrir
dóminum um 50 mílurnar
fjallar um. Ríkisstjórnin
getur séð fyrir þessu með
því, að fulltrúi okkar flytji
málið í Haag og fari fram á
eðlilega fresti til að afla
gagna. Ríkisstjórnin gat
líka tryggt þetta í samn-
ingnum við Breta með því
að ákveðið yrði að meðferð
málsins í Haag yrði frestað.
Þetta láðist ríkisstjórninni
að gera. Ef svo ölíklega fer,
að dómur gangi á móti
okkur í Haag, hvílir
ábyrgðin á ríkisstjórninni
einni, því að óhugsandi er,
að málið tapaðist, ef öll rök
íslendinga komast til skila.
Stundum segja mál-
svarar ríkisstjórnarinn-
ar, einkum úr hópi Al-
þýðubandalagsins, að við
eigum ekki að treysta öld-
ungunum í Haag. Öldung-
arnir svokölluðu sitja í al-
þjóðadómstóli Sameinuðu
þjóðanna. Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna kýs
þá, en þar eru fulltrúar
þriðja heimsins í miklum
meirihluta, og við íslend-
ingar teljum okkur hafa
samstöðu með þriðja heim-
inum til að tryggja þjóðum
heims yfirráð yfir auðlind-
um sínum.
Alþýðubandalagsmenn
hafa líka látið í veðri vaka,
að við getum treyst Sam-
einuðu þjóðunum fyrir ör-
yggi okkar og vörnum
landsins, en er þá ekki
fyrsta skrefið að treysta
stoðir alþjóðastofnana
Sameinuðu þjóðanna eins
og Alþjóðadómstólsins? Og
hvernig eigum við að leysa
millirfkjadeilur, ef við vilj-
um hvorki semja um
ágreiningsefnið né leggja
það í dóm. Er nokkurt úr-
ræði þá eftir, nema vald-
beiting? Hagsmunum ís-
lendinga eins og annarra
smáþjóða, er illa komið, ef
valdbeiting á að ráða úrslit-
um mála.
Væri það ekki íslending-
um til ævarandi sóma
að leggja sinn skerf til þess
að gera Alþjóðadómstólinn
í Haag að tæki til að koma í
veg fyrir valdbeitingu í
skiptum þjóða á milli? Er
það ekki í samræmi við arf-
leifð okkar og réttarfars-
rfki það, sem við teljum
okkur byggja?
Við teljum að sjálfsögðu
ekki fyrir neðan virðingu
okkar að taka þátt í haf-
réttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna, sem á að
leitast við að ákveða, hver
eigi að vera víðátta auð-
lindalögsögu landa. Við
teljum okkur ekki vera að
afsala neinum rétti með
slíkri þátttöku, miklu frek-
ar erum við að tryggja
hann.
Við sjálfstæðismenn
spáðum því, að þróun mála
um víðáttu auðlindalög-
sögu mundi ganga okkur í
vil. Sú hefur og raunin orð-
ið. Á öðrum fundi hafrétt-
arráðstefnunnar í Venezu-
ela á miðju næsta ári,
standa vonir til, að sam-
þykkt verði yfirlýsing um
200 mílna auðlindalögsögu
þjóðum heims til handa.
í samræmi við land-
grunnsstefnu Sjálfstæðis-
flokksins og með tilvísun
til þróunar mála á alþjóða-
vettvangi hafa allir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
lagt til, að fiskveiðiland-
helgin verði færð út í 200
mílur fyrir árslok 1974.
Á hafréttarráðstefnunni
er umræðuefni ekki 12
mílna fiskveiðilögsaga eins
og var á slíkum ráðstefnum
1958 og 1960. 50 mílna fisk-
veiðilögsagan er ekki held-
ur á dagskrá. Spurningin
er hins vegar, hvort 200
mílna auðlindalögsaga nær
tilskildum % hluta atkvæða
eða aðeins einföldum
meirihluta.
En hvort heldur er, að
200 mílurnar nái tilskild-
um 2/3 hluta atkvæða eða
einföldum meirihluta,
mundi alþjóðadómstóllinn
aldrei dæma slíka útfærslu
ólögmæta að alþjóðalögum,
hvað þá útfærslu i 50 míl-
ur, ekki sízt þar sem marg-
ar þjóðir hafa þegar fært
fiskveiðilögsöguna út í 200
mílur.
Hagsmunir ríkja að
helga sér auðlindir eins og
olíu í hafsbotni allt að nýt-
ingarmörkum, sem geta
legið utan 200 mílnanna,
hafa haft áhrif málstað
okkar í vil. Þau áhrif eru
enn þyngri á metunum nú í
olíukreppu, enda siðleysi
að önnur lög gildi um auð-
lindir hafsbotnsins en hafs-
ins sjálfs.
Við Islendingar þurfum
nú þegar að gera okkur
grein fyrir, hvernig við
ætlum að hagnýta okkur
fiskimiðin innan 200 míln-
anna og hvaða friðunarráð-
stafanir skuli gerðar. Við
þurfum að þessu leyti að
vera betur undir búin að
ákveða friðunarráðstafanir
innan 200 mílnanna en
raun varð á innan 50 míln-
anna. Rétt fyrir jöl voru að
vísu samþykkt lög um fjsk-
veiðiréttindi í landhelg-
inni, en undirbúningi
þeirra og efni er ábóta-
vant, og þarf að lagfæra
um leið og við stígum
næsta skref til útfærslu
landhelginnar. Þá er og
nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir, hvaða fisk-
veiðiréttindi annarra þjóða
skuli viðurkennd innan 200
mílnanna við ísland gegn
samsvarandi réttindum ís-
lenzkra fiskiskipa á erlend-
um fiskimiðum eins og t.d.
réttindi til síldveiða í Norð-
ursjó.
Við þurfum að nota tím-
ann og efla landhelgisgæzl-
una að skipum, tækjum og
öðrum búnaði, svo sem
hæfir mikilvægi hennar og
þeim dugmiklu starfs-
mönnum, er að henni
stárfa með slíkum sóma,
sem liðið ár hefur bezt leitt
í ljós. Eiga þeir þökk skilið.
Rétt er, að við höfum
ekki unnið endanlegan sig-
ur í deilunni um 50 mílna
fiskveiðilögsöguna, aðeins
bráðabirgðásamningur
hefur verið gerður við
Breta, og enginn við Þjóð-
verja, og þeir halda áfram
veiðum innan 50 mílnanna,
auk þess sem aðrar þjóðir,
er telja sig hafa hagsmuna
að gæta, viðurkenna þær
ekki enn.
En eins og málin horfa
nú við, er úrslita í deilunni
um 50 mílurnar ekki að
vænta, fyrr en sigur er
unninn og yfirráð okkar og
annarra þjóða tryggð yfir
200 mílna auðlindalögsögu.
Að þeim sigri og því tak-
marki hljótum við að
keppa á þjóðhátíðarárinu
1974.
☆
Við skulum varast að
ræða ávallt svo um efna-
hagsmál að stjórnarfars-
legt sjálfstæði okkar velti á
úrlausn hversdagslegs og
eðlilegs efnahagsvanda,
sem ávallt hlýtur að bera
að höndum.
Með þeim hætti greinum
við sfður en skyldi milli
aðalatriða og aukaatriða og
getum slævt tilfinningu
okkar fyrir því, þegar mál-
um er svo alvarlega komið,
að sjálfstæði okkar er f
raunverulegri hættu.
Það fer þó ekki á milli
mála, að efnahagslegt sjálf-
stæði er forsenda stjórnar-
farslegs frelsis. Ef við er-
um öðrum efnalega háð, er
hætt við, að við verðum
þeim ósjálfrátt bundin á
öðrum sviðum. Hér gildir
það sama í lífi einstaklinga
og þjóða. Auðvitað hljóta
einstaklingar sömu þjóðar
að vera hver öðrum háðir
að vissu marki eins og þjóð-
ir hver annarri í heimi,
sem fer minnkandi vegna
bættra samgangna og
meiri samskipta. Aðalatrið-
ið er, að einstaklingar og
þjóðir eigi sér fleiri kosti
og búi svo vel að geta neytt
þeirra samkvæmt eigin
vali.
Óþarfi er að fara mörg-
um orðum um, að efnahag-
ur og lífskjör manna og
þjóðarinnar í heild er ólíkt
betri nú en þjóðhátíðarárið
1874. Tækniþróun og aukin
verkaskipting í kjölfar iðn-
byltingarinnár á Vestur-
löndum á hér mestan hlut
að máli, þótt hún hafi haft
sínar skuggahliðar. Um
leið gerum við okkur grein
fyrir, að margar vanþróað-
ar þjóðir og lönd búa við
sömu kjör og lélegri nú en
íslendingar fyrir 100 ár-
um. Til þess liggja vafalítið
margvíslegar ástæður, en
ekki sízt, að ekki hefur tek-
izt að koma á frjálsum við-
skiptum þjóða á milli, án
tollmúra og valdbeitingar í
þágu stórvelda og einokun-
arfyrirtækja.
Ýmsar þjóðir hins þriðja
heims hafa ýmist sjálfar
eða f krafti þarlendra ein-
ræðisherra og vegna áhrifa
Sovétríkjanna og Kína val-
ið sér þröngan þjóðernis-
legan socialisma sem
grundvöll efnahagsstefnu
sinnar, og þar með tafið
fyrir, að saman dragi með
vestrænum iðnaðarríkjum
og vanþróuðum löndum.
Aðgerðir Arabaríkjanna
í olíumálum eru nú efst á
baugi. Stjórnskipulag
þeirra flestra er einkenni-
legt sambland af lénsskipu-
lagi fyrri alda og „national-
socialisma". Þrátt fyrir
olíuauðæfi og socialisma
býr almenningur þessara
landa við léleg kjör.
Ákvörðun Arabahöfðingj-
anna um hækkun olíuverðs
og takmörkun framleiðslu
sýnist heldur ekki gerð til
að bæta kjör almennings
heldur sem þáttur í valda-
tafli í krafti einokunarað-
stöðu og er fordæmanleg
sem slík. Þó skulum við
ekki loka augunum fyrir
því, að verðhækkun olíunn-
ar kann að vera réttlætan-
leg að ákveðnu marki eins
og verðhækkun hráefna
hins þriðja heims kann að
vera eðlileg til að koma á
jafnvægi milli framboðs og
eftirspurnar og meiri jöfn-
uði í lífskjörum þjóða
heims. Ekki seljum við ís-
Iendingar sjávarafurðir
okkar fyrir lægra verð en
við getum hæst fengið fyr-
ir þær, þótt verðhækkun
þeirra hækki framfærslu-
kostnað almennings í við-
skiptalöndum okkar.
Við íslendingar getum
hins vegar búizt við, að
mikil verðhækkun sjávar-
afurða breyti að einhverju
neyzluvenjum fólks, því er
ekki unnt að treysta á
áframhaldandi verðhækk-
un þeirra, og með tilvísun
til þess hljótum við að
sníða okkur stakk.
Hækkun olíuverðs hlýt-
ur og að verða til þess, að
olíukaupendur leiti ann-
arra orkugjafa, og einkum
hljótum við íslendingar að
vera í þeirra hópi.
Enn er ekki tfundi hluti
vatnsorku okkar nýttur og
aðeins brot af varmaork-
unni. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur öðrum stjórn-
málaflokkum fremur lagt
áherzlu á nýtingu þessarar
innlendu orku til þess að
skjóta fjölbreyttari stoðum
undir atvinnulffið í land-
inu, mæta sveiflum í verði
og magni sjávarafla og
bæta lífskjör í landinu.
Sjálfstæðismenn áttu
þannig frumkvæði og for-
göngu um virkjun Sogsins,
hitaveitu í Reykjavík, Búr-
fellsvirkjun og stóriðju,
allt framkvæmdir, sem
mættu andstöðu annarra
stjórnmálaflokka með ein-
um eða öðrum hætti á sín-
um tíma.
í tíð viðreisnarstjórnar
voru samþykkt lög um
virkjun við Sigöldu og
Hrauneyjarfossa, Lagar-
foss, Svartár í Skagafirði
og lagaheimild var fyrir
stærri virkjun í Laxá í
Þingeyjarsýslu en nýtt hef-
ur verið.
í tíð núverandi vinstri
stjórnar hafa allar þessar
framkvæmdir tafizt og ekk-
ert frumkvæði verið haft