Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 42

Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Grahame 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS í hægindastólnum og var að lesa blöðin og virtist ekki hafa nokkrar áhyggjur af þvi sem gerast átti um kvöldið. Rottan var hins vegar á harðahlaupum um stofuna með fangið fullt af alls kyns vopnum, sem hún skipti í fjórar jafnar hrúgur á gólfinu og tautaði fyrir munni sér í miklum hugaræsing: „Sverð handa rottunni. — sverð handa moldvörpunni, sverð handa froski, sverð handa greifingjanum. Og þá er hér byssa handa rottunni, byssa handa moldvörpunni, bvssa handa froski, byssa handa greifingjanum. ..“. Og þannig hélt hún áfrain með sama háttbundna sönglinu og hrúgurnar fjórar hækkuðu stöðugt. „Þetta er svo sem gott og blessað,“ sagði greifing- inn og gaut augunum yfir dagblaðið. ,,Og ekki vil ^g gera lítið úr fyrirhyggju þinni rotta. En úr því við þurfum ekki að standa andspænis hreysiköttunum með byssuhólkana sína, þá þurfurn við hvorki sverð né byssur. Þegar við erum komin inn í borðsalinn, þá getum við fjögur rekið alla út á svipstund, og þurfum ekki að beita öðru fyrir okkur en lurkunum. Ég gæti meira að segja gert það einn, en ég vil bara ekki svipta ykkur ánægjunni af því að taka þátt í leiknum.“ „Allur er varinn góður,“ sagði rottan íbyggin á svip og fægði byssuskefti á erminni sinni. Þegar froskur hafði lokið við morgunverðinn, greip hann digran lurk og sveiflaði honum í kring um sig með miklum tilburðum gegn ímynduðum óvinum. „Þið skulið fá fyrir ferðina,“ hrópaði hann. „Þið skulið sko fá fyrir ferðina... og þarna hefurðu það . . . og étt'ann sjálfur. . . og étt'ann sjálfur. . . “ „Segðu ekki „étt'ann“,“ sagði rottan með vandlæt- ingu. „Það er ekki gott mál.“ „Því ertu alltaf að jagast í froski,“ spurði greifing- inn í gremjutón. „Hvað er athugavert við málfar hans? Ég nota þetta orðasamband sjálfur og úr því það er nógu gott fyrir mig, þá er það líka nógu gott fyrir þig.“ „Jæja, jæja, þá það.. . þá það,“ sagði rottan, fór út í horn og tautaði: „Étt ann.. . já, bara étt ann,“ þangað til greifinginn sagði henni að hætta þessum tiktúrum. Skyndilega ruddist moldvarpan inn á mitt gólf og ljómaði af ánægju. „Þið ættuð að vita, hvað ég er búin að skemmta mér vel,“ sagði hún. „Ég var að stríða hreysiköttunum." „Ég vona að þú hafir sýnt fulla gát, moldvarpa," sagði rottan meðþunga. Brúðuleikhús Brúðuleikhús, gert úr gömlum skókassa, er skemmtilegt tóm- stundagaman og fljótlegt í smíðum. Skoðaðu teikninguna. Leik- tjöldin og fortjaldið eru teiknuð á stífan pappír og límd í „leikhús- ið“. Persónurnar getur þú annaðhvort gert eftir teikningunum sem hér fylgja, eða sjálfur búið þær til. Á fætinum sem sýndur er geta persónurnar staðið, en með snúrunni stjórnar þú öllum hreyfingum þeirra. Sjálft leikritið verður þú að búa til eða finna. £JVonni ogcTVIanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi ekki gat það verið. Hann hafði líka sagt, að maður yrði að vera þolinmóður, því að það gæti liðið á löngu áður en fiskarnir kæmu. Ég var ekki vonlaus enn. / lífsháska Á meðan við sátum þarna og lékum og biðum eftir fiskunum, veittum við því enga eftirtekt, að loft var orðið alskýjað og veður orðið hráslagalegt. Kominn var grár þokubakki mílli okkar og lands og þéttist bann sifellt og dökknaði. Ilann iuktist um okkur og sortnaði jafnt og þétt. En verst var þó, að við höfðurn ekki hugmynd um, að komið var útfall og sterkur straumur bar okkur út fyrir tangann og í átt til hafs. V ið vorum að herast á fleygiferð með straumnum. Manni tók fyrst eftir hættunni. „Hvað er þetta, Nonni “ kallaði hann skyndilega. „Ég sé ekki til lands“. „Ha? Sérðu ekki til lands?“ svaraði ég hissa og leit í allar áttir. En ég sá ekkert nema sótsvarta þokuna allt í kring. „Guð minn góður!“ hrópaði ég. „Þá er illa komið fyrir okkur“. Ég fleygði frá mér flautunni og greip til áranna. „Manni, stýrðu beint til bæjarins“. Hann settist strax á sinn stað, horfði í kringum sig og sagði svo: „I hvaða átt er bærinn? Ég veit ekki, hvert ég á að stýra“. Ég litaðist um til þess að átta mig, en það var árangurslaust. Ég hafði enga hugmynd um áttirnar. ffte&tnofgunkciffinu — Ég hélt að við værum í megrunarkúr..? hm'z?6 — Marama varð smátt og smátt enn verri f sambúð en þú? /22? — Æ, fyrirgefðu... ég hélt að þetta væri maðurinn minn...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.