Morgunblaðið - 30.12.1973, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.12.1973, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 45 Eftir drengjafund á Amtmannsstíg. f/ Þessi mynd er af séra Friðrik á fimmtugsaldri. var talinn maður með mönnum, sem ekki gat stundað „saklausa drykkju“ þar. En sakleysið var takmarkað. Sjómenn, sem komu í land, urðu hart úti — svo og heim- ili þeirra. Ofan á þetta bættist, að sumir KFUM-piltar voru teknir að iðka þetta líka. Þá fór séra Friðrik í herferð með sínu liði. Fyrst var veitingamaðurinn að- varaður. Siðan var prentað opið bréf til sjómanna, þar sem þeir voru varaðir við staðnum, sem reyndar gekk meðal almennings undir nafninu: Svínastían. Á næsta stigi stríðsins skiptist val- inn hópur á að standa vörð við dyrnar á „stíunni" og taka þá tali, sem ætluðu inn. Stungið var upp á því við hóteleigandann, að hann breytti þessu í lesstofu fyrir sjó- menn og að ekki væru þarna vín- veitingar eingöngu heldur einnig matur og kaffi. Þegar ekkert svar barst á tilskildum tíma við þessari málaleitan, hófst umsátrið. Opna bréfið var selt við dyrnar — 900 eintök á 3 dögum. Afgangurinn var svo gefinn um borð í fiskiskip- in, þegar flotinn kom af veiðum. Þetta vakti athygli. Drykkju- skapur snarminnkaði. Mál var höfðað, en hóteleigandinn tapaði því. í endaðan júní var styrjöldin á enda. En e.t.v. var þetta fyrsta starf sinnar tegundar á íslandi. Það minnir enn samt á starfsað- ferðir „næturtrúboðsins" í er- lendum stórborgum. En upp frá þessu' fór KFUM að sinna sjó- mönnum. Fyrsta sjómannastofan var í Melsteðshúsi og fjölsótt mjög. Fram eftir árum komu sjómenn i lesstofu KFUM og skrifuðu þar bréf sín. Séra Friðrik heimsótti líka skipin og átti marga sjómenn að vinum. Hann mun líka eitt sinn hafa fengið frá þeim fullbúinn seglbát í jólagjöf. Er knattspyrna til nokkurs nýt? Sumarið 1911 báðu nokkrir U.D-meðlimir séra Friðrik leyfis til að stofna knattspyrnuflokk KFUM. Leyfið fengu þeir með því skilyrði, að enginn blettur félli á nafn félagsins. 1 þá daga var KFUM-metnaður mikill í mönn- um. Nú, það gerði svo sem engum illt að sparka bolta. Strákar fundu sér stað suður á Melum. Þar var þá enginn íþróttavöllur. En séra Friðrik var fremur áhugalaus um þetta tiltæki. Hann leyfði þeim að halda fund 1 húsinu við Amt- mannsstíg. En þar var deilt svo harkalega, að hann sá sig til- neyddan að fara einn til drengj- anna og halda yfir þeim áminn- ingarræðu. 1 þakklætisskyni gáfu þeir honum hatt og buðu honum á næstu æfingu. Leikur var 1 fullum gangi, þeg- ar séra Friðrik kom á völlinn. Heldur var nú íþróttin ískyggileg, virtist honum, grjótflug og sand- ur hátt á lofti með knettinum. Og svo sá hann ekki betur en einn væri hafður út undan. Til hans gekk nú séra Friðrik og spurði af hverju hann væri ekki hafður með. „Ég er með,“ svaraði strákur. „Eg er markmaður!“ Markm . . . já, einmitt. Hm!“ — Að leikslok- um fékk séra Friðrik að vita, hvernig liði var fylkt til leiks — og þá laukst upp fyrir honum uppeldisgildi íþróttarinnar. Á næstunni las hann allt, 'sem yfir varð komizt um knattspyrnu, mætti á hverri æfingu, fékk leyfi bæjaryfirvalda til að ryðja völl á Melunum. Sá völlur var vígður 6. ágúst 1911. Nú var fenginn þjálf- ari og lög sett. Hverri æfingu lauk með hugleiðingu. Annar knatt- spyrnuflokkur var stofnaður — og fjör færðist i þessa nýju starfs- grein. Séra Friðrik leit á knattspyrnu sem starfstæki til að koma ýmsu að, sem meira var um vert. Þann- ig kom hann í hópi þessara ungu iþróttamanna auga á það, sem hann hafði lengi leitað að: for- ingjaefni til starfa í yngstu deild- inni. Og eitt kvöld í október árið 1911 varð fyrsta „G.D.úrvalið" til — ellefu piltar, sem fúsir voru til starfa. Svo var G.D. skipt í sveitir eftir bæjarhverfum. 1 janúar 1912 tóku nýju sveitarstjórarnir til starfa. Arangurinn lét ekki á sér standa. A örskömmum tíma urðu meðlimir G.D. um 400, og síðan hefur deildin verið stórveldi innan KFUM, hvað fjölda snertir. Seinna voru sveitarstjórar valdir á llkan hátt til starfa í unglingadeildinni. En knattspyrnuflokkurinn lifði góðu lífi, hefur reyndar aukizt og margfaldazt. 1914 fóru piltarnir að taka þátt 1 íslandsmótum í knattspyrnu. Um svipað leyti hlaut félag þeirra nafnið Valur — og rauðu peysurnar þeirra eru löngu orðnar vel þekktar um land allt. A sumardaginn fyrsta árið 1913 hóf KFUM skátastarf í Reykjavík. Góðar konur höfðu saumað bún- inga í stíl við fatnað fornmanna. Flokkur sá nefndist Væringjar eftir norrænum Miklagarðsför- um. Fóru þeir nú i skrúðgöngu og vöktu mikla athygli. Svo var haf- izt handa með æfingar og skáta- störf. Einnig þetta starf óx og dafnaði vel. Seinna tóku Væringjar upp venjulegan skátabúning og sam- einuðust löngu seinna þeim skát- um öðrum, sem mynduðu Skátafé- lag Reykjavíkur. Þegar séra Friðrik kom heim árið 1916 úr nær þriggja ára Ameríkudvöl, hafði allt félags- starf KFUM blómgazt og dafnað í umsjá þeirra ungu manna, er hann fól forystu. Einkum fóru nú miklir blómatimar í hönd hjá yngstu deildinni. Salurinn var hættur að rúma drengina. Og enn fjölgaði þeim. 1917 var gripið til þess ráðs að stofna nýja deild fyrir 6—9 ára drengi. Þeir voru eiginlega „undir félagaaldri" og nefndust „Vinadeild" (V.D.). En áhugi var þar nógur og mikið sungið. Enn í dag byrja margir KFUM-piItar feril sinn í V.D. Og þessi þróun er ekkert eins- dæmi. Nýir hópar innan félagsins eru sífellt að myndast. Sumir verða sjálfstæð félög líkt og Valur og skátarnir, aðrir renna inn i félagsstarið með öðrum hætti og koma þá ef til vill í stað annarra starfsforma, sem kveðja er þau hafa lokið hlutverki sínu. Söngur er eðlilega sjálfsagður hlutur í starfi KFUM. Eitt sinn tóku ungir félagar sig til og mynd- uðu karlakór. Smátt og smátt varð karlakór KFUM stórveldi á lands- visu og bar hróður íslenzkrar söngmenntar víða. Þarna hlutu og margir ágætir söngmenn þjálfun sína að einhverju. íeyti. Seinna tók kórinn sér annað nafn. Nú heitir hann Fóstbræður og enn syngja þeir. Of mikið mál yrði að rekja feril þeirra mörgu sönghópa, sem myndaðir hafa verið innan félags- sins. Flestir hafa þeir líka helgað félagsstarfinu krafta sína, og oft- ast í seinni tíð verið skipaðir fé- lögum KFUM og K saman. Nefna má ágætan blandaðan kór, sem að mestu er skipaður ,,eldri“ með- limum og svo er siungur æsku- lýðskór, sem 1 samræmi við nafnið er söngsveit skólafólks. Meira að segja eru til hópar, sem iðka kristilega poppmúsik með ágæt- um. Vatnaskógur Arið 1917 var ungur KFUM- maður, Hróbjarur Arnason að nafni, við skógarhögg í Vatna- skógi sunnan Skarðsheiðar. Þá var stríð og eldiviðarskortur i Reykjavik og skógarhöggið stund- að til eldiviðaröflunar. En Hró- bjartur hreifst mjög af staðnum við Eyrarvatn og benti á hann sem tilvalinn fyrir sumarbúðir KFUM. Sá draumur er löngu orðinn að veruleika — líklega þekktasta og vinsælasta starfsemi KFUM.í dag. En sú saga er löng og merk, alltof löng til að rekja hana hér. Árið 1923 dvaldi fyrsti drengja- flokkurinn i Vatnaskógi. Lindar- rjóður hét svæðið, sem þeim var síðar úthlutað til umsjár. Fyrstu árin var búið í tjöldum, seinna eldað i skúr. Ferðazt sjóveg að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. All- ur farangur borinn eða ekið á hestvagni neðan frá sjó og up'p 1 skóg. Árið 1928 var stofnuð ný félagsdeild um þetta starf. 1 henni voru þeir einir gjaldgengir, sem dvalizt höfðu i Vatnaskógi. „Skógarmenn" nefnast þeir, og fyrsta takmark þeirra i starfi var að safna fé til skálabyggingar í Vatnaskógi. Skálinn reis fyr- ir um það bil 30 árum. En nú er hann nefndur „gamli skálinn”. Auk hans er nýleg- ur matskáli með ibúð starfs- stúlkna, svefnskálar og kapella. Ágætur íþróttavöllur hefur verið gerður og ekki má gleyma bátaskýlinu, sem orðið er alltof lítið, þvi að mikil sigling er á Eyrarvatni. Fyrir nokkrum ár- um'tóku Skógarmenn við umsjá alls friðaða svæðisins í Vatna- skógi hjá Skógrækt rikisins og siðan hefur geysimiklum skógi berið plantað. En meira er þó vert um hitt, að það sem fest hefur rætur í huga og sál fjölda ungl- inga í Vatnaskógi, hefur vaxið og dafnað sem kristið mannlíf til heilla fyrir Guðs kristni á islandi. í Kaldárseli sunnan Hafnar- fjarðar hófu KFUM-menn skála- byggingu 1925. Þar hefur önnúr merk saga gerzt, mjög svo sama eðlis og sú í Vatnaskógi. KFUM i Hafnarfirði á skálann í Kaldárseli og starfrækir sinar sumarbúðir þar. 1 raun og veru eru þessir tveir staðir „foreldrar“ allra annarra sumarbúða í landinu. Mikið starf þarf stórt húsnæði. Þegar er sagt að nokkru frá hús- næði sumarbúðanna. KFUM í Reykjavík keypti gamla Melsteðs- húsið árið 1902 og starfaði þar fyrstu árin. Strax var farið að svipast um eftir nýjurn stað, helzt 1 miðbænum. En þar lágu hvorki lóðir né hús á lausu. Húsnæðismál Haustið 1905 varð stórbruni í Reykjavík, tókst vist með naum- indum að bjarga hinum virðulega latínuskóla. Það var Félagsbaka- riið gamla við Amtmannsstíg, sem brann, og raunar fleiri hús. En þarna náði KFUM í byggingarlóð, etna af fjörum, sem til boða urðu. Fé var safnað. Hús reist á ör- skömmum tíma á byggingarlóð, eina af fjórum, sem til boða urðu. Fé var safnað. Hús reist á ör- skömmum tíma á árunum 1906—1907. í þvi er starfað enn. Þar er miðstöð KFUM starfsins á íslandi. Arið 1937 var húsið stækkað að mun. Tiu árum síðar varð enn stórbruni við Amt- mannsstíg. KFUM-húsið varð hart úti í þeim voða. Þó fór lagfæring fram og allt rétti við, þótt erfið- lega horfði. En þessi þáttur í sögu KFUM er miklu stærri. Þegar byggingarsjóðurinn var stofnaður i öndverðu, fór hann hægt af stað. Á stríðsárunum fyrri var sýnt, að húsið við Amt- mannsstíg yrði of líttið, og farið að huga að nýju. Þá efldist bygg- ingarsjóðurinn mjög. Knud Ziem- sen borgarstjóri var stjórnarmeð- limur KFUM og áratugum saman forstöðumaður sunnuda’gaskól- ans. Hann stofnaði hússjóðinn með 5000 kr. framlagi, sem þá var stórfé. Á 18 ára afmæli KFUM barst 7000 kr. gjöf frá kaupsýslumanni, sem átti 7 syni í KFUM — og vildi með þessu þakka fyrir. Það var reyndar ekki í eina skiptið, sem Thor Jensen lét KFUM vita af sér. Fyrsta stóra tjaldið í Vatnaskógi var líka komið frá honum og son- um hans. Um 1920 keypti svo KFUM Bernhöftsbakarí á 90 þús. kr. En meðan beðið var eftir vexti í hús- sjóðnum kom ríkisstjórnin auga á „Torfuna“ sem hentugan stað undir viðbót við stjórn- arráðið. KFUM vildi ekki selja svo góðan blett. Frumvarp var flutt um eignarnám til að ná lóð- inni. En það var fellt með naum- indum í sameinuðu þingi. Loks keypti stjórnin góða eign við Austurstræti og sfðar gekkst KF- UM inn á makaskipti og það með þó nokkrum hagnaði. Nýja eignin gaf af sér góðar leigutekjur, en húsbyggingin dróst á langinn. Á síðari árum varð svo sýnt, að höfuðborgin mundi þenjast út til allra átta. Ætti KFUM að ná til æskunnar, yrði að færa út kvíar 1 samræmi við aukið flatarmál borgarinnar. Þess vegna voru byggð ný hús í úthverfum, ekki stór, en næg fyrir byrjandi starf. Elzt þeirra er KFUM i Laugar- nesi. En það á sína sérstæðu sögu. Auðvitað var þetta einu sinni langt fyrnir innan bæ. Þar rétt hjá eignaðist félagið útivistar- svæði árið 1912. Þar var hafin jarðrækt, sem stóð allar götur fram á styrjaldarárin síðari. Mest var þó vert um þá uppbyggingu og félagsanda, sem unglingar hlutu við þátttökuna í þessu jarð- ræktarstarfi, sem yfirleitt fór fram á björtum sumarkvöldum. En þarna upphófst Laugarnes- deild. Félagið á einnig húsnæði við Langagerði og Holtaveg, einnig í Breiðholti og Kópavogi, en síðast- talda húsið er enn í smíðum. I sambandi við húsnæðismál KFUM gæti verið gaman að velta því fyrir sér, hvernig væri um- horfs nú, ef KFUM hefði byggt stórhýsi sitt á Bernhöftstorfunni. Hver hefðu orðið áhrif þeirrar framkvæmdar á þróun KFUM i miðborginni? Ef til vill væri þar nú hótel eða fjölþætt félagsþjónusta 1 likingu við það, sem viða gerist hjá KFUM erlendis. Hver veit? En kannski mundi þá KFUM í Reykjavík vera með öðrum blæ en það er I dag, áhrif þess á öðrum vettvangi og vafamál, hvort því fylgdi sá hreini, kristi- legi tónn, sem frá fyrstu tíð hefur gegnsýrt allt starfiðoggerirenn. — Og þá hefðu líklega ekki held- ur staðið neinar deilur um Bern- höftstorfuna. Á síðari árum hefur eðlilega margt færzt í nútímahorf i starfs- tækni og framkvæmdum hjá KFUM. En margt er líka horfið af sjónarsviðinu, sem einu sinni var. 1 eina tið var til kvöldskóli KFUM. Virtur og fjölsóttur af æsku borgarinnar. Hann starfaði í áratugi í húsinu við Amtmanns- stíg, en er nú af lagður, m.a. vegna ónógs húsnæðis og breyttra hátta í fræðslumálum. En áreið- anlega geyma margir þakkláta minningu unt þennan Iitla og ágæta skóla, þeir, sem nutu hans og hlutu þar fræðslu. Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.