Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 48

Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 48
nUGLVSinGRR «£<,-•22480 SÍMAR: 26060 OG 26066 ÍVÆTLgNARSTAÐIR VKRANES. :LATEYRI. HÓLMAVÍK. GJÖGUR. STYKKISHÓLMUR. 1IF. SIGLUFJÖROUR. BLONDUÓS. HVAMMSTANGI SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 Kom Skaftárhlaupið ekki úr Vatnajökli? Kirkjubæjarklaustri, laugardag frá Þórleifi Ölafssyni blaðamanni. Vatnið f Skaftá jókst lítiS í nótt. Lítii sem engin jöklafýla er af ánni og bendir margt til þess, að hlaupið komi ekki úr Vatnajökli eins og Skaftárhlaup gera al- mennt. Kemur þá heizt til greina, að það komi úr Langasjó, sem er við suðvesturhorn Vatnajökuls. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður telur, að í frostunum und- anfarið hafi jafnvel frosið fyrir útfall Langasjávar. Þar af leið- andi hafi hækkað í vatninu og nú, Sprenging í álverinu er hlýnað hafi, hafi vatnið ruðzt fram. Einnig er sá fjarlægi mögu- leiki til, að malarkambur við Lögreglumenn samþykktu samningana SAMNINGAR þeir, sem náðst höfðu milli samninganefnda lög- reglumanna og ríkisins á föstu- dag, voru kynntir lögreglumönn- um á félagsfundum á föstudags- kvöldið og voru samþykktir þar. Átti að undirrita þá formlega kl. 15 í gær. Samningánefnda- menn töldu ekki rétt að skýra frá efni samninganna fyrr en formleg undirritun hefði farið fram, en þar sem Mbl. fer snemma í prent- un á laugardögum er ekki unnt að skýra frá efni samninganna i dag. Langasjó hafi brostið og vatnið fengið framrás. Er þá ekki að sökum að spyrja, að Langisjór mun tæmast að mestu. Þetta er þó talin ákaflega fjarlægur mögu- leiki. Sigurjón segir, að þetta séu aðeins hugmyndir og geti vatnið komið úr Vatnajökli, þó að það sé heldur ósennilegt, sem fyrr grein- ir. Hlaup þetta í Skaftá virðist því fyrir margar sakir vera hið merki- legasta hlaup þar um slóðir. Þess má geta að Langisjór er 27 ferkm að stærð og mesta dýpt hans er 75 metrar. Sé fyrri kenningin rétt, á eftir að fá skýringu á því, að jöklafýla fannst víða f fyrramorg- un. Sagði Sigurjón, að hún gæti stafað af því, að fyrir neðan Langasjó er mjög mikill fram- burður úr fyrri Skaftárhlaupum og vatnsflaumurinn á föstudags- morgun hafi rótað upp leirnum og jöklafýlan í honum þá fengið út- rás. Verður orkuskort- ur áfram í Höfn? RAFMAGN var enn skammtað í Höfn í Hornafirði í gær og var ekki búizt við því, að Bjarni Sæmundsson kæmist inn f höfn- ina fyrr en um klukkan 16. Raf- magn var skammtað í 2 klukku stundir í senn, en rafmagnslaust var svo í aðrar tvær. Nægði þetta til þess, að halda hita í gömlum húsum, en í nýjum húsum, sem hituð eru upp með rafmagni, hefur orðið að bjargast við olfu- ofna. Fréttaritari Mbl. í Höfn tjáði Mbl. í gær, að Smyrlabjargaár- virkjun hefði þegar bezt lét fram- leitt um 1.140 kílówött og dísil- vélarnar um 700 kílówött. Strax og minnkaði í lóninu við Smyrla- bjargaárvírkjun voru dísilvélarn- ar keyrðar á fullu í 16 klukku- stundir á dag og hefur það verið gert allt frá nóvemberbyrj- un. Sagði fréttaritarinn, að rangt væri, sem fram kom hjá iðn- aðarráðherra nýléga, að of seint hefði verið byrjað að nota dísil- vélar. Virkjunin og dísilvélarnar rétt náðu að anna þörfinni fyrst framan af. Um áramót verður sú breyting í raforkumálum Hornfirðinga, að tveir nýir og miklir rafmagnsnot- endur koma inn í myndina. Er það nýtt frystihús, sem þarf 500 kílówött og ný fiskmjöls- verksmiðja, sem einnig þarf 500 kílówött. Því er það, að þótt rann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson komi og framleiði rafmagn fyrir Horfirðinga, dugar það ekki nema rétt að anna núverandi þörf. Er þá einnig tekið tillit til 650 kíló- vatta rafstöðvar, sem Selfoss er með á leið til landsins. Seyðfirzka túrbínan er enn biluð en hún get ur framleitt 1.200 kilówött. Það r Aramóta- veðrið ERFITT var í gær að spá óyggjandi um veðurfar um áramótin. Mestar líkur voru þó á því, að á gamlárskvöld yrði norðanátt á landinu með einhverju frosti, hríðar- veðri á Vestfjörðum, norðanlands og á Aust- fjörðum, en sennilega batnandi veðri sunnan- lands. Nóttina áður mun hafa snjóað eitthvað sunnanlands. blæs því ekki byrlega í raforku- málum Hornfirðinga, því að uppi- stöðulón Smyrlabjargaárvirkjun- ar er gjörsamlega tómt. A mestu álagstoppum á orku- veitusvæði Smyrlabjargaár- virkjunar hefur notkunin verið um 1.900 kilówött. Ríkið tekur við hluta Kópavogs- í Hafnar- fjarðarvegi í FYRRADAG var gengið frá samningi milli Kópavogsbæjar og ríkissins um að rfkið sjái algerlega um framkvæmdir við Hafnarfjarðarveginn, þar sem hann liggur í gegnum Kópavog, og fjármögnun þeirra, en hingað til hefur Kópavogsbær greitt til hans að hluta. Að sögn Brynjólfs Ingólfs- sonar, ráðuneytisstjóra, í sam- tali við Mbl., var þetta gert í samræmi við nýja reglugerð, sem gefin hefur verið út um framlag ríkisins til þjóðvega í þéttbýli. Þéttbýlisfé ríkisins til Kópavogs hefur hingað til ver- ið bundið þessum framkvæmd- um við Hafnarfjarðarveg, en nú verður Kópavogi heimilt að nota féð til gerða hliðarvega út frá Hafnarfjarðarveginum. Samning þennan á ráðherra þó eftir að fullgilda. Sælgæti stolið í GÆR var kærður til lögregl- unnar þjófnaður á sælgæti úr sölubás í anddyri Borgarspítal- ans. Lék grunur á, að börn hefðu átt þar hlut að máli. Auglýsendur Þær auglýsingar sem birtasl eiga í Morgunblaðinu 3. janúar n.k. þurfa að hafa borist auglýsingadeild blaðs- ins fyrir kl. 12.00, 31. desember n.k. Kjarvalsstaðir 1974: Fjölbreytt dagskrá °g forvitnileg SPRENGING varð í steypuskála álversins í Straumsvík á föstu- dagskvöldið, er bráðið ál lak úr ofni og náði að komast að raka. Þegar bráðið ál og vatn mætast verður sprenging. Ekki urðu slys á mönnum við sprenginguna og að sögn Ragnars S. Halldórssonar forstjóra varð tjón tiltölulega lft- ið. Vegna orkuskorts fyrir jól varð að taka 36 ker í álverinu úr sam- bandi, en misjafnlega hefur gengið að koma þeim í notkuri á ný. Að sögn Ragnars hefur gengið verr að halda hita í þeim nú en áður, en þetta hefur verið gert, og kann kuldinn að undanförnu að eiga þátt í því. Reynt hefur verið að koma sjö kerjum af stað á ný, en aðeins lánazt með fjögur þeirra. Ragnar sagði, að eftir ára- mótin yrði tekið til óspilltra mál- arina við þetta starf. Yfir 200 þúsund manns hafa sótt Kjarvalsstaði heim síðan húsið var opnað 24. marz sl. Fjölmenn- ustu sýningarnar hafa verið Kjarvalssýning og kfnverska sýn- ingin, en yfirleitt hefur verið mjög góð aðsókn að öllum sýning- unum. Við höfðum tal af Alfreð Guðmundssyni forstöðumanni Kjarvalsstaða í gær og inntum frétta af dagskrá hússins á kom- andi ári. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum var opnuð í Kjarvalssal nú rétt fyrir áramótin sýning á verkum Kjarvals í eigu borgar- innar og stendur hún til vprs. Alfreð sagði, að um 12. febrúar yrði opnuð"syning á verkum ann- arra listamanna, sem borgin ætti, og yrði þeirri sýningu komið upp í vesturskálanum og á göngum. í febrúar verður alþjóðlegt skákmót í Kjarvalsstöðum á veg- um Skáksambands Islands, fyrri hluta marz mun Baltasar sýna þar og síðari hlutann munu þeir Veturliði og Hafsteinn Austmann sýna verk sín. í aprfl verður yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur, sem nokkrir ættingjar hennar standa fyrir. í apríl-maí verður sýning á höggmyndum og málverkum 20 listamanna frá ýmsum þjóðflokk- um Afríku, alls um 200 verk. i maí mun Eggert Guðmundsson listmálari sýna í Kjarvalsstöðuin og á tímabilinu júní-sept. mun Listahátíð í Reykjavík hafa húsið til umráða fyrir sitthvað, sem enn er í deiglunni hvernig verður rað- að niður. í september verður síðan haust- sýning Félags fslenzkra mynd- listarmanna og i september verð- ur sögusýning á vegum þjóð- hátíðarnefndar 1974. í nóvember-desember verður Gutenbergsýning, vönduð sýning um upphaf og sögu prentlistar, en hún verður haldin á vegum félagsins Germanía. i stjórn Kjarvalsstaða eru Ólaf- ur B. Thors, Páll Líndal og Jón Arnþórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.