Morgunblaðið - 06.02.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.02.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Gylfí Þ. Gíslason á ráðstefnu SVS og Varðbergs: Afvopnun leysi vígbúnað af hólmi Um helgina var haldin í Reykjavík ráðstefnan Island — Noregur, samstarf um öryggis- og alþjóðamál. Ráðstefnan var haldin á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Ráðstefnuna sóttu um 150 boðsgestir og voru ræðumenn norskir og íslenzkir sérfræðingar og áhugamenn um varna- og alþjóðamál. Morgunblaðið mun birta ræðurnar næstu daga, og fer sú fyrsta hér á eftir: Fyrst langar mig til þess að láta í ljós ánægju yfir því, að hingað til íslands skuli vera kominn hóp- ur jafnágætra Norðmanna og raun ver vitni til þess að skiptast á skoðunum við þá íslendinga, sem taka þátt í þessari ráðstefnu, um stefnu rikja okkar í utanríkis- málum og samstarf um öryggis- og alþjóðamál. Engir erlendir menn eru jafnvelkomnir I þessu landi og Norðmenn. Engir erlendir menn eru hér jafnlitlir útlending- ar og þeir. Norðmenn og íslend- ingar eru tengdir fornum bönd- um frændsemi og vináttu, sameig- inlegs uppruna, sameiginlegs arf- ernis. Þegar tengsl íslendinga og Norðmanna ber á góma, dettur mér oft í hug atvik, sem starfs- bróðir minn einn í Oxford sagði mér einu sinni frá skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Hann sagði, að bandarískur auðmaður hefði nýlega verið í háskólabæn- um og dáðst mikið að fegurð gras- flatanna í görðum háskólabygg- inganna. Hann átti sjálfur veglegt stórhýsi f heimalandi sínu, en grasflatirnar í garðinum voru ekkert svipað því eins fallegar. Þess vegna gerði hann, svo lítið bar á, boð fyrir gamlan garð- yrkjumann og spurði hann, hvernig fara ætti að til þess að flatirnar yrðu svona fallegar. Gamli garðyrkjumaðurinn sagði, að það væri ofur einfalt. Það þyrfti ekki annað en aðvökvaþær og slá, vökva þær og slá. Þegar búið væri að gera það í 300 ár, þá yrðu þær svona! En samband okk- ar við Norðmenn er meira en 300 ára gamalt, það er meira en þrisv- ar sinnum þrjú hundruð ára gam- alt, það er 1100 ára gamalt. Þess- vegna er það svona. Það sem til umræðu er á þessari ráðstefnu, er, hvort það sé ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, ennþá meira en sameiginlegur uppruni og gagnkvæm vinátta í 1100 ár, sem nú á timum tengi íslendinga og Norðmenn. Það er spurningin um, hvort 20. öldin hafi ekki fært okkur nær hverja öðrum í nýjum skilningi, þ.e. á svíði alþjóðamála og þó einkum öryggismála. Áður en ég leitast við að svara þeirri spurningu, er eðlilegt, að ég reyni að gera grein fyrir því hver ég tel, að eigi að vera kjarninni í íslenskri utanrík- isstefnu. MARKMIÐ UTANRÍKIS- STEFNU ÞJOÐA. Markmið utanríkisstefnu sér- hverrar þjóðar hlýtur að vera þrí- þætt: 1. Að leitast við að tryggja, að þjóðin geti búið i friði og far- sæld í landi sínu, án afskipta annarra. Markmið þeirra þjóða hlýtur jafnframt að vera, að stuðla að því frelsi og mannhelgi, mannúð og rétt- læti móti samskipti þjóða. 2. Að efla og bæta viðskiptatengsl við aðrar þjóðir og 3. Að auka og treysta menningar- samband við umheiminn. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um Islendinga. En við sérstök vandamál getur verið um að ræða hjá einstökum þjóðum, og það á við um okkur Islendinga. Hver eru grundvallarvandamál- in á sviði islenzkrar utanríkis- og varnarmálastefnu. Frá mínu sjón- armiði eru þau fóigin í þessum fjórum spurningum: 1. Eru landvarnir á Islandi nauð- synlegar? 2. Eru þær nauðsynlegar vegna öryggis þjóðarinnar sjálfrar eða vegna öryggis annarra þjóða eða af báðum þessum orsökum? 3. Ef starfandi eru varnarbanda- lög og nágrannaþjóðir, sem telja sig hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta, eru i slíku bandalagi, eiga þá íslendingar að eiga aðild að því? 4. Ef landvarnir eru nauðsynleg- ar, hverjir eiga þá að annast þær? í alvöru mun varla geta verið um það ágreiningur, að ísland sé mikilvægt frá hernaðarsjónar- miði. Yfirráð yfir íslandi í styrjöld bæta skilyrði til yfirráða yfir Norður-Atlantshafi og að- stöðu til þess að tryggja þar frjáls- ar siglingar, á hafinu og neðan- sjávar, auk þess sem landið getur þjónað flugflota sem eins konar fast flugvélamóðuskip. Sé island mikilvægt í stríði, er það einnig mikilvægt á friðartímum, því að valdajafnvægi er ein mikilvægust forsenda friðar. ENGINN HERNAÐARLEGUR MIKILVÆGUR STAÐUR ÖVARINN Land, sem er mikilvægt frá hernaðarsjónarmiðí, getur ekki verið algjörlega dvarið. Enginn hernaðarlega mikilvægur staður i veröldinni er algjörlega óvarinn. Hér hefst vandi íslendinga. Augljóst er, að þeir eru þess ekki megnugir að halda uppi landvörn- um. Til þess eru þeir af fáir og land þeirra of stórt. Þeir hafa hvorki mannafla né fé til þess að verja land sitt með hliðstæðum hætti og aðrarþjóðirgera. Vitneskjan um þetta getur ekki verið íslendingum sársaukalaus. Eiga íslendingar skilið sjálfstæði, fyrst þeir geta ekki haldið uppi landvörnum eins og aðrar þjóðir? I huga einhvers íslendings kynni þetta að verða til þess að hann færi að lita á þjóðina sem annars flokks þjóð og verða kærulaus um þjóðleg verðmæti hennar. En þessi vitneskja kann einnig að leiða til óeðlilegrar áherslu á allt það, sem þjóðlegt er, jafnvel þjóð- ernishroka. Slikt má ekki eiga sér stað. ís- lendingar hafa augljósa sérstöðu, vegna fámennisisins í stóru, hern- aðarlega mikilvægu landi. Þeir verða sjálfir að átta sig á sérstöðu sinni og aðrar þjóðir verða einnig að gera það. Eg er þeirrar skoðunar, að eðlilegust af- leiðing þessarar sérstöðu sé sú, að islendingar fylgi, þegar litið er yfir langan tíma, þeirri stefnu í utanrikis- og varnarmálum, sem miðar að afvopnun þjóða, og að friður milli ríkja verði tryggður með samningum og lágmarks- vörnum, en ekki voldugum hern- aðarbandalögum. í slíkum fram- tiðarheimi gæti smáþjóð eins og islendingar notið frelsis og full- veldis, sem tryggt væri með samn- ingum við aðrar þjóðir, án þess að um hervarnir í landinu þyrfti að vera að ræða. En hér er um að ræða hugsjón um framtíðarheim og framtiðar- stefnu til þess að skapa hann. Auðvitað er það mikilvægt að eiga sér hugsjón og gera sér grein fyr- ir, hvernig eigi að vinna að því, að hún komist í framkvæmd. Án slíks batnar heimurinn ekki, án slíks verða ekki framfarir. En hitt er jafnrétt, að stefna dagsins í dag verður að hafa hliðsjón af ástand- inu í dag. Nú í dag er friðar í Evrópu og á Atlantshafi gætt af varnarsamtökum. Valdajafnvægi er varðveitt með ríkjabandalög- um, en ekki með alþjóðlegum samningum. Meðan svo er getur þjóð eins og íslendingar ekki stað- ið utan slíkra samtaka. Hún hlýt- uraðskipasérþarísveit.þarsem hún telur öryggi sínu best borgið og þar sem staðinn er vörður um hugsjónir, sem hún sjálf aðhyllist. Þess vegna er aðild að Atlants- hafsbandalaginu Islendingum eðlileg, meðan það starfar með sama hætti og það hefur gert. Og séu íslendingar aðilar að varnar- bandalagi, verður að halda uppi landvörnum, í einhverjum mæli og einhverju formi. Annað væri mótsögn í sjálfu sér. AÐILD AÐ VARNABANDA- LAGI AN VARNA ER MARK- LEYSA Aðild að varnarbandalagi án varna eða þátttöku i sameiginleg- um vörnum er að svara spurning- unni með bæði jái og neii. Slfkt svar er markleysa. Ég sagði áðan, að augljóst væri, að íslendingar gætu ekki annazt varnir landsins sjálfir. Séu varnir íslendingum nauðsyn, verða þeir þess vegna að semja um þær við aðra. Eru Bandaríkin þá af mörgum ástæð- um eðlilegasti samningsaðilinn. Eins og málum er nú háttað f heiminum, eru landvarnir á ís- landi naupsynlegar vegnaöryggis landsins sjálfs og vegna öryggis nágrannaþjóða. En fyrst íslend- ingar geta ekki haldið þeim uppi og verða að semja við aðra um að gera það, þurfa þeir að eiga kost á þess konar samningum um þetta mikilvæga og viðkvæma mál, að tekið sé fullt tillit til alls þessa:. Sjálfsvirðingar íslendinga, örygg- is þeirra og sameiginlegs öryggis þeirra og nágranna þeirra. Engri þjóð getur verið ljúft að vita af erlendu herliði i landi sínu á frið- artímum. Slíkt getur þó verið nauðsyn og tíðkast bæði i Vestur- Evrópu og Austur-Evrópu. HERNAÐARLEGT MIKILVÆGI LANDSINS í ÖFRIÐI Þvf er oft haldið fram, að dvöl erlends hers á íslandi bjóði heim árásarhættu í upphafi styrjaldar. Hlutlaust og varnarlaust land verði ekki skotmark. En sé það viðurkennt, að aðstaða á íslandi sé mikilvæg í styrjöld, hlýtur að verða eftir henni sóttst í upphafi styrjaldar. íslendingar geta ekki látið sig það einu gilda, hvaða styrjaldaraðili það yrði, sem fót- festu næði í landinu. Því verða íslendingar að ráða sjálfir. En aðeins með einu móti geta þeir ráðir því: Með því að vera á frið- artímum í bandalagi við þá, sem þeir vilja veita aðstöðu í landinu f styrjöld. Ef íslendingar héldu, að þeir gætu haldið landi sínu utan aðildar að styrjöld, mætti segja, að þeir gætu firrt landið árásar- hættu með hlutleysi og varnar- leysi á friðartímum. En séu þeir vissir um, að aðstaða í landinu sé talin nauðsynleg í styrjöld, eins og hún var talin í síðustu styrjöld, verður árásarhætta ekki umflúin, hvort sem varnarlið er í landinu við upphaf styrjaldareða ekki. Vandi íslendinga f þessu sam- bandi er þannig fólginn f tvennu. Annars vegar er hann fólginn í því, að eins og hernaðartækni er nú háttað virðist annað óhugsandi en að aðstaða í landinu verði hag- nýtt, ef styrjöld skellur á. Hins vegar er hann fólginn í hinu, að meðan valdajafnvægi er varðveitt og friðar gætt með varnarbanda- lögum, getur Island ekki staðið utan bandalags þeirra þjóða, sem hafa sömu hagsmuna að gæta og það sjálft, án þess að veikja varn- arskilyrði bandalagsins, landsins sjálfs og nágrannaríkja. En þessi vandi er viðráðanlegur. Aðild að varnarbandalagi þarf f engu að 'skerða sjálfstæði. Og unnt er að semja þannig um landvarnir, og hvorkifull- veldi né þjóðlegri menn- ingu stafi hætta af. Þótt reynsla íslendinga f þessum efn- um sé ekki löng, er hún stað- festing á þessu. Ekki er ástæða til að óttast að svo geti ekki einnig orðið enn um sinn. En jafnan þarf að gæta þess, að í tfma sé tekið tillit tilbreyttra aðstæðna og stefnan f varnarmálum ávallt miðuð við ríkjandi ástand á því svæði heinsins, sem ísland er hluti af. Allra mikilvægast er þó hitt að missa ekki sjónar á því framtiðarmarki, sem þjóð eins og íslendingar hlýtur að stefna að, þ.e. að sambúð rikja geti sem fyrst orðið með þeim hætti, að friður og valdajafnvægi sé varð- veitt með þess konar samningum, sem gera það kleift, að ekki þurfi ávallt að vera varnir til staðar á öllum hernaðarlegum mikilvæg- um stöðum. Það er þá fyrst, þegar ástand hefur skapast, sem Islend- ingar geta staðið utan varnar- bandalaga án landvarna, án þess að stefna öryggi sfnu og sjálfstæði í hættu. Gylfi Þ. Gfslason EKKIVERÐIGERÐ GRUNDV ALLAR- LAGABREYTING A SKIPAN VARNARMALA. Segja má, að þrjú meginviðhorf séu nú uppi með íslendingum varðandi varnarmál. Fyrst nefni ég þá skoðun, að ekki eigi að gera neina grundvallarbreytingu á þeirri skipan, sem verið hefur undanfarna tvo áratugi á grund- velli varnarsamningsins frá 1951. í öðru lagi er því haldið fram, að segja beri varnarsamningnum upp og láta engan nýjan samning koma f hans stað. Það eigi m.ö.o. að leggja niður alla þá starfsemi, sem nú fer fram í Keflavíkurstöð- inni. Þriðja skoðunin er sý, að halda eigi áfram því friðargæslu og eftirlitsstarfi, sem haldið hef- ur verið uppi og haldið er uppi á Keflavíkurflugvelli, á grundvelli endurskoðaðs samnings, en marka jafnframt þá framtiðar- stefnu, að alþjóðasamningar skuli koma í stað varnarbandalaga og að íslendingar skuli þegar í stað byrja að búa sig undir, að i slíkum heimi verði stöðin óvopnuð eftir- litsstöð, með stóraukinni þátttöku Islendinga í störfum þeim, sem þarf að inna af hendi. Síðast talda sjónarmiðið er skoðun flokks míns, íslenska Al- þýðuflokksins. Þegar varnarsamningurinn var gerður 1951, var hann samþykkt- ur af öllum þáverandi þingmönn um Alþýðuflokksins, þótt flokk- urinn væri þá í stjórnarandstöðu. Stöðin var þá fyrst og fremst her- stöð. Síðan hefur orðið mikilbreyt ing á hernaðartækni, og staða tslands í varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins er önnur en þá var. Nú er stöðin fyrst og fremst eftirlitsstöð til öryggisgæslu á Norður-Atlantshafi og annast fjarskiptatengsl við hhðstæðar stöðvar í löndum beggja megin Atlantshafs. I kjölfar þessa eru margvfslegar breytingar á samn- ingnum eðlilegar. Þess vegna tel égþá stefnu, að viðhalda óbreyttu ástandi, ekki rétta. Annað sjónarmiðið, að gera ráð fyrir því, að samningum sé sagt upp, án þess að nokkuð komi f staðinn, er fráleitt. Það hefði ekki aðeins í för með sér, að herlið á Keflavikurflugvelli hyrfi af land- inu, heldur einnig, að allt eftir- litsstarfið, sem nú er rækt frá stöðinni, yrði lagt niður. Þetta starf er i þágu friðargæslu iNorð urhöfum. Það er í þáguöryggis í þeim heimshluta, sem við byggj- um. Héðan er auðveldast og ódýr- ast að stunda eftirlitsstörf á Norð- ur-Atlantshafi, með hagnýtingu þess tæknibúnaðar, sem til þess er nauðsynlegur. Skerfur okkar til þess að varðveita eigið öryggi og treysta Atlantshafsbandalagið er í því fólginn að heimila hér starfrækslu slikrar eftirlits- og varnarstöðvar. Með því rækjum við skyldur okkar, við sjálfa okk- ur og nágranna okkar. Með því að loka stöðinni i Keflavík stefnd- um við eigin öryggi f hættu og brygðumst skyldum við nágranna okkar. LOKUN STÖÐVAR- INNAR I KEFLAVlK MYNDI VEKJA SAMN- INGSAÐSTÖÐUNA Islendingar eru yfirleitt áreið- anlega i hópi þeirra, sem fagna þeirri viðleitni, sem hafin hefur verið til minnkunar herafla Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins f Evrópu. Slík viðleitni er í samræmi við það, sem ég lýsti áðan, að vera ætti meginmarkmið íslenskrar utan- rfkisstefnu: Að afvopnun leysti vígbúnað af hólmi og að friður væri í framtiðinni tryggður með samningum, en ekki varnar- bandalögum. Slikir samningar takast aðeins á grundvelh valda- jafnvægis. Lokun stöðvarinnar f Keflavík nú eða ákvörðun nij um að loka henni innan tiltekins skamms tíma mundi tvi- mælalaust rýra styrk Atl- antshafsbandalagsins og veikja aðstöðu þess f þessum samn- ingum, sem gætu einmitt vfsað veginn til þeirrar framtiðar- skipunar, sem eðlilegt er, að ís- lendingar óski eftir. Slíkt getur ekki verið markmið íslendinga. Það væri að vinna gegn eigin hagsmunum, spilla fyrir þeirri stefnu, sem við hljótum að vilja styrkja. Ég er því þeirrar skoðunar, að stefna okkar íslendinga nú í dag eigi hvorki að vera að viðhalda óbreyttu ástandi f varnarmálum né heldur að láta loka stöðinni f Keflavik. Ég tel að endurskoða ætti varn- arsamninginn og gera ýmsar grundvallarbreytingar á stjórn og skipulagi mála á Keflavíkur- flugvelli. Fyrst og fremst ætti að verða algjör aðskilnaður milh eftirlits- og varnarstöðvarinnar annars vegar og farþegaflug- vallarins hins vegar. Islendingar ættu smám saman að taka að sér í vaxandi mæli ýmis störf, sem nú eru unnin af Bandaríkjamönnum, á sviði stjórnunar, tækni og lög- gæslu. Mætti endurskipuleggja bæði landhelgisgæslu og löggæslu f því sambandi. En úr friðar- gæslu- og eftirlitsstarfinu, sem nú er stundað á Keflavíkurflugvelh, má ekki draga. Þau störf geta íslendingar ekki annast, a.m.k. ekki eins og nú háttar. Og það verða allir ábyrgir aðilar að gera sér ljóst, að meðan Islendingar eru aðilar að Atlantshafsbanda- laginu og KeflavíkurflugvöIIur er liður í eftirlits- og varnarkerfi bandalagsins, þá hljóta vissar lág- marksvarnir að vera velhnum nauðsynlegar. Þær verður annar aðili en islendingar að annast. Þeir, sem gera sér þetta ekki ljóst, Framliald ð bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.