Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 34 I IHllimilil fTll! MORGmVBLAÐSIMS NAUMUR SIGUR ÁRMANNSSTÚLKNA MINNSTU munaði, að mjög óvænl úrslit yrðu í leik Þórs og Ármanns í 1. deild kvenna f íþróttaskemmunni á Akureyri í f.vrrakvöld. Eftir mikinn barning tókst Ármannsstúlkunum að komast vfir á lokamínútunum og sigra 10:9. Mikil taugaspenna var ríkjandi hjá flestum leikmanna í upphafi leiksins. Eftir 12 mínútna leik var staðan jöfn, 2:2, en þá skoraði Guðrún Sigurþórsdóttír 4 mörk í röð fyrir Ármann. Fyrir hlé hafði Þor minnkað muninn niður í tvö mörk, 4:6. Hafði sóknarleikur beggja líða verið skipulagslítíll og litt ógn- andi í fyrri hálfleiknum, en átti þó eftir að versna í þeim siðari. Fyrstu 10 mínútur hálfleiksins var markalaust þóf, en þá skoraði Anna Gréta úr vítakasti fyrir f>or og skömmu síðar jafnaði hún með glæsilegu marki. Var nú komin mikil spenna í leikinn og að sama skapi færðist fjör í áhorfendur, sem létu óspart i sér heyra. Þór komst yfir og leiddi 8:7, þegar 5 mínútur voru eftir, en Erla jafn- aði og Guðrún skoraði tvö mörk fyrir Ármann þannig að staðan var 10:8. Lokaorðið átti Þdr og Jeikurinn endaði því 10:9. Ekki sýndu liðin góðan leik að þessu sinni, en baráttan var mikil og þá sérstaklega hjá Þórsliðinu. Ármannsliðið olli vonbrigðum f þessum leik, liðið skortir til- finnanlega breidd svo sem sjá má af því, að aðeins tvær stúlkur skoruðu mörk liðsins í leiknum, Erla og Guðrún. Þær áttu báðar ágætan dag — Erla þrátt fyrir að hún væri elt allan leikinn. Alf- heiður Emi lsdóttir varði mark Ármanns af stakri prýði og má segja, að munurinn á liðunum í þessum leik hafí fyrst og fremst legið í markvörzlunni. Sundmót KR SUNDMÓT KR fer fram í Sund- höll Revkjavíkur þriðjudaginn 12. febrúar og hefst það kl. 20.30. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 400 rijetra skriðsund karla (Bikar- sund) 100 metra skriðsund kvenna (Bikarsund) 100 metra bringusund karla 100 metra bringusund kvenna 200 metra fjórsund karla 100 metra baksund kvenna 4x100 metra skriðsund karla 4x100 metra skriðsund kvenna. Afreksbikar SSÍ veittur fyrir bezta afrek mótsins, samkvæmt stigatöflu. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Erlings Þ. jlóhanns- sonar, c/o Sundlaug Vesturbæjar fyrir laugardag 9. febr. Öllum þátttökutilkynningum á aðskila á tímavarðarkortum. Anna Gréta var bezt Þórs- stúlkna i leiknum og einnig komst Aðalbjörg Ólafsdóttir vel frá hon- um. Mörk Þórs: Anna Gréta Hall- dórsdóttir 5, Aðalbjörg 2, Hanna ogHarpa 1 hvor. Mörk Ármanns: Guðrún 6 og Erla 4. Magnús V. Pétursson og Valur Benediktsson dæmdu leikinn, stóðu þeir sig ekki vel, voru dæmigerðir heimadómarar. háhá. Reykjavíkurmót 1 borðtennis Reykjavíkurmótið í borðtennis fer fram i Laugardalshöllinni helgina 16. og 17. febrúar næst- komandi. Þátttaka tilkynnist skrifstofu ÍBR i síma 35850 eða 34085 fyrir þriðjudaginn 12. febrúar nk. Mark Víkingur vann Þór með þriggja marka mun, 30:27 Mörg falleg mörk voru skoruð 1 Íþróttaskemmunni á Akureyri á mánudagskvöldið, þegar Víking- ur heimsótti Þór. Frámunalega slakur varnarleikur og léleg markvar/la lengst af gerðu það að verkum, að mark var skorað á næstum hverri mínútu. Lið V'fk- ings sigraði með þriggja marka mun, 30:27, og þó að munurinn yrði ekki nema þrjú mörk í lokin var sigurinn nokkuð öruggur all- an tímann. Frá byrjun var mikill hraði í leiknum og að sama skapi mikil harka. Ekki voru liðnar nema þrjár mínútur, þegar tveimur leikmönnum var samtímis vikið af leikvelli og fyrir leikhlá höfðu dómararnir sent 7 leikmenn út af KÚLUVARPS- HEIMSMET BANDARÍKJAMAÐURINN George Woods setti nýtt heims- met í kúluvarpi innanhússá móti, sem fram fór i San Francisco um helgina. Kastaði hann 21,45 metra. Leikið í Njarðvík I KVÖLD fara fram tveir leikir í 1. deild Islandsmótsins í körfu- knattleik, og verður leikið í Njárðvík. í þessum leikjum eigast við KR og HSK annars vegar og ÍR og ÍS hins vegar. Samkvæmt mótaskrá áttu þessir leikir að fara fram á Seltjarnarnesi 11. nóv. s.l., en vegna rafmagnsleysis varð að af- lýsa þeim. Þar sem ekki reyndist unnt að fá inni með leikina á Seltjarnarnesinu I miðri viku, var það ráð tekið að leika þá i Njarðvlk. Fyrri leikurinn hefst kl. 20, og er milli KR og HSK. KR-ingar líta vissulega mun sigurstranglegar út fyrirfram, en þó er ekki hægt að ganga framhjá þeirri stað- reynd að HSK á oftast sína bestu leiki einmitt gegn KR. HSK átti mjög góðan leik gegn ÍR á dögun- um, og gæti allt eins velgt KR undir uggum í kvöld. — Sfðari leikurinn milli ÍR og ÍS ætti ekki siður að verða spennandi. Miðað við síðustu leiki líðanna eiga stúdentar talsverða sigurmögu- leika í leiknum, eh ÍR-ingar, sem hafa betri einstaklingum á að skipa, ættu að geta unníð, ef I ðið íeikur sem meiri heild en að undanförnu. Einar Magnússon skorar þrátt fyrir góða tilburði Tryggva á hverri mínútu til kælingar i 2 mfnútur hvern. Leikurinn var þó ekki svo grófur, að tilefni væri til slíkra brottvís- ana, en dómararnir höfðu lítil tök á leiknum og gripu því til þessa örþrifaráðs. Þórsarar skoruðu fyrsta mark leiksins og var það í eina skiptið, sem þeir höfðu forystu. Stórskota- lið Víkings var í miklum ham og tók leikinn fljótlega í sínar hendur. Guðjón var óstöðvandi fyrsta stundarfjórðunginn og skoraði þá fimm mörk með sinum geysiföstu skotum. Hann gekk þó ekki heill til skógar og var lftið með eftir þessa glæsilegu byrjun. Það sakaði lítið, því að aðrir tóku til við að skora, munurinn jókst jafnt og þétt og var orðinn sex mörk í leikhléi, 17:11. Auðveldur Víkingssigur blasti við, en Þórsarar virtust ekki alls kostar ánægðir með það og byrj- uðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Tókst þeim á 5 mfnútum að minnka muninn niður í 3 möxk, 18:15, og allan síðari hálfleikinn veittu þeir andstæðingum sínum mikla keppni. Þeir náðu þó aldrei að jafna, en voru oftast 2:3 mörk- um undir. Lauk leiknum með sigri Vfkings, 30:27, minni mun en gera hefði mátt ráð fyrir. Þessi mikla markasúpa á að sjálfsögðu rætur að rekja til op- inna varna og lélegrar mark- vörzlu. Hinir sífelldu brottrekstr- ar dómaranna höfðu það í för með sér, að þriðjurig leiktimans voru liðin ekki fullskipuð og höfðu sóknarleikmenn því gjarnan meira rúm til að athafna sig. Víkingsliðið sýndi það sama í þessum leik og svo oft áður — góðan sóknarleik og slakan varn- arleik markvarzlan hefur oft ver ið betri en að þessu sinni. Þá voru innáskiptingar liðsstjóra vafasamar á köflum, t.d. mátti sjá 4 línumenn inni á í einu í síðari hálfleik, meðan Einar, Páll og Stefán hvíldu sig. Þetta var örugglega ekki fyrirfram ákveðin leikaðferð, til þess varð sóknar- leikurinn allt of fálmkenndur. Guðjón átti sem fyrr segir stór- kostlegan leik í fyrri hálfleik og er nú búinn að ná sér vel á strik eftir daufa frammistöðu i upphafi keppnistimabilsins. Bezti maður liðsins var samt Páll Björgvins- son, sem var stöðugt ógnandi og átti nú sinn langbezta leik á vetr- inum. Einar Magnússon skoraði að venju flest mörk Víkinga, en var þó tekinn úr umferð mest allan leikinn. Auk þessaraþriggja átti Skarphéðinn Öskarsson mjög góðan leik, bæði í sókn og vörn. Þar er á ferðinni leikmaður, sem Víkingur má vænta mikils af i framtiðinni. Lið Þórs sýndi það i siðari hálf- leik þessa leiks, að það stendur öðrum 1. deildarliðum ekki langt að baki, þegar baráttan og kraft- urinn eru með. Ef þetta vantar er liðið hins vegar ekki nema sem miðlungs 2. deildar lið. Sigtrygg- ur og Þorbjörn fengu í þessum leik ekki það tóm til athafna, sem þeir þurfa, og skoruðu því minna en oft áður. í stað þeirra voru nú Aðalsteinn, Benedikt og Árni markahæstir og lögðu grunninn að góðum sóknarleik Þórs í síðari hálfleik. Þeir voru langbeztir Þórsara og eru þessir þrír leik- menn sérlega snöggir og liprir. Það er því leiðinlegt að vita til þess, að Árni skuli draga úr ágæt- um sfnum með leiðinlegri fram- komu og skapofsa á leikvelli. Annars mátti segja það um fleiri í þessum leik, því að sum brotanna, sem sáust voru ruddaleg um leið og þau voru algjörlega tilgangs- laus. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild íþróttaskemman Akureyri, 4. febrúar. Þór —Víkingur27:30 (11:17). Gangur leiksins: mln. Þór Vlkingur 2. Slgtryggur (v) 1:0 2. 1:1 (. uð jón 4. 1:2 Einar 4. Sigtryggur 2:2 5. 2:3 Stefán 5. 2:4 Guðjón 6. Arni 3:4 7. 3:5 Einar (v) 8. Þorbjörn 4:5 8. 4:6 Guðjón 9. 4:7 Guðjón 15. 4:8 Einar (v) 15. Arni 5:8 16. Arni 6:8 6:9 (i uð jón 6:1« Fáll 6:11 E inar (v) 6:12 Páll 7:12 7:13 Viggó 8:13 8:14 Páll 8:15 Sigfús 8:16 Skarphóðinn 9:16 10:16 10:17 Skarphóðinn HÁLFLEIKUR: 31. 11:18 Páll 32. Þorbjörn 12:18 34. Bcnedikt 13:18 34. Benedikt 14:18 35. Árn i 15:18 3& 15:19 Páll :m». Aða Isteinn 16:19 37. 16:20 Páll 39. Aðalsteirui (v) 17:20 40. 17:21 Einar(v) 42. Arni 18:21 44. 18:22 Eina r (v) 44. Aðalstcinn 19:22 46. Aðalsteinn 20:22 47. 20:23 Skarphóðinn 47. Aðalste inn (v) 21:23 48. 21:24 Einar 48. Benedikt 22:24 50. 22:25 Skarphóðinn 52. Benedikt 23:25 53. 23:26 Páll 53. 23:27 Einar 55. 23:28 Viggó 56. Aðalsteinn 24:28 57. 24:29 Einar 57. Aðalsteinn (v) 25:29 59. Aðalsteinn (v) 26:29 59. 26:30 Einar 60. Þorbjörn 27:30 Mörk Víkings: Einar 10, Páll 7, Guðjón 5, Skarphéðinn 4, Viggó 2, Sigfus og Stefán 1 hvor. Mörk Þórs: Aðalsteinn 8, Árni 6, Benedikt 5, Þorbjörn 4, Ólafur 2, Sigtryggur 2. Brottvfsanir af leikvelli: Þor-. björn Jensson, Árni Gunnarsson, Ólafur Sverrisson og Benedikt Guðmundsson allir f Þór í 2 mfn. hver. Jón Sigurðsson, Skarphéð- inn Óskarsson, Páll Björgvinsson, Viggó Sigurðsson og Björn Bjarnason allir í Vikingi í 2 mín- útur hver. Misheppnuð vftaköst: Einar Framhald á bls.20 Lið Þórs: Tryggvi Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson 3, Gunnar Gunnarsson 1, Ólafur Sverrisson 2, Árni Gunnarsson 3, Þorbjörn Jensson 2, Benedikt Guðmundsson 3, Sigtryggur Guð- laugsson 2, Rögnvaldur Jónsson 1, Ragnar Þorvaldsson 1. Lið Vfkings: Sigurgeir Sigurðsson 1, Guðjón Magnússon 3, Jón Sigurðsson 1, Einar Magnússon 3, Skarphéðinn Óskarsson 3, Sigfús Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 3, Björn Bjarnason 1, Viðar Jónasson 1, Stefán Halldórsson 2, Viggó Sigurðsson 2, Rósmundur Jónsson 1. 17. 18. 20. 21. 22. Ólafur 23. 23. Olafur 25. 26. 27. 28. Bcnedikt 29. Þorbjörn 29. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.