Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1974 Frumvarp um tryggingadóm FRAM hefur veriíS lagt á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um tryggingadóm. Segir í 2. gr. frum- varpsins, að verkefni trygginga- dóms sé að dæma í málum, sem rísa vegna úrskurða trygginga- ráðs Tryggingastofnunar ríkisins, varðandi bætur og bótarétt ein- staklinga skv. lögum um almannatryggingar. Þá segir i 3. gr., að trygginga- málaráðherra skipi dómara í dóminn til fjögurra ára í senn. Skuli þeir vera fjórir, tveir lög- fræðingar, læknir og trygginga- stærðfræðingur, en aldrei skuli fleiri sitja i dómi en þrir. Skal annar lögfræðinganna vera for- maður dómsins og eiga þeir jafn- an sæti í dóminum. Á formaður- inn að ákveða, hvor hinna dómar- anna tveggja tekur sæti í dóm- inum. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem skipuð var 20. jan. 1972 til þess starfs. Áttu sæti i nefndinni Auður Þorbergsdóttir lögfræðingur, formaður nefndar- innar, Snorri Hallgrimsson prófessor og Erlendur Lárusson tryggingastærðfræðingur. Hafði nefndin að mestu lokið störfum, erprófessor Snorri lézt 27. janúar 1973. aiwnci Ný þingmál Öryggi sjómanna á loðnuveiðum Fyrirspurn til samgönguráð- herra frá Oddi Ólafssyni (S), svo- hljóðandi: 1. Hvaða reglur gilda um hleðslu íslenzkra fiskiskipa? 2. Er þeim reglum fylgt til dæmis á loðnuveiðum? 3. Er fylgzt með hæfni fiski- skipa af minni gerðum til þess að beita hinni viðamiklu loðnunót? Björgunarstarfsemi varnarliðsins Fyrirspurn frá Stefáni Gunn- laugssyni (A) til utanríkisráð- herra, sem hljóðar svo: 1. Hve margar flugvélar og þyrl- ur og af hvaða gerðum og hvaða önnur tæki notar varnarliðið á Keflavíkurflugvelli við björg- unarstörf? 2. Hve mikinn mannafla notar varnarliðið beint eða óbeint við björgunarstörf? 3. Hve oft hefur björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli og aðrar deildir þess látið I té aðstoð við fólk í nauðum statt að beiðni opinberra aðila íslenzkra á árinu 1973? Hvernig flokkast þessi aðstoð eftir tegundum neyðartilfella? 4. Telur ráðherrann nokkuð því til fyrirstöðu, að Islendingar gætu tekið þessa björgunarstarfsemi að sér? Starfsemi Viðlagasjóðs Fyrirspurn til forsætisráðherra frá Pálma Jónssyni (S), svohljóð- andi: 1. Hverjar hafa tekjur Viðlaga- sjöðs orðið til þessa eftir hinum ýmsu tekjuliðum? 2. Hver hafa útgjöld sjóðsins orðið á sama tíma, og hverjir eru helztu útgjaldaþættir hans? 3. Hvaða horfur eru á, að fjár- magn sjóðsins sbr. tekjustofna í lögum nr. 4 frá 1973, fullnægi því hlutverki, sem honum er þar ætlað? Sjóvinnubúðir fyrir unglinga Þingsályktunartillaga frá Jónasi Jónssyni (F) og Ingvari Gíslasyni (F) um, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta kanna, hvað gera megi til að nýta mannvirki í Flatey á Skjálf- anda og koma í veg fyrir, að eign- ir og náttúruverðmæti á eyjunni spillist. Verði í þessu tilliti athug- að sérstaklega, hvort ekki sé hent- ugt að koma þar upp sumarbúð- um fyrir unglinga, þar sem stund- uð yrði sjósókn og fiskverkun og kennd undirstöðuatriði í sjó- mennsku og sjóvinnu. - ' ■ ■ , . ' ... .. o. Fyrirspumatími Á fundi sameinaðs þings í gær voru fimm fyrirspurnir á dagskrá. Fer hér á eftir stutt frásögn af umræðunum og svör- um ráðherra. Mistök við hafnarmannvirki Lárus Jónsson (S) spurði samgönguráðherra: 1. Hverjar eru helstu niður- stöður nýútkominnar skýrslu danskra sérfræðinga um burð- arþoi og hagnýtt gildi nýrra hafnarmannvirkja við Oddeyr- artanga á Akureyri? 2. Hyggst ráðherra láta kanna til hlítar, hver beri ábyrgð á mistökum við hönnun mann- virkjanna, svo að réttur aðili beri kostnað, sem af þeim staf- ar? Gerði Lárus í framsöguræðu sinni grein fyrir forsögu máls- ins og kom I ljós í því, að hönn- un framangreindra mannvirkja var I höndum vita- og hafnar- málastjöra. Hefði verið byrjað á framkvæmdum sumarið 1969, en 1970 hefði komið í ljós, að hafnarmannvirkin hefðu verið farin að síga. Hefði hafnar- stjórniti á Akureyri látið sér- fræðing frá Noregs geoteknisk institut kanna framkvæmd- irnar og hefðu komið fram hjá honum ýmsar efasemdir um, að hafnarmannvirkin uppfylltu þær kröfur, sem gerðar væru. Engu að síður hefði hafnar- málastjóri látið halda áfram framkvæmdum í heilt ár, en þá hefði hann látið danskan sér- fræðing kanna verkið. Væri m.a. um þá könnun spurt hér. Björn Jónsson samgönguráð- herra sagði, að við undirbúning framkvæmdanna 1969 hefðu verið gerðar takmarkaðar jarð- vegsrannsóknir i höfninni. 1 apríl 1970 hefði komið í ljós, að mannvirkin hefðu verið farin að síga, en engu að síður hefði verið ákveðið að halda áfram. Árið 1971 hefði verið leitað eft- ir því við danska fyrirtækið Geoteknisk Institut í Kaup- mannahöfn, að menn frá því athuguðu málið. Þeir hefðu borað niður á 40 m dýpi og hefði niðurstaða orðið sú, að ekki hefði verið unnt að segja fyrir um ástæður sigsins. Þá gerði ráðherra grein fyrir tillögum, sem hafnarmálastjóri hefði komíð með til úrbóta þeim göllum, sem fram hefðu komið. Hefðu engar ákvarðanir verið teknar ennþá. Ekki væri unnt að fullyrða, að um mistök hefði verið að ræða, en nú lægi fyrír að kanna, hvort svo hefði verið. Sagði ráðherra, að hann hefði nú farið þess á leit við 2 óvilhalla skoðunarmenn, sem báðir væru fróðir um mann- virkjagerð, að þeir athuguðu hvort svo hefði verið. Þeir væru Ragnar Ingimarsson og Gústaf E. Pálsson. Sú rannsókn, sem þeir framkvæmdu, mundi að sjálfsögðu ekki skera úr um, hver fébótaábyrgð bæri á tjón- inu. Það ætti undir rétta dóm- stóla landsins. Lárus Jónsson kvaðst fagna því, að óvilhallir menn hefðu verið fengnir til að kanna málið. Væri hér um verulegt prófmál að ræða, sem lyti að því hvort opinberir aðilar, sem tækju að sér hönnun mann- virkja, bæru ábyrgð á verkum sinum til jafns við einstaklinga. Orkusala til Norðlendinga Lárus Jónsson spurði iðn- aðarráðherra: 1. Hvenær telur ráðherra, að landsvirkjun geti selt Norð- lendingum örugga raforku um ' fýrirhugaða háspennulínu frá Landsvirkjunarsvæðinu til orkuveitusvæðis Laxárvirkj- unar? 2. Telur ráðherra, að for- maður stjórnar Landsvirkjunar hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði f fjölmiðlum, að Landsvirkjun væri ekki aflögu- fær með orku tii Norðlendinga fyrr en á árinu 1977? 3. Telur ráðherra, að Lands- virkjun geti selt Norðlend- ingum orku við svipaðar að- stæður og sköpuðust í nóvem- ber og desember s. 1.? 4. Hefur ráðherra í hyggju- að gera bindandi samning við stjórn Landsvirkjunar um orkusölu til Norðlendinga, ef háspennulína norður verður reist, og að fyrst og fremst verði stefnt að því á næstu árum að afla Norðlendingum innlendrar raforku á þann hátt? 1 framsögu sinni sagði Lárus það vera skoðun Norðlendinga, að ekki yrði séð fyrir orkuþörf þeirra fyrr en einhvern tíma á árinu 1976, þar sem stefna rík- isstjórnarinnar í orkumálum byði ekki upp á annað. Magnús Kjartansson svaraði 1. liðnum þannig, að raforka kæmi norður um línuna, eftir að hún hefði verið reist næsta sumar. Þangað til fyrsta véla- samstæða Sigölduvirkjunar kæmi í gagnið sumarið 1976, gætu vetrarhörkur komið í veg fyrir, að um næga raforku yrði að ræða. 2. Ráðherra sagði, að hér væri rangt haft eftir formanni stjórnar Landsvirkjunar. Hann hefði sagt, að Landsvirkjun gæti ekki tryggt Norðlending- um orkuna fyrr en á árinu 1976 og hefði þá átt við aðstæður, eins og þær væru að vetri til. 3. ístruflanir gætu alltaf valdið erfiðleikum hér á landi. í des sl. hefði komið samfelld- asti frosthörkukafli í heila öld. Þegar slíkt gerðist yrði eitt yfir alla landsmenn að ganga. 4. Þegar búið yrði að tengja saman svæðin mundu orkusölu- aðilar fyrir norðan og sunnan gera með sér samning um orku- söluna. Ýmislegt fleira en línan norður væri á döfinni í orku- málum Norðlendinga. T.d. lægi nú fyrir þinginu frumvarp um 35 megavatta virkjun í Kröflu. Ingvar Gíslason (F) sagði, að Norðlendingar treystu yfirleitt stefnu ríkisstjórnarinnar í orkumálum. Lárus Jónsson sagði, að ráð- herra hefði ekki getað annað en viðurkennt, að ekki yrði örugg orka norður fyrr en 1976. Væri fullkomin ástæða til að ætla, að það gæti dregizt enn lengur. Ingólfur Jónsson (S) vakti athygli á, að það eina, sem nú- verandi ríkisstjórn hefði fram- kvæmt í orkumálum Norður- lands, væri að leggja línu milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, en enn væri ekki unnt að finna rafmagn til að flytja eftir lín- unni. Norðlendingar ættu sjálfir sök á hinu slæma ástandi í orkumálunum, þar sem búið hefði verið að gera ráð fyrir 20 m hárri stíflu í Laxá, sem sæi fyrir 19 megavatta raforku- framleiðslu. Vegna deilna á Norðurlandi hefði þessi virkj- un verið minnkuð niður í 6 megavött. Sagði hann, að leysa mætti málið á einu sumri, með þvf að táka til endurskoðunar ákvarðanir um að virkja ekki frekar 1 Laxá. Stefán Jónsson (Ab) sagði, að samkomulag í Laxárdeilunni hefði verið torfengið og mætti ekki vekja þann draug upp á ný. Magnús Kjartansson sagði, að Lárus Jónsson sýndi af sér hroka til að dylja eitthvað annað, sem aðrir þingmenn hefðu orðið varir við, er þeir hefðu kynnzt honum. Ragnar Arnalds (Ab) taldi núverandi ástand raforkumála á Norðurlandi vera fyrrverandi ríkisstjórn að kenna. Geir Hallgrfmsson (S) sagði, að sök hefði bitið sekan, er Magnús Kjartansson hefði svar- að Lárusi Jónssyni. Staðreynd þessa máls væri, að nú væri svo komið, að Norð- lendingar hefðu þá einu von f raforkumálum sínum; að sam- tengingu yrði komið við norður yfir næsta sumar. Menn ef- uðust um að svo gæti orðið, og jafnvel þó svo færi, væru engar horfur á, að Landsvirkjun gæti séð af neinu rafmagni fyrr en Sigölduvirkjun kæmi í gagnið. Þetta lýsti afrekum ráðherrans á 5 missera valdatíma hans. Ingólfur Jónsson sagðist ekki vera að vekja upp neinn draug, þó að hann legði til að reynt yrði að ná fram nýjum samn- ingum milli aðila Laxárdeilna. Viðhorfin hlytu að hafa breytzt eftir orkuskortinn á Norður- landi í vetur. Þá hefði einnig komið í ljós, að unnt yrði að gera frekari virkjanir í Laxá án mikilla náttúruspjalla og án þess að laxveiði spilltist. Fiskiskipaflotinn Bjarni Guðnason (Ff) spurði sjávarútvegsráðherra: 1) Hver var vátryggingarfjár- hæð alls íslenska fiskiskipaflot- ans 31. des. 1973? 2) Hve hárri fjárhæð samtals námu skuldir meðlima L. í. U. 31. des. 1973, sem tryggðar voru með veðum f sama fiskiskipa- flota og nefndur er í fyrri spurningunni? Lúðvfk Jósepsson sagði, að skv. því, sem lagt væri til grundvallar hjá vátryggingar- sjóði fiskiskipa, hefði vátrygg- ingarfjárhæð 935 fiskiskipa verið um sl. áramót rúmir 17,9 milljarðar kr. Seinni spurningunni væri erfitt að svara. Þó gæti hann sagt, að áhvílandi stofnlán úr Fiskveiðasjóði sl. áramót hefðu verið 5,2 milljarðar. Stofnlán úr Byggðasjóði og Atvinnuleys- istryggingasjóði hefðu verið um 530 milljónir. Um önnur áhvflandi lán á útgerðinni væri afar erfitt að segja. Auk framangreindra tóku til máls Jón Ármann Héðinsson (A) og Karvel Pálmason (SFV). Ráðuneytisstjórinn formaður Bjarni Guðnason (Ff) spurði heilbrigðisráðherra: Hvaða rök liggja til þess, að ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu er skipaður for- maður stjórnarnefndar ríkis- spítalanna? Magnús Kjartansson sagði aðalrökin vera þau, að ná fast- ari tökum á þessum umfangs- miklu stofnunum. Rakti hann hvernig stjórnsýslu við spftalana væri háttað eftir breytingu laga um heilbrigðis- þjónustu, sem gengið hefðu í gildi nú um áramótin. Bjarni Guðnason taldi ráð- herra fráleitt hafa tilfinningu fyrir lýðræði, þar sem hann vildi þjappa öllu valdi saman inni í ráðuneytinu. Rækja á Húnaflóa Steingrímur Hermannsson (F) spurði sjávarútvegsráð- herra: 1) Hvað hefur sjávarútvegs- ráðuneytið gert til þess að skipuleggja rækjuveiðar og rækjuvinnslu á Húnaflóasvæð- inu með tilliti til þess, sem rækjustofninn er talinn þola, og til byggðasjónarmiða? 2) Hvað getur sjávarútvegs- ráðuneytið gert til þess að koma i veg fyrir, að fleiri rækjuvinnslustöðvar en nú er verði starfræktar á svæðinu, og hyggst ráðuneytið beita sér gegn slíku? Lúðvík Jósepsson svaraði: 1. Sett væru skilyrði fyrir því, að menn gætu fengið leyfi til veiðanna. Einnig væru sett í leyfísbréfin skilyrði fyrir til- högun veiðanna. Þær reglur, sem nú giltu, hefðu verið settar í samvinnu við Hafrannsókna- stofnunina, Fiskifélag islands og vinnsluaðila. Tekið væri til- lit til byggðasjónarmiða með því að Húnaflóinn væri sérstakt svæði, þannig að ekki fengju aðrir að stunda þar veiðar en þeir, sem búsettir væru á svæðinu. Þá hefði verið ákveðið aflahámark og settar reglur um verndun. 2. Rækjuvinnsluleyfin væru við það eitt miðuð, að viðkom- andi vinnslustöð væri á svæð- inu og væri viðurkennd vinnslustöð. Ráðuneytið teldi sig ekki hafa vald til að banna mönnum að setja á stofn rækju- vinnslustöðvar. Hins vegar hefði ráðuneytið tilkynnt Framkvæmdastofnun ríkisins, að nú væri nóg komið af vinnslustöðvum og gæti stofn- unin þá mótað stefnu sína um að veita ekki fleiri stöðvum stofnlán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.