Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐ VIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 EFTIR ING VA HRAFN JÓNSSON ÞAÐ var búsældarlegt hjá Skúla Pálssyni á Laxalóni, er við brugðum okkur i heimsókn til hans á laugar- daginn t glampandi sólkini. Það var eins og manni fyndist vorið liggja í loftinu þrátt fyrir, að aðeins væru tveir dagar liðnir af febrúar- mánuði og enn talsvert langt í það, að lax fari að ganga í árnar. Skúli var við störf á svæðinu fyrir neðan eldishúsið, en þar geymir hann í fjölda kerja laxa- og silungsseiði, sem i sumar verður sleppt í hinar ýmsu ár landsins, en þau skipta liklega milljónum iaxa- seiðin. sem Skúli hefur alið og selt á sl. aldarfjórðungi. Það var árið 1951 að Skúli setti upp laxeldis- „Hef alltaf lagt áherzlu á að ala aðeins upp beztu stofnana” Komió viÓ hjá Skúla á Laxalóni Séð yfir útisvæðið á Laxalóni.Ljósm. Br. H. stöðina á Laxalóni, sama árið og hann fékk til landsins regnbogasil- ungshrognin, sem styrr hefur staðið um frá upphafi. Skúli var ómyrkur i máli um samskipti sln við íslenzk yfirvöld i þessu máli. Hann gekk með okkur niður að tjörnunum, þar sem hann geymir gífurlegt magn af þessum fiski og leikmaður, sem sér þessa fallegu fiska, á næsta erfitt með að ímynda sér, að i þeim leynist ein- hverjir sjúkdómar, sem hindri það, að hægt sé að selja hrognin til útlanda eða fiskinn til manneldis, en það er annnarra að dæma um það. Skúli segir okkur að hann þurfi nú brátt að yfirgefa Laxalón þar eð framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru, þrengi nú að stöðinni og hafi hann keypt hluta af jörð austur í Árnessýslu og þangað ætli hann að flytja stöðina. Lagði Skúli á- herzlu á. að samskipti sin við Reykjavikurborg hefðu alltaf verið með ágætum. Skúli segir okkur lika. að nú fari að liða að þvi, að hrognin verði tekin úr regnboga- silungnum og segir. að fái hann ekki leyfi til að flytja þau austur í hina nýju stöð, verði allur stofninn drepinn niður og það yrði mikill harmleikur því að hér sé um að ræða eina heilbrigða stofninn i Evrópu og kaupendur um allan heim vilji fá hrogn eða seiði. Við spyrjum Skúla hvenærhann hafi fyrst fengið áhuga á fiskeldi. — Það var í kringum 1940, þá byrjaði ég með tilraunir i kjallara niðri á Klapparstig. Ég las fyrst um þetta i dönsku blaði og fór þá að hugsa um hvilikir gifurlegir mögu- leikar væru á þessu sviði hér á landi með allar okkar ár. Þá var maður ungur og bjartsýnn og sið- an hefur þetta þróazt smátt og smátt. Ég hef allt lagt á það á- herzlu að ala upp beztu stofnana og undaneldisfiskinn fæ ég úr Lax- á i Þing., Blöndu, Þverá og ánum i Árnessýslu. Ég hef sjaldnast get- að annað eftirspurn eftir seiðum og nú þegar ég seldi 70 þúsund seiði til Spánar á dögunum fékk ég pantanir nokkrum dögum seinna i 100 þúsund seiðum i viðbót, en ég á þau bara ekki til. Og það megið þið hafa eftir mér. að árnar, sem ræktaðar hafa verið upp með seiðum frá Laxalóni, hafa ætíð verið með mestu veiðiám landsins, eins og t.d. allar Borgar- fjarðarárnar. Laxá i Þing.. svo að eitthvað sé talið. Við spyrjum Skúla hvað hann sé með mörg laxaseiði i eldi núna, en hann seg- ir, að það sé ekki gott að segja. ,,100 þúsund"? spyrjum við, en Skúli segist verða hissa ef þau séu ekki fleiri, en ekki komi i Ijós fyrr en i sumar hversu mikið verði eftir, þvi að alltaf sé um einhver afföll að ræða. Það vekur athygli okkar hve falleg og kröftugleg seiðin eru og eðlið leynir sér ekki þvi þau stökkva i sifellu upp i vatnsbununa, sem rennur í kerin, eins og þau eiga eftir að stökkva fossana siðar meir. Áður en við kveðjum, leiðir Skúli okkur að stóru keri utan eldishússins og sýnir okkur þar tveggja ára laxa, sem hann er að gera tilraunir með. Það var hreint ævintýralog sjón að sjá svo unga laxa allt upp i hálft kg. á þyngd. Skúli segir okkur. að þetta sé i sambandi við eldi laxa i sjó, hann sé að kanna hvort ekki sé hægt að ala fiskinn það langt með sérstakri fóðrun, að hann þurfi ekki nema 1 ár í sjónum til að ná markaðsstærð. Miðað við þann árangursem við sáum þarna. erum við ekki i vafa um, að þarna er Laxalónsbóndinn með stór- merka tilraun i gangi, sem gaman verður að fygijast með. 7 BRONCO ÁRGERÐ 1 966 í góðu lagi til sölu. Upplýsingar í síma 22630 frá kl. 4—6 í dag BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla. Nóatún 27. simi 2 5891 STÚLKA ÓSKAST STRAX til eldhússtarfa. Vaktavinna. Uppl. i sima 1 7758 Veitingahúsið Naust. ÍBÚÐ ÓSKAST í 2—3 mánuði. Há leiga. Fyrirf ramgreiðsla. Sími 25890 ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA LÍNUÚTHALD Sími (96)21 853. FRÍMERKJASAFNARAR Sel íslenzk frimerki og FCD-útgáfur á lágu verði. Einnig erlend frímerki og heil söfn. Jón H. Magnússon pósthólf337, Reykjavík. BÍLAVIÐGERÐIR. Tökum að okkur allar almennar viðgerðir BMaverkstæðið Bjarg, Bjargi við Sundlaugaveg Sími 38060. KEFLAVlK Vanan mann við bilamálun o.fl. vantar nú þegar. Bliasprautun Suðurnesja. Vatnenesvegi, Keflavík. KEFLAVIK Til sölu nýlegt einbýlishús. 2 stofur, 4 svefnherb. Bilskúr í smiðum. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraur 90, simi 1 234 TIL SÖLU vegna flutnings nýleg hjónarúm með springdýnum Til sýnis milli kl 1 5—20 í dag, og á morgun að Barónsstíg 61 II . h. GRINDAVÍ K Til sölu gott 5 herb. einbýlishús. Eigna og verbréfasalan, Hringbraut 90, sími 1 234 KEFLAVÍK Lítil ibúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi óskastá leigu Upplýsingar i síma 2924 eða 2556 TIL SÖLU sambyggð trésmiðavél, afréttari og þykktarhefill af ameriskri gerð Upplýsingar í sima 41227 KEFLAVÍK Laghentur maður óskast til starfa á trésmiðave rkstæði Trésmiðja Einars Gunnarssonar. MIR HUHfl fSSKÁPUR ÓSKAST uiflSKiPTin scm Lítill isskápur óskast til kaups. Simi 38720. fí nUCLVSR 1 j\ ÍHorömitílöííinu Fullkomið philíps verkstæói Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá og eftirliti með Philips-tækjum sjá um altar viðgerðir. Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík heimilistæki sf SÆTÚIMI 8. SÍM1:1 3869. Hl Sérfræðingur Staða sérfræðings í röntgengreiningu við Röntgendeild Borgarspítalans er laus frá 1. apríl eða síðar eftir sam- komulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavík- ur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Re.ykjavíkurborgar fyrir 7. marz n .k Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavík, 4. febrúar 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Næturvðrður Óskum eftir að ráða næturvörð nú beqar. Umsóknir ásamt meðmælum sendist okkur eða leggist inn á Mbl. merkt: „31 97", fyrir 1 2. febrúar. Heild h.f. 11 Sundaborg Sími 38720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.