Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 31 ROSE' ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI Kosningar í S-Afríku 24 Þegar báturinn lagðist að bryggju i Gautaborg, tíu tímum á eftir áætlun, var Roseanna McGraw ekki um borð. Hún var myrt að- faranótt 4. og 5. júli og fannst þremur dögum siðar i Borenshult. Eriksson rétti úr sér í einni svipan. Hann kreppti hnefanaum stölarmana og munnvikin titruðu. — Er það þess vegna? Haldið þér að. . . ? Hann var orðinn náfölur í fram- an og hann hópaði upp yfir sig: — Eg hef ekki myrt neinn! Ég hef aldrei séð þessa stúlku! Það get ég svarið! Martin Beck sagði ekkert. Hann einhlindi á andlit mannsins og hann sá skelfinguna speglast og magnast í uppglenntum augum hans. Þegar Martin tók til máls, var rödd hans þurrleg og hljómlaus. — Hvar voruð þér og hvað höfðust þér að aðfaranótt 5. julí? — Eg var í klefanum mínum! Það get ég svarið! Ég lá stein- sofandi í klefanum mínum! Ég hef ekkert gert! Eg hef aldrei séð þessa stúlku! Það er satt. Hann greip um höfuð sér í örvæntingu. Svo klemmdi hann illskulega aftur augun. — Þér eruð að reyna að gabba mig! Haldið þér, að ég sjái ekki í gegnum ykkur, ha? Þetta með kvanmanninn er hara tálbeita. Þið hafið talað við Roffe og sá andskoti hefur sagt, að ég hafi gert þetta. Mætti segja mér það hefði frekar verið hann. Það er satt. Ég hef ekkert gert. Sagði Roffe að ég hefði gert eitthvað? Sagði hann það. Martin Beck horfði þögull á hann. — Sú ómerkilega padda. Það var hann, sem stóð fyrir öllu saman. Og hann sem braut upp lásinn og hirti peningana. Hann beygði sig fram og orðin streymdu af vörum hans. — Það var hann, sem neyddi mig til að vera með. Hann hafði skipulagt allt, sagði hann. Ég sagðist ekki vilja taka þátt í að stela neinu. En hann neyddi mig. Og svo hefur hann auðvitað kjaftað frá. .. — Einmitt, sagði Martin Beck. — Roff kjaftaði frá. Leyfðu mér að heyra þína hlið á málinu. Klukkutíma síðar spilaði Mart- in bandið fyrir þá Larsson og Ahl- berg. Þar var að finna ítarlega lýsingu á innbroti, sem þeir Eriksson og Rolf Sjöberg höfðu framið á bílaverkstæði i Gauta- borg fyrir mánuði. Larsson fór að hringja í Gauta- borgarlögregluna og Ahlberg sagði: — Nú vitum við að minnsta kosti hvar við höfum hann á næst- unni. Svo bætti hann við. — Þá vantar okkur sem sagt ekki nema um 50 manns. — Ef við gerum því skóna, að morðingjann sé að finna meðal farþeganna. — Við getum sýknað suma strax. Þeir Kolberg og Melander eru einmitt að flokka þá frá. Beita útilokunaraðferðinni. Þeir sýkna smábörn og gamlar handavinnu- kennslukonur. Martin Beck horfði hugsi á Ahl- berg. — Ertu vonsvikinn? sagði hann. — Já, ég get ekki neitað því. Ég hélt um tíma, að við værum að komast i mark. En nú kemur sem sagt i ljós, að við erum engu nær. — Víst erum við nokkru nær. Það getum við þakkað Kafka. Síminn hringdi og Ahlberg fór að tala þýzku. Það var sím- hringing frá Amsterdam með upplýsingum um hinn kyndarann. Og eftir svip hans að dæma var afraksturinn minni en enginn. í lestinni á heimleiðinni sofnaði Martin. Hann vaknaði ekki, fyrr en lestin brunaði inn á aðaljárn- brautarstöðina. Og hann var ekki vaknaður til fulls, fyrr en hann var kominn í rúm sitt í Bagardmossen. 16. kafli. Klukkan tíu mfnútur yfir fimm barði Melander að dyrum og siðan rak hann hausinn inn um dyra- gættina og sagði. — Mig langar til að fara núna. Er það I lagi? Þar var algerlega óþarft að spyrja, en samt gerði hann það á hverjum degi. Aftur á móti hafði hann aldrei tilkynnt sig, þegar hann kom á morgnana. — Já, já', sagði Martin. — Sé þig seinna. Ogbætti svo við. — Ogþökk fyrir daginn. Klukkan hálf sex hringdi hann heim. — Á ég að bíða með matinn? — Nei, þið skuluð borða. — Kemurðu seint heim. — Ég veitþaðekki. Kannski. — Það fer að verða eilffðar tími, siðan þú hefur séð börnin. Víst hafði hann séð þau fyrir nákvæmlega níu klukkustundum og hún vissi það jafn vel og hann sjálfur. — Martin. — J á. — Þú ert svo dapurlegur. Er nokkuð sérstakt að? — Nei, nei. Við höfum bara mjög mikið að gera. — Ekkert annað? — Nei.ekkert. Þau kvöddust án hlýleika og Martin sneri sér aftur að verki sínu. Hann hrukkaði ennið og andvarpaði og lét augun hvarfla yfir skrifborðið sitt og alla pappírana þar. Eitthvað var þar bitastætt að finna um Roseönnu McGraw. Hann vissi bara ekki hvað það var. Hann stakk hendinni ofan i vasann til að ná sér í eldspýtu og dró ýmsa aðra hluti upp með. Þar á meðal var póstkort frá Borenshult. Hann var að skoða það og braut ákaft heilann, þegar Kolberg kom inn með látum. — Hæ, hvers vegna brá þér svona í brún. — Það er dauðahræðslan, sagði Martin og reyndi að hlæja. — Ertu ekki farinn enn? — Jú, ég sit heima í stofunni og borða pylsur. Fölk er einkennilega illkvittið oft á tíðum — nú er það að segja, að við séum trúlofuð. VELVAKAINIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. # Óréttlæti í húsa- hitunarmálum landsmanna Viðar Danfelsson, Akranesi, spyr. Mér er sagt að þekkt verkfræði- skrifstofa hafi í byrjun janúar s.l. gert samanburð á reksturs- kostnaði við upphitun á 140 fermetra eða 400 rúmmetra ein- býlishúsi, annars vegar með oliu og hins vegar með hitun með beinni rafhitun. Hafi þá komið í ljós eftirfarandi: Olía 14 lítrar á hvern rúmmetra húss á ári, raf- magn 99 kílóvattstundir á hvern rúmmetra húss á ári. Þá hafði olían hækkað mikið og var kr. 7,70 lítrinn, en rafmagn til húshitunar var þá kr. 1,12 (i Reykjavík). Þennan dag hafði þvi kostað að hita umrætt hús: Með oliu kr. 3596,00 á mánuði eða kr. 43.120,00 á ári, en með rafmagni kr. 3696,00 á mánuði, eða kr. 44.352,00 á ári. Samkvæmt þessu var dýrara að hita hús með rafmagni en með oliu. Nú er því haldið fram, að hjá Rafveitu Akraness standi til að hækka kílóvattstundina i kr. 1,30 og það réttlætt með þvi, að ósann- gjarnt sé, að þeir, sem hita með rafmagni, fái það á nær helmingi þess verðs, sem olíukyndingin kostar. Verði úr þessari hækkun, kemst rafmagnshitunin 16% upp fyrir olíuna. Nú langar mig til að spyrja: Hvað yrði réttlætisverð á rafmagni, ef olían hækkaði upp I 11 — 12 krónur eins og spáð hefur verið? Hvernig fellur hita- veita, t.d. í Reykjavík, inn i þetta réttlætisverðkerfi? Viðar Daníelsson." Orkumálin eru nú mjög til umræðu hér sem annars staðar á byggðu bóli. Þegar verið er að tala um verð- jöfnun er hins vegar ekki hægt að taka mið af einni vörutegund eins og t.d. orkugjöfum til húshitunar, heldur verður að taka þar miklu fleira með í reikninginn. Þannig er til dæmis víðast hvar mun ódýrara að byggja en á Stór Reykjavíkursvæðinu, og væri fróðlegt að sjá viðbrögðin við því, ef húsbyggjendur í Reykjavík færu fram á það, að húsbyggjend- ur annars staðar á landinu tækju þátt í að greiða þennan „umfram- kostnað", svo dæmi sé tekið af handahófi. # Góð þjónusta og léleg Anna Jeppesen á Húsavík skrifar: „Kæri Velvakandi. Alltaf eru það helzt klögumálin, sem fá fólk til að stinga niður penna, og eru þessar línur engin undantekning. Við, sem búum úti á landi, þ.e.a.s. utan við Reykjavíkur- svæðið, þurfum margt að sækja til Reykjavíkur. Þar er óneitanlega mesta vöru- úrvalið, fyrir utan allt annað. Sem betur fer hafa flest fyrir- tæki leyst vandamál utanbæjar- fólks eftir beztu getu. Það er m.a. hægt að fá vörur sendar í póst- kröfu og eftir öðrum leiðum með samkomulagi. Ég þurfti að hringja í margar byggingavöruverzlanir núna einn daginn og panta ýmsar vörur, t.d. teppi, áklæði, klæðningu og ýmis- legt fleira. Alls staðar fékk ég sérlega góðar upplýsingar og fyrirgreiðslu, og jafnvel var hringt í mig frá Klæðningu h.f., þegar séð varð, að ég gat ekki fengið pantaðar vörur þaðan á umsömdum tíma. Svo kom að þvi, að ég hringdi í Málarameistarann við Grensásveg og þurfti að fá nokkrar dósir af ákveðnu efni, sem mér er ekki kunnugt um, að fáist annars staðar. Jú, jú, efnið var til, en við send- um ekki í póstkröfu hér. Rökin: Höfum ekki mannskap til að af- greiða það, og svo liggja þessar kröfur hingað og þangað um landið, án þess að þær séu leystar út. — Hvort ég hefði ekki ein- hvern í Reykjavík til að kaupa þetta fyrir mig o.s.frv. Ætli Reykvikingar hafi ekki nóg að gera með að taka á móti fólki utan af landi ásamt öllu, sem því fylgir, án þess að þeir þurfi líka að taka að sér sjálfsagða þjónustu fyrirtækja borgarinnar? Þetta er nú ef til vill varla þess virði að fara að skrifa um það í Velvakanda, og þó. En þjónustan er almennt orðin svo góð, að mann rekur i rogastanz við svona tilsvör. Kannski gætu þessar linur orðið til þess að vara utanbæjar- fólk við að eyða simtali á umrætt fyrirtæki, því að allir vita hvað síminn kostar. Anna Jeppesen." # Ugla sat á kvisti Velvakandi hefur verið beðinn um að koma á framfæri þakklæti heillar fjölskyldu með sjónvarps- þáttinn „Ugla sat á kvisti" nú um helgina. Fjölskyldufaðirinn, (gamall K.K.-unandi) sagðist vera viss um það, að hér hefði verið kominn einn bezti sjónvarpsþáttur, sem gerður hefði verið af íslenzkum aðilum hingað til, og vildi hann hvetja Jónas R. Jónsson til að halda ótrauður áfram á sömu braut. Maðurinn sagðist eiga krakka á aldrinum 7 —16 ára, og hefðu þeir allir haft mjög gaman af þættin- um. Hann sagðist vilja leggja til, að „ugluþátturinn" yrði hafður á dagskrá vikulega. Velvakandi sá því miður ekki umræddan þátt, en hefur heyrt marga hrósa honum. Hins vegar lízt Velvakanda ekkert á það að fara að bruðla með Jónas í hverri viku — líklega eru gæði þáttarins einmitt i því fólgin, að reiknað er með sæmilegum tíma til að undir- búa hann. í apríl Höfðaborg, Suður-Afriku, 4. febr. AP. JOHN VORSTER, forsætisráð- herra Suður-Afríku, lýsti því yfir í dag, að hann hefði ákveðið að boða til almennra þingkosninga i landinu þann 24. apríl n.k. eðaári fyrr en áætlað hafði verið. Þó kom tilk.vnningin ekki á óvart, þar sem þetta hafði legið í loftinu um hríð. Tilkynningin var gefin út skömmu eftir að William Graaf, leiðtogi st jórnarandstöð- unnar á þingi, hafði lýst því yfir, að stjórnin nyti ekki trausts suð- ur-afrísku þjóðarinnar. Við mörg vandamál hefur verið að etja i stjórnartið Vorsters; auk kynþáttamálsins þar i landi bæt- ist við mikil verðbólga, orkuskort- ur og hvers kyns örðugleikar sem stjórninni hefur gengið illa að ráða við. Flokkur Vorsters hefur verið við völd í landinu síðan 1948. Þeir hafa nú 118 þingmenn af 166 i fulltrúadeildinni og meirihluta i öldungadeildinni. Siðustu kosningar í Suður- Afríku voru i april 1970. Washington Post: Njósnaflugi var frestað Washington, 4. febr. AP. NJÖSNA- og könnunarflugi yfir svæðið i Miðausturlöndum, þar sem októberstríðið geisaði, með véium af gerðinni SR-71, sem eru mjög háfleygar, var frestað í þrjá daga, vegna þess að Henry Kiss- inger, utanríkisráðherra neitaði að leggja blessun sina yfir áætl- un, sem lögð var fram af hálfu Breta um að nota flugvöll á enskri grund fyrir þessar vélar, skrifar bandariska stórblaðið Washing- ton Post i dag. Vitnar blaðið í sérfræðinga innan hersins og seg- ir, að Kissinger hafi frestað áætl- uninni vegna þess að hann hafi reiðzt þeirri beiðni Breta, að ekki yrði látið uppskátt um, að stjórnin I London vissi af þessum aðgerð- um. Heimildir innan bandarísku stjórnarinnar „láku" .upplýsing- um til fréttamanna þess efnis, að Bretar hefðu verið „ósamvinnu- þýðir", meðan á striðinu stóð. „Sannleikurinn var sá að Edward Heath. forsætisráðherra Breta, hafði persónuiega fallizt á að vél- arnar notuðu flugvöll i Suffolk, en með þvi skilyrði, að Bandarík- in kæmu í veg fyrir, að Arabar fengju fréttir af því, að þeir væru að aðstoða ísraela," segir blaðið. Embættismenn i varnarmála- ráðuneyti Bandarikjanna voru þrumu lostnir vegna afstöðu Kiss- ingers, því að þar með varð f snarheitum að endurskoða þátt- töku Bandaríkjamanna og veru- lega varð þetta til að draga úr þeirri aðstoð, sem hægt hefði ver- ið að veita fyrstu daga stríðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.