Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLÁÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Sjóræningjar á kreiki Dacca, 4. febr. NTB. TÍMI sjóræningjanna er ekki Iið- inn: um tvö þúsund farþegar urðu fyrir þeirri sérstæðu lífsreynslu á dögunum, að 200 sjóræningjar réðust um borð í skip, sem þeir voru farþegar á og stálu skart- gripum og öðrum verðmætum fyrir milljónir króna. Komu sjó- ræningjarnir siglandi á fiskibát- um og báru vopn. Allmargir far- þegar hlupu fyrir borð þegar sjó- ræningjarnir hófu skothrið til að stöðva skipið. Opið bréf til forráðamanna sjónvarpsins Reykjavík 22/1 ’74. Kæru forráðamenn. Vér undirritaðir höfum upp á síðkastið orðið varir við vaxandi óánægju með íslenzka sjónvarpið. Gagnrýnin á það virðist beinast fyrst og fremst gegn: Afdönkuð- um austantjaldsmyndum, brezk- um og amerískum fyrirstrlðs myndum, útvötnuðum, frönskum ástarmyndum, lélegum erlendum skemmtiþáttum, langsóttum og leiðinlegum fræðsluþáttum, finnskum og sænskum sálar- flækjuleikritum, óendanlegum brezkum framhaldsmyndaflokk- um og síðast en ekki sízt einhæfu efnisvali og litlu sem engu af að- gengilegu skemmtiefni fyrir ungt fólk. I stuttu máli, sjónvarpið er sakað um að taka til sýningar hvaða drasl, sem er, ef það fæst á hagstæðum kjörum. Erlendar sjónvarpsstöðvar gera sér far um að henda því aumasta, sem þær eiga, í íslendinga vitandi vits, að allt er sýnt, sem til fellur. Vér undirritaðir teljum, að þessi gagnrýni sé fyllilega rétt- mæt og erum henni innilega sam- mála, hins vegar eru til fleiri hlið- ar á þessu máli. Vér álftum, að sjónvarpið hafi gífurleg áhrif og tvímælalaust aðstöðu til þess að verða tímaþjófur þjóðarinnar númer eitt. En ef sjónvarpið er fyrir neðan allar hellur, þá hætta sæmilega viti bornir menn að horfa á það og snúa sér heldur að lestri góðra bóka eða einhverju álíka jákvæðu, jafnvel nytsömu. Þegar húsbóndinn kemur þreyttur heim á kvöldin og sezt fyrir framan sjónvarpið, svona af gömlum vana, þá á dagskrá sjón- varpsins stærsta þáttinn I því, að hann er sofnaður á stundinni og vaknar hress og endurnærður í vinnu næsta morgun. Húsmæðurnar, sem alltaf hafa í nógu að snúast, mega auðvitað alls ekki vera að því að horfa á sjónvarpið og þvf kæmi það þeim allra verst ef eitthvað skemmti- legt eða spennandi væri á dag- skránni. Það liggur líka í augum uppi, að ef þættir með frægum pop- og rokkhljómsveitum væru á dagskránni, þá myndu unglingarnir hanga heima hjá sér, foreldrum sínum og öðrum til leiðinda, í stað þess að skemmta sér úti í bæ við alls konar slark, eins og nú er. Svona mætti lengi telja, enda augljóst, að þessi brunnur verður varla tæmdur, en niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú, að þið kæru forráðamenn eruð ekki að- eins hugsandi og ábyrgir menn heldur stendur allt þjóðfélagið f þakkarskuld við ykkur. Vér undirritaðir teljum, að ekki aðeins beri að veita for- ráðamönnum sjónvarpsins fálka- orðuna heldur tryggja það með lagasetningu, að ekki megi víkja mönnum úr starfi sem þessu, þó að óábyrgir menn telji þá ekki standa sig. Vér óskum yður síðan velfarn- aðar. Hilmar J. Hauksson. Friðrik Björgvinsson. Gunnar Mekkinósson. Gunnar Albertsson. Guðrún Kristjánsdóttir. Htá? '<l=? Tls? tls? # HELDUR ÁFRAM í DAG OG Á MORGUN ENNÞÁ ER HÆGT M GERA ÓTRÚLEGA HAGKVÆM VIÐSKIPTI Takiö t.fl. eftir: □ FÖT MEÐ VESTI ÚR 1. FL. EFNUM Á AÐEINS KR. 6.900 — □ STAKIR JAKKAR ÚR 100% ULLARTWEED Á AÐEINS KR. 3.300 — □ SKYRTUR KR. 890,— STAKAR TERYLENE & ULLARBUXUR KR. 1.490.— □ STUTTJAKKAR HERRA MARGAR GERÐIR 50% AFSL. □ KVENKULDAJAKKAR. v ■ i J* Taklð t.fl. ettir: ' ' □ SÍÐIR KJÓLAR — SÍÐ PILS MEÐ 50% AFSL. F ■'fj, □ KÁPUR 100% ULL 50% I ; AFSL. f □ BOLIR FRÁ KR. 290.— □ FERMINGARFÖT MEÐ ' * OG ÁN VESTIS Á ' 51 AÐEINS KR.4.900.— DRENGJABUXUR. DRENGJASKYRTUR. VESTI — BINDI. U=? <§f §f § <§f <§f <§f <§> <§f <§> <§f <§f ALLRA SÍDUSTU DAGARI 40°/o-60°/o AFSLÁTTUR ÞETTA ER ÖRUGGLEGA ÚTSALAN SEM SLÆR ÖLLUM ÖRRUM ÚTSÖLUM VIÐ NÚ ER HVER SÍUASTURl áfím. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Ifi) KARNABÆR lækjargotu 2 laugavegi 2úa laugavegi 66 1 § ______# ############### §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.