Morgunblaðið - 06.02.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.02.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Sveinn Jónasson — Minningarorð Mánudaginn 28. janúar barst mér og fjölskyldu minni fregn um andlát bróður míns, Sveinn Jónas- sonar. Þótt sú frétt kæmi okkur ekki á óvart, örlaði þó á þeirri von hjá okkur öllum, að Sveinn mundi enn einu sinni vinna sigur í sinni sjúkdómsbaráttu. í þeirri þrjátíu ára baráttu áttust við óvenjulegur sálarstyrk- ur og lifsgieði gegn ólæknandi sjúkdómi. Svo oft hafði Sveinn sigrað hina líkamlegu erfiðleika, að enn á ný barðist hann hetjulegri baráttu þar tíl yfir lauk. Sveinn Jónasson var fæddur 15. júní 1925 í Hafnarfirði, sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Jónasar Sveinssonar forstjóra í Dvergi, en frá Dvergi lauk hann námi í trésmfði 1945. Vann hann um skeið við iðn sína, fyrst hjá öðrum,en hóf síðan sinneigin iðnrekstur. Sveinn var afbragðs smiður, vandvirkur og hagsýnn og hvers manns hugljúfi, er til hans leitaði. Það átti þó ekki fyrir Sveini að liggja að gera trésmíðina að sínu ævistarfi. Brátt fór svo, að hann gat ekki bæði i senn haldið sjúk- dómi sinum í skefjum og lagt um leið til þá orku, er til þurfti bæði í umsýslunni og við erfiðar smíðar. Þar sem Sveinn var afar sjálf- stæður bæði í hugsun og verki, varþað ekki að hans skapi að leita aðstoðar til annarra og því síður að leita atvinnu hjá öðrum. Hóf hann þá þegar ýmiss konar milligöngu störf, sem hentuðu í hvívetna betur þeim kringum- stæðum, sem hann bjó við. Með fádæma eljusemi og dugnaði tókst honum um margra ára skeið að halda gangandi fyrir- tæki sínu, Bila- og bdvélasölunni í Reykjavík. Árið 1948 kvæntist Sveinn Freyju Leopoldsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Jónas, sem er við hagfræðinám i Svíþjóð, kvæntur Matthildi Ingvarsdóttur. Guðjón, sem rekur vinnuvéla- fyrirtæki á Egilsstöðum, kvæntur Ingibjörgu Sigfúsdóttur. Ágústa hárgreiðslunemi og Leopold, sem enn er í foreldra- húsum. Það var mikil lífshamingja fyrir Svein að eignast slíkan lífsföru- naut sem Freyja Leopoldsdóttir reyndist honum. Hefði ég væntanlega í þögn sent bróður mínum kveðjuorð, væri það ekki vegna hinnar hetjulegu framgöngu Freyju öll þeirra sam- veruár. Hún bjó manni sinum hlýlegt heimili þar, sem aldrei virtist neitt skorta. Börnum sinum og manni er hún og var allt. A síðustu mánuðum hefur hún staðið við sjúkrabeð Sveins dag og nótt. Með sömu reisn og i sama anda, mun hún nú halda saman því heimili, sem þau skópu, um það skal enginn efast. Fyrir hönd móðurbræðra og systra vil ég nú þakka Freyju og um Ieið biðjum við Guð að styrkja og blessa hana og börn hennar. Ég kveð nú að sinni kæran bróður. E.G.J. 25 Kristján Rögnvaldsson Minningarorð Fæddur 7. apríl 1962. Dáinn 29. janúar 1974. Mig setti hljóða, er til mín bár- ust þær fréttir, að elskulegi vinur minn, hann Kristján, hefði verið kallaður á brott úr þessum heimi mánudaginn 29. janúar. Þó vissi ég svo vel, að hann átti ekki langt líf f.vrir höndum. Þetta sannaði mér þá, að við erum aldrei undir- búin, þegar kallið kemur. Ég kynntist Kristjáni litla fyrst sumarið 1970, er hann dvaldist á æfingastöð lamaðra og fatlaðra i Reykjadal, Mosfellssveit. Ég man, þegar Kristján kom feiminn, en þó brosandi og sagðist vera kom- inn til þess að synda, þvi að þá myndi sér ábyggilega batna. Kristján trúði ætíð á bata sinn og i þeirri trú vildi hann allt til vinna að svo yrði. Margur hefði getað þroskazt af kynnum sínum af Kristjáni, svo sérstakur dreng- ur var hann. Það er því sárara en orð fá lýst að sjá þennan hug- prúða, yndislega dreng verða að beygja sig fyrir hinum ógn- þrungna sjúkdómi, er hrjáði hann, og sárast að geta svo lítið gert. Kristján var yngstur af þremur börnum og eini sonur þeirra hjóna Friðu Kristjánsdótt- ur og Rögnvaldi Bergsveinssonar. Fríða mín og Rögnvaldur, þið, sem gerður allt, sem mannlegu valdi er mögulegt, fyrir litla elskulega drenginn ykkar. Hugsið ykkur, hversu unaðslegt það er fyrir hann að vakna nú albata hjá Guði og geta leikið sér eins og hann þráði svo heitt, hér i þessu lífi. Andrea. — Ræða Gylfa Framhald af bls. 10 loka augunum fyrir staðreyndum. A hinn bóginn mega þessar stað- reyndir ekki verða til þess, að við förum að telja slíkt ástand óum- breytanlegt og sjálfsagt. Við eig- um þvert á móti að vinna að því, að það breytist að búa okkur und- ir, að svo verði. SAMEIGINLEGIR ÖRYGGISHAGSM UNIR ÍSLANDS OG NOREGS Meðai þeirra nágranna okk- ar, sem hljóta að hafa hagsmuni af því, að friðar og iöryggis sé gætt í Norður- Atlantshafi, eru að sjálfsögðu Norðmenn. Ef auðveldara er að gæta friðar og öryggis á Norð- ur-Atlantshafi frá Islandi en frá öðrum stoðum, hljóta Norðmenn að hafa eðlilegan áhuga á þvi, að það sé gert. Meðan Atlantshafs- bandalagið starfar og Norðmenn og við íslendingar erum aðilar að — Eru menn farnir að „ryðga” Framhald af bls. 18 upphafi í tímariti Kommúnista- flokksins þá, hvernig innra skipulag flokksins væri hugsað. Hann sagði um það á þessa leið: „Þegar búið er að taka á- kvörðun, verður minnihlutinn skilyrðislaust að beygja sig undir meirihlutann, og eigi að- eins í orði, heldur einnig í verki. Ákvörðun flokksins verð- ur hver félagi að fylgja, jafn ótrautt, þótt hann hafi áður verið henni andvigur." (Ur grein i Rétti 15. árgangi bls. 336—352) Á þessum tima mátti einnig lesa eftirfarandi í Rétti: „Þegar kratarnir eru að telja verka- lýðnum trú um, að hann megi ekki beita ofbeldi, þá eru þeir að leiða hann undir fallöxina. Afneitun ofbeldisins af verka- lýðsins hálfu er sama og að beygjá hann undir ok auðvalds- ins um aldur og ævi.“ Einar Oigeirsson sagði: „Kommún- istaflokkurinn vill byltingu, af því að hann vill sósialismann og veit, að honum verður ekki komið öðru vísi á, eins og reynslan i Rússlandi og Þýzka- landi hefur bezt sannað.“ Þessi ágæti kommúnisti taldi, að bar- átta kommúnista hér á tslandi mundi að lokum ná hámarki sínu I „vopnaðri uppreisn því, eru það sameiginlegir hags- munir Norðmanna og íslendinga, að friðar og öryggis sé gætt á sem árangursríkastan hátt. Norðmenn leggja fram margvíslegan skerf til þess. Okkar skerfur er sá að heimila eftirlitsstarfið á Keflavík- urflugvelli, að taka smám saman vaxandi þátt i því og að fallast á dvöl erlendra manna í landinu til þess að annast þar nauðsynleg eftirlits- og varnarstörf. Allir hljóta að hafa áhuga á því og hag af því, að þeir séu ekki fleiri en brýna nauðsyn ber til. Niðurstaða mín er því sú, að eins og ástand er nú í heiminum, séu Norðmenn og Islendingar ekki aðeins fornir og nýir vinir, heldur einnig bræður og banda- menn að því er snertirgæslu sam- eiginlegra hagsmuna og sameigin- legs öryggis i Norður-AtlantshafL Mér er auðvitað ljóst, að Norð- menn bera miklu þyngri byrðar en við tslendingar vegna þessa sameiginlega öryggis, að því er tekur til mannafla og fjárfram- lega. En I þessu sambandi bið ég þá og aðra að minnast þess, að verkalýsðins gegn hervæddri yfirstétt íslands". „Rússagrýla“ Nú er það að verða lenzka hjá kommúnistum í undanhaldi að kalla allt, sem sagt er gegn kommúnismanum og það jafn- vel þótt það séu þeirra eigin orð um kommúnismann, „Rússa- grýlu". Þessi Rússagrýla á að- eins að vera hégómi. Kommún- isminn á að vera meinlausasta og hugarfarsbezta stjórnmála- stefna í heiminum. Það er rétt, að kommúnist- arnir sjálfir hafa ekki alltaf verið sammála um að fylgja möglunarlaust linunni að aust- an. Ýnisir aðalforingjar flokks- ins hafa fengið áminningu fyrir frá yfirstjórn þeirra I austur- vegi, og þar á meðal Einar OI- geirsson, og sumir hafa af sömu sökum verið reknir úr Kommúnistaflokknum eða sam- tökum þeirra, hverju nafni sem þau hafa nú nefnzt hverju sinni. Kamelljónið Kommúnistar eru að því leyti líkir kamelljóninu, að þeir skipta um lit, það er að segja, þeir hafa sífellt verið að breyta um nöfn til þess að dylja hið sanna eðli sitt, og þess vegna geymir sagan mörg nöfn á þess- um sama flokki, sem fylgt hef- ur hinni sömu stefnu. Það var ekki fyrr en eftir að nazistar brutust til valda i Þýzkalandi 30. janúar 1933, að tilfinningar eru einnig staðreynd- ir, — að sumir kunna fremur að vilja fórna tíma og fjármunum en að sætta sig við það, sem þeir telja skerða sjálfstæðiskennd og þjóð- ernisvitund. Þess vegna vona ég, að Norðmenn og Islend- kommúnistar urðu svo óttaslegn ir, að þeim fannst varlegast að taka upp nýja línu, nýtt kjörorð svohljóðandi: „Sameining allra vinstri flokka, allra lýðræðis- afla gegn fasisma og stríði“. Við þetta heygarðshornið eru þeir enn í dag og segja, að öll vinstri öflin eigi að sam- einast. Á þeim grundvelli hvilir núverandi stjórnarsam- starf á Islandi, að Framsóknar- flokkurinn er I stjórnarsam- starfi með helstefnunni, kommúnismanum sjálfum. Margir hafa því miður látið glepjast og leggja trúnað á full- yrðingar kommúnistanna um einlægni sina við frið og lýð- ræði. Hér verð ég að skjóta inn, að við sjálfstæðismenn mynd- uðum stjórn með kommúnist- um 1944, en ég vil biðja menn að minnast þess um leið, að það stjórnarsamstarf rofnaði og þeir voru umskvifalaust reknir úr stjórninni vegna ágreinings um varnarmálin. Af okkar hálfu eða forystu- manns okkar og forsætisráð- herra, Ólafs Thors, var þeim á engan hátt trúandi til þess að f jalla um öryggismál Islands. Samstarf við kommúnista endar ætíð með skelfingu Samstarf kommúnista við aðra flokka hefur ætíð endað með skelfingu. Héðinn Valdi- marsson, sem stofnaði til sam- starfs við þá 1938, þá undir ingar geti átt samleið um það á alþjóðavettvangi, að berjast fýrir þeirri skipan öryggis- og varnarmála i okkar heimshluta, sem grundvallist á afvopnun og alþjóðlegum samningum um frið- ar- og öryggisgæslu, þannig að nafninu Sameiningarflokkur alþýðu. Sósialistaflokkurinn, gafst upp á þeim og sagði skilið við þá. Formaður Alþýðu- flokksins, sem verið hafði, Hannibal Valdimarsson, mynd- aði með kommúnistum ný sam- tök, Alþýðubandalagið 1956. Hann og nokkrir félagar hans gáfust upp á samstarfinu við þá og sögðu skilið við þessa hel- stefnumenn. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra fór ákveðnar leiðir til lausnar fiskveiðideilunni við Breta þvert ofan í það, sem kommúnistar vildu gera. Hann varð ofan á, og málstaður hans sigraði. Hann óx af þessu og myndi enn vaxa af þvi að gefa kommúnistunum reisupassa. ekki aðeins í þessu máli. Er innlimun ekki hneyksli? Okkar ágæta Nóbelsskáld, Halldór Kiljan Laxness, ánetj- aðist á sínum tíma kommúnism- anum, en hann hefur fyrir all löngu séð að sér og sagt skilið við kommúnista. En árið 1939 skrifaði hann grein, sem hann kallaði „Áfanginn til Veiksel", en það var rétt eftir að undirrit- aður var griðarsáttmáli Hitlers og Stalíns, sá hinn sami, sem Ieiddi til hinnar hroðalegu síð- ari heimsstyrjaldar. I þessari grein segir: „Þrem vikum eftir undir- skrift griðasáttmálaps er bolsé- visminn á bökkum Veiksel. stórlega verði hægt að minnka mannafla og draga úr fjárveiting- um vegna varnarmála, og að sér- hver þjóð geti notið friðar og öryggis í skjóli samninga og þess afls, sem hún hefur sjálf yfir að ráða, þótt lítið sé. Fimmtán milljónir manna í miðaldalegu lénstimaríki, sem frægt var fyrir mestu bændaör- birgð á Vesturlöndum, hefur á- rekstralítið og án verulegra blóðsúthellinga hoppað inn i ráðstjórnarskipulag verka- manna og bænda. Ég sé auð- valdssinnuð blöð tala um, að bolsévikar um allan heim standi sem steini lostnir yfir þessu hneyksli. Mér er slikur hugsanagangur ekki með öllu ljós. Ég skil ekki almennilega, hvernig bolsévikar ættu að sjá nokkurt hneyksli í þvi, að fimmtán milljónir manna eru þegjandi og hljóðalaust innlim- aðar undir bolsévismann. Mér skilst, að slikt ætti að vera bolsévikum fremur fagnaðar- efni en ástæða til hneykslun- ar.“ Öllum getur yfirsézt, en það er ekki aðeins mannlegt, heldur stórmannlegt að viður- kenna yfirsjónir sínar og játa að hafa haft rangt fyrir sér. Hvorki verður Nóbelsskáldið af því minni maður né nokkur annar. I næstu grein mun ég minná á fleiri þætti úr sögu kommún- ismans, þessara hroðalegu hel- stefnu. — Rússar Framhald af bls. 19 bandarísks kapitalisma í efnahagsmálum" landsins. Stjórnmálabaráttan i Kairó er ekki eina samhengið, sem lesa ætti greinina i Chile í, þótt hún geti verið gruggug; hana verð- ur einnig að lesa með hliðsjón af samskipt- unum við Moskvu og raunar Washington. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ágrein- ingur hefur verið greinilegur i samskipt- um egypzkra valdamanna og Kremlherr- anna. Núverandi deilur þeirra um einka- framtak og ríkisrekstur eiga sér nokkrar hliðstæður á liðnum árum, allt að túttugu ár aftur í tímann. En horfurnar á lausn deilumálanna í Miðausturlöndum valda því, að síðasta þrætan, bæði rimma valda- hópanna í Kairó innbyrðis og rimma Kaíró og Moskvu, er mikilvægari en nokkur önnurdeila áliðnumárum. Hvers vegna skyldu áhrifamenn í Moskvu hafa endurvakið þrætu, sem á yfirborðinu snertir ekki friðarsamning- ana í Miðausturlöndum? Kremlherrarnir ótíast bersýnilega, að Egyptar séu i þann veginn að innleiða viðamikla, andmarx- istiska innanlandsstefnu, en gæti ásamt nýrri utanríkisstefnu, sem líklegt er að leiði af friðarsamningunum, grafið undan þeirri styrkleikaaðstöðu, er Sovétrikin hafa reynt að tryggja sér undanfarin tutt- ugu ár i Miðausturlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.