Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 3 Þannig mun hinn nýi hjartabíll lita út. Hjartabíllinn— Fullkomnasta sjúkrabifreið landsins vœntanleg eftir 3 mánuði FYRIR allnokkru hóf Blaða- mannafélag tslands söfnun til kaupa á sérstökum „hjartabíl", en þessari söfnun var hrundið af stað til minningar um Hauk Hauksson blaðam., og er tengd nafni hans. Nú hefur bfll- inn verið pantaður og er hann væntanlegur til landsins í maf n.k. Hjartabíllinn, sem verður af gerðinni Mercedes Benz, verður fullkomnasta sjúkrablf- reið landsins. Hjartabillinn var pantaður i frá Noregi í samráði við Rauða kross Islands og Sjúkraflutn- ingadeild Reykjavíkurborgar. Eftir talsverðar umræður og at- huganir var ákveðið að festa kaup á fullkominni Mercedes Benz sjúkraflutningabifreið, sem bezt er talin þjóna því hlut- verki, sem „hjartabíl" er ætlað. Bifreiðin er vel búin tækjum og f henni er mjög góð aðstaða fyrir lækni og sjúkraliða. Þá kemur hún ekki aðeins að not- um við flutninga á hjartveiku fólki; hún getur komið að miklu gagni við flutn- inga á fólki, sem hefur orðið fyrir alvarlegum slys- um, til dæmis raflosti, ,,köfnun“ eða „drpkknun", og við alla þá, er á skyndihjálp þurfa að halda, þar sem hver mínúta getur ráðið úrslitum um líf eða dauða. í bifreiðinni verð- ur hjartalínurit, sérstök súr- efnistæki, og fleiri nauðsynleg tæki. — Þetta verður fullkomn- asta sjúkrabifreið, sem Islend- ingar hafa eignazt og verður hún afhent Rauða krossinum til eignar og reksturs. Rauði krossinn mun halda námskeið fyrir þá menn, sem sjá um rekstur bifreiðarinnar. í þeim tilgangi koma til landsins menn frá norska Rauða krossin- um. Af^reiðslufrestur á bifreið- inni er um þrír mánuðir og er hún væntanleg til landsins í maimánuði, eins og fyrr segir. Nokkra fjárhæð skortir enn til tækjakaupa, og væntir Blaðamannafélagið þess, að einhverjir verði til að leggja þvi lið, svo búa megi bifreiðina fullkomnustu tækjum, sem völ er á. Framlögum má koma til Arnar Jóhannssonar á Morgun- blaðinu og Arna Gunnarssonar á fréttastofu útvarps. MJÖG mikil atvinna er nú á Djúpavogi og til margra starfa vantar tilfinnanlega fólk, sagði Danssýning í Háskólabíói 23. marz Á AÐALFUNDI Danskennara- sambands Islands, sem haldinn var 3. janúar s.l., var ákveðið að halda danssýningu í Háskólabíci 23. marz n.k. í tilefni 10 ára af- mælis Danskennarasambandsins. Á sýningunni koma fram nem- endur og kennarar frá hinum ýmsu dansskólum borgarinnar. Þá hefur þess verið farið á leit við íslenzka dansflokkinn að hann komi frá á sýningunni og hefur Alan Carter samið ballett, sem mun verða frumsýndur á þessari sýningu. I skýrslu stjórnar fyrir’sl. ár kom fram, að þrjár stúlkur, þær Hulda Björnsdóttir, Klara Sigur- geirsdóttir og Emelía Ölafsdóttir luku danskennaraprófi á vegum Danskennarasambandsins í fyrra sem fullgildir danskennarar. Stjórn D.S.Í. fyrir næsta kjör- tímabil skipa: Unnur Arngrims- dóttir formaður, Örn Guðmunds- son, ritari, Iben Sonne, gjaldkeri, og Guðbjörg Pálsdóttir og Edda Pálsdóttir meðstjórnendur. 500 þús. kr. á Siglufjörð DREGIÐ var f 2. flokki happ- drættis S.Í.B.S. í gær. Ut voru dregnir 1100 vinningar að upp- hæð kr. 6.385.000. Hæsti vinning- urinn, kr. 500 þúsund, kom á miða nr. 51618 (umboð Siglu- fjörður), 200 þús. kr. vinningur kom á miða nr. 3409 (umboð Suðurgata 10) og 100 þús. kr. vinningur kom á miða nr. 44803 (umboðSuðurgata 10). Birt án ábyrgðar. á sviði Þjóð- Dansleikur leikhússins Nýtt leikrit eftir Odd Björns- son verður frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins sunnudaginn 10. febrúar n.k. Ber leikritið nafnið „Dansleikur“ og er í fimm þátt- um, en leikstjóri er Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri. Leikmyndir og búningateikning- ar eru gerðar af Ivar Török, tón- list er eftir Atla Heimi Sveinsson en Alan Carter, ballettmeistari Þjóðleikhússins hefur æft og samið alla dansana ileiknum. Leikurinn gerist allur á einum heljarmiklum dansleik í páfa- garði á endurreisnartimabilinu. Hér er þó ekki um sögulegt verk að ræða þótt ýmsar sögufrægar persónur komi við sögu svo sem Alexander páfi VI og börn hans. Tónlistin er í stíl þessa tímabils, söngvar og dansar settir inn í verkið og svo að sjálfsögðu dans- músík, sem gengur i gegn um allt verkið. Oddur Björnsson er sem kunn- ugt er einn af þekktustu leikrita- höfundum okkar og hafa átta leik- rit eftir hann verið sýnd á leik- sviði auk þess sem hann hefur samið nokkra þætti fyrir útvarp og sjónvarp. Eitthvað mun Oddur hafa fjallað um sömu persónur er koma fram í „Dansleik" áður i einþáttungi en hið nýja verk er þó á engan hátt samið upp úr honum. Gaf Oddur það í skyn, að í hinu nýja verki mætti merkja ádeilu á græðgi I hvers konar mynd, pólitiska græðgi, peningagræðgi o.sJrv. enda var lífið í páfagarði gegnsýrt af siðspillingu á þeim tíma, sem verkið er látið gerast á. Aðalhlutverkið, Alexander páfa VI, er i höndum Róberts Arn- finnssonar, synir hans Sesar og Jóhann eru leiknir af Guðmundi Magnússyni og Sigmundi Erni Arngrfmssyni og Lúkrezíu dóttur páfa leikur Helgi Jónsdóttir. Salóme, huggun páfans, leikur Sigriður Þorvaldsdóttir, Belju- furstann Attendolo af Fernara leikurBessi Bjarnason og furst ana Mirandolo og Delesia leika þeir Arni Tryggvason og Klemenz Jónsson. Ungfrú Di Pesario er leikin af Bryndísi Pétursdóttir, Jón Gunnarsson fer með hlutverk söngvarans og Randver Þorláks- son leikur skáldið. Trúðarnir eru leiknir af Þórhalli Sigurðssyni og Margréti Brandsdóttur. Þess skal getið, að mjög fáar sýningar geta orðið á þessu verki þar eð Róbert Arnfinnsson er á förum til Þýzkalands í marz til að leika i Fiðlaranum á þakinu. Er þvi ástæða til að hvetja þá, sem á annað borð ætla að bregða sér á „Dansleikinn", að láta það ekki dragast. Dagbjartur Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins þegar við rædd- um við hann í gær. Hann sagði, að tveirbátarDjúp- víkinga væru nú byrjaðir róðra. Annar þeirra, Hafnarnes, er á netum og hefur farið tvær veiði- ferðir, í fyrri ferðinni fékk bátur- inn 3,5 lestir, en i þeirri síðari 4,5 lestir. Hinn báturinn, Hólsnes, er með troll og í fyrradag kom hann með 9 lestir eftir tveggja daga útiveru. Byrjað er á nýju frystihúsi á Djúpavogi og voru smiðir fengnir að sunnan, þar sem svo mikil vinna er hjá smiðum á staðnum. Enn vantar tilfinnanlega verka- menn til að vinna við bygginguna, sagði Dagbjartur. Á síðasta ári var byrjað á 8 nýjum einbýlishúsum á Djúpa- vogi, og eru 6 þeirra fokheld. Þá eru framkvæmdir að hefjast við byggingu félagsheimilis, og er bú- ið að ryðja fyrir grunni hússins. Hafin er loðnufrysting á Djúpa- vogi og hefur loðnan verið ágæt- lega hæf til frystingar. Gengið frá undirbúningi að „dansleikjahaidinu“ t.f.v. Ivar Török leikmyndahönnuður, Sveinn Einarsson leikstjóri, Oddur Björnsson höfundur, Atli Heimir Sveinsson tónsláld og Alan Carter ballettmeistari. Djúpivogur: - Fólk vantar til starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.