Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 GÍSl Fipíifiip no I HPlnl ingibiörgu Ulu ip lii inui u«j llultfl jðnsdóllur Eiríkur stóð í forstofunni hreinni og sléttgreiddur. Hann hafði meira að segja neyðzt til að skafa undan nöglunum á sér og það gerir enginn strákur, sem hefur vott af sjálfsvirðingu nema tilneyddur. En það var þó betra en að láta klippa á sér neglurnar. Mikið voru mömmur nú annars skrýtnar. Þær heimtuðu, að strákar þvæðu sér á hverju einasta kvöldi. Eins og það væri ekki nóg að þvo sér um hendurnar fyrir matinn. Það skyldi Eiríkur vel. Þá voru óhreinindi á höndunum og þau gátu auðveld- lega borizt með fæðunni og ofan í mann, svo að veikindi gerðu vart við sig síðar. En þessi stórþvott- ur alla daga; Það var blátt áfram kvalræði. „Ertu búinn að þvo þér?“ daginn út og inn. — „Þvoðu þér um hálsinn? Ertu hreinn bak við eyrun? En áhælunum? Hvað um úlniðina?" Eins og það væri ekki nóg að þvo sér um munninn og lúkurnar og skola ögn af tánum? Nei, mömmur eru ekki eins og annað fólk. Þær eru með hrein- gerningaræði, þegar börnin þeirra eiga í hlut, hugsaði Eiríkur mæðulega. Og svo þetta með náttföt- in! Hvers vegna er ekki leyfilegt að sofa í fötunum sínum? Það er þó ólíkt heppilegra. Þá ertu fljótari á fætur og missir ekki af neinu. Já, þarna tvísteig Eiríkur í forstofunni með stóra pakkann undir hend- inni og hugleiddi það, hvílík heppni það væri bseði fyrir mæður og syni að þurfa ekki að hátta sig. Mamma hans hafði nú eitthvað minnzt á það, að rétt væri að sofa í náttfötum, því að annars yrðu rúmföt- in svo óhrein. En til hvers var fólk eiginlega að vefja sængur inn í ver og þess háttar? Eiríki fannst það óþarfi, en svona voru nú mömmur samt og hann varð að sæta sig við það, meðan hann var aðeins strákur. Eiríkur ákvað með sjálfum sér, að hann skyldi afnema öll sængurver og lök, þegar hann væri orðinn forseti eða forsætisráðherra. Já, það ætlaði hann að gera. Og sápu líka. Það var óþörf peninga- eyðsla að kaupa sápu. Eiríkur var næstum sannfærð- ur um, að mamma hans eyddi heilu sápustykki á hann daglega. Og sápa kostar peninga. Mamma var svo oft að tala um að spara. Að hugsa sér! Þarna eyddi hún í hann iieilli sápu, sem kostaði tuttugu krónur og svo var hún alltaf að þvo þessi náttföt og í það eyddi hún áreiðanlega pakka af þvottaefni á viku, svo ekki sé nú minnzt á rúmfötin, sem voru bara óþarfi. Kannski kostaði þetta tvö hundruð krónur á viku og það voru fimmtíu og tvær í árinu, svo að mamma kastaði meira en tíu þúsund krónum í sjóinn árlega. Því að skólpið rann allt í sjóinn. Það var víst réttara að tala um þetta við pabba, þegar hann mætti vera að því að líta upp úr stílunum og. .. En lengra komst Eiríkur ekki í hugleiðingum sínum, því að nú kom Gísli fram. „Ég er tilbúinn,“ sagði Gísli. „Ég er nú búinn að bíða heillengi eftir þér,“ sagði Eiríkur. „Ég varð að fara aftur í bað,“ sagði Gísli. „Mamma er komin með baðdellu." Eiríkur sagði ekki neitt. Hann andvarpaði bara. Það var því miður alltof langt þangað til að hann yrði annaðhvort forseti eða forsætisráðherra og gæti afnumið þessa baðdellu allra mæðra. Þeir fóru báðir út kembdir og sléttir og báðir héldu á stórum pakka undir hendinni. DRATTHAGI BLYANTURINN cfJNonni ogcTltanni Við Manni skildum ekki orð, en frönsku dréngirnir fylgdust með af ákafa. En við renndum grun í, hvert umtalsefnið var. Það var sjálfsagt ævintýri okkar, sem franski læknirinn var að segja. Þeir litu allir brosandi til okkar öðru hvoru. „Það er leitt“, hvíslaði Manni, „að við skulum ekki skilja þá. Ég held þeir séu alltaf að tala um okkur“. „Það eru þeir víst“, sagði ég. „En vertu alveg róleg- ur. Þeir segja áreiðanlega ekkert ljótt um okkur“. Nú var barið að dyrum, og ungur þjónn kom inn. Hann hélt á bakka. Á honum var kampavínsflaska, sex glös og silfurskál með kökum. Hann setti bakkann á borðið og tók tappann úr flöskunni, hátíðlegur á svip, fyllti tvö af glösunum og leit svo spyrjandi á foringjann. Yfirforinginn leit á lækninn og benti á okkur dreng- ina, sem sátum hljóðir og stilltir á legubekknum. eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Læknirinn brosti og gaf til kynna með bendingu, að óhætt væri áð gefa okkur að bragða á þessu víni. Þetta skildum við líka. Við litum hver á annan og vorum kampakátir, þegar yfirforinginn tók flöskuna og hellti í P'lösin okkar. Eitt glasið hellti hann þó ekki nema hálft og leit föðurlega til Manna litla um leið. Síðan var okkur boðið að koma nær. Við tókum hver sitt glas og skáluðum við yfirmenn- ina. Þegar Manni hafði drukkið úr glasinu sínu, hvísl- að hann að mér, að vínið væri gott. Hann hefði gjarnan viljað fá fullt glas. En hann var nú samt ánægður með sitt. Þessi heimsókn var nú brátt á enda. Við Manni kvöddum frönsku kunningjana með mestu virktum. ÍVI«Ölmoi9unk(feffiAu — Þarna fékk hann gúmorin á latínu — loksins sigraði rétt- lætið. .. — Viljið þér gjöra svo vel að fara með farangurinn út f bfi. Ég er á leiðinni niður til að ganga frá reikningnum... — Þegar þér hafið lokið við að sýna notkun hennar hér í stof- unni, megið þér gjarnan sýna hana f barnaherberginu og for- stofunni. .. — Hvað, hef ég unnið milljón í happdrætti? — Já, þér hringið svo sannarlega á réttum tfma. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.