Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 13 skulum fyrst skoða þá spurningu út frá hernaðarlegum sjónarhól, siðan pólitískum. Sameiginlegir hagsmunir Ég innti norska stjórnmála- menn og herforingja eftir þvi, hvaða valkosti Norðmenn ættu, ef Keflavíkurstöðinni yrði lokað. Þeir sögðu, að engir valkostir væru til. Hið eina, sem mundi ger ast væri það, að varnir Noregs mundu veikjast mjög. Þær væru í dag veikari heldur en 1940, þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg og yrðuenn veikari eftir lokun Kefla víkurstöðvarinnar, ef til hennar kæmi. Verði varnarstöðin í Keflavík lögð niður og eftirlitsstarfi á N- Atlantshafi hætt þaðan, a.m.k. því, sem mikilvægast er, kafbáta eftirlitinu, er ljóst, að ákveðin stór lykilsvæði á hafinu yrðu eft- irlitslaus. Aðstaða N-Atlantshafs- bandalagsins á þessu hafsvæði mundi því versna mjög, en oln- bogarými Sovétrikjanna aukast að sama skapi. Áhrif Sovétríkj- anna á hafsvæðinu milli Islands og Noregs yrðu margfalt meiri en þau þó eru i dag og Sovétríkin gætu í einu vetfangi lokað N- Noreg af og heft aðflutningsleiðir til Noregs. A sama tíma og áhrif Sovétríkj- anna mundu þannig margfaldast á hafinu í kringum Island, væri landið gersamlega varnarlaust og auðvelt fórnarlamb hvers sem ágirntist það, en augljóst er, að sovézki flotinn hlýtur að ágirnast Island, því að yfirráð yfir því mundu tryggja Sovétmönnum endanlega yfirráðin á N-Atlants- hafi og greiðan aðgang suður I Atlantshaf. Ég held, að enginn íslenzkur stjórnmálamaður geti verið þeirr- ar skoðunar, að það sé heppilegt fyrir hagsmuni Islands, að þróun- in hér í kringum okkur verði á þennan veg. Það hlýtur að vera okkur í hag, að sem minnst rösk- un verði á því ástandi mála, sem hefur gefizt okkur vel í rúmlega tvo áratugi og tryggt frið I okkar heimshluta, eins og Hörður Einarsson lögfræðingur benti á í athyglisverðu erindi um daginn og veginn í fyrrakvöld. Ef við skoðum rökin með og móti hljót- um við að komast að þeirri niður- stöðu, að hagsmunir okkar og Norðmanna fari saman í þessum efnum og að um leið og við viljum taka tillit til þarfa þeirra í öryggismálum, þjónum við einnig hagsmunum okkar. Pólitískt samstarf Norðurlandaþjóða Ef við lítum á pólitíska þætti þessa máls hljótum við að gera okkur grein fyrir, að lokun Kefla- víkurstöðvarinnar mundi veikja varnir Noregs og síðan hafa keðjuverkandi áhrif í hinum Norðurlöndunum. Varnarlaust Is- land, verulega veikari varnir Noregs, mundi augljóslega auka pólitískan þrýsting Sovétrikjanna á þær frændþjóðir okkar, sem nær þeim búa en við (auk sams konar afleiðinga fyrir okkur að sjálfsögðu). Halda menn, að Finn- ar megi við því, að sovézk áhrif aukist í Finnlandi frá því sem nú er? Sovétríkin mundu tvímæla- laust nota tækifærið til þess, ef þau kæmust á þá skoðun að Skandinavía öll væri að falla að fótum þeim. Enn aukin áhrif Sovétmanna i Finnlandi mundu vafalaust kalla fram aukna hernaðaruppbyggingu i Sviþjóð og Danir huga alvarlega að stöðu Færeyja og Grænlands vegna hinna nýja viðhorfa. Allt eru þetta svo liklegar póli- tískar afleiðingar þess, ef varnar- stöðinni i Keflavik yrði lokað, að ekki er hægt að loka augunum fyrir þeim. Vel má véra, að Ólafur Jóhannesson og Einar Ágústsson yppti öxlum og segi sem svo, að þetta komi okkur ekki við, Norð- urlandaþjóðirnar muni sjá um sig sjálfar o.s.frv. En þvi miður er það svo, að við búum ekki einir í heiminum. Við komumst ekki hjá því að taka tillit til annarra þjóða, þegar við tökum örlagaríkar ákvarðanir, sem haft geta úrslita- áhrif á Iffshagsmuni annarra þjóða. Þess vegna hljótum við einnig út frá þessum forsendum að taka tillit til hagsmuna Norð- manna og um leið annarra Norð- uriandaþjóða, þegar við tökum endanlegar ákvarðanir í varnar- málum okkar. Samráð við Norðurlöndin Margt mætti segja um þau vinnubrögð, sem núverandi ríkis- stjórn hefur ástundað í sambandi við endurskoðun varnarsamnings- ins. Þau eru náttúrlega hneyksli og sömuleiðis öll framkoma og frammistaða utanríkisráðherra í þessu mikilvæga máli þjóðarinn- ar. Én látum það vera. Enn er tækifæri til að bæta fyrir það, sem miður hefur farið. Þessa dag ana sitja stjórnarflokkarnir á rök- stólum til þess að fjalla um þær fáránlegu hugmyndir, sem Einar Ágústsson hefur lagt fram um varnarmálin. Vel má vera, að þeg- ar þessi grein birtist (þ.e. mið- vikudag) verði stjórnarflokkarnir búnir að koma sér saman um til- lögur Einars sem umræðugrund- völl við Bandaríkjamenn. En við- ræðufundur með fulltrúum Bandaríkjastjórnar verður ekki fyrr en seinna í þessum mánuði. Nú er tími til kominn að ríkis- stjórn og Alþingi taki upp ný vinnubrögð í varnarmálunum, kynni sér þau fyrst rækilega og sjónarmið annarra og komist svo að niðurstöðu en ekki öfugt. Ríkisstjórnin hefur þegar fengið allmörg tækifæri til að kynnast viðhorfum Bandarikjamanna. Hingað til lands hefur komið Luns, framkvæmdastjóri NATO, og kynnt sjónarmið þess með skriflegum skýrslum. En ríkis- stjórnin hefur gersamlega van- rækt að kynna sér afstöðu hinna Norðurlandanna til nokkurrar hlítar. Þess vegna ber nú utanríkisráð- herra að taka sér ferð á hendur, með utanríkisnefnd Alþingis allri, t.d. að lokinni opinberri heimsókn Knut Frydenlund, utanrfkisráðherra Noregs, sem kemur hingað 17. febrúar n.k. og heimsækja höfuðborgir allra Norðurlandanna og ræða við rfkisstjórnir þeirra um varnar- mál Islands og áhrif hugsanlegra breytinga á öryggi hvers og eins þeirra. Það mundi líka hafa bæt- andi áhrif á utanríkisráðherra og einstaka meðlimi utanríkisnefnd- ar sérstaklega, eins og t.d. Þórar- in Þórarinsson (ef nokkuð getur þá haft áhrif á hann) að ferðast til N-Noregs og kynnast þvi and- rúmsloft, sem þar rikir og við- horfum þeirra manna, sem þar bera ábyrgð á öryggi lands síns. Það hörmulega við okkar aðstöðu nú er einmitt það, að utanríkis- ráðherrann og forsvarsmenn utanríkisnefndar Alþingis hafa alls ekki lagt neina áherzlu á að afla sérog nefndarmönnum þeirr- ar vitneskju og þeirra gagna, sem nauðsynleg eru til þess að þessir menn geti talizt hæfir til að taka ákvarðanir um frambúðarskipan á öryggismálum Islands. Niðurstaða mín er sú, að Norð- menn eigi rétt á því, að við tökum tillit til hagsmuna þeirra í öryggismálum, þegar okkar eigin ákvarðanir verða teknar. Afstað- an til Norðmanna var einmitt einn þáttur í því, að varnarliðið kom hingað til lands 1951 og nú er mun ríkari ástæða til þess en þá að taka tillit til sjónarmiða þeirrar þjóðar, sem okkur er nánust allra þjóða heims og vill okkur vel. Við eigum sameiginlega fortíð, sameigin- lega sögu og menningar- arfleifð og nú eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta að viðhalda sjálfstæði þjóða okkar í afar víðsjárverðum heimi. Spurningin er bara þessi: Er hægt að fá rfkisstjórn Islands til þess að skilja svona tiltölulega einfalt og sjálfsagt mál?? Sjötug: Magnea Jóelsdóttir frá Melstað, Húsavík Það hraut af vörum Jóhanns Björnssonar þjóðhaga frá Húsavfk, þegar ég rakst á hann á götu, að kona hans Magnea Jóelsdóttir væri að verða sjötug, þau fylgjast nefnilega að í þvf eins og fleiru, en Jóhann varð sjötugur 11. janúar. Undirritaður hefur þekkt þessi ágætu hjón all- náið á þriðja tug ára og á þeim eingöngu gott að gjalda. Er nú tækifærið gripið til þess að þakka þeim í örfáum orðum fyrir sam- fylgdina. Því miður verður þessi afmæliskveðja til frú Magneu bragðlitil hjá silungnum, sem hún bar ferðalöngum á Húsavík forð- um, enda er þá langt til jafnað. Betri silung hefur enginn br agðað. Þau Magnea og Jóhann áttu heima á Húsavík til fullorðins ára og áttu þar fagurt og myndarlegt heimili um áratugi, en fluttust síðan að mestu til Reykjavíkur fyrir um það bil þremur áratug- um, þar sem Jóhann hefur stundað tréskurð og annan list- iðnað. Norður hafa þau þó farið flest súmur. Hvort sem þessi hjón bjuggu nyrðra eða syðra hefur margur lagt leið sina á heimili þeirra enda er þar góðu að mæta og þægilegt að dvelja. Þdtt hús- bændum falli sjaldan verk úr hendi, unir gesturinn sér vel i garði þar sem allt vitnar um Hann er ekki gengin enn sá aldni kappi — Erlendur Jónsson á Vesturgötunni, þó að áttræður yrði 2. febr. Hann hefur marga hildi háð við haf og storma, en alltaf komið að landi með sina menn. — Ævisag- an verður ekki skráð í nokkrum línum, því að þar verður að lesa á milli linanna. Erlendur er einn af þeim, sem stóðu að því að byggja Keflavik upp til þess, sem hún ér nú. Erlendur á því láni að fagna að vera fæddur á merkum sögu- stað í Keflavík, sem sé Skothús- inu, sem stóð sunnanvert á Duus- túninu, en var siðar flutt og byggt upp af þvi hús Erlends að Vestur- manndóm og myndarbrag án fordildar. Ekki verða hér uppi hafðar ættartölur Magneu vegna, en hvort tveggja er að þekkingu brestur auk þess sem vitað er, að allir Þingeyingar eru vel ættaðir. Ber Magnea og börn hennar þess ljósan vott, að kynfylgja er góð og gerðin ósvikin. Svo árum skipti bjuggu þau Magnea og Jóhann að Grundar- stig 15 i húsi Ríkarðs Jónssonar og Mariu Ölafsdóttur. Veit ég, að Maria hefði óskað afmælis- barninu duglega til hamingju f götu 7 svo hann er ennþá innan sömu spýtnanna. 80 ár eru að vísu nokkuð langur tími og margt hefur á dagana drif- ið en um það vill Lindi sem minnst tala, hann minntist aðeins á það, þegar þeir voru í andófi i hafis og stórsjó út af Horni, en allt gekk vel og ég er lifandi enn. Það eru þessir kjarnakarlar, sem setja svip á tilveruna, þeir eru það, sem var, og það, sem verður — þó að margir verðugir séu nú að störfum, þá gleymist ekki forusta þessara gömlu vík- inga. Allar beztu hamingjuóskir frá mér og blaði minu fylgja Erlendi morgunsárið daginn þann, er hún varð sjötug og þakkað, ef hún mætti, allar þær góðu og glöðu stundir, sem þær áttu saman. Á sama hátt geta vfst allir þakkað henni Magneu fyrir þægilega við- mótið og þann létta blæ, sem and- aði um hfbýlin, sem hún gekk um, hvort sem það var i annarra eða eigin húsum. Þá veit ég um konu á tíræðisaldri, sem ekki unir sér betur i annarra návist en Magneu og hefur vafalaust hug á að not- færa sér það innan tiðar. Vera má, að einhver geti eitthvað fund ið að þessu afmælisbarni, en sjálfum finnst mér það muni verða heldur fátækleg aðfinnsla því ég minnist ekki annars frá þessum 20—30 árum, sem kynni hafa varað, en að frú Magnea Jóelsdóttir hafi alltaf komið fram eins og hún átti að gjöra, öllum nærstöddum til góðs og sjálfri sér góðs og sjálfri sér til sóma. Annars væri lika hennar ágæti eiginmaður illa kominn, þvf að þótt Jóhann Björnsson kunni flestum betur til verka, hvort sem bregða þarf eggjárni eða pensli, þá er ég helzt á, að honum þyki verkin hennar Magneu betri flest- um listaverkum og þeirra mun hann sízt geta án verið. Mér þykir trúlegt, að vissan um það að vera sinum nánustu þannig ómissandi, sé meðal þeirra afmælisgjafa, sem beztar gerast á sjötugs- afmæli. Þetta vil ég aðeins minna afmælisbarnið á um leið og sam- fylgdin er þökkuð enn einu sinni af mér og mínum. (Magnea verð- ur að heiman á afmælisdaginn.) Pétur Þorsteinsson. til 100 ára afmælisins, en helzt ekki miklu lengur. Blessaður vinur snar víð sjá- umst næst. Helgi S. Erlendur Jónsson, Keflavík, áttrœður Klukku- strengir 20. sýning Leikrit Jökuls Jakobs- sonar, Klukkustrengir, verður sýnt í 20. skipti á fimmtudag. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð og uppselt á flestar sýningar leiksins. Þetta er i fyrsta skipti, sem leikrit eftir Jökul er sýnt hjá Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Myndin er af Bessa Bjarnasyni og Sigrúnu Björnsdóttur í hlutverk- um sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.