Morgunblaðið - 06.02.1974, Side 12

Morgunblaðið - 06.02.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Eigum við að taka tillit til Norðmanna? Styrmir Gunnarsson: Óumdeilanlegt er, að lífshags- munum norsku þjóðarinnar er stofnað í hættu, ef varnarstöðinni í Keflavík verður lokað. I fyrri greinum mínum tveimur hafa verið færð að því bæði herfræði- leg og pólitísk rök og hið sama kom glögglega fram á ráðstefn- unni, sem haldin var um síðustu helgi um öryggismál tslands og Noregs. Til upprifjunar er rétt að endurtaka á hverju það byggist, að Norðmenn eiga hér svo ríkra hagsmuna að gæta: □ Varnir Noregs byggjast á því, að liðsstyrkur berist frá öðr- um þjóðum, ef árás er gerð á Noreg. Q Þessi liðsstyrkur kemur fyrst og fremst frá Kanada og Bandaríkjunum. □ Til þess að hann eigi greiðfæra leið til Noregs yfir NAtlants- hafið þurfa NATO-ríkin að Varnir Islands og Noregs hafa yfirhöndina á hafsvæð- inu milli Grænlands, Islands og Noregs. □ Til þess að tryggja að þessi samgönguæð sé opin er m.a. nauðsynlegt að halda uppi víðtæku eftirliti frá tslandi, sem ómögulegt er að inna af hendi annars staðar frá. □ Yrði varnarstöðinni i Keflavík lokað og þetta eftirlit, sér- staklega kafbátaeftirlit, lagt niður, mundi þýðingarmikill hluti N-Atlantshafsins vera eftirlitslaus. □ Og samgönguæðin milli Noregs og Vesturheims ekki lengur opin. Þá stöndum við tslendingar frammi fyrir þeirri spurningu, hvort við eigum að taka eitthvert tillit til lífshagsmuna Norð- manna, þegar við tökum ákvarð- anir um okkar varnarmál. Við Þetta athyglisverða kort sýnir norðurhvel jarðar eins og það lítur út, ef horft er beint ofan á Norðurpólinn. Kortið er birt hér vegna þess, að það gefur afar glögga mynd af hernaðarlegri þýðingu tslands. Á Kola-skaga, sem sérstak- lega er merktur á kortinu, eru aðalbækistöðvar hins mikla Norðurflota Sovétríkjanna, sem hefur það meginmarkmið að rjúfa samgönguleiðina yfir Atlantshaf milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Til þess, að Norðurflotinn nái þessu markmiði þurfa kafbátar hans og önnur skip að komast út í Atlantshafið, en í miðju sundinu milli Grænlands og Noregs liggur Island. Yfirráð yfir íslandi munu augsýni- lega tryggja sovézka flotanum greiðfæra leið suður á bóginn. Með sama hætti er ísland sem NATO-ríki hindrun fyrir sovézka flotann. Þótt vegalengdir séu ekki merktar inn á þetta kort kæmi það í ljós, ef siíkt væri gert, hvers vegna ekki er hægt að annast eftirlitsflugið, sem fram fer frá Keflavík, frá Skotlandi eða Noregi. Ástæðan er sú, að bæði frá Skotlandi og Noregi eru vegalengdirnar meiri en flugþoli flugvélanna nemur. Hins vegar ekki frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.