Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 15
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 15 Steinblóm ! | Þorsteinn Þorsteinsson, söngv ari, áður I Trix og Jeremfas. í | Skúli Björnsson, gftarleikari, áður í Jeremfas. i | Olafur Kolbeinsson, trommu- leikari, áður í Námfúsu Fjólu. | | Arni Möller, pfanóleikari, áð- ur hér og þar. j~~| Agúst Birgisson, bassaleikari, áður í Námfúsu Fjólu. Steinblóm hefur fyrir nokkru fengið þrjú ný blöð í stað þeirra, sem hurfu, Hrólfs, Finnboga og Ólafs. Steinblóm er því greinilega fjölær planta og þeir Þorsteinn og Skúli hljóta að teljast rót plöntunnar, samkvæmt skilgreiningum grasafræðinnar. Hljómsveitin kom fyrst fram í Tónabæ fyrir rúmri viku, eftir uppstokkunina, og gekk mjög vel, að sögn liðsmanna hennar. „Við fengum frábærar viðtökur og dóma,“ sögðu þelr i viðtali við SLAGSÍÐUNA. Hljómsveitin var búin að æfa i um þrjár vikur, er hún kom fram í Tónabæ, en liðs- menn hennar telja hljómsveitina eiga eftir að batna verulega með meiri samæfingu. Á hvaða tónlist hyggst Stein- blóm leggja áherzlu? • „Meiri frumsamda tónlist en áð- ur en að öðru leyti fyrst og fremst létt og skemmtilegt rokk, en þó þróað (progressive).“ Þess má geta, að Árni Möller, pianóleikari, á í pöntun hljóðfæri, sem synthesizer nefnist, elektrón- ískt galdratæki, og mun það án efa setja sinn svip á tónlistina hjá Steinblómi. Einnig - á fjárhag Árna, þvi að tækið kostar um 200 þús. kr.! Mánar byrja aflur Það kom mörgum á óvart, er liðsmenn hljómsveitarinnar MÁNA ákváðu að stokka upp í haust er leið. Mánar höfðu þá um langt skeið verið ókrýndir kon- ungar i popplífi Suðurlandsundir- lendisins og gjörsamlega óvinn- andi vegur fyrir aðrar hljómsveit- ir að keppa við þá á þeim mark- aði. En svo fór að halla undan fæti, og sl. haust var svo komið, að li ðsmö n n um h 1 jóm s vei t a ri n na r þótti tími til kominn að stokka upp. Sumir fóru, aðrir komu, og meðan á þessum hræringum stóð, og þar til nægileg samæfing var fengin, kölluðu þeirsig Blóðberg. En nú er dagur upprisunnar runninn upp, Mánar byrja á fullu n.k. laugardagskvöld f Selfoss- bíói, á sinum heimaslóðum með pomp og pragt, aðdáendum þeirra að sjálfsögðu til mikillar gleði og fagnaðar. Af Slafle MARGIR hafa haft samband við Slagsíðuna símleiðis og bréfleiðis til þess að spyrjast fyrir um væntanlegt hljómleika- hald Slade, sem upphaf- lega var gert ráð fvrir í janúar. Því er til að svara, að enn er ekki orð ið Ijóst um tímasetningu hljómleikanna. Ámundi umbi er kominn heim frá London þar sem hann kannaði stöðuna, og er alveg á hreinu, að Slade hafa sjálfir mikinn áhuga á að koma til ts- lands fljótlega. Fvrir þá, sem eru í spreng, lítur dæmið út svona: Slade eru núna í Bandarfkja- ferð sinni en halda síðan til Englands. Þar munu þeir verða uppteknir við gerð sjónvarpsþátta o.fl. vegna útkomu nýrrar, stórrar plötu, þangað til þeir halda í ferð til Ástralíu. Frá Ástralíu koma þeir höfðingjar í marz, og þá eiga þeir tvær vikur óráðstafaðar. Annaðhvort verður tíma þeirra þá varið til gerðar á nýrri tveggja laga plötu, eða til íslandsferð- ar (a.m.k. að hluta). Verði hins vegar ekki af íslandsferð í marz, eiga þeir aftur lausan tíma í júní. Svoddan er nú það. Söngflokkurinn Tríöla Birgir, Þóra, FriSþjófur, og Gunnar. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. ÍBUAR i Hafnarfirði hafa að undanförnu veitt athygli tor- kennilegum hljóðum, sem virðast koma út úr öðru kvikmyndahúsi bæjarins á hinum óliklegustu tím- um. Þegar farið var að athuga málið, kom í ljós, að hér voru á ferðinni fjögur ungmenni, sem æfðu af kappi söng og hljóðfæra- slátt með það fyrir augum að hasla sér völl í íslenzkum skemmtanaiðnaði. Og þar sem slíkt er alltaf forvitnilegt, ákvað tíðindamaður Slagsiðunnar að bregða sér á æfingu hjá hópnum eitt 4<völdið i fyrri viku. SÖNG FLOKKURINN TRÍÓLA nefna þau sig og eftir stutt spjall yfir kaffibolla kom í Ijós, að þau telja sig hafa farið út í þetta vegna meðfæddrar réttlætiskenndar og mannúðarhugsjóna. Þau hefðu nefnilega komizt að þvi, að allir gömlu söngflokkarnir væru hætt- ir og þar sem islenzkri menningu stafaði mikil hætta af skorti á skemmtikröftum af þessu tagi hefðu þau ákveðið að fórna sér fyrir þjóðina. Lögin eru flest frumsamin og textar ýmist eftir þau sjálf, Örn Arnarson eða kunningja og vini. Efnisvalið er blandað og flétt- ast þar saman gaman og alvara, alvarlegar hugleiðingar um vandamál mannkynsins og gamanvísum með tilheyrandi bröndurum. Söngflokkurinn Tríóla leggur á það áherzlu að hafa á efnisskrá sinni eitthvað fyrir alla, og eftir að hafa hlýtt á þau um stund gat tiðindamaður siðunnar ekki heyrt betur en það hefði tekizt bærilega og að það, sem þar kom fram, lofaði góðu. Þóra Lovfsa Friðteifsdóttir er nú þegar orðin vel þekkt leik- kona. Hún var ein af aðalhvata- mönnum þess, að Leikfélag Hafnarfjarðar var endurreist og leikur nú i barnaleikriti i Firðin- um og í Klúfckustrengjum Jökuls Jakobssonar í Þjóðleikhúsinu. Markmið hennar um þessar mundir er að geta lifað af leiklist og söng, en hún stundar söngnám í tónlistarskóla Kópavogs. Birgir Grfmur Jónasson er sennilega eini Islendingurinn, sem stundað hefur nám við amerískan menntaskóla á Spáni, en þar bjó hann i þrjú ár. Hann leikur á gítar, banjó og munn- hörpu og er einn afkastamesti lagasmiður hópsins. Birgir hefur komið fram með frumsamin lög á þjóðlagakvöldum í Tónabæ svo og í skólanum á Spáni, en texta við lög sín semur hann flesta sjálfur. Gunnar Friðþjófsson leikur á gítar og hefur samið lög i þrjú ár. Hann er ekki með öllu ókunnugur I bransanum, þvi að hann hefur sungið dúett með kunningja sin- um um nokkurt skeið, og komu þeir m.a. fram i Kvöldstundinni í sjónvarpinu i fyrra. Örn Arnarson á mikil ítök i Gunnari, enda semur hann mörg laga sinna við ljóð hans. Gunnar er í 2. bekk menntadeildar Flensborgar- skólans. Friðþjófur Helgason leikur á kontrabassa og starfar sem ljós- myndari við Alþýðublaðið. Þetta er frumraun hans i þessari gerð tónlistar, en áður hefur hann leik- ið á bassa og gitar með bítlahljóm- sveitum uppi áSkaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.