Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1974 DAGBÓK í dag er miðvikudagurinn 6. febrúar, sem er 37. dagur ársins 1974. Árdegisflóð er kl. 05.51, síðdegisflóð kl. 18.15 Sólarupprás er kl. 09.56, sólarlag kl. 17.28. En frá dögum Jóhannesar skfrara og allt til þessa verður himnarfki fyrir ofbeldi, og ofbeldismenn taka það með valdi; því að allir spámennirnir og lögmálið spáðu allt fram að Jóhannesi. Og ef þér viljið veita því viðtöku, þá er hann sá Elía er koma á. Hver, sem eyru hefir að heyra, hann heyrir. (Matteusarguðspjall 11. 12—15). ARIMAO HEILLA Þann 30. desember gaf séra Sæmundur F. Vigfdsson saman í kapellu Sankti Jósepsspítala í Hafnarfiði Guðrúnu U. Sigurðar- dóttur og Donald W. Martyny. Heimíli þeirra verður í Pitts- burgh f Bandaríkjunum. (Ljósmyndast. Kristjáns.) Þann 5. janúar gaf séra Sváfnir Sveinbjörnsson saman í hjóna- band í Langholtskirkju Stefanfu V. Sigurjónsdóttur hjúkrunar- konu og Axel Eiríksson úrsmið. Heimili þeirra er að Tangagötu 6, ísafirði. (Nýja myndastofan). I KHOSSGÁTA ~| 1 BRiDBE~ Sjötugur er í dag, 6. febrúar, Jóhann Skaptason sýslumaður á Húsavík. Lárétt: 1. spark 6. tóm 8. sérhlóð- ar 10. titill 11. rispur 12. á fæti 13. tónn 14. beita 16. raufinni. Lóðrétt: 2. þverslá 3. veslingur 4. 2 eins 5. ávftur 7. fiskur 9. keyra 10. óðagot 14. spi 115. 2 eins. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1. vinna 6. nei 8. hinstur 11. efa 12. afi 13. ís 15. IM 16. aur 18. látlaus. Lóðrétt: 2. inna 3. nes 4. níta 5. óheill 7. grimms 9. ÍFS 10. úfi 14. gul 16. at 17. rá. Þann 29. desember gaf séra Jón M.Guðjónsson saman í hjóna- band á Akranesi Gunnhildi Elías- döttur og Kjartan Júliusson. Heimili þeirra er í Árósum i Dan- mörku. (Ljósmyndast.Ólafs Árnasonar). Mæðrafélagið heldur fund að Hverfisgötu 21 fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 8.30 síðdegis. Kvenfélagið Hringurinn heldur fund að Ásvallagötu 1 í kvöld, kl. 20.30. Kvenfélagið Hrönn heldur aðal- fund að Bárugötu 11 í kvöld kl. 20.30. Þorramatur. Kvenfélagið Hrund í Hafnar- firði heldur aðalfund fimmtudag- inn 7. febrúar, kl. 20.30. Hér fer á eftir spil frá leiknum milli Irlands og Finnlands í Evrópumótinu 1973, en i því spila írsku spilararnir 1 grand við bæði borð og fengu báðir sagnhafanna 8 slagi. Norður. S. Á-10-7-6 H. K-G-5-4 T. 10-6 Vestur. L. D-6-3 Austur. S. G-4-3 S. D-8-2 H. 9-8-7-6 H. Á-2 T. A-8-5 T. K-7-4-3 L. 10-7-4 L. Á-K-G-5 Suður. S. K-9-5 H. D-10-3 T. D-G-9-2 L. 9-8-2 Við annað borðið sat írski spil- arinn í austur og þar lét suður út tígul drottningu. Sagnhafi átti ekki í miklum vandræðum með að vinna spilið, því að N-S létu út spaða síðar í spilinu og þannig fékk sagnhafi 4 slagi á lauf, 2 á tígul, einn á hjarta og einn á spaða. Við hitt borðið var írski spilar- inn, sem var suður, sagnhafi og þar lét vestur út spaða 3, austur lét drottninguna og sagnhafi drap með kóngi. Næst var hjarta 10 látin út, austur drap með ási, lét út tígul, vestur drap með ási, lét aftur tígul, austur drap með kóngi og þar með var spilið unnið, því að sagnhafi fékk 3 slagi á spaða, 3 slagi á hjarta og 2 á tígul. 1 grand unnið við bæði borð af írsku sveit- inni, og fyrir það fékk sveitin 240 eða 6 stig. Varið land Undirskril'tasöfnun gegn uppsögn varnar- samningsins og brott- vísun varnarliðsins. Skrifstofan í Miðbæ við Háaleitisbraut er opin alla daga kl. 14—22. Sími 36031, pósthólf 97. Skrifstofan að Strandgötu 11 í Hafn- arfirði er opin alla daga kl. 10—17, sími 518X8. Skrifstofan í Kópa- vogi er að Álfhólsvegi 9. Hún er opin milli kl. 2 og 7. Sími 40588. Skrifstofan í Garða- hreppi er í bókaverzl- uninni Grímu og er op- in á verzlunartíma. Sími 42720. Skrifstofan á Akur- eyri er að Brekkugötu 4, en þar er opið alla daga kl. 16—22. Símar: 22317 og 11425. Skrifstofan f Kefla- vík er að Strandgötu 46, sími 2021. %\GGA V/6GA & 'ÍILVERAN m £« im IKOSTutt VI9 w... .. VINA/Ai \ L0dW~ m/ÍQSL- JJNKII ást er. . 6'"° ... þegar hann sgngur fgrir hana ngjasta lagið „O Gunna TM Recj. U S Pot Ofl. All rlghls reserved 1973 by Los Angeles Tlmes Leiðrétting í trúlofunarfrétt í blaðinu í gær misritaðist nafn Jóhönnu Hlífar Hilmarsdóttur, en unnusti henn- ar er Ulf Aggebrandt. SA NÆSTBESTI Um helgina var sagt frá því hér í blaðinu, að Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grundar hefði fest kaup á lóð við Brávallagötu, þar sem hann hyggst reisa viðbyggingu við húseign sína á horni Blómvallagötu og Brávallagötu. Fyrirætlun Gísla hefur orðið tilefni nokkurra deilna, eins og fram kom í fréttinni, en hér sjást staðhættir á þessu svæði. (Ljósm. Ól. K. Mag.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.