Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 30. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verður Biggs ekki framseldur? Myndin er tekin í Barnsley á Bretlandi, þegar atkvæðagreiðsla um allsherjar- verkfall meðal námamanna stóð yfir. Námumenn neita viðræðum London 5. febr. AP. □ FORMAÐUR Samtaka brezkra námumanna, Joseph Gormley, hafnaði í dag beiðni frá ríkisstjórn Edwards Heath um að nýjar viðræður stjórnar- innar og samtaka námu- manna yrðu teknar upp, ef vera kynni, að það gæti komið f veg fyrir allsherj- arverkfallið, sem mun hefjast á miðnætti laugar- dags. Munu þá um 280 þús- und námumenn leggja niður vinnu. Gormley hitti i dag William Whitelaw atvinnumálaráðherra að máli, þar sem Whitelaw mun hafa borið fram þessa beiðni og segir AP fréttastofan, að ráðherr- ann ætli að ítreka hana. Gormley sagði, að aðeins eitt gæti komið í veg fyrir að verk- fallið skylli á, þ.e., að stjórnjn gengi að kröfum námamanna, en ekki er útlit fyrir það sem stend- ur. Gormley sagðist sannfærður um, að námumenn myndu standa einhuga saman í verkfallinu, en hins vegar myndu samtökin koma upp verkfallsvörzlu við námurnar og gæti hún verið allan sólar- hringinn, ef þeim sýndist þörf fyrir hana. Stjórnmálafréttaritarar í Lon- don eru á einu máli um, að rfkis- Framhald á bls. 20. London, Melbourne, 5. febr., AP. SCOTLANI) Yard fór idag fram á aðstoð brezku ríkisstjórnarinnar við að fá framseldan brezka lest- arræningjann Ronald Biggs, en sendimenn Scotland Yards eru nú á heimleið til London og tókst þeim ekki að fá þessari kröfu framgengt. Talsmaður Scotland Yards sagöi, að utanrfkisráðu- neytið hefði verið beðið að hafa samband við rétta aðila i Brasiiiu viðvíkjandi þessu máli. Brezkir embættismenn sögðu síðan í dag, að samningaviðræður um framsal Biggs mundi að ölium líkindum 'fara fram í sendiráði Brasiliu í London. Eiginkona Ronald Biggs, Char- main Brent, sem hefur búið í Fellibylur nálgast Brisbane Brisbane, Ástraliu, 5. febr., NTB. MJÖG kröftugur fellibylur stefn- ir nú með 160 km hraða ,á klukku- stund f átt til Brisbane i Astralíu og óttast menn, að frekari flóð og hörmungar en þegar hafa orðið, muni fylgja í kjölfarið. Þetta er fellibylurinn „Pam', sem er einn öflugasti hvirfilbylur sem vart hefur orðið við-þessu svæði. Astralíu, sagði í dag, að hún drægi í efa, að brasilísk yfirvöld myndu sleppa Biggs úr landi. Hún sagð- ist enn bera hlýjan hug til eiginmanns síns, og það hefði ekki breytzt þótt hann hefði gefið yfirlýsingar um það, éftir að hann var handtekinn, að hann væri ást- fanginn af brasilískri stúlku og kysi ekkert fremur en fá að bua áfram með henni í Biasilíu. Landhelgis- brjóturinn frá USA New York, 5. febr., AP. BÚLGARSKI togarinn, sém tekinn var í bandariskri land- helgi fyrir nokkru, hefur nú siglt á brott, eftir að skip- stjórinn hafði verið dæmdur í 20 þúsund dollara sekt og eig- andi togarans greiddi 105 þús- und dollara i dómssátt. Skipið hafði verið i aðalstöðvum land- helgisgæzlunnar síðan 26. jan- úar, að togarinn var tekinn innan 12 mílna markanna út af Little Neg Inlet, New Jersey. Skipstjóri togarans sagði við yfirheyrslur, að hann hefði farið óvart inn fyrir mörkin. Dómarinn kvaðst trúa fram- burði hans, en unnt hefði verið að dæma skipstjórann í 100 þús dollara sekt og árs fang- elsi. Mindszenty var sviptur kalli Heikal: Var ríki að verða í ríkinu Kairö 5. febr. AP. □ MOHAMMED Heikal, rit- stjóra egypzka blaðsins Al Ahram, var látinn vfkja íir starfi vegna þess, að Anwar Sadat for- seti leit svo á, að blaðið væri að verða „ríki i ríkinu“, höfðu heim- ildir, sein taldar eru áreiðanleg- ar, fyrir satt i dag. Þessar heim- ildir sögðu, að oft hefði veriö tal- ið, að Heikal birti skoðanir Sadats, eins og hann gerði meðan Nasser var við völd, en sú hefði allsekki alltaf veriðraunin. Þessi sami aðili taldi, að Heikal gæti orðið ómetanlegur styrkur fyrir Egyptalandsforseta, ef hann þægi blaðafulltrúastarf það, sem hon- um hefur verið boðið, vegna hinn- ar miklu þekkingar, sein hann byggi yfir og hinna ýmsu sam- banda, scm hann hefði komið sér upp i starfinu. Haft er fyrir satt, að Heikal hafi neitað blaðafulltrúastarfinu en það hefur ekki fengizt formlega staðfest. Sadat hefur skipað nýjan ritstjóra A1 Ahram og sömuleiðis er búizt við, að hann geri ein- hverjar breytingar á ríkisstjórn sinni innan tíðar, sennilega þegar lokið er liðsflutningum og að- skilnaði herja ísraels og Egypta- lands. Vatikaninu 5. febr. AP. □ PALL páfi VI svipti i dag Josef Mindszenty kardinála erki- biskupsdæmi sinu i Esztergom í Ungverjalandi, þrátt fyrir .and- mæli hins aldurhnigna kardinála. Mindszenty var í 30 ár f fang- elsum, fyrst hjá nasistum og síð- an kommúnistum og sfðar var hann 15 ár i bandaríska sendiráð- inu f Búdapest. Hann koin til Rómaborgar fyrir þremur árum og hefur búið þar sfðan. Páll páfi lýsti dæmi hans laust og sagði talsmaður páfa, að Mindszenty hefði verið skrifað þó nokkrum sinnum og reynt að skýra sjónarmið páfa og áhyggjur látnar i ljós vegna þess, að enginn væri til að gegna erkibiskups- dæmi hans og hefði ekki verið í mörg ár. Hins vegar hefði Minds- zenty ekki látið i ljós hug á þvf að segja sjálfur af sér og þvi hefði páfi orðið að taka þessa ákvörðun. I bréfi, sem Páll páfi reit til Mindszentys nú síðast 30. janúar, vék hann að réttarhöldum, sem sett voru yfir kardinálanum af stjórn kommúnista. Sagðist hann dást að hugrekki kardinálans og þær þjáningar sem hann hefði gengið f gegnum, væru á við að bera þyrnikórónu. Mindszenty er nú 81 árs að aldri. Páfi skipaði Lekai nokkurn biskup til að gegna hinu gamla umdæmi Mindszentys til bráða- birgða. Fyrrverandi eiginkona Solzhenit- syns gagnrýnir Gulag-eyjahafið París 5. febr. NTB. NATALYA Solzhenitsyn, fyrri eiginkona Nóbelsverðlaunahaf- ans Alexanders Solzhenitsyn, sagði í dag í viðtali við Parísar blaðið Le Figaro, að nýjast; verk Solzhenitsyns, „Gulag- eyjahafið" væri eins konar sam- ansafn af frásögnum fólks og ekki sögulegt verk. Hfin gaf ennfremur í skyn, að verkið væri að verulegu leyti byggt á frásögnum og upplýsingum fanga, og þær upplýsingar hefðu alls ekki alltaf verið áreiðanlegar og oft villandi. Segir Natalya, að þessar frá- sagnir séu meira og minna óná- kvæmar, og verkið fjalli ekki um sögu Sovétríkjanna og ekki heldur um sögu fangabúðanna á Stalfnstímanum, heldur séu þetta eins konar þjóðsagnir, sem hafi breiðzt út í þessum búðum. Hún gat þess, að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði byrj- að á verkinu upp úr 1960, áður en þau skildu. Sagða hún, að rithöfundurinn hefði lýst bók- inni sem tilraun i ritlist sinni. Blaðið getur þess, að frúin sé að skrifa endunninningar sínar og sovézka ritskoðunarfyrir- tækið Novosti hefur þegar lagt blessun sína yfir, að sú bók fái að koma út i Sovétrikjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.