Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 1
48 SIÐUR OG LESBOK 52. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Öngþveiti og óvissa Skíðafólk í Hveradölum Ljósm. Mbl. 01. K. M. Heath segir ekki af sér London 2. marz AP. MIKIÐ öngþveiti og óvissa ríkti áfram í Bretlandi eftir hin óvæntu úrslit kosninganna á fimmtudag. Ljóst virt- ist þó, að Heath forsætisráðherra myndi ekki segja af sér, en reyna að mynda nýja stjórn. Heimildir herma, að Heath hafi horfið frá því að segja af sér eftir langan fund með ráðherrum sínum, sem lögðu hart að honum að reyna stjórnarmyndun. Hins vegar telja ýmsir, að Heath sé að missa tökin innan flokksins og benda í því sambandi á, að William Whitelaw atvinnumálaráðherra mætti ekki á fundinn og ræddi ekkert við Heath í gær og sömuleiðis Joseph Godber sjávarútvegs og landbúnaðar- ráðherra, sem sagðist vera leggjast í rúmið. Það er þó ljóst, að í Bretlandi er nú framundan tímabil minni- hlutastjórnar, hversu lengi, sem hún kann að sitja. Þetta þýðir, að auk efnahagsöngþveitisins horf- ast Bretar nú einnig í augu við stjórnarkreppu. Fréttaskýrendur segja, að á næstu dögum sé óhjá- kvæmilegt að taka ákvarðanir i tveimur mikilvægum málum. Það verður að ganga frá launasamn- ingum við kolanámamenn til að koma í veg fyrir algert neyðar- ástand, sem myndi skapast um miðjan þennan mánuð, er kola- birgðir fara undir hættumark. í öðru lagi verður að semja um stórt.erlent lán, til að standa und- ir viðskiptahalla Bretlands. Sum- ir telja, að ef ekki verði á mánu- dag útlit fyrir myndun sterkrar ríkisstjórnar; muni gjaldeyris- markaðurinn í London verða lok- aður til að forða pundinu frá hruni. Slíka ríkisstjórn er aðeins hægt að mynda með samningi Verkamannaflokksins eða Ihalds- flokksins við frjálslynda og ein- hvem af hinum litlu flokkunum. Skömmu eftir hádegið f dag bár- ust þær fréttir, að Thorpe formað- ur Frjálslynda flokksins hefði haldið í skyndi til Lundúna og var talið, að Heath hefði beðið hann um viðræður, en það var ekki staðfest. Endanlegri talningu atkvæða lauk ekki fyrr en skömmu fyrir hádegi í dag og skiptast þingsætin og atkvæðin á milli flokkanna sem hér segir: Verkamannaflokk- urinn 301 þingsæti og 11,617,630 atkvæði. íhaldsflokkurinn 296 þingsæti og 11,857,402 atkvæði. Frjálslyndir 14 þingsæti og 5,993,717 atkvæði. Aðrir flokkar 24 þingsæti og 1,517,959 atkvæði. Af þessum eru n-írskir sambands- sinnar með flesta þingmenn eða með inflúensu og ætlaði að 12. Kjörsókn var 78,7%, sem er ein mesta kjörsókn í brezkum kosningum. í kosningunum, sem fram fóru í júní 1970 var kosið um 630 þingsæti, en þau eru nú 635. Þá fengu íhaldsmenn 330 þing- sæti, Verkamannaflokkurinn 288, Frjálslyndi flokkurinn 6 og aðrir flokkar 6. Af þessum tölum má sjá, að það er ekki nægilegt fyrir íhaldsmenn eða Verkamanna- flokkinn að fá stuðning frjáls- lyndra, því að 318 þingsæti þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Það, sem nú er framundan hjá Framhald á bls. 47 Afsögn ítölsku stjórnarinnar Róm 2. marz — NTB. tTALSKA rfkisstjórnin ákvað í dag að segja af sér, að því er heilbrigðisráðherrann, Luigi Gui, skýrði frá. Er talið, að afsögn fjármálaráðherrans, Ugo La Malfa, á fimmtudag hafi verið helzta orsök þessarar ákvörðunar. Mariano Rumor forsætisráðherra mun fljótlega afhenda Giovanni Leone afsagnarbeiðni fyrir hönd rikisstjórnar sinnar. Þessi 35. rfk- isstjórn Italiu frá endalokum fas- ismans lifði í átta mánuði. Laurence Reed í samtali við Morgunblaðið: Tel haustkosningar líklegar „(JRSLIT kosninganna hafa það í för með sér, að við erum nú í sjálfheldu og það er slæmt fyrir landið, því að við stönd- um nú frammi fyrir mjög alvarlegum póli- tískum og efnahagsleg- um vanda.“ Svo mælti Laurence Reed, sem mörgum íslendingum er kunnur frá komu hans hingað til lands og stuðningi við mál- stað okkar í landhelgismálinu. Hann var einn af frambjóðend- um íhaldsflokksins i kosning- unum, en tapaði kjördæmi sinu, Bolton East í Lancashire, með nokkurra atkvæða mun fyrir frambjóðanda Verka- mannaflokksins, David Young að nafni. Morgunblaðið hafði símasamband við Reed í gær- morgun og spurði hann álits á úrslitum kosninganna og því, sem við mundi taka. Aðspurður, hvort hann teldi úrslitin jafngilda vantrausti brezkra kjósenda á efnahags- stefnu íhaldsflokksins, sagðist Reed ekki túlka þau þannig. „Eg lít svo á, að þau þýði það fyrst og fremst, að kjósendur vilji, að stjórnmálaflokkarnir sameinist um að leysa þau al- varlegu vandamál, sem að steðja og ég vona, að leið verði fundin tilþess. Reed kvaðst þeirrar skoðun- ar, að mynduð yrði minnihluta- stjórn með stuðningi Frjáls- lynda flokksins og annarra minnihlutaflokka og sennilega myndi Heath eiga viðræður við forystumenn þeirra yfir helg- ina. Hugsanlegt væri, að þjóð- ernisflokkarnir i Wales og Skotlandi styddu minnihluta- stjórn íhaldsflokksins gegn þvi, að þeir fengju framgengt ein- hverjum stefnumálum sínum, þö væri sá welski hlynntari Verkamannaflokknpm, en þjóðernissinnar í Skotlandi stæðu nær frjálslyndum og Ihaldsflokknum og væri því lík- legri til stuðnings. Sagði Reed, að eitt af þeim málum, sem þá kynnu að koma til samninga, væri landhelgin, því að i Skot- landi væri nú vaxandi áhugi á útfærslu fiskveiðilögsögu. Hann sagði, að samband brezkra togaraeigenda væri nú orðið hlynnt 200 mílna lögsögu, stjórn Heaths hefði haft málið til yfirvegunar og mjög nálgazt það sjónarmið að undanförnu. Þá sagði Reed, að þingmenn Sambandssinna á N-írlandi mundu væntanlega styðja minnihlutastjórn íhaldsflokks- ins. ,,En ástandið er flókið og viðkvæmt og ég hugsa, að málin skýrist ekki fyrr en eftir helgi. En ég er sannfærður um, að kosningar verða aftur haldnar áður en langt um líður. Við verðum að koma á einhvers konar bráðabirgðastjórn til að fá kolanámamenn aftur til starfa og koma framleiðslunni aftur f fullan gang, en þetta óljósa ástand er ekki æskilegt og við verðum að fá brezku þjóðina til að taka skýrari af- stöðu. Ég gizka því á, að aftur verði kosiðmeð haustinu. Reed var spurður um þær vangaveltur, að William White- law kynni að taka við forystu íhaldsf lokksins í stað Heaths og hvort Heath mundi fara frá fús- lega. „Þetta hefur verið lagt til,“ svaraði Reed, „og það er hugs- anlegt, að frjálslyndir fáist ein- ungis til stuðnings á þeirri for- sendu; þeir hafa lýst því yfir, að þeir geti hugsað sér að styðja f íhaldsstjórn undirforystu ein- hvers annars. Hvað Heath sjálf- an snertir, er hann áreiðanlega fús að gera það, sem hann telur nauðsynlegt þjóðarhag." Aðspurður, hvort hann teldi, að úrslit kosninganna mundu hafa í för með sér breytingar á stefnu íhaldsflokksins í efna- hagsmálum kvað hann það ólik- legt. „Við þurfum frekar en nokkru sinni á að halda þeirri stefnu, að halda launahækkun- um í skefjum m.a. vegna verð- hækkana á olíu og öðrum hrá- efnum, ella heldur hinn heima- tilbúni þáttur verðbólgunnar áfram að aukast. Og mín skoð- un er sú, að komist stjórn Verkamannaflokksins að, muni ástandið aðeins versna, hann er undir það miklum áhrifum frá verkalýðsfélögunum og and- stæður launastöðvunarstefnu. Hann vill sjálfviljugar tak- markanir á launahækkunum, en sú leið hefur verið reynd og ekki tekizt og ég hef ekki trú á því, að hún geti borið árangur í svo mikilli verðbólgu, sem hér er. Reed var að lokum spurður um áhrif úrslitanna á N-írlandí á samsteypustjórn mótmæl- enda og kaþólskra heima fyrir. Hann kvað niðurstöðurnar túlk- aðar sem andstöðu við sam- komulagið um myndun Irlands- ráðsins (Sunningdale-samkomu lagið) en brezku stjórnmála- flokkarnir væru allir á því, að við það þyrfti að standa, þannig að hann gerði ekki ráð fyrir því, að úrslit kosninganna hefðu nein afgerandi áhrif á störf stjórnar Brians Faulkners á N-Irlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.