Morgunblaðið - 03.03.1974, Page 3

Morgunblaðið - 03.03.1974, Page 3
“MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 Tíðarfarið. Mjög umhleypingasamt var síðustu viku, sunnan og suð- vestanáttir sitt á hvað og oft tvær áttir sama sólarhringinn. Aflabrögð. Afli var heldur tregur síðustu viku, enda sjóveður ekki gott. Til Reykjavíkur kom Sæborg af trolli með 37 lestir og Arnarberg tvf- vegis Ur netum með 7—8 lestir. Frá Keflavík róa 11 bátar með net og hefur afli verið 6—8 lestir eftir nóttina, en þó komizt upp í 28 lestir. Er þetta allt þorskur. Frá Grindavík eru 14 bátar byrjaðir með net, og er aflinn hjá flestum 6—8 lestir og komizt hæst upp í 14 lestir. Búið er að taka á móti 21.000 lestum af loðnu á móti 19.000 lestum f fyrra. 1 Þorlákshöfn eru nú allir með net af þeim, sem eru byrjaðir, en það eru 10 bátar. Algengasti afli eru 10 lestir eftir nóttina. Frá Vestmannaeyjum eru gerð- ar út 5 bátar með net og 20 með troll. Afli hefur verið sæmilegur f netin, en sáratregt í trollið. Afli netabáta: Árni í Görðum 236 lest- ir, Kópur 225 lestir, Danski Pétur 200 lestir og Sæbjörg 191 lest. Nokkrir minni bátar hafa verið að koma til Eyja með loðnu að austan, sem hefur verið 50—60% kvenloðna og frystanleg. Annars er nú loðna ekki uppi nema í brotum og erfitt að komast þar að henni. Loðnan veiðist nú helzti úti af Faxaflóa og spá menn því, að loðnuveiðin sé senn á enda. Nú er veiðin ekki nema um 350.000 lest- ir, en var í fyrra 430.000 lestir. Nú eru aflahæstu loðnubátar með um 10.000 lestir, en voru í fyrra með 20.000 lestir. Nokkuð bætir úr minni afla hjá skipum almennt, að verðið er mun hærra f ár, bæði í bræðslu og frost. Togararnir. Togararnir hafa verið að veið- um á Eldeyjarbankanum, úti af Jökli og vestan til við Halann. Mikill þorskur hefur verið í aflan- um. Heldur hefur verið tregt, enda afleit tíð. Tveir togarar lönduðu heima í vikunni: Þormóður goði 100 lest- um og Freyja 60 lestum. Togarinn Bjarni Benediktsson seldi afla sinn í Þýzkalandi í vikunni, 219 lestir fyrir 11,1 millj. krónur, meðalverð 51 króna fyrir kg. Ögri seldi í vikulokin í Englandi, og tók löndun tvo daga. Fyrri daginn fékk hann tæpar 43 krónur fyrir kg. Verðhrun hafði orðið á markaðnum, og var mörg- um skipum snúið til Þýzkalands og Belgíu, sem fyrirhugað var, að seldu i Englandi. Meðal þessara skipa voru Narfi, Dagný, Krossvík og Freyr. Það er mikill munur á 43 krónu verði og 77 krónu, eins og verðið komst hæst í Englandi. Ekkert til skiptanna Það hefur verið friðsamt í landhelgismálunum undanfarið, allt snúizt um verkföllin og varnarmálin. Þó kvörtuðu Vest- firðingar undan yfirgangi Breta á miðunum og að þeir hefðu eyði- lagt veiðarfæri fyrir miklar fjár- hæðir. Það geta alltaf orðið óvilja- verk, en þarna virtist það ekki vera. Islendingum fannst, að þeir ættu það sízt skilið af Bretum, þegar friður hafði verið saminn og þeim veittur ríflegur hluti af fiskimiðum „fátæka mannsins", að þeir færu þannig að ráði sínu. Það hefur ekki verið samið við Vestur-Þjóðverja eða nokkur lönd Austur-Evrópu. Og nú er svo komið sem betur fer, að íslend- ingar hafa ekki miklar áhyggjur af veiðum Þjóðverja, sem eftir síðustu fréttum halda sig nú við mörk 50 mflna hvað lengi sem það stendur. íslendingar geta ekki hugsað sér samninga við Þjóð- verja, ef það kostar það, að verk- smiðjuskip þeirra veiddu innan landhelginnar og Austur-Evrópu- þjóðir kæmu síðan með sín skip í kjölfarið. En það skal viðurkennt, að skip þeirra hafa virt 50 milna landhelgina. Nú er stutt í hafréttarráðstefn- una. Þessi mál taka svo örum breytingum Islendingum i vil, að þeir hafa ekki við að bjóða vel- komna nýja bandamenn og hina ólíklegustu, eins og Breta sjálfa, Norðmenn, Færeyinga, Græn- lendinga, Kanadamenn og jafnvel Bandarikjamenn. Og nú eru það ekki 50 mílurnar, heldur 200. Skjótt skipast veður i lofti. Það er leitt, að vinaþjóð eins og Þjóðverjar skuli beita islendinga refsiaðgerðum með því að koma í veg fyrir, að þeir njóti tollfríð- inda samkvæmt samningnum við Efnahagsbandalagið. Það stóð þó ekki á Islendingum að fullgilda þessa samninga og veita Þjóðverj- um og öðrum EBE-löndum full tollfríðindi samkvæmt þeim. Og meira að segja nutu EBE-löndin um tíma betri tollkjara en beztu viðskiptalönd Islendinga. Ur því sem komið er, er ekkert að gera annað en þrauka, verja landhelgina með oddi og eggju, og Iáta ekki á sig fá, þótt af lands- mönnum séu 1 bili nagaðar nokkrar krónur í tollprósentum. islendingar selja ekki frum- burðarrétt sinn fyrir baunadisk. Staða fiskiðnaðarins eftir verkfall. Eftir þvi sem næst verður kom- izt hækkar kaup I fiskiðnaði um 25% til maíloka eða tilþess tima, sem núverandi fiskverð gildir. Hér er þó ekki reiknað með auka- kauphækkun við fiskflökun, 1% launaskatti og söluskatti, sem er talinn jafngilda 2% kauphækkun. Það má því telja, að kaup-, vísi- tölu-, söluskattshækkun og auk- inn launaskattur nemi 30% hjá fiskiðnaðinum. Þetta er miklu meira á ársgrundvelli, 50—60%. Nú er hlutur fastakostnaðarins hjá fiskiðnaðinum talinn jafn launakostnaði. Má gera ráð fyrir, að hann hækki álíka þvi að þetta er mikil þjónustustarfsemi, olía rafmagn, umbúðir o.fl., sem er vant að hækka með kaupgjaldinu. Vinnulaun eru 25% og fasti kostnaðurinn 25% eða helmingur af rekstrarkostnaði frystihúss, hinn helmingurinn 50% er hrá- efnið, ef allt er eðlilegt. 30% hækkun á kaupgjaldi og fasta- kostnaði er því 15% af veltunni. Dæmi: Frystihús fær 2500 lestir af hráefni. Að meðaltali eru greiddar 20 krónur fyrir kg eða 50 millj. króna, vinnulaun eru 25 millj. og fastakostnaður 25 millj. króna. Þetta er sem svarar afli af 3—4 vertlðarbátum. Veltan er 100 millj. króna. Nú er þetta tæplega meðalfrystihús, en samt myndi tapið yfir vertíðina nema 15 millj. króna vegna hækkana nú, því frystihúsin voru skilin eftir á núlli um áramótin. Og síðan hafa margar fisktegundir fallið I verði og eiga eftir að falla enn meira. Þetta er ótrúleg mynd, en engu að siður sönn. Þetta hlýtur að hafa í för með sér samdrátt og gjaldþrot ef ekk- ert er að gert. Þá hlýtur stóraukin kaupgeta og minni útflutningur að ausa úr gjaldeyrisvarasjóðn- um. Vonbrigði. Þegar litið er yfir loðnuvertíð þá, sem senn er á enda, að minnsta kosti hvað frystingu snertir, staldrar hugurinn við hve lítið hefur verið fryst og hver sé orsökin. Sennilega verður fryst- ingin ekki meiri en síðastliðið ár. en það er eitthvað annað en menn höfðu gert sér vonir um eða tvöföldun frá því I fyrra, en þá voru frystar tæpar 18.000 lestir. Mikill viðbúnaður var undir loðnufrystinguna, keyptar voru 20—30 nýjar flokkunarvélar og gömlum síldarflokkunarvélum breytt, aukin frystiafköstin, frystihúsin svo gott sem tæmd af fiski til þess að rýma til, o.s.frv. Og ekki vantaði verðið á hráefnið, það var ákveðið helmingi hærra en I fyrra og þrisvar sinnum hærra en í bræðslu. Og sálan til Japan ótakmörkuð og verðið á „hæstu" flokkunum hækkaði. Leita má að orsökum til að svona fór, en þær eru meðal ann- ars: Hátt hráefnisverð hvatti menn til þess að frysta aðeins I ,,hæstu“ flokkana, flestir lögðu sig fram um að ná 100% kvenloðnu. Það hefði þurft að vera hægt að frysta loðnuna beint úr flokkunarvélun- um eða svo til, en þá hefði hún kannski verið 70%. Mikið þarf af fólki til þess að tína karlloðnuna úr, svo að eftir verði 100% kven- loðna. Ekki þarf að lýsa því hve mikil- vægt það væri fyrir útgerðina og' sjómenn, ef unnt væri að frysta til að mynda helmingi meira af loðnu, segjum 18.000 lestir til við- bótar. Það hefði gefið 300 milljón- ir eða um 200 milljón króna fram yfir bræðsluverðið. Aðalatriðið fyrir alla er, að frystiafköstin séu fullnýtt og þá lfka á nóttinni. Færeyingar og Bretar. Færeyskir útflytjendur frosins fisks hafa átt að hálfu sölu- og dreifingarfyrirtækið „Tjaldur" í Grimsby á móti brezku fyrirtæki. Nú hafa Bretarnir óskað eftir að ganga út félagsskapnum og hafa Færeyingar leitað eftir að fá Framhald á bls. 47 FERÐAALMANAK ÚTSÝNAR 1974 ALLIR FARSEÐLAR Á LÆGSTA VERÐI EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: TJÆREBORG REJSER Hvers vegna skyldu allir farseðlar í Útsýnarferðir seljast upp löngu fyrirfram? Marz: 2 . 9 . 16.. 23.. 30 ENGLAND: LONDON — 7 dagar 2. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl 2. AUSTURRÍKI: Skiðalerð til ZELL AM SEE — 16 dagar 3. og 22 SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar 14 KANARÍEYJAR — 22 daqar Apríl: « o KANARÍEYJAR — 15 dagar SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar AUSTURRÍKI: Skiöalerð til ZELL AM SEE — 16 dagar NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol ENGLAND LONDON — 7 dagar SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar — PÁSKAFERÐ SPÁNN COSTA DEL SOL — 22 dagar — VORFERÐ Maí: KANARÍEYJAR — 22 dagar ENGLAND LONDON — 7 dagar SKOTLAND GLASGOW — 3 dagar SPÁNN COSTA DEL SOL — 22 dagar — BLÓMAFERÐ NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN —21 dagur 2 5.. 12 . 19.. 26 10 og 24 12 30 31 4 og 18 5. og 19 6 6 og 9 7 . 21 . 28 7. 21 Júní: 1 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 19 dagar 6.. 9 og 16 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 9 og 23 ENGLAND LONDON — vikudvól (má framlengja) 19 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15 dagar 20. ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 23 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 23 ÞÝZKALAND MOSEL/RÍN — vikuferð með bil i vikudvöl I Kaupmanna hofn (má framlengja) (TJÆREBORG) 30 SPÁNN COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 30 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) O Júlí: •3 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—29 dagar 4 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 7 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 7 ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengja) 11 SPÁNN COSTA DEL SOL — 14 dagar 11 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 14 ÞÝZKALAND: MOSEL/RÍN — vikuferð með bil *- vikudvöl i Kaupmanna höfn (má framlengia) (TJÆREBORG) 14 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 17 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 18 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 18 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 21 ENGLAND LONDON — vikudvól (má framlengja) 24 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 25 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 25 SPÁNN COSTA DEL SOL — 14 dagar 26 OSLO — vikudvol (má framlengja) 31 SPÁNN COSTA DEL SOL -t- 15—22—29 daqar ftgúst: 1 ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 1 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má Iramlengja) 6. MALLORCA — LONDON — 17 dagar — (má framlengja) 7 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 8 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 8 NCRDURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má Iramlengja) FERÐASKRIFSTOFAN# # AUSTURSTRÆTI 1 7 (SILLA OG VALDA) SÍMAR 26611 20100. 8. ÍTALÍA: GARDAVATN — 14 daga bilferð » 3 dagar i Kaupmannaholn (má Iramlengja) (TJÆREBORG) 11 ÞÝZKALAND MOSEL/RÍN — vikulerð með bil) *■ vikudvol i Kaupmanna- höfn (má Iramlengja) (TJÆREBORG) 11 MORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 11. ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má Iramlengja) 11 ÍTALÍA: GARDAVATN — 1—2 vikur — fluglerð ♦ vikudvöl i Kaup- mannahöfn (má Iramlengja) (TJÆREBORG) 11 SPÁNN: COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 14 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 15. AUSTURRÍKI ZILLERTAL — 14 daga bilferð Kaupmannahöfn (TJÆREBORG) 15. NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengia) 15. ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÓNDIN — 15—29 dagar 19 GRIKKLAND AÞENA' LOUTRAKI — 15 dagar Kaupmannaholn (TJÆREBORG) 19 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvól - (má framlengia) 20 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 21. SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 22. MALLORCA — LONDON — 17 dagar — (má framlengia) 22. ÍTALÍA GARDAVATN — 14 daga bilferð 3 dagar i Kaupmannahöfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 22. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (má tramlengia) 22 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 25 SPÁNN: COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 25 ENGLAND LONDON — vikudvól (má framlengia) 27. MALLORCA — LONDON — 17 dagar (má framlengja) 28. , SPÁNN COSTA DEL SOL — 15- 22—29 dagar 29. ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN 15 dagar , September: 18. og 19 22 25 GRIKKLAND RHODOS — 14 dagar • Kaupmannahofn (TJÆREBORG) GRIKKLAND AÞENA LOUTRAKI — 14 dagar Kaupmannahöfn (TJÆREBORG) NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (ma framlengja) MALLORCA — LONDON — 17 dagar (má framlengja) SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22- 29 dagar SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar ENGLAND LONDON — vikudvol (ma Iramlengia) NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (má framlengja) SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22 dagar ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengia) NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl (má framlengja) GRIKKLAND AÞENA 'LOUTRAKI • Kaupmannahofn — 18 dagar (má framlengja) (TJÆREBORG) SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15 dagar ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má framlengja) SPÁNN: COSTA DEL SOL — LONDON — 18 dagar Október: 2. SPANN COSTA DEL SOL — 14—30 dagar 6.. 13.. 20.. 27 ENGLAND LONDON — 7 dagar 16 SPÁNN COSTA DEL SOL — LONDON — 18 dagar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.