Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 7

Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG UR 3. MARZ 1974 7 Fellini að starfi. Þrjú kvik- mynda lönd ólíkar aðstœður í umfangsmiklum samningi Efna- hagsbandalags Evrópu um sam- vinnu á flestum sviðum er ekkert ákvæði, sem snertir kvikmynda- iðnaðinn. Kvikmyndagerðarmenn pukrast þar hver ! sinu horni við mismunandi aðstöðu og misjafnan árangur. Þrjú lönd eiga sér mesta hefð í kvikmyndagerð — Bret- land, Frakkland og ítalia, og er að ýmsu leyti fróðlegt að gera samanburð á þvi, hvernig kvik- myndaiðnaður þessara landa er i sveit settur. f Bretlandi rikir hreint kreppu- ástand i kvikmyndaiðnaðinum, eins og raunar á flestum öðrum sviðum þjóðlifsins. Manni liggur við að segja, að þarlend kvik- myndagerð hafi nú dáið drottni sinum. Það gefur svolitið til kynna um ástandið að taka sem dæmi, að eina brezka kvikmyndin, sem þar var i framleiðslu um miðjan siðasta mánuð, var Percy's Progress, framhaldsmynd af Percy, er Gamla bió sýndi hér fyrir fáeinum mánuðum og greindi frá i hæsta máta óvenju- legum líffæraflutningi. Að visu er verið að hefja töku nokkurra meiriháttar mynda þar þessa dagana, en þær eiga það allar sammerkt að vera fjármagnaðar frá Bandarikjunum og jafnvel með bandariskum kröftum að ein- hverju leyti. Þannig er það til dæmis um Murder on Orient Express, mynd, sem gerð er eftir sögu Agöthu Christie, — með Sean Connery, Lauren Bacall, Ingrid Bergmann, Albert Finney, Vannesu Redgrave og Richard Videmark i aðalhlutverkum, en Sidney Lumet sem leikstjóra. Hún getur þvi varla talizt brezk kvik- mynd. Banamein brezka kvikmynda- iðnaðarins ætlar að verða þessi bandarisku itök. f umræðum um stöðu brezka kvikmyndaiðnaðar- ins vitna heimamenn stundum til orða Winston Churchills, sem sagði eitthvað á þá leið, að Bret- land og Bandarikin væru tvær þjóðir, aðskiidar af sömu tungu. Þetta má til sanns vegar færa, þegar horft er á brezka kvik- myndagerð. f Frakklandi, Svíþjóð og ftaliu hafa tungumálahindranir gagnvart öðrum löndum haft i för með sér, að handritahöfundar, leikarar og leikstjórar sitja kyrrir heima og gera myndir fyrir landa sina fyrst og fremst. Hjá Bretum er þessu öðru visi farið. Allt frá Hitchcock hafa fremstu kvik- myndamenn Breta sótt vest- ur um haf. þar sem tæki- færin bíða þeirra og fæstir snúa aftur, því að brezki kvikmyndaiðnaðurinn hefur ekki bolmagn til að yfirbjóða Holly- wood. Þannig má nefna, að á aðeins siðustu 12 mánuðum hafa ýmsir helztu kvikmyndagerðar- menn Breta — eins og Jack Clayton, Karel Reisz og John Schlesinger allir lokið við nýjar myndir vestan hafs og eru þar yfirleitt langdvölum. Önnur ástæða fyrir þessari kreppu er brezka sjónvarpið, geysilega fjölbreytt að efni og gæðum, sem nú hefur að mestu kafsiglt kvikmyndina þar i landi. Kvikmyndagerðarmenn hafa reynt að svara þessari ógnun með þvi að taka upp vinsæla sjónvarpsþætti og setja þá i kvikmyndabúning. Eftirtekjan hefur þó verið harla rýr, þegar á heildina er litið. Heimamarkaðurinn hefur reynzt takmarkaður, enda kvikmynda- húsin þar í landi flest gömul og úr sér gengin. I Frakklandi er ástandið skárra. Franska kvikmyndin tórir sæmi- lega. en heldur sig aðallega á heimavigstöðvum. þar sem hún hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Ymsir erfiðleikar hafa þó orðið á vegi hennar. Munar mest um, að áhorfendum hefur fækkað um 1 5 milljónir á siðustu 15 árum og munar um minna. Stóru kvik- myndahallirnar i Paris hafa nú flestar sungið sitt siðasta. kvik- myndaverum hefur verið lokað og út á landsbyggðinni hefur kvik- myndin orðið undir i samkeppn- inni við sjónvarpið. Að fara i bió er helzt orðið frístundaiðja borgar- búa. Ýmislegt athyglisvert er þó að gerast i kvikmyndalifi Frakklands. Robert Bresson vinnur þar að nýrri kvikmynd, sem nefnist Grail. Luis Gamli Bunuel er i Frakklandi og er að gera myndina Frelsisvofurnar — „satíru" um bölsýnissamfélag- ið. í þessum þætti hefur áður ver- ið minnzt á nýjustu mvnd Alain Resnais um Stavinsky-málið, Claude Lelouch er að byrja á nýrri mynd, sem hann nefnir Allt um lifið, og Louis Malle hefur nýlega látið frá sér fara myndina Lacombe Lucien, sem margir telja beztu mynd hans til þessa. Þar segir frá því, hvernig ungur sak- laus sveitapiltur er tældur til þjón- ustu við Gestapo á hernámsárun- um. Með slfkri mynd frá Malle og Bresson og Bunuel að störfum er varla hægt að segja, að franska kvikmyndin sé í bráðri lífshættu. Ítalía hefur nokkra sérstöðu meðal Efnahagsbandalagsrikj- anna, hvað kvikmyndir áhrærir, þar sem ítalskir kvikmyndahús- gestir eru helmingur allra kvik- myndaáhorfenda f EBE-löndunum nfu. Þar seldust á siðasta ári yfir 500 milljónir aðgöngumiða, sem svarar til þess, að hvert manns- bam á italiu hafi farið tiu sinnum f bió á árinu. Þessa ótrúlegu aðsókn þakka heimamenn fádæma lélegu sjónvarpi. Þessi gifurlega aðsókn hefur einnig i för með sér, að italski kvikmyndaiðnaðurinn á afar Iftið undir þvi komið, að framteiðslan fari á alþjóðlegan vettvang — heimamarkaðurinn stendur undir framleiðslunni og vel það. Eðlilega ber ftalska kvikmyndin merki þessa — efnisaðföng eru fremur innhverf, þar sem leitazt er við að fjalla um eða taka fyrir ýmsa sér- italska þjóðfélagsþætti og áhuga- svið, en litið lagt upp úr þvi að stila myndirnar á alþjóðlegan vett- vang. Áætlað er, að á þessu ári verði gerðar um 200 kvikmyndir á Ítalíu I fullri lengd og þar af munu aðeins um 10% nokkru sinni fara út fyrir landsteinana. Þessi innhverfa tilhneiging lýsir sér einnig ágætlega í efnisvali helztu kvikmyndakempa þarlend- is. Þannig er nú Bertolucci horfinn frá alþjóðlegu yfirbragði Siðasta tangósins og tekinn til við að vefa þjóðfélagsfræðilegt teppi. sem á að sýna sögu Ítalíu óslitið frá alda- mótaárinu fram til fasismans og áfram. Mynd hans nefnist „1900" og hann greinir þar frá samstæðum lifsferli tveggja manna úr ólíkri stétt f bændasam- félaginu i Parmahéraði, þar sem Bertolucci er einmitt borinn og barnfæddur. Fedrico Fellini hverf- ur hins vegar allt aftur til átjándu aldar til að fást við Drauma Casa- nova, kvikmynd, sem hann hefur lengi gengið með i maganum. Síð- asta mynd hans er Amarcord, sem fengið hefur frábærar móttökur heima fyrir, en i henni fer hann með okkur til Rimini, bernsku- stöðva sinna. Þar endurskapar Fellini enn einu sinni æskuheim sinn — og lýsir fyrstu eldskirn kynlífsins með bosmamiklum kon- um, svo að eitthvað sé nefnt. Vittorio De Sica langar lika heim á fornar slóðir — til Adria- strandarinnar til að gera kvik- mynd eftir nokkrum smásögum Gabriele d’Annunzio, en hann á enn eftir að fá framleiðanda að þessari kvikmynd. Hins vegar er hann með á prjónunum enn eina kvikmynd a la Sophia Loren, sem á að gerast á Napóli. Nýlega hefur hann lokið við myndina Sjóferð- ina, sem er byggð á sögu Pirand- ello — með Burton i aðalhlutverki á móti Loren. Hún gerist um alda- mótin og sagan tekur áhorfendur frá Sikiley til Feneyja, svo að þetta hljómar allt kunnuglega. „Alltaf öðru hverju verður vart hugmyndakreppu i kvikmynda- gerð," var svo haft eftir Sophiu Loren i blaðaviðtali á ftaliu fyrir skömmu. KEFLAVfK — NJARÐVÍK Ung hjón með eitt barn óska eftir litilli ibúð á Isigu. Upplýsingar í síma 92-2977 eftir kl. 7 á kvöld- in. HJÓN ÓSKA eftir vinnu við ræstingar á kvöldin. Upplýsingar i sima 1 9741. BRONCO.Bronco '66 til sölu. Upplýsingar í slma 85431. FORD FAIRLANE '70 Sportbill 2ja dyra Sérstaklega fallegur til sölu. Má borgast með 3ja — 6 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Simi 22086. VOLKSWAGEN 1300 árg. '72 til sölu. Uppl. ísfma 32328 NÝLEGTRAFMAGNSORGEL með fótspili til sölu. Upplýsingar í síma 50730 ÉG ERÍRSK 24 ára gömul og óska eftir vinnu frá kl. 1—6 e.h. í eitt ár. Msrgt kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Vinna — 3247". REIÐHESTUR. Glæsilegur jarpskjóttur 6 vetra hestur undan verðlaunahestinum Blika frá Vatnsleysu. er til sölu Uppl. hjá Sigurði Sigurðssyni, Fákshesthúsum við Elliðaár. LÖBERAR OG DÚLLUR Gobelin borðdúkar, sem selt var í Litlaskógi, er selt nú i Hann- yrðaverzlun Þuríðar Sigurjóns- dóttur, Aðalstraeti 12 TILSÖLU Ford Mercury Monteago árg. '69 sjálfskiptur, vökvastýri og power bremsum. Mjög vel útlít- andi bfll. Uppl. i sima 86402. HAUKAR Á LOFTLEIÐUM í kvöld frá kl. 9. TIL LEIGU 3ja herb. ibúð í Breiðholti Að- eins gegn fyrirframgreiðslu. Tilboð sendist Mbl. merkt: „3238 ' BÖSENDORFER FLYGILL til sýnis og sölu i Skeiðarvogi 6 1, mánudag, þriðjudag og mið- vikudag eftir kl 4. HÚSNÆOI ÓSKAST Ungt par, sem er að byrja bú- skap, óskar eftir 2ja herb. ibúð í höfuðborginni. Reglusemi. Vin- samlega hringið i síma 92-8287 eftir kl. 9 á kvöldin. TILSÖLU VÖRUBIFREIÐ Man 650 árgerð '67 með fram- drifi. 1 6’/2 feta Sindrastálpallur. 1 0 tonna sturtur. Upplýsingar i slma 97-7433. EIGNIZT VINI UM ALLAN HEIM Gangið í stærsta pennavinaklúbb i Evrópu. Sendum ókeypis bækl- 'n9 HERMES, Box 1 7. Berlin 1 1, Germanyþ FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér íslenzk frímerki. Fyr- ir eitt íslenzkt læt ég 3 mismun- andi dönsk eða 5 mismunandi skandinavísk. Gorm Hansen, 6920 Videbæk, ÖsterAllé25, Danmark. HLJÓMPLÖTUR Kaupi notaðar vel með farnar hljómplötur. Einnig Isl. frlmerki, kórónumynd, gömul umslög og póstkort. Myntir og frimerki, Óðinsgötu 3. Hárgrelðsia - dömur - Breiðhoit Leitið ekki langt yfir skammt. Opnum hárgreiðslustofu að Æsufelli 6 í dag. Hárgreiðslustofan „Breiðholti", Æsufelli 6, sími 43720. Salla og Jóna. ÚTGERÐARMENN Höfum til sölu uppsetta línu 7 mm, og línuefni. ÍSBJÖRNINN HF. Útborgun 10 millj. Höfum kaupanda að verzlunar-, skrifstofu- eða iðnaðar- húsnæði á Reykjavíkursvæðinu sem mætti kosta 20—30 millj. Útb. a.m.k. 10 millj. Eignamiðlunin Vonarstræti 12. Símar 11 928 og 24534.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.